Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 Hann stökk fram í sviðsljósið ffyrir skömmu. Rúmlega átján ára gamalt íslandsmet Jóns Þ. Ólafssonar í hástökki heyrði þá alltíeinu sögunni til. Staður og stund: Alta í Norður-Noregi, laugardagur níundi júlí. Kristján Hreinsson, sem hér um ræðir, tæplega nítján vetra bóndasonur úr Eyjafirði, stökk tvo metra og ellefu sentimetra í Kalott-keppninni og sigraði með glæsibrag. „íslenskur kraftaverkamaður,“ sagöi norskt blað í fyrirsögn daginn eftir, og var það ekki að ósekju. Kristján gat nefnilega varla þakkað þennan árangur ástundun við æfingar, eins og hann sagöi viö mig eftir metstökkið, því hann hafði aðeins æft íþróttina að einhverju marki í rúman hálfan mánuð. Nokkrum dögum fyrir Kalott-keppninna sigraði hann á Meístaramóti íslands, stökk þá tvo metra og þrjá sentimetra og rauf þar tveggja metra múrinn í fyrsta skipti. Sumir hafa kallað hann náttúrubarn í íþróttinni, og vel má vera að það sé réttnefni. Ekki segist hann vita þaö sjálfur. Kristján býr á Hríshóli í Eyjafirði ásamt foreldrum sínum og systkinum og heimsótti óg hann þangað á dögunum. Ég held að þú ættir nú aö láta þér nægja aö taka mynd af þessu úr fjarlægð, dýnan er svo rifin og Ijót, sagöi Kristján er ég baö hann aö stilla sér uþþ viö æfingatækin sem hann hefur notaö undanfariö. Ég braut víst rána um daginn, þannig aö ég hef ekki getaö stokkiö, en þaö skiþtir ekki máli því óg má ekki hreyfa mig núna í nokkra daga vegna meiðslanna, sagöi Kristján. Hann varö fyrst var viö meiöslin í ökklanum í keppninni i Noregi á dögunum. Eg byrjaöi alltof lágt, og þurfti þar af leiðandi aö stökkva mjög oft. Ég stóö víst ekki alveg rétt aö upp- stökkinu, þannig aö áreynslan kom ekki á réttan staö á fætinum. Þetta er sjálfsagt því aö kenna hve óvanur ég er aö stökkva, ég er ekki orðinn nógu þjálfaöur í þessu. Menn fóru aö gjóa augunum... Kristján sagöi aö þaö væri aö mörgu leyti gaman aö komast svona alltíeinu í sviösljósið; dagblööin, út- varp og sjónvarp. Þetta geröist svo MtaA Hér stendur Kriatján vió dýnuna og aöra hástökkssúluna aem hann ikk lánaöa heim aö Hríshóli til aö sefa sig. Betri græjur finnast eflaust, en essar hafa gert sitt gagn. snöggt aö maður áttaöi sig varla á þessu strax. En þetta er ágætis til- finning. Ég varö t.d. var viö, þegar ég var á labbi á Akureyri, aö menn fóru aö gjóa augunum til mín. Og maður hefur bara gaman af þessu, a.m.k. svona í upphafi. Þetta ís- landsmet mitt vakti mikla athygli og var að mörgu leyti skemmtilegra fyr- ir vikið. Mér lék hugur á aö vita hvers vegna í ósköpunum Kristján fór alltíeinu aö æfa fyrir meistaramótiö. Menn hafa nú lengi veriö aö reyna aö ýta mér út í þaö að æfa, og ég ætlaöi reyndar aö vera byrjaöur á því fyrir iöngu. Þaö dróst eitthvaö, en svo tók ég á mig rögg og byrjaði af krafti um daginn. Eg æföi þá reglulega eftir prógrami frá Jóni Sævari Þóröarsyni, þjálfara mínum hjá UMSE. Áöur hafði ég æft svona einu sinni í mánuöi. Ég fór m.a.s. tvisvar á æfingu til Akureyrar eftir aö ég fékk prógram hjá Jóni. Annars æföi Kristján bara í túninu heima, en aöstæöur þar bjóóa ekki upp á nein stórafrek. Ég fékk þessar græjur hingaö í vor, en þaö er auðvitaö ekki gott aö stökkva á grasi. Enda stekk ég aldr- ei yfir miklar hæöir hérna; legg held- ur áherslu á tækniæfingar, atrennu og þess háttar. Leiö ekki yffir neinn Kristján er rólyndismaður mikill aö eðlisfari. Ætli hann hafi breyst eitthvaö viö þennan skjóta frama á íþróttasviöinu? Ég stakk þeirri spurningu aö honum. Þaö vona ég ekki. En aörir verða náttúrulega aö dæma um þaö hvort ég hef tekið einhverjum umtalsverö- um breytingum. Ég hef ekki oröiö var viö þaö sjálfur. Hvernig varö sveitungum þínum við er þú settir íslandsmetið? Þeir hafa ábyggilega oröið hissa eins og atlir aörir, en ég hef reyndar ekkert hitt þá síöan ég kom norður, sagöi Kristján, en hann kom heim aö Hríshóli daginn áöur en ég heimsótti hann. En ég held aö þaö hafi nú ekki liöiö yfir neinn í sveitinni. Þaö vissu nú flestir aö ég væri aö atast í þessu og þeir vissu auövitaö líka aö ég vann hástökkið á meistaramótinu. Ég sagói einhvers staöar aö ég byggist við aö ná metinu fyrr en seinna í sumar, en mér hefði nú fundist allt í lagi að hafa æft í svona mánuó áöur. Ég heföi mátt laga tæknina svolítiö fyrst. En ég vissi að ég átti þetta inni líkamlega. Svo small allt saman hjá mér úti í Alta. Aöstæöur voru mjög góöar þarna. Hvaö meö skólafélagana. Heldurðu • Kristján sést hór stökkva léttilega yfir rúmlega tvo metra í Xalott- keppninni í Alta á dögunum. Þá sló hann íslandsmet Jóns Þ. Ólafssonar sem staöiö haföi í rúmlega átján ár. athuga hvaða furðu- skepna þetta væri“ Kristján Hreinsson, hástökkvari, heimsóttur að Hríshóli Pá fóru menn að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.