Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ1983 25 • „Ég er alltof latur til aö verda bóndi,“ segir Kristján ( viötalinu. Þrátt fyrir letina getur hann þó setiö þarfasta þjóninn til sveita nú á dögum, dráttarvélina, eins og sést á þessari mynd. MorBunw^»/sk.pti H.iigrim.«». aö hafi nokkuð liðið yfir einhvern úr þeirra hópi? Þaö held ég varla. Þeir hafa bara gaman af þessu, og ég fékk m.a.s. kort frá einum þeirra. Þaö vissu kannski einhverjir í skólanum aö ég væri í þessu. Ég stökk „einn-níutíu og fimm“ á Unglingameistaramóti íslands á Laugardalsvellinum í fyrra og þeir vissu af því. En þeir uröu nú aldrei vitni aö neinum æfingum hjá mér, einfaldlega vegna þess aö ég æföi sama og ekkert í skólanum. Ég stökk einu sinni í leikfimi i vetur er viö vorum aö leika okkur. Þaö getur varla talist mikil æfing. Þekkti þá aðeins af myndum Er ekki leiöingjarnt aö æfa alltaf einn, eins og þú geröir heima á túni? Jú, þaö er auövitaö miklu leiöin- legra. Þaö er nauösynlegt aö hafa einhvern félagsskap meöan maöur er aö þessu. Ég varð var viö þaö eftir aö ég kom frá Kalott er ég æföi í Reykjavík. Þaö verkaöi svo örvandi á mann aö hafa hina í kringum sig. Nú var feröin til Noregs þín fyrsta landsliösferð. Hvernig var að koma inn í þennan hóp? Það var miklu auöveldara en ég bjóst viö. Fyrir þessa ferö haföi ég varla talað viö nokkurn mann úr lið- inu, og þekkti þá ekki ööruvísi en af myndum! En eftir keppnina þekkti ég meiripartinn af liöinu, þannig aö ég fékk ágætis viötökur. Þaö vakti dálitla athygli hjá landsliösfólkinu hvaö ég stökk þarna úti, og eftir þaö fóru menn aö athuga hvaöa furöu- skepna þetta væri eiginlega! Ekki ýkja glæsilegt Kristján sagöist hafa uppgötvaö hæfileika sína strax í fyrsta sinn er hann prófaöi hástökk. Ég var þá í gagnfræöaskólanum á Hrafnagili og var þrettán ára gamall. Ég man eftir því aö fyrsta hæö sem ég fór yfir var „einn-fjörutíu og fimm“, en seinna um veturinn fór ég svo yfir „einn-sextíu og fimm“. Fyrsta stökkiö eftirminnilegt? Nei, kannski ekki, en ég man aö stíllinn hjá mér var víst ekki ýkja glæsilegur. Ég fór bara einhvern veginn yfir rána. Skólinn stóö fyrir frjálsíþróttaæf- ingu og ég haföi alltaf haft áhuga á þessu. Ég haföi fylgst vel meö frjáls- um íþróttum, og þá höföu eldri bræöur mínir verið aö dútla í þessu. Ég hélt svo áfram aö djöflast í þessu um veturinn. Eins og áöur kom fram á Kristján viö meiðsli aö stríöa um þessar mundir. Læknirinn sem ég fór til var nú ekki mjög svartsýnn. Hann sagöi aö ég yröi væntanlega ekki mjög lengi aö ná mér ef ég passaði mig. Líkurnar á því aö Kristján fari til Edinborgar í sjö landa keppnina um næstu helgi eru ekki miklar, en hann stefnir á aö komast til Vínarborgar í lok ágúst, þar sem Evrópumót ungl- inga fer fram. Stökkbreyting Lágmarkiö á mótiö í Vín er „tveir og ellefu“ þannig aö allir sem koma þangað hafa fariö yfir þá hæö, og sumir örugglega miklu meira. Maöur á því enga möguleika á aö komast á pall; ekki nema til komi „gígantisk" bæting hjá mér, sem ég á nú ekki von á. Ég býst nú viö aö bæta mig hægt og rólega hér eftir. Ég fór fyrst yfir tvo metrana á Unglingameist- aramótinu um daginn, þannig aö þaö má segja aö algjör stökkbreyt- ing hafi oröiö á þessu hjá mér, frá þeim tíma þar til í Kalott, í orösins fyllstu merkingu. Alta, Vín, Edinborg. Svona mætti telja áfram. Landsliösmennsku í íþróttum fylgja yfirleitt nokkur feröa- lög og eru menn því oft fjarri heima- högunum, eins og Kristján sagöi. En þaö vegur upp á móti því hve gaman er að sjá heiminn og keppa. Þetta er allt í lagi meðan maöur er ungur og ólofaöur! Þaö versta er hve blankur maöur veröur á þessu. Þaö er vonlaust aö lifa á íþróttum hér á landi. Félögin eiga erfitt meö aö styrkja íþróttamenn að einhverju ráöi, eins og allir vita. Veit varla hvaö ég get Kristján sagöist ætla sér aö gera stóra hluti næsta sumar. Ég held ég veröi aö fara suður í skóla í vetur. Þar getur maður æft við boölegar aðstæöur á veturna. Ég hef trú á því aö æfi ég vel í vetur geti ég orðiö sterkur næsta sumar. Og maður er auövitaö æstur í aö bæta sig. Ég vil ekki nefna nein- ar tölur; ég veit varla hvaö ég get ennþá! En þetta fer allt eftir þVí hvernig maöur kemur undan vetrin- um. Ég hef lagað stílinn mikiö hjá Jóni undanfariö, og ég hef heyrt aö ekki þurfi aö laga svo mikið í viöbót! Ég hef nú varla vit á því sjálfur. En stíll- inn er a.m.k. ekki svipaöur því, sem hann var hér áöur hjá mér. Þá var ég eins og „V“ yfir ránni. Þá fetti maður sig í öfuga átt. Stefnan hjá Kristjáni er sem sagt aö flytja „suöur“ til aö ná enn betri árangri. Hvaö segir kappinn annars um framtíöina? Ég held ég festi ekki rætur hér í sveitinni. Ég reikna fastlega meö því aö flytja á mölina einhvern tíma. Ég er allt of latur til aö veröa bóndi. - SH. v 4 * m.: m /%\ i Í ■HNMBHBi • Heimilishundarnir hafa aö sögn Kristjáns ekki angrað hann neitt viö æfingar á túninu. Þeir láta sór nægja aö stökkva yfir girðingarnar í grenndinni. Hér er Kristján meö hundunum tveimur á bænum. Tindastóll að verða öruggur um sigur ÞEIR HEIMIR Bergsson og Sigur- lás Þorleifsson sáu um aö Sel- fyssingar hlytu bæöi stigin þegar þeir léku gegn ÍK í Kópavogi um helgina. Selfoss sigraði 2—1, Heimir skoraöi fyrra mark Selfoss en Sigurlás það síöara úr víta- spyrnu, Þröstur Gunnarsson skoraöi fyrir ÍK úr vítaspyrnu. Skallagrímur heldur einnig sínu striki í A-riölinum, þeir sigruöu neösta iiöiö, Snæfell, örugglega 3—1 þegar liöin mættust í Borg- arnesi. Grindavík og Víkingur, Ólafsvik, geröu markalaust jafn- tefli í Grindavík, en HV sigraði Ármann 2—0 hér í Reykjavík. Staöan í A-riðli er nú þessi: Selfoss 10 8 1 1 23—10 17 Skallagrímur 9 6 2 1 18—6 14 Grindavík 10 6 2 2 14—12 14 Víkingur 10 4 2 4 11 — 11 10 HV 10 4 0 6 18—24 8 ÍK 10 1 4 5 12—15 6 Ármann 9 1 2 6 5—12 4 Snæfell 8 116 7—19 3 Tindastóll geröi góöa ferð aust- ur á firöi um helgina. Þeir léku á Seyöisfiröl á föstudaginn og á Reyöarfiröi á sunnudag. Leikinn gegn Hugin unnu þeir 3—1 og Val unnu þeir 4—2 og eru þeir nú efst- ir í B-riðli, hafa fimm stiga forskot og veröur nú erfitt fyrir önnur liö aö ógna þeim. HSÞ sigraöi Sindra frá Horna- firöi 2—0 og eru Sindramenn ekki búnir aö vinna einn einasta leik í sumar. Þróttarar brugöu sér norð- ur til Grenivíkur og náöu sór þar í tvö stig, en þeir sigruðu Magna 3—1 og eru nú í 2.-4. sæti í riöl- inum ásamt Austra og Hugin. Staöan í B-riöli er nú þessi: Tindastóll 10 8 2 0 34—9 18 Austri Þróttur Huginn Magni HSÞ Valur Sindri 10 6 9 6 10 6 9 4 10 4 10 2 20 18 14—11 13—J5 12—16 10—22 9 13 10 13 13 9 8 5 10 0 0 10 5—32 0 Ægir sigraði í Eyjum Það var aöeins sett eitt nýtt met á aldurflokkameistaramóti íslands í sundi sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Kolbrún Ylfa Gissurardóttir setti nýtt meyjamet í 50 m baksundi og synti hún á 37,24 en hún synd- ir fyrir HSK. í stigakeppni félaga sigraði Æg- ir, hlaut 187 stig, næstir komu sundmenn úr HSK meö 154 stig og Sundfólag Hafnarfjarðar varö í þriöja sæti meö 101 stig. Nánar veröur skýrt frá úrslitum síðar. — sus KR vann Víking — Brynja fékk rauða spjaldið KR sigraöi Víking 3—0 á gras- vellinum í Vesturbænum á föstu- daginn. Leikurinn byrjaöi með miklum hamagangi og snemma í leiknum var brotiö gróflega á Öldu og var hún borin út af. Var þetta mikiö áfall fyrir Víkingsliöiö þar sem hún hefur veriö einn besti leikmaöur liösins í sumar. Á 10. mín brenndi Sigurbjörg af í dauöafæri en hún bætti fyrir þaö stuttu síöar. Staöan 1—0 í hálfleik. Bæöi liöin hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti en hægt og síg- andi tók KR öll völd í sínar hendur og réöi gangi leiksins. Kolbrún skoraði annaö mark KR um miöjan fyrri hálfleik. Hún bætti svo þriöja markinu viö undir lok leiksins. Á síöustu mínútu leiksins fékk Brynja að sjá rauöa spjaldiö fyrir grófan leik og veröur hún því ekki með í næsta leik liösins. St. íslandsmet hjá Inga Þór í Kanada Ingi Þór Jónsson sundkappi frá Akranesi setti fslandsmet í 50 m skriösundi á móti í Albertafylki í Kanada um helgina. Ingi synti þessa vegalengd á 25,76 sek. en eldra metið var rétt rúmar 26 sek. Ingi keppti í fleiri greinum og var hann nokkru nærri meti í 100 m flugsundi en þar synti hann á 1:00,68, í 100 m skriösundi varö hann í tólfta sæti og í 100 m bak- sundi hafnaöi hann i sjötta sæti á 1:04,90. • Ingi Þór Jónsson íslandsmeistaramót á Topper og Fireball: Gunnlaugur, Jón og Sævar unnu íslandsmeistaramóti á Topper- og Fireball- seglbátum lauk í Fossvogi á sunnudaginn. Keppninni á Fireball- (eldhnetti) lauk á þann veg aö Gunnlaugur Jónasson og Jón Ólafur Pétursson uröu islandsmeistarar meö 0 stig, þ.e. unnu allar keppnirnar 5. í ööru sæti voru þeir Páll Hreinsson og Ólafur Bjarnason með 17,4 stig, í þriöja sæti voru Aöalsteinn Lofts- son og Ásdís Elfarsdóttir meö 17,4 stig, en lakara vinningshlutfall. Keppni um íslandsmeistaratitil á Topper lauk á þann veg aö í fyrsta sæti var Sævar Már Magnússon meö 6 stig, en í ööru sæti var Guö- mundur Kjærnested með 10,7 stig. í þriöja sæti var Ottar Hrafnkels- son meö 19,4 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.