Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLl 1983 Skammt fyrir utan Reykjavík á ieidinni uppí Mosfellssveit er Golfklúbbur Reykjavíkur með höfuöstöðvar sínar. Þegar rennt er í hlaðiö fyrir framan hinn glæsilega golfskála, sem er alls ekki neinn skáli í bókstaflegri merkingu þess orös, sér yfir megnið af golfvellinum en þetta er eini völlurinn á landinu sem er 18 holur. Landslagið er fallegt og greinilegt er aö þarna getur veriö ansi strembið aö leika golf því ólíkt öðrum völlum á landinu þá er mjög grýtt þarna. Teigar, flatir og brautir eru aó sjálfsögðu ekki grýttar en á milli brauta eru grjót- kambar og því vissara að slá ör- ugg högg til að lenda ekki í urð- inni. Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður 14. desember árlð I934 og er þaö elstl golfklúbbur lands- ins. Golfklúbburinn hét Golfklúbb- ur islands fyrst eftir aö hann var stofaður en áriö I947 var nafninu breytt samkvæmt tilmælum frá ÍSl og GSÍ í Golfklúbbur Reykjavíkur. Stofnfélagar voru 57 talsins og voru flestir þeirra fyrirmenn í bæn- um og má meöal annars telja Valtý Albertsson sýslumann, Ásgeir Ásgeirsson síöar forseta og Gunn- laug Einarsson, en hann varö for- maöur félagsins og starfaöi sem slíkur í rúm níu ár. Fyrsti völlur félagsins var í landi Austurhlíöar í Laugardal þar sem nú er fyrir vestan Laugardalshöll og aö Reykjavegi. Þessi völlur var 6 holur og varö hann fljótlega of lítlll en árlö 1936 fékk félagiö land í Eskihlíö og tveimur árum síöar var vígður þar nýr 9 holu völlur og var hann notaöur allt fram til árs- ins 1963 þegar flutt var á núver- andi staö. Þaö var Ingiríður krón- prinsessa islands og Danmerkur sem vígöi völlinn í Eskihltðinni, en hún er verndari Golfklúbbs Reykjavíkur og prýöir falleg mynd af henni einn vegg golfskálans. Árlö 1959 fékk klúbburinn land þaö sem þeir nú hafa völllnn, á Grafarholtinu, og var strax hafist handa við aö undirbúa aöstööu til aö leika þar golf. Völlurinn var vígður árið 1963 og var hann þá 9 holur en var fljótlega stækkaöur í 12 holur og skömmu síöar var sex holum bætt viö og er hann af þeirri stærö í dag. Sama ár og völlurinn var tekinn í notkun var tekin fyrsta skóflustungan aö hinu glæsilega húsi sem klúbburinn á og er greini- legt aö þar hafa veriö framsýnir menn viö stjórn því húsiö er bæöi stórt og myndarlegt. Þaö er á tveimur hæöum og er hvor hæö rúmlega 500 fermetrar. Á efri hæöinni er stór veitingasalur, skrifstofur fyrir starfsemina, eld- hús og snyrting, en á neöri hæö- inni eru geymslur, böö og aðstaða fyrir kennara til viögeröa. Formaöur Golfklúbbs Reykja- víkur er Karl Jóhannsson, formaö- ur kappleikjanefndar er Siguröur Gunnarsson og Björgúlfur Lúö- víksson er framkvæmdastjóri. Þegar blaöamaöur Mbl. var þar á feröinni á dögunum náöi hann tali af þeim Karli og Sigurði og fyrsta spurningin var hversu margir fé- lagar væru í klúbbnum. „Áriö 1973 voru klúbbfélagar um 400 en í dag eru þeir 710 og sést á þessu hve gífurleg sókn er í Golfklúbbur Reykjavíkur - verður fimmtugur á næsta ári og er því elsti golfklúbbur landsins • Golfskáli GR á Grafarholti ar hin glæsilegasta bygging eins og sjá má. Morgunbiaaið/sus. golfíþróttina. Unglingastarfiö hefur tekiö miklum breytingum á undan- förnum árum og til batnaöar. Þaö hefur veriö starfandi hér golfkenn- ari í sjö ár og í kringum hann hefur áhuginn á íþróttinni aukist mikiö. Þaö sem okkur finnst helst vanta er kvenfólk, þær eru allt of fáar sem spila aö staöaldri þó svo þær séu mikið hérna, en þetta stefnir þó allt í rétta átt hjá þeirn," sagöi Karl. Nú hlýtur aö þurfa aö huga aö mörgu varðandi völlinn, húsiö og mótshald; er ekki mikiö verk aö halda utanum alla hluti svo vel sé? „Jú, þetta er geysileg vinna. Viö erum meö framkvæmdastjóra í fullu starfi auk þess sem þaö eru sjö starfsmenn sem sjá um aö völl- urinn sé í góöu ásigkomulagi. Viö rákum einnig greiöasöluna sjálfir en í sumar leigöum viö hana út í fyrsta skipti. Þaö er ef til vill rétt aö taka fram vegna þess aö sumir hafa taliö aö hér sé opinn bar aö svo er ekki. Þaö er aöeins í ein- staka tilfellum sem veitt er vín hér. Viö gefum út Kylfing, en það er blað GR sem kemur út fimm sinn- um á ári og kom fyrst út áriö 1935. Þaö er eins og aö reka fyrirtæki aö • „Það veitir ekki af að æfa sig í bunkerum líka því þó maöur eigi ekki aö lenda í þeim þá kemur þaö fyrir bestu menn og mig líka,“ sagði þessi ungi kylfingur. „Maður verður að æfa allt því þaö er aldrei aö vita í hverju maöur lendir." sjá um rekstur á svona stórum golfklúbbi. Hvaö varöar mótshald þá erum viö með 51 mót á vellinum í sumar og þaö þarf aö huga aö mörgu til aö allt gangi eins og þaö á aö ganga, en þetta kemst upp í vana eins og allt annaö,“ sagöi Siguröur. Þegar þiö eruö meö svona mörg mót yfir sumariö er þá nokkur tími fyrir fólk til aö æfa sig eöa bara til aö koma hingað og spila án þess aö lenda á einhverju móti? „Þaö var oröiö talsvert erfitt á tímabili en eftir aö viö tókum upp rástíma þá lagaöist þetta. Þessir rástímar eru þannig aö fólk getur hringt hingað í okkur og pantað tíma og þá kemst enginn annar út á þeim tíma. Viö ræsum út hér meö tíu mín. fresti og á virkum dögum er alltaf fullt seinni part dags og fram á kvöld þannig aö þetta er mikiö stundaö, og af fólki á öllum aldri. Yngsti golfarinn hjá okkur sem spilar eitthvaö aö ráöi er 7 ára en þeir elstu eru aö nálg- ast áttrætt og mikill fjöldi er um sjötugt. Þeir sem stunda golf í dag eru úr öllum stéttum og á öllum aldri,“ sagöi Karl og Siguröur bætti viö: „Þaö var feögakeppni hjá okkur um daginn og þar mættu 25 pör og sést af því hversu mikil fjölskylduíþrótt golfið er.“ Hvaö er lelktímabiliö langt hjá ykkur í GR? „Viö byrjum aö leika hér um miðjan apríl og erum fram undir mánaöamótin september/október, en við leikum þó golf lengur því viö erum meö ágætan 9 holu völl á Korpúlfsstöðum þar sem er mun snjóléttara og þar getum viö veriö svo til árið um kring, ef vel viðrar. Síöan höfum viö hitst á veturna einu sinni í viku til aö spila fótbolta eöa eitthvaö annaö og er þaö al- veg nauösynlegt til aö halda hinum góöa anda sem er hjá okkur, auk þess sem allir hafa gott af hreyf- ingunni." Nú veröur klúbburinn 50 ára á næsta ári, stendur eitthvaö til í sambandi viö afmæliö? „Þaö liggur auövitaö í augum uppi aö starfiö viö golfvöll sem þennan er óendanlegt. Þaö þarf aö huga aö viöhaldi á húsinu, byggja nýja teiga og flatir og svo mætti lengi telja. Þaö sem er á dagskrá hjá okkur á næsta ári hvaö varöar framkvæmdir, er aö stækka áhaldahúsiö og bæta aöstööu starfsfólks vallarins. Einnig ætlum viö aö leggja vatnslagnir aö öllum grínum til aö auöveldara sé aö vökva þau ef þurrt er og er þetta trúlega stærsta verkefniö sem viö ráöumst í á næstunni. Þeirri hug- mynd hefur einnig skotiö upp aö byggja æfingaskála viö teiginn á fyrstu braut, þar sem aöstaöa væri til aö halda sér í formi yfir veturinn, en þetta er aðeins hugmynd enn sem komiö er,“ sagði Karl formaö- ur GR. En hvaö meö mótshald á afmæl- isárinu, Siguröur? „Viö höldum Landsmótiö 1984 eins og viö gerum reyndar í ár líka og einnig eru mikiar líkur á aö viö fáum Noröurlandamót karla. Viö eigum meö réttu aö halda þaö, en keppendum finnst svo dýrt aö koma hingaö til lands og þaö er ekki alveg öruggt hvort viö fáum þaö, en viö verðum bara aö vona það besta. Viö erum ákveönir í aö hafa afmælisáriö veglegt og þaö veröur skipuö sérstök afmælis- nefnd sem mun vinna aö því aö gera þetta ár sem eftirminni- legast“. Er ekki eitthvaö draumamark- mið sem þiö hafiö sett ykkur hór hjá GR? Jú þaö má ef til vill kalla þaö draumamarkmiö, en viö viljum þó meina aö það sé meira en draum- ur. Eins og óg sagöi áöan þá erum viö meö 9 holu völl á Korpúlfsstöö- um, en þaö er aðeins bráöabirgöa- svæöi sem viö höfum þar og hug- myndin er sú aö þegar Viöey verö- ur gerö aö útivistarsvæöi aö reyna aö fá svæöi þar í austurhluta eyjar- innar og gera þar framtíðarvöll. Við vonumst til aö fá aö vera hér á Grafarholtinu áfram, en aösóknin er orðin svo mikil að þaö veitir ekkert af öörum velli og þá væri Viðey alveg tilvalin," sagöi Karl Jó- hannsson, formaöur Golfklúbbs Reykjavíkur, aö lokum. -SUS • Mikið er rætt um síðasta hring og jafnvel eitthvað sem gerðist á veilinum í gær eða fyrir löngu síðan. Grafarholts- völlur STÆRÐ: 89 hektarar. LENGD: 6030 metrar. HOLUR: 18, og er sú lengsta 528 metrar, par 5. PAR: 71. VALLARMET: 70 högg, sett at Siguröi Póturssyni og sló hann af gulum teigum. • Sigurður Gunnarsson formaður kappleikjanefndar, til vinstri, og Karl Jóhannsson formaöur GR standa hór fyrir utan golfskálann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.