Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 27 íþróttafélög Iþróttavellir Kjalarskokk — sex trimmarar hlaupa yfir landið Um næstu helgi munu sex trimmarar leggja af staö úr Gaulverjabæjarhreppi og hlaupa yfir landiö, um Kjöl, og ætlunin er aö koma til Blönduóss mánudag- inn 8.ágúst. Hlaupararnir munu leggja af staö á laugardag úr Gaulverjabæ og hlaupa eins og leið liggur í átt aö Skálholti, en þar munu þeir hafa höfuöstöðvar á meöan þeir hlaupa í byggö, en síöan veröur lagt á hálendiö og komið til Blönduóss mánudaginn 8.ágúst eins og áöur sagöi. Þaö eru sex trimmarar sem taka þátt í þessu hlaupi, sem er um 290 km langt og er ætlunin aö vera tíu daga á leiðinni. Þaö þýöir aö þeir munu hlaupa 29 km. aö meðaltali á dag. Þeir sem hlaupa eru Jóhann Heiöar læknir, Leiknir Jónsson málararmeistari, Árni Kristjánsson bankamaöur, Gunnar Kristjánsson bankamaöur, Sigurjón Andrósson innkaupastjóri og Stefán Friö- geirsson námsmaöur. Þeir félagar hafa hlaupiö mikiö saman og sem dæmi hittast þeir á hverjum sunnudagsmorgni í Heiömörk og hlaupa þá um 20 km auk þess sem þeir hafa veriö iönir viö aö taka þátt í víöavangshlaupum. Til þess aö forvitnast aöeins um aödragandan aö þessu hlaupi þeirra félaga og hvers vegna þeir væru aö leggja svona erfiði á sig fór blm. Mbl. í Heiömörk sl. sunnu- dag og ræddi viö hlauparana. Viö spuröum þá fyrst hvernig hug- myndin hefði oröiö til og þaö var Jóhann Heiöar sem varö fyrir svör- um. „Þaö hafa margir fengiö þá hug- mynd aö skokka yfir Kjöl og þaö eru í raun mörg ár síöan fyrst var byrjað aö ræöa um þetta og svo fórum viö aö ræöa þetta betur þegar viö höfum veriö aö hlaupa hér í Heiömörk og ákváöum aö láta til skarar skríöa og nú er þetta loksins aö veröa aö veruleika." En hversvegna eruö þið aö leggja svona erfitt feröalag á ykk- ur? „Viö gerum þetta eingöngu aö gamni okkar, viö reiknum meö aö þetta veröi hin besta skemmtun,“ sagöi Jóhann Heiöar og Leiknir bætti viö: „Þetta veröur fjölskyldu- ferö í leiðinni, viö hlaupum hvern áfanga trúlega á morgnana og veröum síöan meö fjölskyldunni það sem eftir er dagsins. Fjöl- skyldurnar ætla aö vera á bílum með okkur eftir því sem hægt er, þannig aö þetta veröur eins og besta útilega um leið.“ Hlaupið þiö mikiö saman? „Ég hleyp alltaf úr vinnunni og heim, en óg starfa sem læknir á Landspítalanum og bý í Garöabæ en þaö munu vera um 8 km þar á milli, og þegar vel liggur á mér þá á þeg þaö til aö hlaupa líka í vinn- una. Þessi hlaup okkar hér í Heiðmörk hófust eftir Álafoss- hlaupiö 1980 og viö erum búnir aö hlaupa hér síðan á hverjum sunnu- degi, sama hvernig viörar og það er ekki alltaf eins gott veöur og í dag. Þeir Leiknir, Arni og Gunnar eru gamlir sundkappar og hafa hlaupiö mikið saman, en síðan komum viö í hópinn 1980,“ sagöi Jóhann Heiöar. Haldiö þiö aö ykkur takist aö hlaupa V* úr maraþonhlaupi einu sinni á dag í tíu daga, er það ekki„ full mikið ? „Það er nú einmitt þaö sem er mest spennandi viö þetta aö sjá hvort okkur tekst þetta. Þetta veröur eflaust ansi strembiö en viö veröum vel útbúnir og auk þess er læknir með í ferðinni, af hverju heldur þú aö hann fái aö taka þátt í þessu meö okkur hinum,“ spuröi Leiknir um leiö og þeir skokkuöu hlæjandi af staö, en aö þessu sinni átti bara aö skokka örstutt eöa 16 km því sumir höföu tekið þátt i Bláskógaskokkinu daginn áöur, en þaö er um 15 km og menn því ekkert aö pína sig áfram svona eldsnemma á sunnudagsmorgni. - sus • Skokkararnir leggja af stað til aö hlaupa 16 km en þeir aögöu aö þaö væri passlega lótt eftir að hafa hlaupið 15 km daginn áöur. Taliö frá vinstri: Sigurjón Andrésson, Qunnar Kristjánsson, Stefán Friögeirsson, Leiknir Jónsson, Jóhann Heiöar Jóhannsson og Árni Kristjánsson. Morgunblaöiö/Kriat)in Einaraaon. • Þaö var púttað af öryggi þegar þessi mynd var tekin. Þessi kylf- ingur byrjaði í golfi rúmlega fimmtugur þannig aö þaö er aldr- ei of seint að byrja. • Þeir ættu aö kannast viö sig á þessum staö drengirnir því hóöan hafa þeir lagt af stað í sunnudagsskokkið síöan áriö 1980. Skokkiö eins og þeir kalla þaö er aöeins um 20 km í hvert skipti. Næsti áfangi hjá kÖppunum er Kjölur. Morgunblaðiö/ Kriatfán Einartson • Ingiríöur krónprinsessa ís- lands og Danmerkur, verndari GR. Þessi mynd hangir upp í skála GR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.