Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 31 Eyrópumótið í bridge: ísland vann Luxemburg 18:2 Wiesbaden, Vestur-Þýskalandi, 25. júlí. Frá Arnóri RagnarsHyni, blaóamanni Mbl. ÍSLENSKA bridgelandsliðið sigraöi Luxemburg í dag með 18 stigum gegn 2 og er nú í 20. s»ti. Gærdagurinn var einnig ágætur hjá liðinu. Um daginn unnu þeir Líbani 19—1 og um kvöldið töpuðu þeir naumlega fyrir Austurrík- ismönnum, 8,5 gegn 11. Það var reyndar kapteinn liðsins sem tapaði 'A stigi þegar hann var of seinn að tilkynna hverjir ættu að spila næsta hálfleik. Best væri að þurfa ekki að minnast á árangurinn sl. laugardag, en þá tapaði liðið báðum leikjunum um daginn fyrir Ungverjum, 0—20, og fyrir Svisslending- um um kvöldið, 2—18. Frakkar spila af miklu öryggi í mótinu og enda þótt 8 umferðum sé ólokið, bendir allt til þess að þeir vinni þetta 36. Evrópumót. Mikill fjöldi áhorfenda er hér dag hvern. Flykkjast þeir mikið í kringum þýsku liðin og klappa þeim lof í lófa þegar vel gengur. Þá er alltaf töluverður fjöldi í kringum ítölsku kempurnar Gar- ozzo og Belladonna, sem kunna aldrei betur við sig en þegar fjöld- inn er hvað mestur. ísraelsmenn og Líbanir settust að spilaborðinu í dag kl. 12.30 og var ekki að sjá að þar væru að koma saman stríðandi öfl eins og einhverjir höfðu búist við. íslenska liðið á að spila í kvöld við nágranna okkar, Dani, en á morgun er frí. Staðan í mótinu: Frakkland 239, Ítalía 187, Belgía 185.5, Þýskaland 184, Holland 180.5, Ungverjaland 177,5, Noreg- ur 177,5, Austurríki 170, Svíþjóð 169, Pólland 167,5, Líbanon 155. ís- land er eins og áður sagði í 20. sæti með 112,5 stig. Til gamans má svo geta þess, að fyrir utan spilastaðinn standa alltaf 2 Rolls Royce-bílar. Þeir eru til notkunar fyrir keppendur og aðstandendur þeirra, en það eru Dunhill-verksmiðjurnar sem eiga þessa bíla og eru hér með mikla auglýsingastarfsemi fyrir sitt tób- ak. Um allt húsið er hægt að fá Dunhill-sígarettur fyrir ekki neitt og kemur það sér eflaust vel fyrir suma keppendurna sem reykja pakka af sígarettum í hverjum leik. Kvennaliðin eru nýlega byrjuð að spila í mótinu og er 4 umferð- um lokið. Þar er franska liðið einnig í forystu með 60 stig. Bresku konurnar eru í öðru sæti með 57 stig og hoilensku konurn- ar, þriðju með 54 stig. Norræna Húsið: Norræn ljós- myndasýning í TENGSLUM við mót norrænna Ijósmyndara sem nú stendur yfir á Hótel Esju, verður opnuð Ijósmynda- sýning í dag í Norræna húsinu. Á sýningunni, sem ber heitið Ungdom í Norden, eru myndir eftir ýmsa Ijósmyndara frá öllum Norðurlönd- unum. Sýningin verður opin frá kl. 14—19, en henni lýkur 7. ágúst. Hér er ein þeirra mynda sem verða á sýningunni Ungdom í Norden I Norræna húsinu. Bæjarlandið þrifið Hverfasamtökin í Siglufirði halda áfram að þrífa bæjarlandið og var þessi mynd tekin, þegar brenndur var gamall kindaskúr í norðurbæn- um. „Hins vegar virðist áhugi bæjaryfirvalda á útliti bæjarins dvína að sama skapi,“ sagði Steingrímur Kristinsson, Ijósmyndari Morgunblaðs- ins í Siglufirði, í bréfi með myndinni og segir hann hætt að sópa götur, moldar- og malargötur séu of sjaldan bleyttar og engir rusladallar séu lengur við göturnar. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI Attenborough kemur ekki EKKERT verður af komu Davids Attenboroughs, breska sjón- varpsmannsins, til íslands í sumar. Eins og greint var frá á dögunum stóð til að Attenborough kæmi með hóp afburðanemenda úr breskum menntaskóla í rann- Bflvelta: Enginn slasaðist sóknarleiðangur norður í land. Var ætlunin að kanna umhverfi Mývatns og svæði í nágrenni Ak- ureyrar. Attenborough hefur gert marga fræga sjónvarpsþætti og náttúrulífsmyndir, m.a. þáttaröð- ina „Life on Earth“, sem sýnd var í íslenska sjónvarpinu fyrir nokkr- um árum. Hópurinn kom hingað til lands í síðustu viku, en David Attenborough var ekki með í ferðinni, samkvæmt upplýsing- um sem Morgunblaðið fékk hjá breska sendiráðinu í gær. Hér mun hópurinn dveljast fram í byrjun ágúst. STÓR amerískur bíll valt við Laug- ardalshóla skammt frá Laugarvatni um miðjan dag í gær. Fjögur ungmenni voru í bílnum, en engin slys urðu á mönnum. Bíllinn skemmdist talsvert. Tvennt var í framsæti bilsins og var það hvorttveggja í bílbeltum. Slæm beygja var þar sem atburð- urinn átti sér stað. JNNLENTV r r r .Islandsmótiö l.deild.Islandsmótið l.deild.Islandsmótiö l.deild Keflavíkurvöllur þriójudaginn 26.júlí kl.20 KEFLÓVÍK: ÞR0TTUR len*1’ „j <**■ Allt frá upphafi höfum við kapp- kostað að nota eingöngu valið efni sem hefur í sér mikla fúavörn auk þess sem það er baðað í fúavarnar- efnum. Nýi þéttilistinn er einnig framför og stuðlar að enn betri framleiðslu. Nýju gluggarnir okkar standast eru sem áður kembdar og tappaðar saman. Þær tryggja enn meiri stöðugleika sam- skeytanna. bæði þínar kröfur og þær kröfur sem íslenskt veðurfar gerir. Við gerum verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Sendið okkur teikningar eða komið og sannfærist um framleiðslugæðin - hjá okkur færðu meira fyrir hverja krónu. Listinn er festur í spor í karmstykkinu. Hann má taka úr glugganum, t.d. við málun eða fúavörn. hf otr og nuiðaverksmiója NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERK H.F. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.