Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 35 Matstofan f Veitingahöllinni. Rekstur Veitinga- hallarinnar gengur vel Veitingahöllin nefnist matsölu- staður sem nýlega opnaði í Húsi verslunarinnar í nýja miðbænum. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar fram- kvæmdastjóra hefur rekstur Veit- ingahallarinnar gengið vonum fram- ar, en lítið er risið af því sem koma skal í nýja miðbænum og staðurinn því nokkuð afskekktur enn sem komið er. f Veitingahöllinni er bæði matstaður þar sem opið er allan dag- inn og veitingasalur fyrir innan sem opinn er frá 12.00—14.30 og 19.00—23.30. Þar er þjónað er til borðs og teknar borðapantanir. Rúmar matstoían um 110 manns en í veitingasalnum geta verið um 50 matargestir. Sagði Jo- hannes hóp fastagesta vera í há- deginu, en þá er boðið upp á fimmréttaðan matseðil með heim- ilislöguðum mat. Kvað hann að- sókn mun meiri en þeir Veitinga- hallarmenn höfðu búist við í byrj- un. Helsta vandamál fólks væri aðkeyrslan, en hægt er að komast að Húsi Verslunarinnar frá Miklubraut og frá Kringlumýrar- braut. Olíumöl á Hellisheiði HveragerAi, 19. júlí VEGAGERÐ ríkisins hefur síðustu daga unnið að lagningu olíumalar á Hellisheiði, á kaflanum frá Skíða- skálabrekkunni og upp á háheiðina. Er nú umferð leyfð aftur yfir heiðina, en hámarkshraði bundinn við 50 kfló- metra hraða á klukkustund. Meðan þessar framkvæmdir stóðu yfir var allri umferð bcint um Þrengslaveg og Þorlákshafnarveg (um Ölfus). Á síðastliðnu sumri var sett bundið slitlag á Þrengslaveg og fyrir fáum árum á Þorlákshafnar- veg frá Þrengslunum og niður í Þorlákshöfn, en vegurinn upp Ölfus að Suðurlandsvegi, 12 kflómetra kafli, hefur ekki fundið náð fyrir augum hæstráðenda í vegamálum á íslandi, þraft fyrir ítrekaðar beiðn- ir Sunnlendinga. Er okkur tjáð, að hann sé aftarlega á þriðju vega- áætlun hér frá, en fjögur ár munu vera í hverri vegaáætlun. Eftir þvf mun hann verða svona til aldamóta! Ekki hefur hann fengið annað við- hald á þessu sumri en að ekið heíur verið möl í u.þ.b. 3'Æ kflómetra og trúlega heflaður eitthvað. Mikil umferð er alla jafnan um þennan veg, þar eð margir Sunnlendingar vinna í Þorlákshöfn, einkum meðan vertíð stendur yfir og íbúar f ölfusi stunda vinnu í Hveragerði og víðar. En Hveragerði og Þorlákshöfn eru eitt atvinnusvæði og hafa t.d. sama verkalýðsfélag ofl. í sameiningu. Þá landa bátar frá Stokkseyri og Eyrarbakka gjarnan í Þorlákshöfn, en fiskinum er síðan ekið heim í þorpin til vinnslu þar. Yfir veturinn þegar Hellisheiði er lokuð vegna snjóa, er þessi vegur lífæð okkar Sunnlendinga og má þá bera mikla umferð og þungaflutninga, sem hann getur illa talist hæfur til, mjór og holóttur með hættulegar brýr. Um síðustu helgi og f gær, mánu- dag, meðan Hellisheiði var lokuð, var þarna geysilega mikil umferð. Töldu kunnugir að milli 15 til 20 þúsund bílar hefðu farið um Þor- lákshafnarveg (Ölfus) þessa daga. Þar eða sól var mikil og þurrt veður varð þarna mikill rykmökkur, sem sást langt að. Mun mörgum óvönum ökumönnum hafa brugðið illa við, a.m.k. útlendingunum, sem sumir hafa aldrei séð malarveg fyrr. Þá var áberandi að margir óku án ljósa. Fréttaritari Mbl. átti leið til Reykjavíkur á mánudag og kom þá að árekstri, sem orðið hafði rétt áð- ur við brúna á Þurá í Ölfusi. Þar höfðu rekist saman tvær fólksbif- reiðir er voru að mætast, var önnur með erlendu skrasetningarnúmeri. Lögreglan á Selfossi gaf þær upp- lýsingar að ekki hefði skyggni einu verið þar um að kenna, heldur hefði önnur bifreiðin runnið í lausamöl við brúna, sem er mun mjórri en vegurinn. Lögreglan bað vegagerð- ina að vatnsbera veginn vegna slysahættu af rykinu og var það gert að áliðnum mánudegi. Þá fór lögreglan suður meö slasaðan mann og töldu þeir að moldarmökkurinn hefði verulega tafið umferðina og gert þeim erfitt fyrir. Ekki munu fleiri umferðaróhöpp hafa orðið á Þorlákshafnarvegi umrædda daga og mætti það teljast vel sloppið. Telja menn hér eystra, að betur hefði mátt standa að þessari miklu umferðaraukningu með því að bleyta veginn eða rykbinda og minnka þannig mikla slysahættu og óþægindi vegfaranda. Sigrún. Læknaferð um SuÖurland og Austfirði Háls-, nef- og eyrnalæknir ásamt öðrum sérfræðingum Heyrnar- og talmeinastöðvar ís- lands verða á ferð um Suðurland og Austfirði dagana 3.—11. ágúst nk. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Farið verður á eftirtalda staði: Vík i Mýrdal 3. ágúst, Kirkju- bæjarklaustur 4. ágúst, Höfn í Hornafirði 5. og 6. ágúst, Djúpi- vogur 7. ágúst, Fáskrúðsfjörður 8. ágúst og Neskaupstaður 9. og 10. ágúst. Ákveðið hefur verið að fara á VERULEGUR samdráttur hefur átt sér stað í sölu á ferðamannagjald- eyri, það sem af er árinu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, enda hafa ferðalög íslendinga dregizt nokkuð saman. Samdrátturinn var liðlega 40% fyrstu sex mánuði ársins, en í því Eskifjörð, Reyðarfjörð og Egils- staði í okt. nk. sambandi verður að hafa í huga, að notkun greiðslukorta hefur stóraukizt, þannig að samdráttur- inn er í raun nokkru minni. Hand- bærar upplýsingar um upphæðir, sem farið hafa í gegnum greiðslu- kortareikninga liggja þó ekki fyrir. Samdráttur í sölu ferðamannagj aldey ris EPL þakpönnustálið sameinar styrkleika stálsins og hefðbundið útlit pönnusteinsins sem var mikið notaður á þök hér áður fyrr. Stálið er sterkt, glansandi og þolir mikið veðurálag. Fæst í rauðum og svörtum litum. Allur frágangur er til fyrirmyndar, naglarnir sjást ekki og allir fylgihlutir fást. í verði erum við vel samkeppnisfærir. Fáðu þér varanlegt pönnuþak að hefðbundinni gerð. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 EPL ÞAKPÖNNUSTÁL í HÆSTA GÆÐAFLOKKI MEÐ I FERÐALAGIÐ •to ®Q>Q,ö*0@ 03 Hljómplata eða kassetta og bók með textum og myndui BÓKIN FVLGIR ÓKEYPIS Þetta er kassettan sem börnin hlusta á um leið og þau skoða bókina og eru róleg í aftursætinu, svo að allir njóti ferðalagsins FRÓÐLEGT FJÖRUGT OG SKEMMTILEGT BARNAEFNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.