Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 Minning: Pétur Axel Jónsson héraðsdómslögmaður Fæddur 31. mars 1938 Dáinn 15. júlí 1983 Undanfarna mánuði meðan vin- ur minn og frændi, Pétur Axel, barðist við banamein sitt, hef ég oftar en ella hugsað um eilífðar- málin. Er Guð ranglátur? Hvers vegna leggur dauðinn helkalda hönd sína á ungan mann? Hafði vinur minn ekki borið byrðar sín- ar nægilega lengi, til þess að verðskulda þá lífshamingju, sem honum féll í skaut síðustu æviár- in? Þessum og álíka spurningum getum við dauðlegir menn ekki svarað. Vegir Guðs eru órannsak- anlegir. Lífshlaup manna verður ekki vegið og metið eftir reglum stærðfræðinnar. Svo einfalt er líf- ið ekki. Kynni okkar Péturs hófust í Menntaskólanum í Reykjavík. Harðfylgi hans í skólamótinu í handknattleik vakti athygli mína og annarra félaga minna. Ég varð fyrir því óláni að fingurbrjóta Pétur og varð það byrjun á nánari kynnum okkar. Síðan lá leið okkar í háskólann og urðum við sam- ferða í gegnum lögfræðina. Ekki nóg með það. Við bjuggum, ungir og blankir stúdentar, í sama hús- inu með fjölskyldum okkar. í 3 ár áttum við dagleg samskipti, jafnt heima sem annars staðar. Hjördís, kona mín, og Magnþóra eiginkona Péturs bundust vináttuböndum, sem aldrei slitnuðu til dauðadags Möggu Gullu 1974, er hún lézt að- eins 35 ára gömul. Árið 1963 mis- stu Pétur og Magga son sinn, Magnús Þóri, aðeins 6 mánaða gamlan. Af börnum Möggu og Pét- urs komust á legg Jón Axel, f. 21. janúar 1962, stúdent frá VÍ 1982 og Þóra Steinunn, f. 8. nóvember 1971. Áður en Pétur kvæntist Magn- þóru Þórisdóttur, Kjartanssonar, lögfræðings í Landsbanka íslands, eignaðist hann tvö börn með Guð- rúnu Jónsdóttur, skólasystur sinni. Það voru Snjólaug, sem lézt aðeins 15 ára gömul 1973, eftir ævilöng veikindi og Jón Guðmann, 1 f. 31. desember 1959, viðskipta- fræðing og nú við nám í endur- skoðun. Af framanrituðu sést, að vinur minn, Pétur Axel, hafði, kornung- ur maður, mátt þola meira en margur maðurinn á allri ævinni. Það þarf engan að undra þótt Pét- ur hafi bognað undan því ógnar- fargi, sem lífið lagði á hann. En hann brotnaði aldrei. Að loknu embættisprófi vorið 1968 hóf hann störf sem fulltrúi hjá Borgarfógeta í Reykjavík. Varð hann brátt annálaður fyrir dugnað sinn í starfi, því Pétur var ávallt hamhleypa til verka. Hjá fógeta eignaðist Pétur marga vini meðal samstarfsmanna sinna, en engan eins og Þorstein Thoraren- sen, borgarfógeta, sem reyndist Pétri hollur og góður vinur til æviloka Péturs. í apríl 1969 réðst Pétur sem fulltrúi í sjvarútvegs- ráðuneytið og starfaði þar til árs- loka 1970. Frá ársbyrjun 1971 starfaði Pétur Axel sjálfstætt sem lögfræðingur. Hann rak fasteign- asölu, fékkst við útgerð um 1 árs skeið, en áhugi hans á útgerð var honum í blóð borinn, enda sonur Jóns Axels Péturssonar, banka- stjóra Landsbankans, áður for- stjóra BÚR. Það verður að segjast eins og er, að á árunum 1970 til 1978 átti Pét- ur í erfiðleikum með að ná áttum í lífinu. Þrátt fyrir það trúði ég ávallt því, að tíminn myndi lækna sárin, sem óneitanlega höfðu áhrif á viðhorf Péturs til lífsins á þess- um tíma. Það fór líka svo, að Pétur Axel ákvað, eins og honum einum var lagið, að söðla yfir. í árslok 1978 hélt Pétur í Vesturveg, til að fá bót meina sinna á Freeport-sjúk- rahúsinu í New York-fylki. Þessa ákvörðun tók Pétur einn, án þrýst- ings frá öðrum. Ég og aðrir, sem þekktum Pétur vel, vissum að með þessari ákvörðun lauk Pétur fyrir fullt og allt áðurnefndum kafla í lífi sínu. Ef Pétur Axel tók ákvörðun, þá stóð hún. Hann gerðist ákafur AA-maður, lifði samkvæmt lífsreglum AA og hóf nýjan þroskaferil, sem stóð allt til dauðadags. Pétur Axel var ávallt þekktur fyrir ríka skaps- muni. Hreinskilni hans varð hon- um þráfaldlega fjötur um fót í samskiptum við náungann. Eins og skapmönnum er títt, vissi Pét- ur vel af því hve skapsmunir hans voru erfitt veganesti. Sfðustu ævi- árin tókst Pétri með einstakri viljafestu að læra að hemja skap sitt. Persónulega hef ég aldrei átt að vini mann, annan en Pétur Ax- el, sem varð betri maður dag frá degi allt til dauðadags. Enginn misskilji orð mín svo, að Pétur Axel hafi þarfnast slíkra yfirbóta daglega, en ég hygg að flestir breytist harla lítið til batnaðar eftir að þeir komast á fullorðinsár. Foreldrar Péturs, Ástríður og Jón Axel, höfðu verið Pétri traust- ur bakhjarl öll erfiðleikaár hans. Pétur fékk tækifæri til að launa foreldrum sínum tryggðina. Hann heimsótti föður sinn, háaldraðan, daglega og hjúkraði honum til dánardægurs föðurins. Þá studdi Pétur Ástríði, móður sína, í veik- indum hennar og sorg, þegar hún missti eiginmann sinn og dóttur með stuttu millibili. Ég veit, að þessi síðustu ár hafa fært foreldr- um Péturs ómælda hamingju vegna alúðar, sem Pétur sýndi þeim. Stærsta gæfa Péturs Axels síð- ustu æviárin var að kynnast eftir- lifandi eiginkonu sinni, Rósu Ólafsdóttur. Þau eignuðust dreng, Pétur Axel þ. 16. september 1980. Þau komu sér upp yndislegu heim- ili og litli sonurinn var sannkall- aður sólargeisli í lífi þeirra. Fal- legur, ljóshærður og greindur snáði, sem var föður sínum líkn í erfiðu stríði hans við banasjúk- dóm sinn. Eins og við var að búast snerust allir hlutir Pétri Axel heitnum í haginn eftir hina örlagaríku ákvörðun hans 1977. Honum farn- aðist vel í starfi sínu. Enn einu sinni lágu leiðir okkar saman, þeg- ar hann um eins árs skeið starfaði með mér við fasteignasölu. Síð- asta æviár sitt setti Pétur á stofn sína eigin lögfræðistofu og rak hana af krafti, sem ávallt ein- kenndi allt, sem Pétur tók sér fyrir hendur. Þegar Pétur veiktist í desember síðastliðnum tók Jón Axel, sonur hans, við rekstri stof- unnar, og rak hana af sömu elju undir leiðsögn föður síns. Ekki hikaði Jón Axel við að hætta um stund háskólanámi til að hjálpa föður sínum. Enginn hefur þó stutt Pétur í veikindum hans, eins og Rósa, ekkjan hans unga. Pétur kaus að dvelja í heimahúsum lengst af þessa mánuði sem hann átti ólif- aða. Rósa hjúkraði manni sínum af slfkri ástúð að oftlega komst mað- ur við af nærgætni hennar og skilningi. óvissan og vonin voru förunautar þeirra hjóna í sjö mán- uði. Trúin á lífið og hamingjuna var óbilandi hjá þeim báðum, en válegar fréttir daglegt brauð. Nú, þegar ég og fjölskylda mín kveðjum vin okkar, Pétur Axel, er okkur efst í huga söknuður og samúð með hans elskuðu eigin- konu og börnum hans, Jóni Axel, Eddu, fósturdóttur, Jóni Guð- manni, Þóru Steinunni og Pétri litla Axel. Þá sendum við aldraðri móður Péturs, Ástríði Eínarsdótt- ur, sem hefur þurft að horfa éftir börnum sínum tveimur, með árs millibili, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Bergur Guðnason Hann Pétur Axel er dáinn. Þó að ég vissi, að hann ætti stutt eft- ir, brá mér þegar ég heyrði þetta. Við sem höfðum talast við í lang- an tíma í fyrrakvöld, en í gær náði ég ekki sambandi og í dag er hann allur. Við ætluðum að hittast erlendis um áramótin, en hann komst ekki. Þá frétti ég fyrst af sjúkdómnum, sem kannski er sá illskeyttasti sem þekkist. Ég varð klökkur þegar við hitt- umst eftir að þessi staðreynd varð ljós. Mér fannst þetta svo mikið óréttlæti. Hann Pétur sem var einmitt að byrja að lifa. Allt hans líf hafði verið harmur, en að und- anförnu hafði hann átt gott skeið, sem fór batnandi. Svo þetta. En ég áttaði mig fljótlegæ að þarna lék ég stórt hlutverk. Ég þurfti ekki að skilja og mátti ekki dæma og mér fór að líða betur og varð frjálsari gagnvart Pétri. Þannig fann ég að ég gat kannski orðið honum að svolitlu liði. Ævi Péturs var lík og hjá mörg- um alkóholistum, sem fæðast tvisvar. Fyrri fæðingin endar með þeirri síðari, en þá hefst hið raunverulega líf, sem hjá Pétri spannaði einungis rúm 4 ár. En á þeim tíma afrekaði hann meira en margir gera á langri ævi. Þessi tími var glæsilegur og ætla ég að stikla á því helzta. Fyrsta fæðingarhríðin átti sér stað á Sögu, þegar hann heyrði fyrst í Frank Herzlin, en Frank tók á móti honum nokkru síðar og skilaði af sér fullburða AA-manni. Pétur skynjaði fljótlega nauðsyn þess að reyna að lifa eftir reynslu- sporunum. En það tókst honum æ betur eftir því sem tíminn leið, enda stundaði hann fundi dyggi- lega. Sökum framfara sinna var sótzt eftir Pétri í ráðgjafastörf og vann hann sem slíkur, bæði á Silunga- polli og Staðarfelli. Fáa þekki ég sem áttu auðveldara með að ná sambandi við sjúkan alkóhólista en Pétur. Pétri tókst á skömmum tíma að koma fótum undir lögfræðistörf sín, sem var kraftaverk. Hann eignaðist unga og fallega konu og frábært heimili, þar sem gott var að koma. Síðast en ekki sízt eignaðist hann son, Pétur Axel yngri, sem er alltaf brosandi og augasteinn allra sem þekkja. Pétur var í miklum metum í AA og alltaf leið menni betur, ef hann var í nálægð. Ef þetta er ekki glæsilegt lífshlaup 4 ára barns, þá ...? Að lokum vil ég votta samúð mína hans nánustu, þó sérstak- lega heimilisfólkinu að Ægissíðu 103 og þakka margar góðar stund- ir. Guð blessi minn gamla vin. Grettir Pálsson Mágur minn, Pétur Axel Jóns- son, lögfræðingur, andaðist að morgni 15. þ.m. eftir erfiða sjúk- dómsbaráttu. Hann var fæddur 31. marz 1938, sonur hjónanna Ástríðar Einarsdóttur og Jóns Ax- els Péturssonar, síðast banka- stjóra. Haustið 1944 tók ég að venja komur mínar í hús foreldra hans við Hringbraut 53, og hafa kynni okkar því varað nær fjóra áratugi. Margs er að minnast frá þeim tíma og margt er að þakka, en það verður ekki rakið hér, heldur geymt í minningunni. Skin og skúrir skipust á í tilveru Péturs Axels, meira en okkar flestra. í einkalífi sínu beið hann skipbrot oftar en einu sinni, og margar stundir urðu honum erfið- ar. Öll él birtir upp um síðir, sagði Bjarni frá Vogi, og það fékk Pétur Axel að reyna er hann stofnaði heimili með eftirlifandi konu sinni, Rósu Ólafsdóttur. Frá upp- hafi sambúðar þeirra til hinstu stundar bar hún honum það sól- skin, sem hann áður hafði farið á mis við. Fyrir það ber að þakka, og þá ekki síður fyrir hvernig hún reyndist honum í því strlði, sem hófst um síðustu áramót. Mér verður hugsað til tengda- móður minnar, sem á rúmum tveimur árum hefur misst eigin- mann sinn, þá einkadótturina og nú einkasoninn. Mikið er á hana lagt. Ég votta henni einlæga sam- úð mína, sem og eiginkonunni og börnunum. Guð blessi þau öll og veiti þeim styrk til að standast þá raun, sem þeim hefur verið lögð á herðar. Ekki var ætlun mín að rekja hér lífshlaup Péturs Axels, heldur að- eins að leggja tvö lítil laufblöð að leiði góðs drengs: einlæga þökk fyrir samfylgdina og vinarkveðju. Guð blessi minningu Péturs Axels Jónssonar og gefi honum góða heimkomu á landi lifenda. Guðmundur Jónsson Það er rúmur áratugur frá því að fundum okkar Péturs Axels Jónssonar héraðsdómslögmanns bar fyrst saman. Það var dag einn að þessi hressilegi og þekklegi ungi maður kom til starfs í sömu stjórnardeild og ég, í Stjórnarráð- inu. Mér var maðurinn kunnur áð- ur af afspurn, ekki hvað síst vegna þess að hann var sonur góðkunn- ingja míns og flokksbróður, Jóns Axels Péturssonar. Við vorum um skeið samstarfsmenn, en kusum báðir að hverfa að öðrum störfum. Seinna höfðum við nokkur sam- skipti sem lögmenn og jafnan var það svo, er við hittumst að vinátt- an var söm og áður, líkt og við hefðum hist daginn áður. Einhvern veginn mótaðist sú hugsun með mér, að sennilega hefði annað ævistarf hent Pétri Axel betur. Hann hafði lokið lögfræðinámi, en samt fannst mér að slíkt sem það starf útheimtir þótt það geti verið stöðug hólm- ganga, hafi ekki eins og verið við hæfi persónuleika hans. Heldur hefði hann fengið meiri útrás fyrir karlmennsku sína og harðgerða lund að eiga I átökum við óblíð náttúruöfl á öldum hafsins, enda var hann í álitum hjá þeim yfir- mönnum, sem hann var í skips- rúmi hjá á námsárum, slíkt orð fór af honum. Vera má að þessi skoðun mín hafi verið alröng, því greinilegt var að hann hafði fundið sjálfan sig í starfi sem lögmaður og var mikils af honum að vænta, er hann kvaddi þennan heim. Pétur Axel var líkur föður sín- um að því leyti, að hann var hisp- urslaus og gat verið allt að því hrjúfur, en undir niðri sló heitt hjarta. Mér þykir ég hafa orðið ríkari að af því að hafa kynnst þeim feðgum, sem hafa báðir haldið yfir lífsins ála; þeir áttu það og sam- eiginlegt að vilja rétta hlut smæl- ingjans. Gunnlaugur Þórðarson Föstudaginn 15. júlí síðastlið- inn, lést í Reykjavík, Pétur Axel Jónsson, lögfræðingur, eftir þján- ingar, sem stóðu í um það bil eitt ár. í fyrrahaust kenndi hann fyrst til þeirra meina, er í raun og veru segja fólki, að nú sé ævin á enda, alveg án tillits til lífsþorsta, elleg- ar hvort menn telja sig eiga sitt- hvað óunnið í þessum heimi, eða ekki. Og í köldu sólskini bárust þessi tíðindi út í sumrið, til vina og vandamanna og sem fyrr kom dauðinn á óvart, alveg sama þótt við vissum að hann var ferðbúinn, svo að segja hvaða dag sem var. Lífróður var í aðsigi. Pétur Axel fæddist í Reykjavík 31. mars árið 1938, sonur hjón- anna Ástríðar Einarsdóttur og Jóns Axels Péturssonar, banka- stjóra, en Jón Axel var kunnur fé- lagsmálamaður um sína daga, þótt þekktastur hafi hann verið fyrir störf sín sem framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur og síðar í Landsbankanum. Jón Axel (1898—1980) var ætt- aður frá Eyrarbakka, sonur hjón- anna, Elísabetar Jónsdóttur (1878—1969) alþingismanns í Ey- vindarmúla og Péturs Guð- mundssonar, skólastjóra þar (1858—1922), Sigurðssonar, bónda á Votamýri á Skeiðum. Ástríður Einarsdóttir, var dótt- ir Einars Jónssonar múrara í Reykjavík og því systir Þorsteins Einarssonar, hins kunna KR-ings og knattspyrnumanns, er lést fyrir ári, eða svo. Um ættir veit ég ekkert frekar, nema móðurfólkið var úr Reykja- vík. Þó er rétt að geta þess hér, að þessi grein er rituð norður í landi, þar sem svo til ekkert er við hönd- ina. Ástríður er nú ein á lífi, hefur misst mann sinn og börnin bæði. Pétur Axel Jónsson, ólst upp með foreldrum sínum og hálfsyst- ur, Þóru Haraldsdóttur (1925—1981) Þórðarsonar frá Hafnarfirði, en hún var dóttir Ástríðar af fyrra hjónabandi. Þóra varð síðar kona Guðmundar Jónssonar, óperusöngvara. Auk þess átti Pétur Axel hálf- bróður, Einar A. Jónsson, (1920—1982) er lengi var skrif- stofustjóri í Sparisjóði Reykjavík- ur og nágrennis. Þau Ástríður og Jón Axel bjuggu allan sinn búskap, að heita má, á sama stað, eða á Hringbraut 51, og í því hverfi voru því allar rætur. Árin liðu við leiki og störf, og þann munað er því fylgdi, að fá að alast upp í nýju landi, ellegar lýðveldi. Lifa í straumaskilum á ungu vori. Og reyndar með þeim agnúum, er því fylgir, þegar eldra fólki þykir vera orðið lítið eftir af þakklæti í heiminum. Af því fengu flest okkar víst einhverja skammta, og það var oft vandi að vera til. Pétur byrjaði ungur að vinna eins og aðrir, en hóf svo langskóla- nám. Lauk stúdentsprófi frá MR vorið 1959, en lögfræðiprófi lauk hann frá Háskóla íslands árið 1968. Hann mun í fyrstu hafa verið nokkuð óráðinn með framhaldsfög sín, áður en hann snéri sér að lögfræði. Að prófi loknu var hann um skeið fulltrúi hjá borgarfógetan- um í Reykjavík og fulltrúi í sjáv- arútvegsráðuneytinu. Þar starfaði hann til áramóta 1970—1971, er hann hóf almenn lögfræðistörf og rak hann þá um nokkurra ára skeið útgerð fiskiskips, samhliða lögfræðinni, enda var hann til seinasta dags áhugamaður um sjávarútveg, og þá sérstaklega um Bæjarútgerðina, en af henni hafði hann oft áhyggjur, þótt eigi ætti hann aðra persónulega hagsmuni, en að hafa unnið þar í fiski. En einmitt þar, oní kösinni, innanum fólkið, finna menn oft þau sann- indi atvinnuveganna, sem sjaldan er getið í hagfræðinni. Enda lítur lífsgátan þar allt öðruvísi út þar sem hún birtist í launamiðum á föstudögum, en á þeim stöðum, þar sem fiskur er aðallega talinn til vandræða. Bæjarútgerðin var líka lífs- hugsjón jafnaðarmanna, og er, ásamt ýmsum öðrum stofnunum, er gjöra afkomu heimilanna betri. Að þessu er vikið hér, því mér er kunnugt um, að allt til síðasta dags, reyndi Pétur Axel að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, þar eð umræða var enn einu sinni hafin um það, að Bæjarútgerðin væri fyrst og fremst baggi. Pétur Axel frændi minn var maður vaskur, og ég held að hann hafi alla tíð verið heilsuhraustur, þótt hann hefði sem barn lent í alvarlegu umferðarslysi, er batt hann við rúmið nokkuð lengi. Mun hann þó ekki hafa náð sér alveg að fullu, þótt þannig væri það haft á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.