Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 t Eiginmaöur minn, faðir okkar og fósturfaöir, JÓN SVEINN GÍSLASON, Tunguheiöi 8, Kópavogi, lést í Landspítalanum 24. júlí. Anna K. Kristensen, Siguröur Jónsson, Gísli S. Jónsson, Anna Jóna Árnadóttir, tengdabörn og barnabörn. t Faöir okkar, GUÐJÓN GÍSLASON, Fálkagötu 12, 5 lést í Landspítalanum 24. þ.m. Börn hins látna. t Faöir okkar, EINAR ANGANTÝSSON, | lést aö Hrafnistu 23. júlí. Dætur hins látna. t Eiginmaöur minn, SÆMUNDUR ELÍAS ÓLAFSSON, Sjafnargötu 2, lést í Borgarspitalanum 24. júlí. Vigdís Þórðardóttir. t Maöurinn minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, PÉTUR GUÐJÓNSSON, framkvæmdastjóri, varð bráökvaddur 23. júlí. Bára Sigurjónsdóttir, Sigurjón Pétursson, Þóra Hrönn Njálsdóttir, Guðjón Þór Pétursson, Guðlaug Pétursdóttir, Magnús Sigurjónsson, Pétur Þór Guöjónsson, Pétur Sigurjónsson. t Sambýliskona mín og systir, OLGA JÓNSDÓTTIR, Hjaröarhaga 40, andaöist í Landspítalanum 23. júlí. Kéri Guöbrandsson, Héöinn Jónsson. t Frændi minn, BJARNI SIGVALDASON fré Gautsdal, andaöist i sjúkradeild Hrafnistu 21. þ.m. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. þ.m. kl. 10.30. Fyrir hönd aöstandenda, Ólöf R. Guöjónsdóttir. t Bróöir okkar, MAGNÚS BRYNGEIR GUDJÓNSSON, Grænumörk 1, Selfossi, lést 15. júlí 1983. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey samkvæmt ósk hins látna. Guómundur Guöjónsson, Halldór Guöjónsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og sonur, VALTÝR JÓNSSON, Hamrabergi 38, andaöist 24. júlí. Fyrir hönd vandamanna, Kristlaug Gunnlaugsdóttir. Minning: Bryngeir Guðjóns- son veghefilstjóri Þegar við nú kveðjum Bryngeir Guðjónsson, fyrrv. veghefilstjóra, langar okkur til að minnast hans nokkrum orðum. Bryngeir var fæddur í Sölvholti í Hraungerðishreppi 11. desember 1908, sonur hjónanna Guðjóns Guðnasonar og Bryngerðar Ei- ríksdóttur, sem þar bjuggu. f Sölvholti var Bryngeir fram yfir fermingu en flyzt þá með for- eldrum sínum að Bitru í sama hreppi. í heimahúsum dvaldi Bryngeir fram til ársins 1939 að hann flyzt til Selfoss. Á Selfossi bjó hann síðan til æviloka en hann lézt 15. júli s.l. Eftir að hann kom til Selfoss vann hann ýmis störf fyrstu tvö árin en 1941 hóf hann störf sem veghefil- stjóri hjá Vegagerð ríkisins og starfaði við það fram til ársins 1979 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Bryngeir kvæntist aldrei og átti ekki börn. t Eiginkona min, GUDRÚN HREFNA GUÐJÓNSDÓTTIR, ksnnari, lést 22. þessa mánaöar. Útförin veröur gerö frá Fossvogskapellu föstudaginn 29. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afbeðin en þeim sem vilja minn- ast hennar er bent á líknarstofnanir. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Stsindór Guójónsson. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, GUNNAR PÁLMI BJÖRNSSON, Bróvallagötu 18, Rsykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju flmmtudaginn 28. júlí kl. 3. e.h. Guörún M. Valhjálmadóttir, Matthildur Þ. Gunnarsdóttir, örn S. Einarsson, Guórún M. Arnarsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, STEFÁN Ó. THORDERSEN, bakaramsistari, Drápuhlíö 10, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. júlí kl. 15.00 síödegis. Sigþrúöur Thordsrssn, Margrét Thordsrssn, Ólafur V. Thordsrsen, Guöný Thordersen, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför ÁGÚSTS G. JÓNSSONAR, bifreiðastjóra á Blönduósi, sem lést 21. júli, fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 30. júlí kl. 2 e.h. Margrét Jónsdóttir, Kristín Ágústsdóttir, Valur Snorrason, Jakob Ágústsson, Auöur Franklín, Siguróur Ágústsson, Anna Rósa Skarphéöinsdóttir. t EGGERT F. GUDMUNDSSON, listmálari, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 27. júlí kl. 13.30. Elsa Jóhannssdóttir, Thor B. Eggertsson, Garöar Þorstsinsson, Ásta Gestsdóttir, Anna K. Þorsteinsdóttir, Guóbsrgur Rúnarsson, María Þorsteinsdóttir, Gestur Valgarósson og barnabörn. t Systir okkar, ANNA SIGURÐARDÓTTIR fré Hrepphólum, sem andaöist 18. júlí veröur jarösungln frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 28. júli kl. 13.30. Jón Sigurósson, Hermann Sigurósson. Hann leigði sér herbergi lengst af hjá Ingibjörgu Árnadóttur og Einari Sigurðssyni og síðar hjá Elínborgu Sigurðardóttur og Guð- mundi Geir Olafssyni. Hjá þessum hjónum átti hann við gott atlæti að búa. Þegar hann svo lét af störfum hjá Vegagerðinni, fluttist hann fyrst að Ási í Hveragerði en siðan var hann í hópi fyrstu íbúanna í húsi, sem byggt var fyrir aldraða á Selfossi. Þar undi hann hag sínum vel og átti ánægjulegt ævikvöld. Hann var við tiltölulega góða heilsu allt þar til hann lézt og var því öðrum íbúum hússins, sem verr voru á sig komnir heilsufars- lega, mikil hjálparhella. Enda hjálpsemin söm og áður. Eins og áður segir starfaði Bryngeir hjá Vegagerðinni árin 1941—1979. Á þessum árum öllum hefur hann að sjálfsögðu átt marga vinnufélaga. Allir munu þeir ljúka upp einum munni um að betri starfsfélaga en Geira hafi vart verið hægt að kjósa sér. Hann var hlédrægur og af- skiptalítill en glaðlyndur, hjálp- samur og velviljaður og svo um- talsfrómur að ekki rekur okkur minni til að hann hafi borið illt orð nokkrum manni. Enda naut hann fádæma vin- sælda ekki aðeins starfsfélaga heldur og allra annarra sem hon- um kynntust. Þá var eftirtektar- vert hve gott hann átti með að umgangast ungt fólk og virtist skilja viðhorf þess vel. Á árum áður þegar vegir voru verri og veghefilstjórarnir voru því sem næst í útilegu, gistu þeir gjarnan og borðuðu á sveitabæj- um. Þannig kynntust þeir fólkinu og fólkið þeim. Á þessum bæjum var Geiri aufúsugestur. Þeir sem starfa að þjónustu við almenning hjá opinberum fyrirtækjum liggja undir meiri gagnrýni, ýmist rétt- látri eða ranglátri hvað varðar störf þeirra, en flestir aðrir. En ekki mun Geiri hafa legið undir slíkri gagnrýni. Svo þekktur var hann fyrir störf sín um alla sýsl- una. Og allir vissu að starf sitt rækti hann af þeirri árvekni og trúmennsku að lengra varð ekki komist í þeim efnum. Enda hafði hann gaman af vinnu sinnu og taldi ekki stundirnar til kvölds. Ekki leyfði hann sér mikinn munað um ævina, nema ef vera kynni að kíkja stöku sinnum í glas. Ekki varð það þó til neins baga, hvorki fyrir hann né aðra. Og ekki kom það niður á vinnu hans. Eftir að hann var hættur sem fastur starfsmaður var hann þó við sumarafleysingar í nokkur ár og alltaf hélt hann sambandi við okkur. Kom af og til og átti með okkur glaðar stundir, svo sem leikhúsferðir og annað þess hátt- ar. Við fráfall Geira söknum við því vinar í stað. En jafnframt gleðj- umst við yfir því að hann þurfti ekki að líða þjáningar langrar sjúkralegu og fékk að kveðja þennan heim sitjandi í stól heima í stofu sinni. Bræðrum hans og öðru venzla- fólki sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Starfsmenn Vegagerðarinnar í Árnessýslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.