Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 Hér þarf að vera símiðlandi aflstöð Gengið úr Skálholtskirkju eftir biskupsvígslu. Fremst ganga tveir ungir prestar, þá herra Pétur Sigurgeirsson bisknp og Sigurbjtfrn Einarsson biskup, nývígður vígslubiskup í Skálholti, Ólfur Skúlason, Sigurður Guðmundsson vígslubiskup í Hólastifti og Sigurður Pálsson fyrrv. vígslubiskup, þá vígsluvottarnir sr. Sigmar Torfason og sr. Þórarinn Þór, sr. Jón Einarsson og sr. Jón Bjarman, sr. Guðmundur Óli Ólafsson og sr. Björn Jónsson og síðan prestar og leikmenn. Ljósm. ÓI.K.Mag. Frá biskups- vígslu í Skálholti á sunnudag „ÞAÐ ER í nafni Jésú að við erum hér saman komin, vegna þeirrar undirstöðu lífs og mótunar stefnu, sem hann veitir okkur. Við köllum þá guðsþjónustu, sem nú fer fram í sjálfri Skálholtskirkju hátíð með öðrum þeim dagskrárliðum er í hönd fara. Og hátíðir eru hollar, þær vekja af vanasvefni, þær brýna til dáða og þær þrýsta á um það að leiðin, sem lögð hefur verið að baki verði skoðuð með tilliti til þess, sem hátíðarefnið veitir. Og þó dómkirkjan, sem er ágætust bygginga, telji tvo áratugi frá vígslu, þá er miklu lengra litið til baka, þegar áð er í Skálholtsstað. Já, svo mikil saga er hér fólgin í framrás kynslóða og reynslu þeirra, að hver steinn virðist geta fengið mál og hver hóll flytja tölu, en þó enginn staður eða auðkenni í líkingu við það, sem grunnur einn- ar kirkju eftir aðra gæti miðlað. Því hvað væri Skálholt án kirkj- unnar? Heimskulega spurt, af því að það er kirkjan og þeir sem Kristi unnu, sem gert hafa sögu þessa staðar ágætari en víða þekk- ist. í þeirri staðreynd liggur einn- ig sú brýning sem árleg Skálholts- hátíð veitir og hvatning til þess, að enn megi í Skálholti styrkja undirstöðu eigin lífs og hvers þess safnaðar, sem hingað sendir full- trúa Hér koma margir, af því að þar lifir sagan bezt, sem snerti- fletir fortíðar opinberast gestum. En hingað eiga ekki aðeins for- vitnir ferðamenn að leggja leið sína, þótt slíkir séu sjálfsagðir. Svo mikið fjölmenni var í Skálholtakirkju á sunnudaginn að margir urðu að standa. Biskup vígir sr. Ólaf Skúlason f kirkjunni. Vígnluvottar standa hjá og í baksýn fyrrv. vígslubisk- up sr. Sigurður Pálsson. Kammerkór frá Nikolaikirkjunni í Hamborg stfng á Skálholtshátíð undir stjórn Ekkehard Richter. Skálholtskórinn undir stjórn Glúms Gylfasonar stfng við biskupsvígsluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.