Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 3 Hafbeitarstöð Fjárfestinga- félagsins og Wyerhauser: Fyrstu laxarnir gengu í gærdag FYRSTU laxarnir gengu í gær í haf- beitarstöð Fjárfestingafélagsins og bandaríska fyrirtækisins Wyerhaus- er, en stöðin er á Reykjanesi. Um kvöldmatarleytið i gærkveldi voru komnir í stöðina 57 laxar og reyna átti að ná fleiri fiskum inn í stöðina þá um kvöldið. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Gunnari J. Friðrikssyni, stjórnarformanni Fjárfestingafélagsins í gær, eru menn mjög ánægðir með að fyrstu laxarnir hefðu nú skilað sér, en í fyrra var sleppt til sjávar um 18.000 seiðum og voru 40% þeirra merkt. Af 28 fyrstu löxunum sem gengu í stöðina í gær voru 10 merktir, þannig að hlutfallið er svipað. Meðaltalsþyngd fiskanna er um 6 pund. Gunnar sagði að menn vildu ekki gefa út neinar yfirlýsingar um starfsemi fyrirtækisins og ver- ið væri að reyna að gera hlutina á vísindalegan hátt. Tók hann fram að hér væri um tilraunastarfsemi að ræða og yrði ákvörðun um framtíðina ekki tekin fyrr en að loknum þessum tilraunum, en bú- ist er við að þær standi í þrjú ár. Heimsókn danska utanríkisráðherrans: Hætta varð við ferð til Eyja vegna veðurs EKKERT varð af fyrirhugaðri ferð Uffe Ellemanns-Jensen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, og fylgdarliðs hans, til Vestmannaeyja í gær. Sam- kvæmt dagskrá var fyrirhugað að utanríkisráðherrann færi flugleiðis til Eyja snemma dags í gær, en vegna veöurs varð að hætta við þá for. Þess í stað var farið í langferða- bifreið austur í sveitir. Farið var í þjóðgarðinn í Skaftafelli og hann skoðaður. Einnig var farið í skoðunarferðir um nágrenni Kirkjubæjarklaust- urs, en um þessar mundir eru 200 ár liðin frá Skaftáreldum. Þá var farið í sumarhús Erlendar Einars- sonar, forstjóra SÍS, og eiginkonu hans, Margrétar Helgadóttur, sem nefnist Hraunbúðir og er skammt frá Seglbúðum, þar sem Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, býr. í dag er ætlunin að fara til sjó- birtingsveiða í Grænalæk í Land- broti og ekið verður áleiðis til Reykjavíkur síðdegis í dag. í kvöld býður danski utanríkisráðherrann gestgjöfum sínum til kvöldverðar í danska sendiráðinu. Opinberri heimsókn Uffe Ellemanns-Jensen lýkur á morgun. Sápa í Geysi á laugardag SÁPA verður sett i hverinn Geysi í Haukadal klukkan 15.00, laugar- daginn 30. júlí nk., að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Ferðaskrifstofu ríkisins. Segir þar að vonir standi til að litlu síðar gjósi hverinn. í ráði er að endurtaka athöfnina laugar- daginn 6. ágúst nk. Óðum styttist í verslunarmannahelgina, mestu ferðahelgi íslendinga, og þá nota margir tækifærið til að fara út í guðsgræna náttúruna. Hvað þessi unga dama er að hugsa, þar sem hún vinnur að gróðursetningu, er ekki gott að segja, en eflaust hugsar hún sér gott til glóðarinnar um verslunarmannahelgina, eins og allir hinir. Mál og menning: Ný skáld- saga Olafs Jóhanns Sigurðssonar NÝ SKÁLDSAGA eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson er væntanleg frá Máli og menningu fyrir jólin. Er hún fram- hald af fyrri bókum hans Gangvirk- inu og Seiður og hélog. Þá er “ væntanlegt þriðja bindið af uppvaxt- arsögu Sigurðar A. Magnússonar, framhald bókanna Undir kalstjörnu og Möskvar morgundagsins. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá Ólafi Olafssyni hjá Máli og menningu. Ólafur sagði enn ekki liggja ljóst fyrir með allar þær íslensku bækur sem gefnar yrðu út hjá þeim á hausti komanda, en sagði að auk þeirra tveggja bóka sem þegar hafa verið nefndar kæmi út skáldsaga eftir ólaf Hauk Símon- arson og tekið yrði saman ljóða- safn eftir Jakobínu Sigurðardótt- ur, sem væntanlega kæmi út í haust. Af þýddum bókum sagði Ólafur að m.a. kæmi út bókin Ráð við ill- um öndum eftir William Heiensen í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar og Eftir syndaflóðið eftir P.C. Jersild í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Einnig hefur Böðvar Guðmundsson þýtt bókina Og sagði ekki eitt einasta orð, eftir Heinrich Böll. Skelvinnsla Sigurðar Ágústssonar hf.: 50 lestir af hörpu- skel unnar daglega VEIÐAR og vinnsla á hörpuskelfiski hefur nú staöið yfir í um hálfan mán- uð hjá skelvinnslu Sigurðar Ágústs- sonar í Stykkishólmi. Hafa veiðar og vinnsla gengið vel og eru nú unnar um 50 lestir af skel daglega. 9 bátar stunda veiðarnar og um 30 manns vinna við vinnsluna í landi. Að sögn Sveins Davíðssonar hjá Óli H. Þóröarson og Tryggvi Jakobsson sýna hér hluta vinninga sem dregnir verða út í happdrættinu, en vinningarnir tengjast fiestir umferðinni. Umferðarráð: Bílbeltaherferð skelvinnslunni halda bátarnir til veiða um klukkan sjö á morgnana og koma að iandi um miðjan dag. Þá er skelin látin gerjast yfir nóttina og unnin daginn eftir. All- ur fiskurinn er lausfrystur á Bandaríkjamarkað. Á hverjum báti eru 5 til 6 menn og sækja þeir skeiina norður fyrir Bjarnarey. UM NÆSTU helgi hefst tveggja mánaða herferð Umferðarráðs fyrir aukinni notkun bfibelta á íslandi, og mun þá lögreglan dreifa viðurkenningarbækl- ingum til þeirra sem nota beltin um allt land, en bæklingarnir eru jafnframt happdrættismiðar. Umferðarráð og lögreglan munu um næstu helgi hefja dreifingu á viðurkenningarbæklingum til þeirra sem nota bílbelti, en bækl- ingarnir eru jafnframt happ- drættismiðar og mun þessi dreif- ing standa yfir í tvo mánuði. Þetta er gert til að örva notkun belt- anna, sem nú eru lögboðin. Vinn- ingar í happdrættinu eru 110, og er verðmæti þeirra samtals um 161.000 krónur. Óli H. Þórðarson- ar, framkvæmdastjóri Umferðar- ráðs, sagði á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni af bílbeltahappdrættinu, að lögregl- an myndi sjá um drefingu bækl- inganna um allt land, og verður þeim dreift á stöðum sem ekki trufla umferðina. Óli sagði einnig að samkvæmt úrtakskönnun lög- reglu og Umferðarráðs, hefði notkun bílbelta á landinu aukist um helming síðastliðin tvö ár, og hefði fjöldi notenda aldrei verið meiri, að undanskilinni vikunni eftir að bílbeltanotkun var leidd í lög. Á blaðamannafundinum voru einnig kynntar niðurstöður spurn- ingakönnunar sem Hagvangur annaðist fyrir Umferðarráð á þessu ári, og þar kom fram að 73% þeirra 1035 sem svöruðu, töldu bílbelti auka öryggi fólks alltaf, en 5,8% svöruðu neitandi. Forráða- mönnum Umferðarráðs þótti at- hyglisvert við könnunina að svo virtist sem ennþá ríkti sú ranga hugmynd hjá fólki að bílbelti auki aðeins öryggi fólks á vegum úti, en ekki innanbæjar, og sögðu stað- reynd að flest bílslys eiga sér stað innan 20 km frá heimili fólks. Niðurstöðurnar sýndu einnig að rúmlega 36% sem svöruðu vildu að sektarákvæðum yrði beitt varð- andi notkun belta, en 54,7% voru ekki hlynnt því. Á fundinum var einnig sagt frá niðurstöðum athugunar sem gerð var á beltanotkun á Bretlandseyj- um, en Bretar lögleiddu notkun bílbelta í janúar á þessu ári að viðlögðum fjársektum ef útaf væri brugðið. Niðurstöðurnar bentu til um 95% notkunar á beltum meðal ökumanna og farþega í framsæti, og einnig að dauðaslysum og al- varlegum slysum hefði fækkað um 25% á þeim þremur mánuðum sem athugunin var framkvæmd, miðað við sömu mánuði árið áður, þrátt fyrir að umferð hefði aukist um 12% milli ára. Auk bílbeltahappdrættisins verður Umferðarráð með innskot og ábendingar í útvarpi, eins og venja er um Verslunarmannahelg- ina, auk fastra umferðarþátta. Aflakvóti skelvinnslu Sigurðar Ágústssonar hf. við Breiðafjörð er 5.600 lestir á ári og hefjast veiðar og vinnsla venjulega um miðjan júlí og standa fram að vetrarver- tíð. Sagði Magnús Þ. Þórðarson framkvæmdastjóri í samtali við Morgunblaðið að kvóti fyrirtækis- ins hefði farið hraðminnkandi síð- an skipting var tekin upp fyrir nokkrum árum. Taldi hann tals- vert gengið á hlut fyrirtækisins, sem unnið hefði skel frá árinu 1970. Áður en skiptingin hefði ver- ið tekin upp, hefði fyrirtækið haft 70% kvótans, en nú væri hlutur- inn kominn niður í 49%. Stafaði þetta af auknum fjölda vinnslu- stöðva á þessum tíma. Þetta hefði einfaldlega haft það í för með sér, að ekki næðist lengur samfelldur vinnslutími árið um kring og væri skelin nú aðeins unnin um 6 mán- aða skeið. Það gæti varla talist hagkvæmt að láta atvinnutæki vera að einhverju leyti verkefna- laus í langan tíma vegna þessa. Ef svo kæmi að því, að minnka þyrfti kvóta, kæmi það harðast niður hlutfallslega á þeim, sem stærri kvótann hefðu haft. Burtséð frá þessu gengi vinnsla og veiðar vel og væru bátarnir ekki í neinum vandræðum með að ná leyfilegum afla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.