Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 í DAG er miövikudagur 27. júlí, sem er 208. dagur árs- ins 1983. Árdegisflóö í Reykjavík kl. 07.52 og síö- degisflóð kl. 20.09. Sólar- upprás í Reykjavík kl. 04.16 og sólarlag kl. 23.49. Sólin er í hádegisstaö í Rvík kl. 13.34 og tungliö er í suðri kl. 03.14. (Almanak Háskól- ans.) Þjónið Drottni meö ótta og fagnið með lotningu. (Sálm. 2,11.). KROSSGÁTA 1 2 3 4 tl1 ■ - 6 7 8 " ■ _ i3 i4 n 1 LÁRFIT: 1. sletta, 5. tveir eins, 6. andlit, 9. mólendi, 10. dvelur, 11. hvað, 12. óhreinka, 13. vesælu, 15. vitskert, 17. dyragættin. LÓÐRÉTTT: 1. vindhögg, 2. dugnaður, 3. lamdi, 4. fjall, 7. eyðir, 8. veiðar- færi, 12. tómt, 14. samkoma, 16. ósamstæðir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1. hæla, 5. epli, 6. læra, 7, ei, 8. arins, 11. vó, 12. ýsa, 14. ílar, lfi. kapall. LOÐRÉTT: 1. Hólmavík, 2. lerki, 3. apa, 4. eiri, 7. ess, 9. róla, lð. nýra, 13. an,15. AP. ÞESSI mynd var tekin á sunnudaginn var austur í sveitum. Þann dag gerði dálítinn heyþurrk og kom sér það vissulega vel og þó fyrr hefði verið. En hann varð skammur. En ýmsir bændur reyndu að nota daginn eftir bestu getu í heyvinnu. Þessa mynd tók Ijósmyndari Mbl. austur á Skálboltsstað. Þar var ekki beðið boðanna og heyvinnsiutækin sett í gang. Það er búið að garða heyið og til vinstri má sjá hvar verið er að vinna á einu túnanna á þeim sögufræga stað. Fjallið í baksýn er sjálft Vörðufell. FRÉTTIR ÞRÁTT fyrir 3ja daga spá og jafnvel 5 daga veðurspá, sem farið er að ræða um, lætur út- synningurinn engan bilbug á sér finna. Veðurstofan sagði í spár- inngangi í gærmorgun að kólna myndi í veðri, í bili, einkum um landið vestanvert. í fyrrinótt hafði hitinn verið 9 stig hér í bænum í rigningu. En minnstur hafði hann verið austur á Kambanesi þá um nóttina, 6 stig og mest hafði rignt á Stórhöfða og mældist næturúrkoman 20 millim. Þessa sömu nótt í fyrra- sumar var 11 stiga hiti hér í Reykjavík en þá voru mikil hlý- indi um landið norðan- og aust- anvert. FÉLAGSSLIT. I Lögbirtingi má iesa tilk. um slit hlutafé- laga og kosningu skilanefnda. Þannig hefur verið ákveðið að slíta hlutafélaginu Vélsmiðjan Magni í Vestmannaeyjum og hér í Reykjavík fara fram slit hlutafélagsins Breiðfirðinga- heimilið hf. Einnig hefur verið ákveðið af hluthöfum að slíta hlutafélaginu Borgarey í Rvik. ÁRNAÐ HEILLA ára afmæli. 1 dag, 27. júlí, verður sextug Gísl- ína Haraldsdóttir, Víkurbraut 38 í Grindavík. Eiginmaður hennar er Árni Þórðarson og bjuggu þau áður á Flesjustöð- um í Kolbeinsstaðahreppi. — Hún er að heiman. SEXTUGUR er í dag Guð- mundur Magnússon sjómaður, Laugarnesvegi 64 hér í Reykjavík. FRÁ HÖFNINNI í FYRRAKVÖLD lagði Hvítá af stað úr Reykjavíkurhöfn áleið- is til útlanda og þá fór togar- inn Hólmadrangur aftur til veiða. Grundarfoss fór á ströndina. I gær kom togarinn Ásbjörn af veiðum til löndun- ar. Þá kom Hekla úr strand- ferð. f gær var Laxá væntanleg að utan svo og Mánafoss. Þá mun Eyrarfoss hafa lagt af stað áleiðis til útlanda í gærkvöldi. í fyrradag kom vestur-þýska eftirlitsskipið Merkatze. Það fór svo í gær. í dag eru væntanlegir inn af veiðum til löndunar togararn- ir Snorri Sturluson og Karlsefni og frá útlöndum eru væntan- leg Svanur og Dísarfell. BLÖO & TÍMARIT MORGUNN, tímarit Sálar- rannsóknafélags íslands er nýlega komið út, sumarheftið. Meginefni heftisins er ritgerð eftir dr. Matthías Jónasson sálfræðing: Heimildir „að handan" heitir hún. Þetta er ítarleg grein og segir í inn- gangsorðum eftir ritstjórann, Þór Jakobsson, um greinina að hún sé ítarlegur samanburður á spiritísku riti og skáldsögu um sama efni. Ragnheiður dóttir Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti er söguhetjan. Þá er greinin Jarðlífið endurskin hins æðra lífs eftir Ingvar Agnarsson. Þá er birt viðtal við dr. Erlend Haraldsson eftir Illuga Jök- ulsson. Dularsálfræði og vís- indi nefnist grein eftir Yngva Jóhannesson. Þá er grein eftir dr. Jakob Jónsson: Gömul verkefni — nýjar leiðir og loks grein ritstjórans, dr. Þórs Jakobssonar sem hann nefnir Heilabrot um hugmegin. Á kápu Morguns segir m.a. um ritið, að einkunnarorð þess séu: Ef þú væntir ekki hins óvænta, muntu ekki finna sannleikann. MESSUBÓK handa ungum börnum: Kaþólska kirkjan á íslandi hefur gefið út litla messubók handa ungum börn- um sem nefnist Við biðjum í messu. Torfi Ólafsson hefur þýtt hana úr ensku og er hún skreytt myndum eftir Ferelith Eccles Williams, sem mynd- skreytti einnig smábækurnar Faðir vor og Jesús vinur minn sem kaþólska kirkjan gaf út 1980. Messubókin er 32 síður í litlu broti og byggjast textar hennar að sjálfsögðu á textum hinnar rómversk-kaþólsku messu, sem eru þó mikið stytt- ir, og er skotið inn í skýringum við hæfi barna. (Úr fréttatilk.) HEIMILISDÝR LÍTILL grænn páfagaukur tapaðist frá Brekkutúni 6 í Kópavogi á mánudaginn. Eins og gefur að skilja er hans sárt saknað og er finnandi vin- samlegast beðinn að láta vita í síma 41892. fyrir 25 árum NEFND sú sem skipuð var til þess að virða þau hlutabréf í Útvegsbank- anum, sem tekin voru eignarnámi, hefur nýlega lokið störfum. Urðu mála- lok þau að virðingarverðið skuli vera fimmtánfalt nafnverð hlutabréfanna. Úr fréttatilk. frá bankan- um segir að hlutabréf í einkaeign séu einungis talin nema 4,2% af heild- arhlutafénu. Mun nafn- verð þeirra vera um 307.000 krónur. ★★★ TORSHAVN. Lögmaður Færeyinga Kristian Djurhuus lýsti því yfir í dag við setningu lögþings- ins að Færeyingar myndu þegar færa fiskveiðilög- sögu sína út í 12 mílur ef íslendingar gerðu það hinn 1. september nk. Kvöld-, nœtur- og helgarþjónutta apótekanna í Reykja- vík dagana 22. júlí til 28. júlí, aö báöum dögum meötöld- um, er í Ingólfs Apóteki. Auk þess er Laugarnesapótek opiö til kl. 22.00 alla daga vaktvikunnar nema sunnudag. Ónæmisaógeröir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöó Reykjavíkur á þriöjudögum kl. 16.30—17.30. Fólk hafi meö sór ónæmisskírteinl. Læknastofur eru lokaöar á laugardögum og helgidögum, en hægt er aó ná sambandi vió lækní á Göngudeild Landspítalans alla virka daga kl. 20—21 og á laugardög- um frá kl. 14—16 sími 29000. Göngudeild er lokuö á helgidögum. Á virkum dögum kl.8—17 er hægt aö ná sambandi vió neyöarvakt lækna á Borgarspítalanum, sími 81200, en því aöeins aö ekki náist í heimilislækni. Eftir kl. 17 virka daga til klukkan 8 aó morgni og frá klukkan 17 á föstudögum til klukkan 8 árd. Á mánudög- um er læknavakt i sima 21230. Nánari upplýsingar um lyfjabúóir og læknaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Neyöarvakt Tannlœknafólags íslands er i Heilsuvernd- arstööinni viö Barónsstíg á laugardögum og helgidögum kl. 10—11. Akureyri. Uppl. um lækna- og apóteksvakt í símsvörum apótekanna 22444 eöa 23718. Hafnarfjöróur og Garóabær: Apótekin i Hafnarfiröi. Hafnarfjaróar Apótek og Noróurbasjar Apótek eru opin virka daga til kl. 18.30 og til skiptíst annan hvern laugar- dag kl. 10—13 og sunnudag kl. 10—12. Uppl. um vakt- hafandi lækni og apóteksvakt í Reykjavík eru gefnar í símsvara 51600 eftir lokunartíma apótekanna. Keflavík: Apótekió er opiö kl. 9—19 mánudag til föstu- dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10—12. Símsvari Heilsugæslustöövarinnar, 3360, gefur uppl. um vakthafandi lækni eftir kl. 17. Selfosa: Seffoss Apótek er opiö til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10—12. Uppl. um læknavakt fást i símsvara 1300 eftlr kl. 17 á virkum dögum, svo og laugardögum og sunnudögum. Akranes: Uppl. um vakthafandi lækni eru í símsvara 2358 eftir kl. 20 á kvöldin. — Um helgar, eftlr kl. 12 á hádegi laugardaga til kl. 8 á mánudag. — Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30, á laugardögum kl. 10—13 og sunnudaga kl. 13—14. Kvennaathvarf: Opiö allan sólarhringinn, sími 21205. Húsaskjói og aóstoó viö konur sem beittar hafa veriö ofbeldi í heimahúsum eöa oröiö fyrir nauögun. Póstgíró- númer samtakanna 44442-1. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálió, Síöu- múla 3—5, sími 82399 kl. 9—17. Sáluhjálp í viölögum 81515 (simsvari) Kynningarfundir í Síöumúla 3—5 fimmtudaga kl. 20. Silungapollur sími 81615. AA-aamtökin. Eigir þú viö áfengisvandamál aö stríöa, þá er sími samtakanna 16373, milli kl. 17—20 daglega. Foreldraráögjöfin (Barnaverndarráö íslands) Sálfræöileg ráögjöf fyrir foreldra og börn. — Uppl. í síma 11795. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar, Landspítalinn: alia daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 19.30. Kvannadaildin: Kl. 19.30—20. Sæng- urkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15—16. Helmsók- artími fyrir feöur kl. 19.30—20.30. Barnaapitali Hrings- ins: Kl. 13—19 alla daga. — Landakotsepítali: Alla daga kl. 15 tll kl. 16 og kl. 19 til kl. 19.30. — Borgarspítalinn 1 Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15—18. Hafnarbúðir: Aila daga kl. 14 til kl. 17. — Hvft- abandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga Grensásdaild: Mánudaga til föstudaga kl. 16—19.30 — Laugardaga og sunnudaga kl. 14—19.30. — Heilsu- verndarstööin: Kl. 14 til kl. 19. — Fæöingarhaimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. — Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. — Kópavogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidög- um. — Vífilsstaöaspítali: Heimsóknartími daglega kl. 15—16 og kl. 19.30—20. SÖFN Landsbókasafn íslands: Safnahúsinu vió Hverfisgötu: Opiö mánudaga—föstudaga kl. 9—17. Háakólabókaaafn: Aöalbyggingu Háskóla íslands. Opiö mánudaga til föstudaga kl. 9—19. Útibú. Upplýsingar um opnunartíma þeirra veittar í aöalsafni, sími 25088. Þjóóminjasafnió: Opiö daglega kl. 13.30—16. Listaaafn íslands: Opiö daglega kl. 13.30 tíl 16. Borgarbókasafn Reykjavíkur: AÐALSAFN — Útláns- deild, Þingholtsstræti 29a, sími 27155 opiö mánudaga — föstudaga kl. 9—21. Frá 1. sept.—30. apríl er einnig opiö á laugard. kl. 13—16. Sögustund fyrir 3ja—6 ára börn á þriöjud. kl. 10.30—11.30. AÐALSAFN — lestrarsalur, Þingholtsstræti 27, sími 27029. Opiö alla daga kl. 13—19. 1. maí—31. ágúst er lokaö um helgar SÉRÚTLÁN — afgreiösla í Þingholtsstræti 29a, sími 27155. Bókakassar lánaóir skipum, heilsuhælum og stofnunum. SÓLHEIMASAFN — Sólheimum 27, sími 36814. Opið mánudaga — föstudaga kl. 9—21. Frá 1. sept.—31. apríl er einnig oplö á laugard. kl. 13—16. Sögustund fyrir 3ja—6 ára börn á miövikudögum kl. 11 — 12. BÓKIN HEIM — Sólheimum 27, sími 83780. Heimsendingarþjón- usta á bókum fyrir fatlaóa og aldraöa. Símatími mánu- daga og fimmtudaga kl. 10—12. HOFSVALLASAFN — Hofsvallagötu 16, sími 27640. Opiö mánudaga — föstu- daga kl. 16—19. BÚSTAÐASAFN — Ðústaóakirkju, sími 36270. Opiö mánudaga — föstudaga kl. 9—21. Frá 1. sept.—30. apríl er einnig oplö á laugard. kl. 13—16. Sögustund fyrir 3ja—6 ára börn á miövikudögum kl. 10—11. ÐÓKABÍLAR — Bækistöö í Bústaöasafni, s. 36270. Viökomustaöir víös vegar um borgina. Lokanir vegna tumarlayfa 1983: AÐALSAFN — útláns- deild lokar ekki. AÐALSAFN — lestrarsalur: Lokaö í júní—ágúst. (Notendum er bent á aö snúa sér til útláns- deildar). SÓLHEIMASAFN: Lokaö frá 4. júlí í 5—6 vikur. HOFSVALLASAFN: Lokaö í júlí. BÚSTADASAFN: Lokaö frá 18. júlí í 4—5 vikur. BÓKABÍLAR ganga ekki frá 18. júlí—29. ágúst Norræna húaió: Ðókasafniö: 13—19, sunnud. 14—17. — Kaffistofa: 9—18, sunnud. 12—18. — Sýníngarsalir: 14—19/22. Árbæjartafn: Opiö alla daga nema mánudaga kl. 13.30— 18. Átgrímssafn Bergstaöastræti 74: Opiö daglega kl. 13.30— 16. Lokaó laugardaga. Höggmyndaaafn Ásmundar Sveinssonar viö Sigtún er opiö þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 2—4. Listaaafn Einara Jónssonar: Opiö alla daga nema mánu- daga kl. 13.30—16. Húa Jóns Siguróssonar í Kaupmannahöfn er opiö miö- vikudaga tll föstudaga frá kl. 17 til 22, laugardaga og sunnudaga kl. 16—22. Kjarvalsstaöir: Opiö alla daga vikunnar kl. 14—22. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3—5: Opiö mán — föst. kl. 11—21 og laugard. kl. 14—17. Sögustundir fyrir börn 3—6 ára föstud. kl. 10—11 og 14—15. Síminn er 41577. Stofnun Árna Magnússonar: Handritasýning er opin þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14—16 fram til 17. september. SUNDSTAÐIR Laugardalslaugin er opin mánudag tll föstudag kl. 7.20—20.30. Á laugardögum er opiö trá kl. 7.20—17.30. Á sunnudögum er opiö frá kl. 8—17.30. Sundlaugar Fb. Braióholtl: Opin mánudaga — föstudaga kl. 07.20—20.30, laugardaga kl. 07.20—17.30. Sunnu- daga kl. 08.00—14.30. Uppl. um gufuböö og sólarlampa I afgr. Simi 75547. Sundhöllin er opln mánudaga tll löstudaga trá kl. 7.20—20.30. A laugardögum er oplö kl. 7.20—17.30, sunnudögum kl. 8.00—14.30. Vaaturbaajarlaugin: Opln mánudaga—föstudaga kl. 7.20 tll kl. 20.30. Laugardaga kl. 7.20—17.30. Sunnudaga kl. 8.00—17.30. Gufubaöiö í Vesturbœjarlauglnnl: Opnunartima sklpt milll kvenna og karla. — Uppl. I síma 15004. Varmárlaug I Moalallaavalt er opln mánudaga til löstu- daga kl. 7.00—9.00 og kl. 12.00—19.30. Laugardaga kl. 10.00—17.30. Sunnudaga kl. 10.00—15.30. Saunatími fyrlr karla laugardaga kl. 10.00—17.30. Saunatimar kvenna á flmmtudagskvöldum kl. 19.00—21.30. Almennlr saunatímar — baöföt — sunnudagar kl. 10.30—15.30. Siml 66254. Sundhöll Keflavfkur er opln mánudaga — llmmtudaga: 7.30—9, 12—21.30. Föstudögum á sama tima, tll 18.30. Laugardögum 8—9.30 og 13—17.30. Sunnudaga 9—11.30. Kvennatimar þrlöjudaga og flmmtudaga 20—21.30. Gutubaólö opiö frá kl. 16 mánudaga—föstu- daga. frá 13 laugardaga og 9 sunnudaga. Siminn er 1145. Sundlaug Köpavoga er opln mánudaga—löstudaga kl. 7—9 og frá kl. 14.30—20. Laugardaga er oplö 8—19. Sunnudaga 9—13. Kvennatímar eru þrlö)udaga 20—21 og mlðvikudaga 20—22. Siminn er 41299. Sundlaug Hatnartjaröar er opln mánudaga—töstudaga kl. 7—21. Laugardaga trá kl. 8—16 og sunnudaga trá kl. 9—11.30. Bööln og heltu kerln opln alla vlrka daga trá morgni til kvölds. Síml 50088. Sundlaug Akureyrar er opln mánudaga—löstudaga kl. 7—8, 12—13 og 17—21. A laugardögum kl. 8____16. Sunnudögum 8—11. Slml 23280. ORÐ DAGSINS Reyk|avik siml 10000. Akureyrl slml 90-21840. Slglutjöröur 90-71777. BILANAVAKT Vaktþiónusta borgaratotnana. vegna bilana á veltukerti vatna og hita svarar vaktþjónustan alla vlrka daga tré kl. 17 til kl. 8 I sima 27311. I þennan slma er svaraö allan sólarhringlnn á helgidögum Ralmagnavaltan hefur bll- anavakt allan sólarhringlnn í slma 18230.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.