Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 7 Miðbær Hafnarfirði Til leigu stór 2ja herb. íbúö fyrir rólegt og snyrtilegt fólk. Tilgreina þarf fjölskyldustærð, mánaöargreiöslur og fyrirframgreiöslu. Tilboð sendist augl.deild Mbl. fyrir miðvikudaginn 3. ágúst merkt: „Rólegt 8725“. Opið til kl. 10 virka daga Útfararkransar og kistuskreytingar meö stuttum fyrirvara. Allar skreytingar unnar af dönskum skreyt- ingameistara. Flóra, Hafnarstræti 16, sími 24025. Tilboð í 3 daga 20—50% verölækkun á sumarfatnaöi á 2—14 ára. Sendum í póstkröfu. VÖLKSWAGEN JETTA VOLKSWAGEN í fararbroddi á íslandi í meira en aldarfjóröung. Framhjóladrif • Halogen höfuðljós • Aflhemlar - Höfuðpúðar Þynnuöryggisgler I framrúöu - Rúlluöryggisbelti Rafmagns- og fjöörunarkerfi eru sérstaklega útbúin fyrir fslenskt veóurfar og vegi. Farangursrými 630 I. Verö frá kr. 338.000 (Gengi 12 7.1983) PRISMA aju Alþyðubándáiagíd og auðhringarnir Það er sú kom» í ^“í^þý^ídaUgsmenn. Taprekstur ríkisfyrirtækja — erlend skuldasöfnun „Trúir þjóöfrelsi og sósíalisma gættu Alþýöubandalagsmenn þess t.d. vandlega, aö hin ýmsu fyrirtæki ríkisins eins og Áburö- arverksmiöjan, Sementsverksmiöjan og orkufyrirtækin, væru rekin með miklum halla ár eftir ár. Einhvern veginn varö þó aö greiöa þennan halla og þá var hin íslenska leiö sú aö leita aöila eins og City Bank og biöja um lán til aö greiða mismuninn. City Bank, og dótturfyrirtæki hans, er einhver voldugasti auöhringur í heimi, sem hefur útibú í öllum heimsálfum.“ (Úr grein Birgis ísl. Gunnarssonar, alþingismanns í Mbl. 22. þ.m.) Núllstefnan, sem í reynd varð mínus- stefna Birgir ísleifur Gunnars- son, alþingismaður, fjallar nýlega í blaðagrein um þá stjórnsýslu fráfarinnar rík- isstjórnar, sem m.a. leiddi til vaxandi taprekstrar at- vinnuvega, svo fyrirtæki gengu á eigið fé og söfnuðu skuldum, heima og erlend- is, unz þau voru komin að þrotum. Orðrétt segir hann: „Samkvæmt kenningum sósíalismans má enginn græða. Því var þess vand- lega gætt, að allir atvinnu- vegir væru reknir á núlli í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það getur vcrið erfiður línudans og mörg fyrírtæki lentu undir núllpunktinum og voru að þrotum komin. Til að treysta sjálfstæði is- lensku þjóðarinnar fundu Alþýðubandalagsmenn það ráð að snúa sér til aðila eins og Hambroanna f London, en þeir eru heims- þekktir auðjöfrar og fjár- málamenn. Gott væri að fá hjá þeim lán, til að leysa rekstrarhalla íslenskra fyrirtækja — og |>að var gert. Til að jafna greiðslu- halla ríkissjóðs var nauð- synlegt að geta flutt inn eins mikið af bílum og öðr- um erlendum varningi, eins og frekast var kostur. Ilin íslenska atvinnustefna Alþýðubandalagsins fólst í því að skrá gengið þannig, að innflutningur yrði nær takmarkalaus, svo að ríkið gæti fengið auknar tekjur af tollum, vörugjaldi og söluskatti. Sá böggull fylgdi þó skammrifi að hér myndaðist mikill viðskipta- halli — við fluttum inn meira en við fluttum út. Auk þess lenti okkar samkeppnisiðnaður í mikl- um vanda. Svo skorti okkur fé til að halda uppi hinum mikla innflutningi. Kjármálastjór- ar Alþýðubandalagsins kunnu ráð við því. Þeir leit- uðu til aðila á borð við hina þekktu auðhringa Morgan Garantee Trust og Chase Manhattan og auðvitað leystu þeir úr þessu lítil- ræði. Eftir því sem leið á valdatíma Alþýðubanda- lagsins í fjármálum ríkisins fjölgaði ferðunum á vit hinna erlendu auðhringa í peningaleit. Það spurðist og fljótt út í hinum alþjóð- lega fjármálaheimi að á ís- landi værí fjármálaráð- herra sem væri ötull við að taka erlend lán f nafni þjóðfrelsis og sósíalisma. Forstöðumenn hinna al- þjóðlegu bankaauðhringa fóru því í ríkari mæli að bjóða fram þjónustu sína. Bandaríkjamenn og Bret- ar, Svisslendingar og Skandinavar, Japanir og Frakkar komu hingað í stríðum straumum til að bjóða lán. Og alltaf brostu Alþýðubandalagsmenn og kinkuðu kolli — og Ragnar Arnalds fjölgaði ferðunum til London og New York." Skákafskipti sovéska sendiráösins í Reykjavík Helgi Ólafsson skrífar grein í Þjóðviljann 23. þ.m. um vafasöm afskipti sov- ézka sendiráðsins í Reykjavík í skákheimin- um. Hann segir orðrétt: ,JSýnt er að Sovétmenn hafa lagt mikla áherslu á að ná tilætluðum árangri. Það sést einna best á þvf að sendiráð hvarvetna um I heim hafa verið sett í að kalla forseta skáksam- banda til fundar. Hér í Reykjavík fór forseti Skák- sambands íslands á einn slíkan fund, og kom þaðan og sendi skcyti til höfuð- stöðva FIDE þar sem þess var farið á leit að Alþjóða- skáksambandið færi í einu og öllu eftir settum reglum. Það er vitaskuld fagnaðar- efni að Skáksamband ís- lands skuli leggja orð í belg um mál þetta, en hins vegar er það í hæsta máta óeðlilegt að sovéska sendi- ráðið skuli hafa frumkvæð- ið að aðgerðum. Forseti Skáksambandsins hefur látið hafa eftir sér að ís- lendingar vilji hafa góð samskipti við hina miklu skákþjóð í austri og þvf hafi það verið talið eðlilegt að senda umrætt skeyti til FIDE. Menningarleg samskipti eru vel til þess fallin að auka á skilning milli þjóða og bæta sambúð ef þess gerist þörf. Hinsvegar meg- um við fara að athuga okkar gang ef slík sam- skipti eru grcidd því verði sem hér um getur. I>egar Sovétmenn biðja okkur um að senda skeyti til FIDE hljótum við að segja nei, hafi okkur ekki komið það til hugar sjálfum. Betra er að sleppa öilum samskipt- um við þessa herraþjóð ef þetta á að vera gangur mála í framtíðinni. Það er vert að minnast þess að þó sovéska skáksambandið dragi það í efa að móts- haldarar í Pasadena geti séð sómasamlega um ein- vígi Kasparovs og Korts- nojs, þá er því nú einu sinni svo farið að mörgu er ábótavant þegar Sovét- menn sjálfir standa fyrir mótum. Hefur enda raunin orðið sú að alþjóðleg skákmóti í Sovétríkjunum hin síðari ár eru teljandi á fingrum annarrar handar. Er þá kominn tími til að rifja upp orð Júgóslavans Lubomir Ljubojevic sem eftir millisvæðamótið í Riga 1979 kvaðst ekki munu tefla aftur í Sovét a.m.k. á meðan enn væri uppi sá siður þar í landi að luma ólyfjan í te aðkomu- manna fyrir mikilvæga I skák." íslendingar þátttakendur í víðtækum hafísrannsóknum „ÞETTA samstarf hófst árið 1979 og leiðangurinn nú í sumar er einungis upphafið að frekari rannsóknum sem áætlað er að taki átta til tíu ár í allt,“ sagði Þór Jakobsson, veður- fræðingur í samtali við Mbl. er hann var inntur eftir framgangi mála í sambandi við hafísrannsóknir sem nú standa yfir. Um það bil hundrað vísindamenn hafa að undanförnu kannað hafsvæðið milli Svalbarða og Grænlands og ennfremur ís og lífríki fyrir sunnan Svalbarða suður með Austur-Grænlandi. „Það eru vísindamenn frá tíu löndum sem að rannsóknunum standa en Bandaríkjamenn hafa verið atkvæðamestir í þessari samvinnu. Þetta eru víðtækustu rannsóknir á hafts sem gerðar hafa verið og munu þær kosta milljónir dollara. Fullkomnustu tækni nútímans verður beitt til að auka skilning manna á hafísnum, myndun hans, reki, eyðingu og áhrifum hans á veðurfar. Fyrir utan þá leiðangra sem ráðgert er að fara er þegar hafin vinna við háskóla og rannsóknarstofnanir þar sem gerð eru reiknilíkön og unnið úr þeim gögnum sem til eru frá öllu norðurhveli jarðar til að tengja sveiflur á hafís við breyt- ingar í sjálfu hafinu og andrúms- loftinu,“ sagði Þór. Hann sagði ekki marga Islendinga starfa að þessum rannsóknum enn sem komið væri, en samvinna væri milli veðurfræðinga og starfs- manna Hafrannsóknastofnunar- innar. Einn íslendingur væri með í leiðangrinum núna, Björn Er- lingsson, sem væri í framhalds- námi í haffræði við háskólann í Ósló og væri hann í raun með þeim Norðmönnum, sem þaðan hefðu verið sendir. Ferðamannaþjónusta að Kirkjubæjarklaustri Að Kirkjubæjarklaustri er nú starfrækt ferðamannaþjónusta. Þessi þjónusta er til húsa í Félags- heimilinu Kirkjuhvoli og hefur að gera með tjaldsvæði skammt frá Kirkjubæjarklaustri, ieigu á svefnpokaplássi í Félagsheimilinu, leigu á herbergjum til gistingai einkaheimilum, hestaleigu, st veiðileyfa í nokkrum ám og vöt um og rútuferðir ínn á hálend Þarna eru einnig veittar upplj ingar varðandi annað er ferí menn varðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.