Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLl 1983 Flóran í litum og lesmáli Bókmenntir Steindór Steindórsson frá Hlööum Ágúst H. Bjarnason: íslensk flóra með litmyndum. Rvík 1983. Þetta er nýstárleg bók á alla lund. I fyrsta lagi eru hér litmynd- ir af 260 tegundum íslenskra plantna, og er það fullkomin nýj- ung í íslenskri bókagerð, að frum- teikningar af íslenskum plöntum séu gefnar út, en hitt er þó öllu meiri nýlunda, að gripið er til al- gerlega nýrra ráða til að gera bók- ina handhægan leiðarvísir, til að þekkja allan þorra íslenskra blómaplantna og byrkninga, auk litmyndanna er lýst 60 tegundum. Alls eru það 330 tegundir af um 470, sem teljast nú vera á íslandi. Hinar eldri flórur hafa allar verið settar upp að hefðbundnum hætti eftir skyldleika tegunda og ætta, og hafa því hin fræðilegu ætta- einkenni orðið drottnandi í grein- ingarlyklum, og myndir aldrei í litum. Hér er sú leið farin, að nota þau einkenni til greiningar, sem auðþekktust eru, og hver getur séð með berum augum og þarf hvorki til stækkunargler eða aðra kunn- áttu en bókin veitir sjálf. Þannig er í höfuðgreiningarlykli öllum tegundunum skipað niður í flokka eftir blómalit, hvít blóm, gul o.s.frv. Innan hvers flokks er síðan Ágúst H. Bjarnason greint eftir tölu krónublaða og lögun, og loks í yfirlitslykli tekin þau einkenni sem auðfundnust eru byrjanda í fræðunum. Byrkningar auðvitað greindir með öðrum hætti en blómplönturnar en stefn- an hin sama. Lýsingar einstakra tegunda eru síðan stuttorðar og gagnorðar, og hefi ég, við skjótan yfirlestur að vísu, ekki getað ann- að séð, en allt sé tekið fram, sem Berlín — Mallorca — Arabia Deserta Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Berlin — dtv Merian reisefiihrer. Joachim Nawrocki, Christa Naw- rochi, Giinter Kunert, Jens Flemm- ing, Barbara Gffenberger, Marlies Menge. Deutscher Taschenbuch Verlag 1982. Mallorca 6 dtv Merian reisefiihrer. Joseph Moll Marqués, Rainer W. Fuhrmann, Birgitta Salvatori, Hans Cornelius. Deutscher Taschenbuch Verlag 1982. C.M. Doughty: Passages from Ara- bia Deserta. Selected by Edward Garnett. Penguin Books 1983. Ferðahandbók Merian um Berl- ín fjallar um tvær borgir. Vestur- Berlín og Austur-Berlín. Múrinn skiptir. Berlín er ekki gömul borg. Konungar, keisarar og ríkiskansl- arar réðu ríkjum frá Berlín, borg- in óx og þandist út með auknum áhrifum Prússakonunga, keisara og varð gróskumikil menningar- miðstöð á dögum Weimarlýðveld- isins, hrundi niður í barbarisma á fjórða áratugnum og á þeim fimmta hrundi hún, og var ekki lengur eins borg eftir 1945, heldur tvær. Uppbyggingin hófst og skömmu síðar var borginni hrein- lega skipt með múr. Þeir sem vildu fara úr Austur-Berlín án leyfis yf- irvalda voru skotnir, enginn kærði sig um að fara austur yfir múrinn. Vestur-Berlín varð menningar- miðstöð eftir viðreisnina og þar hefur blómgast þróttmikið lista- og bókmenntalíf, í Austur-Berlín starfaði Brecht og meðan hann var og hét var eitthvað þangað að sækja, hann var auglýsing, en síð- an hann lést, fátt eitt. Það er margt að sjá í borgar- hlutunum og það er hér tíundað. Þetta er ágætt upplýsingarit. Majorks er ákaflega vinsæll ferðamannastaður. I Merian- ferðahandbókinni er leitast við að lýsa eynni, mannlífi þar og minj- um og fyrirbrigðum, sveitinni og þeim svæðum, sem eru utan þeirra svæða sem hagkvæmast þykir að sýna túristum. Upplýsingarnar eru gagnlegar fyrir ferðamenn, sem heimsækja þessa eyju, hvort heldur þeir ferðast á eigin vegum eða í hópum. Arabia Deserta er meðal fræg- ustu ferðabóka, ritið kom fyrst út 1888, ný útgáfa kom út með for- mála eftir T.E. Lawrence — Ara- bíu Lawrence — 1921. Upphafleg útgáfa var mikið rit, svo tekið var það ráð að gefa út sytta útgáfu 1908. Sá sem sá um útgáfuna var Edward Garnett. 1931 sá Gernett um annað úrval úr heildarverkinu og er það nú gefið út í Penguin. Charles Montague Doughty fæddist 1843, hann stundaði nám í Cambridge í jarðfræði og lagði stund á ensku og enskar bók- menntir. Hann er kunnastur fyrir þessa bók og einnig fyrir ljóða- gerð, taldist ágætt skáld. Árið 1876 hélt hann til Arabíu og dvaldi á norðurhluta skagans í tuttugu mánuði. Síðan tók hann að semja þessa frægu ferðabók, sem er rituð á hinni fegurstu ensku, því að áhugi hans á móður- málinu var sívakandi. Hann þótt- ist merkja afturför í máli og málnotkun og stefna hans var að hefja enskuna til jafns við mál- notkun Chaucers og Spensers. Lýsingar hans á lifnaðarháttum araba og samfélagsháttum þeirra eru skrifaðar á þessu listilega máli og af skilningi á viðhorfum þeirra, sem hann lýsir. Hann lenti í mörgum ævintýrum og hættum á þessari löngu leið, heimildir hans um mannlíf þessara landsvæða eru gagnmerkar. segja þarf á auðskilinn hátt. Og vitanlega fylla myndirnar upp lýs- ingarnar, og nægja stundum einar til þess að þekkja plöntuna. Höf- undur gefur ágætar leiðbeiningar um notkun bókarinnar og einnig myndaágrip af grasafræði, þar sem skýrð eru þau atriði og ein- kenni, sem með þarf til að greina tegundina. Er það ágrip sérlega vel gert og ætti raunar að vera tekið upp f allar kennslubækur í grasafræði. Myndirnar eru þáttur útaf fyrir sig, en þær hefir Eggert Pétursson gert. Þær eru allar vel gerðar af kunnáttu og natni, ofurlítið mis- jafnar að vísu, eins og við er að búast, en engin er léleg og margar ágætar. Standa þær sem heild jafnfætis bestu teiknuðum plöntu- myndum, sem ég hefi séð meðal nágrannaþjóða okkar. Er mikill fengur að þeim. Helst mundi ég að því finna, að litir væru fulldaufir, en vel má það vera sök litgrein- ingarinnar. En furðuvíða er vandalaust að þekkja plöntuna af myndinni einni saman. Einna síst- ar þykja mér sumar starir og grös, enda er ekki litunum eða stórum blómum fyrir að fara. Ekki efast ég um, að hægt væri við útásetningasparðatíning að finna eitthvað, sem betur mætti fara, ekki síst af okkur gamlingj- unum, sem og öðrum þeim, sem fastheldnastir eru við gamlar venjur og mega helst ekkert sjá nema troðnar slóðir. En allt slíkt eru smámunir og lítils virði hjá kostum bókarinnar, get ég ekki farið að eltast við slíkt. Við skrif- borðslestur verður ekki annað séð en hún sé handhæg hverjum full- læsum og litskyggnum manni, til þess að þekkja allar algengustu plöntur íslensku flórunnar og margar hinna sjaldgæfari án erf- iðis og vandræða óvissunnar, þeg- ar ekkert er við styðjast nema bóklestur, og oft mjög torfundin einkenni. Með þessu er tilgangin- um náð, en aldrei verður það full- reynt fyrr en úti í náttúrunni sjálfri, og vissulega ættu byrjend- urnir að kunna að meta hana mest. Skemmtilegur er fróðleikur- inn um nytjar plantnanna, og hversu með þær skuli farið til að gera úr þeim heilsudrykki og þess háttar. Ætti það ekki síst að vekja áhuga á plöntunum og því að þekkja þær réttilega. Þá er gaman að skýringum á latnesku nöfnun- um, hafa þær ekki sést fyrr I ís- lenskum bókum, en sumar þeirra hefðu mátt vera fyllri. Þakklátur er ég höfundi fyrir að nota orðið planta sem samheiti allra tegunda þessa lífríkis, en ekki jurt, sem ýmsir hafa verið að rembast við að nota, en er á alla lund villandi og getur aldrei gegnt hlutverki plöntunafnsins. Að öllu samtöldu er þetta þörf bók og höfundi og teiknara til sæmdar. Gler í Bergvík Myndlist Valtýr Pétursson Að blása gler er ævaforn list- grein, sem ég held að ekki hafi verið stunduð hér á landi fyrr en þau Sigrún Ó. Einarsdóttir og Sör- en S. Larsen settu á stofn gler- verkstæði á Kjalarnesinu. Nánar tiltekið í Bergvík. Nú hafa þau Sigrún og Sören sett upp sýningu á blásnum munum í Gallerí Lang- brók. Þar eru aðallega til sýnis karöflur og vasar, en fyrir nokkru voru glös og fleira frá þessu verk- stæði til sýnis í búðarglugga hér í bæ. Slík verkstæði eru frábrugðin hinum stóru glerverksmiðjum að því leyti, að á litlu verkstæðunum er um listiðnað að ræða, en ekki fjöldaframleiðslu. Verðlag frá einkaverkstæðunum mun vera örlítið hærra, enda er hver og einn hlutur sérstæður og því eins og annar listiðnaður rari- tet í sjálfum sér. Þessi sýning í Gallerí Langbrók er ekki stór að vöxtum, en hún hefur að geyma afar fallega hluti. Vínflöskurnar eru skemmtilegar í formi og sumar þeirra hafa kím- inn svip, sem höfðar ágætlega til áhorfandans, ég er viss um, að klarett bragðast betur úr slíkum ílátum en vanalegum flöskum, og er það þó oft á tíðum gott á bragð- ið. Ekki kann ég tæknilega að segja frá þessum hlutum, en það mætti segja mér að hér væri gott handverk á ferð. í heild er þessi framleiðsla í Bergvík afar aðlað- andi, og ég er ekki í nokkrum vafa um, að hérlendir koma til með að meta þessa hluti eftir gæðum og hugmyndaflugi. Það er ekki lítið brautryðjendastarf, sem þessi hjón í Bergvík hafa hrundið af stað, og sannarlega eiga þau mikl- ar þakkir skilið fyrir að hefja slík- an listiðnað hér á landi. Fyrir mörgum árum sá ég gler- menn við vinnu á hinni frægu eyju Morano rétt hjá Feneyjum. Ég man alltaf, hve gaman ég hafði af að fylgjast með hvernig þeir mót- uðu alls konar form og fígúrur úr hinu brennandi gleri. Ekki datt mér þá í hug, að eftir nokkur ár væri risið slíkt verkstæði á Kjal- arnesi og að hægt yrði að fá klára- vín úr glösum frá íslenzkum gler- blásurum. En nú er sá tími kom- inn, og það er eins og manni finn- ist, að þessi forna menning sunn- an úr heimi hafi fest hér rætur. Hver veit nema einn góðan veð- urdag verði hér á boðstólum list- iðnaður, sem eigi eftir að verða að útflutningsvöru. Byrjunin lofar góðu. Að lokum vil ég færa þessu unga listiðnaðarfólki beztu þakkir fyrir framtakið og óskir um gott framhald í Bergvík á Kjalarnesi. Að heyra Marjöttu syngja Söngur Marjöttu eftir Pirrko Jaakola Tónlist: Esa Helasvuo Lýsing og sviðsmynd: Matti Ahtonen Leiðbeinandi: Tuire Hindikka Á vegum Stúdentaleikhússins var um helgina finnskur gesta- leikur í Félagsstofnun stúdenta. Hér var á ferðinni áhuga- mannaleikhópur frá Joensuun og flutti verkið „Söng Marjöttu". Þetta er spunnið upp úr sögninni af kyntákninu Don Juan nema sú breyting er gerð að hér er Don Juan kvenmaður. Það er mikil tízka um þessar mundir að kynbreyta þekktum persónum og æði oft með misjöfnum árangri. Hópurinn fiutti verkið á finnsku Leíklíst Jóhanna Kristjónsdóttir og því varð ég auðvitað að styðj- ast við leikskrá hvað framvindu varðaði, en þar var f fáum orðum gerð grein fyrir hverju atriði og dugði bara vel. Það hefur orðið stefna leiðbeinandans líkast til að stílísera Don Juan / Marj- öttu, hér var gáski og grín alls- ráðandi, en kynþokkanum ekki fyrir að fara, né heldur nein áherzla lögð á hann. Það er án efa til eflingar vin- áttu og kynningar að áhuga- mannahópar skiptist á heim- sóknum milli landa og leiki á sínu móðurmáli. Allt slíkt er af hinu góða. Þessi sýning var um margt skemmtileg og frammi- staða leikenda harla góð og tókst þeim að skapa harla góðar týpur. Þar fannst mér raunar Mari Mustonen í hlutverki döpru, nafnlausu konunnar bera af, en flestir stóðu bara vel fyrir sínu. Mér skilst að ekki hafi verið ætlunin að hafa nema eina sýn- ingu á verkinu hérlendis og er það miður, því að án efa hefðu fleiri hug á að sjá hana, bæði hér í bæ og úti á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.