Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 17 íslandskynning í New York New York. Frá Eddu Magnússon. Hátíðahöldin í New York á þjóðhátíðardaginn 4. júlí voru að þessu sinni tileinkuð Norðurlöndunum. Glæsileg þátttaka íslendinga undir stjórn Guðlaugs Einarssonar vakti svo mikla athygli að skrautvagn íslands í skrúð- göngu dagsins var aðalatriðið í sjónvarps-útsendingunni um kvöldið. Hópur íslendinga tók þátt í skrúðgöngunni, sem var á Broadway og gengið var til ráðhússins. Hólmfríður Stein- grímsdóttir gerði teikningu að skrautvagninum, sem var fag- urlega skreyttur og prýddur fjallkonu, stúlkum í íslenskum þjóðbúningum auk stæðilegs víkings. Þá voru fánaberar og fegurðardrottning í fylgdar- liði. 29. júní gafst okkur einnig tækifæri til að kynna ísland á World Trade-torginu. Dag- skráin var fjölbreytt og hófst með ávarpi ívars Guðmunds- sonar, aðalræðismanns í New York. Þá komu fram frábærir íslenskir listamenn, sem bú- settir eru á New York-svæð- inu. Guðlaugur Einarsson söng og dansaði, Þorsteinn Gauti lék á píanó, Aðalheiður Á tröppum rádhússiiis ( New York. Guðmundsdóttir söng íslensk þjóðlög og Anna Ellerts var fjallkonan og las upp kvæði. Bæklingar frá Ferðamála- ráði um ísland og íslenskar ullarvörur voru afhentir. Eru þeir alltaf virkur þáttur í kynningu íslands erlendis. íslenski skrautvagninn. NVIR SAMNINGAR SÆULMKUR Viö efnum til óvenju glæsilegra pakkaferða til Sviss dagana 14. og 21. ágúst. Nú færðu vandaða ferð með heilmiklu meðlæti og kynnist um leið heill- andi landi og vingjarnlegri þjóð. Flogið er í áætlunarflugi Arnarflugs til Zúrich og þaðan haldið til hins einstaklega fallega ADELBODEN-svæðis, gróðursæls og hrífandi dals„ sem liggur við fjallsrætur svissnesku Alpanna í allri sinni tign og fegurð. í Adelboden er gist á Hótel Bristol, vingjarnlegu og dæmigerðu svissnesku fjallahóteli. Öll herbergi eru búin baði og/eða steypibaði, síma, sjónvarpi, útvarpi og „mini-bar". Hálft fæði er innifalið í verði ferðarinnar. Brottfaradagar: 14. og 21.ágúst. Sannkallað sæluverð 1 vika í Adelboden kr. "LB?9€6. 15.500. 2 vikur í Adelboden kr. 24H-97. 19.850. miðað við gistingu í 2ja manna herbergi Innifalid: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting með 1/2 fæði, gönguferðir í fylgd innlendra og þaulkunnugra fararstjóra, aðgangur að Adelbo- den-sundlauginni, ókeypis og ótakmarkaður að- gangur að Alpine-járnbrautarkerfinu og öll aðstoð ís- lenskra starfsmanna Arnarflugs í Zúrich og Adel- boden. Barnaafsláttur 2ja-11 ára kr 4.975. Leitið til söluskrifstofu Arnarflugs s eða ferðaskrifstofanna 1 * Flugfélag með ferskan blæ ^fARNARFLUG m- Lágmúla 7, slmi 84477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.