Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JtJLÍ 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Ágúst Ásgeirsson Francois Mitterrand Frakklands- forseti í hópi ánaegðra kjósenda þegar úrslit í forsetakosningunum í maí 1981 voru kunn. Forsetinn átti miklu fylgi að fagna fyrst ura sinn, en nú hefur sigið á ógæfu- hliðina og fleiri og fleiri snúast gegn honum og stjórn sósíalista. fyrr til sparnaðaráætlananna. Það hefði átt að gera strax vorið 1982, ári fyrr en gert var. Sam- kvæmt Bauchard vildi Mitter- rand grípa til sparnaðarráðstaf- ana fyrr, en „Þjóðverjar voru því andsnúnir því miður“ og Mauroy forsætisráðherra og Delors fjár- málaráðherra „töldu mér hug- hvarf og fengu mig ofan af þess- um hugmyndum", hefur hann eftir forsetanum. Það var 21. mars sl. að franska stjórnin greip til ýmissa að- halds- og sparnaðaraðgerða í þeirri von og draga úr ójöfnuði í utanríkisverslun. Var það gert í framhaldi af fundi fjármála- Mitterrand játar mistök sín Francois Mitterrand Frakklandsforseti gerist æ opinskárri um afrek sín á valdastóli og hefur meðal annars játað að sér hafí mistekist á margvíslegan hátt við stjórnvölinn frá því hann hlaut kosningu sem forseti 1981. Einkum er það í samtölum við útvarpsfréttamanninn l’hil- ippe Bauchard, sem forsetinn hefur viðurkennt að honum hafi orðið á ýmis alvarleg mistök sem hafa munu í för með sér frestun á því að franskur efnahagur hjami við. Að því er fram kemur í grein sem Bauchard skrifaði í blaðið „Témoignage Chrétien', sem er smáblað kaþólskra vinstrisinna, segir Mitterrand það eitt af sínum verstu mistök- um við stjórnvölinn að hafa ekki fellt gengi frankans strax er hann tók við embætti forseta. Einnig kveður forsetinn það mistök hversu seint ýmsum að- haldsaðgerðum stjórnar hans var hrint í framkvæmt, grípa hefði þurft mun fyrr til ýmissa ráðstafana og láta þær virka hraðar. Þá segir forsetinn það yfirsjón stjórnarinnar að hún hafi ekki gert sér fyllilega grein fyrir hversu alvarlegt efnahags- ástandið var á heimsvísu og sjálfur hafi hann ætlast til of mikils af Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta, og er þar talið að Mitterrand hafi átt við þá synj- un Bandaríkjaforseta að draga úr örri hækkun Bandaríkjadoll- ars og þar með auðvelda Frökk- um að minnka óhagstæðan jöfn- uð sem var á utanríkisverslun þeirra. „Kannski dreymdi okkur um of 1981, við gerðum okkur ekki fulla grein fyrir raunveruleikan- um og hversu heimskreppan var alvarleg, sem og ég ofmat góðan vilja Bandaríkjamanna," hefur Bauchard eftir Mitterrand úr mörgum einkasamtölum í fram- haldi af útvarpsviðtali þeirra. Skrifstofa forsetans hefur ekki viljað tjá sig um hvort til- vitnanir Bauchards í forsetann séu réttar, einungis að samtölin „hafi ekki verið opinber samtöl" og í greininni sé endursagt ým- islegt af því sem þeim hafi farið í milli í mörgum samtölum. I greininni hefur Bauchard eftir forsetanum: „Ég varð mjög uppnumin af sigrinum í forseta- kosningunum, við vorum lengi í sigurvímu. Allir sögðu, sérfræð- ingar OECD, ráðgjafar mínir, efnahagsspekingarnir, blaða- mennirnir, já einnig þeir, að allt mundi snúast til betri vegar 1983 og þá yrði vöxtur á öllum svið- um. Og það segi ég í einlægni að ég var ekki í stakk búinn til að segja að mat þeirra væri rangt." I samtölunum var fjallað mik- ið um þann sveig sem stjórn sósíalista tók frá stefnu, sem mið hafði tekið af frjálslyndis- kenningum Keynes, í áttina til aðhalds og hafta. Markmiðið með hinni upprunalegu Stefnu var að auka kaupgetuna, einkum hinna efnalitlu, og var þá gengið út frá þeim forsendum að efna- hagslegur uppgangur yrði miklu fyrr á ferðinni en raunin hefur orðið á. Afleiðing af stefnu stjórnar- innar er sú, að Frakkar standa frammi fyrir miklum neikvæð- um greiðslujöfnuði og verðbólgu sem er hærri en í helstu viðskiptalöndum þeirra. Sam- kvæmt Bauchard sagði Mitter- rand að hann hafi sjálfur skipað ráðherrum sínum um síðir að grípa til ýmissa sparnaðarráð- stafana, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Mitterrand sagði einnig að það hefðu verið mistök að grípa ekki ráðherra ríkja Efnahagsbanda- lagsins, þar sem samkomulag náðist um hækkun gengis þýska marksins og lækkun frankans. Dregið hefur verulega úr ójöfn- uðinum í sumar í framhaldi af þessum aðgerðum. I samtölunum lét forsetinn einnig í ljós þá skoðun sína, sem hann deilir með mörgum af helstu ráðherrum stjórnarinnar, að Frakkar muni enn um hríð eiga við efnahagsörðugleika að etja. „Við munum komast út úr kreppunni 1984, en verðum þá að finna upp á einhverju nýju 1985 og 1986 til að lenda ekki í ann- arri,“ sagði Mitterrand meðal annars. Játningar Mitterrands Frakk- landsforseta koma á sama tíma og vinsældir hans hafa þorrið mjög. Samkvæmt nýlegri skoð- anakönnun eru aðeins 35% Frakka ánægðir með gjörðir for- setans meðan 51% eru óánægðir. Vinsældir Mitterrands hafa þorrið vegna óánægju frönsku þjóðarinnar með hvernig stjórn hans hefur tekist á við efna- hagsvandann, og er nú farið að gæta vissrar óþolinmæði af þess- um sökum. Við hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn, 14. júlí, þar sem efnt var til umfangsmeiri hersýningar en í áraraðir, lofaði forsetinn betrumbótum. Við það tækifæri ítrekaði for- setinn mikilvægi öflugra varna landsins, en nánast útilokaði hernaðaríhlutun í Chad. Mitt- errand sagðist á sínum tíma hafa verið andvígur því að Frakkar byggðu sitt kjarnorku- vopnabúr óháðir stefnu annarra ríkja, en sagðist nú sannfærður um að eigin kjarnorkuvæðing væri „eina vörn“ Frakka. (Bjnjt á greinum EJ. Dionne hjá New York Tiroes, skerlum AP og Newsweek.) Hótel rekin af ríkinu og einkaaðilum: „Eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta“ — segir Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins „Málið er einfaldlega þetta. Þeir sem eru fylgjandi frjálsri samkeppni og ég er einn þeirra, eiga að hafa það að kjörorði að fagna frjálsri samkeppni. Einkarekstur verður að sanna að hann sé hagkvæmari en rikisrekstur á öllum sviðum, þ.á m. í ferðaiðnaðinum,“ sagði Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu Ríkisins í samtali við Morgunblaðið, en þær raddir hafa heyrst að ríkið með rekstri Edduhótelanna yfir háferðamannatímann eigi í óheiðarlegri samkeppni við einkareksturinn. Það kom fram hjá Kjartani að þarna er verið að nota dýrt hús- næði sem annars stæði ónotað yfir sumarið. Það er heldur ekki rétt að Ferðaskrifstofa ríkisins reki einungis sumarhótel, heldur hefur hún einnig rekið nokkur heils- árshótel. Edduhótelin greiða að- stöðugjöld til viðkomandi sveitar- félaga, nákvæmlega eins og önnur fyrirtæki, auk þess að veita all- mörgum atvinnu innan þeirra með rekstri sínum. Þau greiða einnig söluskatt til ríkisins. Hagnaður af ferðaskrifstofu- og hótelrekstrin- um renna alfarið til þess að endur- bæta aðstöðuna fyrir ferðamenn og leiga fyrir not á húsnæðinu er Myndatexti: Sigrún Jónsdóttir listmálari í Versluninni Örkinni, sem hún hefur nýverið keypt. Eigendaskipti á versluninni Örk EIGENDASKIPTI hafa orðið á Versluninni Örk sem er í Hafnar- firði. Það var Sigrún Jónsdóttir listmálari sem keypti verslunina af Elsu Bessadóttur. Breyting hef- ur orðið á rekstrinum og hefur sú nýjung verið tekin upp að hafa sölugallerí í hluta húsnæðisins en þar sýnir Sigrún verk sín. Júgóslavar reyna nýtt mótafyrirkomulag Skák Margeir Pétursson Nýlega fór fram í Belgrad í Júgóslavíu nýstárlegt skákmót þar sem einn íslendingur, Jón L Árna- son, var á meðal þátttakenda. Á móti þessu var reynt að sameina kosti Monrad-mótanna annars vegar og gefa sem flestum skák- mönnum tækifæri á að vera með og hins vegar hinna hefðbundnu lokuðu móta þar sem allir tefla við alla. Fyrirkomulagið var þannig að þátttakendunum 24 var fyrst skipt niður í þrjá átta manna riðla þar sem tefldar voru sjö umferðir. Eft- ir það voru allir settir í einn flokk og vinningatalan úr riðlunum látin gilda áfram og síðan tefldar sex umferðir eftir Monrad-kerfl. Þetta kann að virðast sem hálfgerður hrærigrautur en á þennan hátt hugðust mótshald- ararnir auka líkurnar á því að einhverjum þátttakendum tæk- ist að ná sér í áfanga að titli. Það tókst því miður ekki að sinni, en hugmyndin er vissulega athygl- isverð, því ef einhver hefur t.d. ekki fengið að spreyta sig gegn nægilega mörgum titilhöfum í forriðlunum er hægur vandinn að bæta úr því í Monrad-keppn- inni. Jón L. Árnason náði mjög góð- um árangri í sínum forriðli, varð efstur með fimm vinninga af sjö mögulegum. Er skipt var yfir í Monrad-kerfið varð hann því að mæta efstu mönnum úr hinum riðlunum og við það versnaði hlutfallið til muna. Jón endaði síðan aðeins einum og hálfum vinningi á eftir sigurvegaranum, en það þýddi þó aðeins 8.—12. sæti vegna þess hversu geysilega jöfn keppnin var. Það var gamall kunningi okk- ar íslendinga, júgóslavneski stórmeistarinn Dragutin Saho- vic, sem varð að lokum einn efst- ur eftir harða baráttu. Lokastað- an á mótinu varð þannig: 1. Sahovic (Júgóslavíu) 9 v. af 13 mögulegum. 2.-3. Marjanovic (Júgóslavíu) og F. Portisch (Ungverjalandi) 8‘A v. 4.-7. Trois (Brazilíu), Matulovic, Ivkov og Knezevic (Júgósl.) 8 v. 8.—12. Jón L. Árnason, L. Popov (Búlgaríu), Rajkovic, Simic og Cvetkovic (Júgóslavíu) 7‘/í v. 13.-15. Tatai (Ítalíu), Ciric (Júgóslavíu) og Skembris (Grikklandi) 7 v. O.s.frv. Svo sem sjá má af þessari upp- talningu voru margir af þekkt- ustu stórmeisturum Júgóslava á meðal þátttakenda. Þeir höfðu greinilega ekki læknast af jafn- teflissýkinni sem herjar á þá marga hverja, enda urðu all- margar skákir á mótinu stuttar og bragðdaufar. Jón L. Árnason tefldi margar skákir sínar frumlega að vanda og var ekki inni á jafnteflislínu heimamanna. E.t.v. hefur þetta átt sinn þátt í þvi að hann tapaði fyrir þeim Sahovic og Matulovic í seinni hluta mótsins, en á móti kom að hann vann núverandi skákmeistara Júgóslava, stór- meistarann Dusan Rajkovic, í stuttri og laggóðri skák:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.