Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 25 Vélknúinn svifdreki sem notaöur verður í leiðangrinum. Leiðangur ofurhuga á öræfi íslands Leiðangursmenn halda sýningu í Nauthólsvík í dag LEIÐANGUR undir yfirskriflinni „Iceland Break-Through Expedition" leggur af stað þann 30. júlí nk. frá Höfn í Hornafirði, yfir Vatnajökul og niður að sjó í Axarfirði. Er hér um að rteða tólf manna hóp ofurhuga frá Englandi, Frakklandi, íslandi og Bandaríkjunum . Bera leiðangursmenn ofurhuganafnið með rentu þvi yfir jökulinn ætla þeir á svifdrekum, gúmmífiekum og kajökum. heimsþings alkirkjuráðsins: „Margir kristnir menn í þriðja heiminum hafa áhyggjur af því að friðarumræðan sé aðskilin frá umræðunni um félagslegt réttlæti þannig að friðarmál verði fyrst og fremst baráttumál þeirra sem lifa á N-Atlantshafssvæðinu. Þetta má ekki gerast. í fyrsta lagi vegna þess, að hernaðarhyggja er alþjóð- leg í eðli sínu og veldur aukinni fátækt og áframhaldandi órétt- læti hvarvetna en þó sérstaklega í hinum svonefndu þriðjaheims- löndum. f öðru lagi eru friður og réttlæti aldrei aðskilin í Biblíunni. Friður er aldrei einungis það að ekki geisi stríð, friður er þar sem réttlæti ríkir," sagði Dr. Boesak. Hann sagði ennfremur að kirkj- urnar hefðu ekki tekist verulega á við vandamál hungurs, fátæktar, kynþáttafordóma og félagslegs réttlætis og ekki mætti nota um- ræðuna um frið sem átyllu til þess að komast hjá því að fjalla um þessi mál. Hann bætti við:„Það má ekki nota fagnaðarerindi kristinn- ar trúar til þess að víkja sér und- an kröfum þess. Frið og félagslegt réttlæti má ekki skilja að. Við verðum að játa trú okkar á Jesú Krist, líf heimsins hér og nú. Á þeirri trú byggist allt okkar starf í þágu friðar, réttlætis og frelsis mannsins." Scott erkibiskup Kanada hefur verið stjórnarformaður alkirkju- ráðsins undanfarin átta ár. í skýrslu sinni fjallaði hann m.a. um helstu hugmyndakerfi nútím- ans, kapítalisma og kommúnisma, sem hvorugt fullnægir lengur við- horfum nútimamannsins. Þau eru komin i varnarstöðu og vegna þeirrar tæknikunnáttu sem stór- veldin ráða yfir getur hlotist gjör- eyðing lífs hér á jörðu. Scott fagn- aði vaxandi einingu kristinna manna. Eins og áður segir fer leiðangur- inn frá Höfn í Hornafirði, en þangað komu leiðangursmenn á skútu frá Skotlandi þann 25. júlí sl. Frá Jök- ulsá til Breiðalóns fljúga ofurhug- arnir á svifdrekum sem eru vélknún- ir og þannig gerðir að þeim er hægt að lenda hvort heldur er á vatni eða landi. Farið verður með snjóbíl í Kverkfjöll, þar niður um gat að upp- tökum Jökulsár á Fjöllum í íshelli og róið niður fljótið. Farið verður á flekum yfir flúðir en þegar fossar verða í veginum grípa þeir leiðang- ursmenn til svifdrekanna, festa flek- ana neðan í þá og svífa fram af. Þá er ráðgert í leiðangrinum að sigla í fyrsta sinn á kajak yfir Öskjuvatn. Áður en leiðangurinn hefst sýna þeir ofurhugar listir sínar og þau tæki sem notuð verða í ferðinni í Nauthólsvík, svo framarlega sem veður leyfir. Fer sýningin fram kl. 18.00 í dag og svara forsvarsmenn leiðangursins öllum spurningum varðandi tækin og leiðangurinn sem viðstöddum kunna að þykja forvitni- legar. Ýmis íslensk fyrirtæki hafa stutt leiðangurinn s.s. Flugleiðir hf., Olís, Farskip, 66° norður og Álafoss, auk þess sem fullt samráð var haft við Hannes Hafstein, Slysavarnafélag íslands og Náttúruverndarráð. Und- irbúningur hófst í október sl. og hafa leiðangursmenn komið þrisvar sinnum hingað til lands í því skyni og m.a. flogið yfir það svæði sem þeir leggja nú leið sína um. Ekki er hér um að ræða byrjendur í slíkum ferðum því samskonar leiðangra hafa ofurhugarnir farið í Alaska, Noregi og víðast hvar í Evrópu. Helsti munur á þessum leiðangri og öðrum slíkum er sá, að hópurinn samnýtir tækni á sviði siglinga og flugs. Leiðangurinn verður kvikmyndað- ur og vonast þeir félagar til að geta selt myndina og látið ágóða hennar koma upp í kostnað ferðarinnar, sem er um 40.000 pund, en svipaðri upp- hæð er varið til töku myndarinnar. Leiðangursmenn nýkomnir til Hafnar í Hornafirði eftir sex daga siglingu fri Skotlandi. Stórglæsileg samkoma í Þjórsárdal um verslunarmannahelgina Dansleikir föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Skammtidagskrár á laugardag og sunnudag. Fjölbreytt skemmtiatriði, m.a.: — Fjórar frábærar hljómsveitir: Kaktus, Deild 1, Kikk og Lotus — Magnús Þór Sigmundsson — Laddi og Jörundur — Leikflokkurinn Svart og sykurlaust — Heimsmeistarakeppnin í diskódansi — íþróttir — Jazzsportflokkurinn sýnir — o.fl. o.ffl. — Kynnir á Gauknum: Haraldur Sigurösson (Halli) Heiöursgestur: Jóhannes Sigmundsson Aðgangseyrir: — Föstudag og laugardag 800 kr. — Laugardagskvöld 600 kr. — Sunnudag 400 kr. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Ferðir í Þjórsárdal á Gaukinn ’83 Frá Reykjavík, BSÍ: Fimmtudag 28. júlí kl. 18.30 Föstudag 29. júlí kl. 16.00, kl. 18.30, kl. 21.00 Laugardag 30. júlí kl. 14.00, kl. 21.00 Sunnudag 31. júlí kl. 21.00 Frá Selfossi, SBS: Fimmtudag 28. júlí kl. 19.30 Föstudag 29. júlí kl. 17.00, kl. 19.30, kl. 22.00 Laugardag 30. júlí kl. 15.00, kl. 21.00 Sunnudag 31. júlí kl. 22.00 Til Selfoss og Reykjavíkur: Laugardag 30. júlí kl. 03.00 af dansleik Sunnudag 31. júlí kl. 03.00 af dansleik Sunnudag 31. júlí kl. 13.30, kl. 17.00 Mánudag 1. ágúst kl. 03.00 af dansleik Mánudag 1. ágúst kl. 10.30, kl. 17.00 Landleiöir Allir á Gaukinn — Öldira var önnur er Gaukur bjó á Stöng HERA ÐSSA MBA NDIÐ SKA RPHÉÐINN UNGMENNA SA MBA ND KJA LA RNESÞINGS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.