Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 30
' 30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 Sripmyndir frá Porto Santo Sólarhringur á Porto Santo Ég sit á litla torginu f Vila Baleira, aðalþorpinu á Porto Santo og dreypi á köldum drykk. Rétt hjá er bæjarskrifstofan, yfirlætislaus bygging og skammt frá spígspora nokkur hænsni reigingslega og leita sér að æti. Hand- an torgsins er aðalguðshúsið á eynni, reist á 15. öld og gatan næsta við kirkjuna er nefnd eftir frægasta „tengdasyni“ Porto Santo, Kristófer Kól- umbusi, sem mun hafa eytt hér hveitibrauðsdögum sínum eftir að hafa gengið að eiga dóttur landsstjórans í den tíð. Þetta er lítið þorp og vinalegt og skammt niður að sandströndinni sem teygir sig til beggja átta. Pálmatrén eru gróskumikil og hér er ekki fyrir að fara umferð, einn og einn asni tiplar rólyndislega eftir þröngum götum með byrðar á baki, stöku börn sjást að leika sér, en annars er fjarskalega kyrrt. Stress og nútímagauragangur hafa ekki náð hingað, kannski er erfitt að fara ef maður tefði of lengi, ætli maður dytti þá ekki bara inn í makindalegan rytman sem er á Porto Santo, þar sem aílir vinna að vísu, en enginn sér tii óbóta. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Kokkarnir undirbúa matarveizluna Áður hafði ég farið í langa gönguferð með ströndinni, þar voru ekki túristar að baka sig, þar var satt að segja ekki nokkur hræða önnur en ég, en ég sá álengdar uppi í landi, fólk að störfum, því að hér er landbúnað- ur verulegur og mikið ræktað af vínberjum og gert úr þeim vín, sem mér er sagt að minni nokkuð á Madeiravínbragðið, en eyjar- skeggjar segja auðvitað að þeirra vín sé betra. Sandurinn er líka sagður hafa í sér ýmis heilsusam- leg efni og því komi ýmsir að leita sér meinabóta. Porto Santo-vatn er annað sem sagt er heilsusam- legt og langt síðan menn töldu sig finna í því ýmis efni sem gæti læknað eða linað ýmsa sjúkdóma, þar eru nefndir til asmasjúkdóm- ar og ýmsir meltingarsjúkdómar. Allt um það var reist hér verk- smiðja fyrir mörgum áratugum til að nýta þetta ágæta vatn og það er nú flutt í stórum stíl til Madeira og kannski víðar þótt ég sé ekki nógu vel að mér um það. Landslag hér á Porto Santo er gerólíkt Madeira, þótt aðeins sé spottakorn á milli eyjanna, Porto Santo er flatlend að mestu, jarð- vegur grunnur og það stendur bæði landbúnaði og allri ræktun fyrir þrifum hversu lítið rignir og jarðvegurinn er grunnur. Fólkið a Porto Santo lifir ekki í neinum vellystingum, enda ekki vinnusamt nema í meðallagi eins og komið hefur fram. En það er ákaflega glatt í viðmóti og gestris- ið. Þegar ég var að labba um Vila Baleira — sem var ekki lengi gert því að bærinn er ekki stór, gaf fólk Fátt er um farartæki, en asninn er notaður til að komast leiðar sinnar sig gjarnan á tal við mig og tvær konur komu með tágakörfu fulla af ávöxtum og gáfu mér. Ég heid það hafi aðallega verið vegna þess að þeim fannst ég vera svo dugleg að tala portúgölsku og eru þær þá hinar fyrstu sem finnst það. Margir ferðamenn á Madeira bregða sér dagstund yfir til Porto Santo, aðallega til að komast á þessar undursamlegu strendur og margir Portúgalir eiga hér lítil hús og koma í fríum hingað að forðast glaum og glys. Því að það er ekki mikið um að vera á Porto Santo. Þó er hér eitt bíó og tvö hótel, reyndar var aðeins eitt til skamms tíma. Ég ímynda mér að Porto Santo hljóti að vera einn af fáum stöðum, svo nærri alfaratúr- istaleið, þar sem ekki hefur verið gert neitt til að laða til sín ferða- menn, og er þó hvarvetna vei fagn- að gestum. Einhvers staðar las ég að enn væru eyjabúar kallaðir profetas, það mun vera rakið til hneyksl- ismáls á 16. öld, þegar hugmynda- ríkur fjárhirðir gabbaði alla íbúa eyjarinnar til að ganga í sértrú- arsöfnuð sem boðaði hinar kynd- ugustu kenningar. Kaþólsku kirkj- unni náttúrlega til mestu armæðu. Þetta varð aðeins tímabundið frá- hvarf og nú eru eyjaskeggjar góðir kaþólikkar og kirkjuræknir. Eins og kom fram í Madeira- grein mun Joao Gonzalves Zarco hafa komið fyrr til Porto Santo en Madeira. Nokkuð er öruggt að það var árið 1418 og hafði hann vet- ursetu á Porto Santo, áður en hann sigldi yfir sundið til Mad- eira. Margt bendir til að allmargir hafi vitað um eyjaklasann, þótt ekki hafi verið numið þar land fyrr. Árið 1529, eða röskri öld eftir að Zarco nam landið, voru íbúar 820. Síðasta ár bjuggu þar um fimm þúsund manns. Eyjan er ell- efu kílómetrar á lengd og sex kíló- metrar á breidd. Allmörg smáþorp eru á eynni, en annars er byggðin dreifð. Fólkið á Porto Santo hefur í aldanna rás orðið fyrir atlögum sjóræningja og ævintýramanna og árið 1617 komu þangað úfnir sjó- ræningjar frá Álsír og höfðu á braut með sér margar fegurstu konurnar á eynni. Var farið með þær til Norður-Afríku og síðan voru þær fluttar aftur til Porto Santo nokkrum mánuðum síðar, allar barnshafandi. Ýmsir eyja- skeggjar gáfust upp vegna tíðra rána og herferða sjóræningja og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.