Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 31 fluttu á brott, ýmist til Madeira eða upp á meginlandið. Auk þess gengu þar yfir plágur og hungurs- neyðir. Á Porto Santo hefur tæknivæð- ingin ekki haldið innreið sína nema í litlum mæli. Reyndar er engu líkara en tíminn líði hægar á þessari leynieyju, en annars stað- ar í Portúgal. Bændur yrkja sína jörð með frumstæðum verkfærum og beita fyrir uxum, fiskveiðar eru stund- aðar og með heldur fornfálegum búnaði. Þegar farið er upp á hæsta tind eyjarinnar, Pico do Facho, sem er í rúmlega fimm hundruð metra hæð yfir sjávarmáli, sér til nokkurra smáeyja, engin í byggð, og úti fyrir ströndinni er krökkt af fiskibátum, þar eru menn að sækja sér björg í bú. Og sama máli gegnir hér og á Madeira að fiskur- inn er afar góður. Á Pico do Cast- elo, sem er um 400 metra hátt, er gróður upp á efsta tind. Hvergi annars staðar sá ég slíkt, enda var mér síðar sagt, að þetta væri ræktunartilraun, sem hefði hafizt 1905. Svo að sýnilega virðist vera hægt að klæða Porto Santo sums staðar meiri gróðri, því að Pico do Castelo er sannkallaður unaðsreit- ur á þessari hrjóstrugu eyju. Ég rogaðist síðan með ávaxta- körfuna mína aftur á Hótel Porto Santo, sem er prýðilegt hótel og þar er elskulegt starfsfólk, og var nú verið að skreyta þar allt hátt og lágt úti á veröndinni. Hér, eins og í Braga á dögunum, var verið að halda dag heilags Jóhannesar og það á að vera meiri háttar grill- veizla um kvöldið. Ég skolaði af mér rykið og fór síðan niður að taka þátt í að heiðra Jóhannes. Og það var sannarlega kátt á hótelinu þetta kvöld, snæddur grillmatur, einnig glæsilegt kalt borð og svo var lífleg þjóðdansasýning og söngur fram eftir nóttu og þarf ekki að orðlengja að allir skemmtu sér konungiega. Morguninn eftir flaug ég til Madeira og þaðan til Lissabon. Keyrði síðan tiltölulega fyrirhafn- arlaust út til Cascais, þar sem mér var búin gisting á Estoril Sol í boði Portúgalanna, sem annars staðar í þessu indælis frii. Á Est- oril Sol er allt með öðrum brag en i Porto Santo, og lífsstíllinn frá- brugðinn í flestu. Hver staður í Portúgal sem ég hef komið á hefur sinn sjarma og það er ekki sízt þessi fjölbreytni sem mér finnst svo þekkileg í því landi. Borgarfjörður: Tjaldstæði á Varmalandi __ Borgarnesi, 26. júlí. Á VARMALANDI í Borgarfirði er verið að útbúa almenningstjald- stæði. Það er Ungmennafélag Staf- holtstungna sem stendur fyrir þess- ari framkvæmd en nýtur til þess styrks opinberra aðila. Tjaldstæðið er við hlið íþróttavallarins, skammt frá sundlauginni og félagsheimilinu, en á staðnum er einnig ferðamanna- verslun og fleira. Kemur þetta tjaldstæði væntaniega að góðum not- um því Varmaland er miðsvæðis í Borgarfjarðarhéraði, skammt frá þjóðleið og í nágrenni við miklar sumarhúsabyggðir, svo sem Munað- arnes, Hreðavatn og Svignaskarð. Morgunblaöið/ HBj. Verkalýðsfélag Húsavíkur: Trúnaðarráð mótmælir í ályktun frá trúnaðarmannaráði Verkalýðsfélags Húsavíkur segir m.a: „Við mótmælum harðlega þeim ákvæðum bráðabirgðalaga ríkis- stjórnar Steingríms Hermannsson- ar, sem svipta verkalýðsfélögin samningsrétti í tvö ár. Með lögum þessum er hafður að engu sá lýðræðislegi réttur, sem launafólk hefur áunnið sér, til að semja um kaup sitt og kjör, og staðfestur hefur verið af alþingi þjóðarinnar. Réttur þessi er hvarvetna talinn til sjálfsagðra mannréttinda á meðal frjálsra þjóða og er afnám hans því ský- laust mannréttindabrot." Einnig segir: „Við viljum einnig benda á, að þó áhrifa bráðabirgða- laganna sé nú rétt að byrja að gæta, þá er sýnt að það stefnir í gjaldþrot margra alþýðuheimila, verði ekki fljótlega gripið til að- gerða til að milda eða afnema þá kjaraskerðingu, sem af lögum þessum leiðir." Óskum eftir aö kaupa gamlaþvottavel fyrir S500 kr! Ótrúlegt en satt. Við hjá Heimilistækjum erum tilbúnir til þess að gefa 2.500.-krónur fyrir gömlu þvottavélina þína án tillits til gerðar, ástands og aldurs. Við tökum hana sem greiðslu uþp í nýja fullkomna Philco þvottavél. Mismuninn greiðir þú svo eftir samkomulagi og manst að við erum afburða sveigjanlegir í samningum! Hafðu samband strax, lagerinn er ekki ótæmandi. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.