Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 Hlustendakönnun Ríkisútvarpsins: Fréttir og dægurlagatón- list vinsælasta efnið í HLUSTENDAKÖNNUN Ríkisútvarpsins kemur í Ijós að helmingur þeirra 800 sem svöruðu reyna alltaf að hlusta á fréttir og veðurfregnir í útvarpi og einnig eiga þar dægurlaga- þættir miklum vinsældum að fagna. Hins vegar eiga kvöld- sögur og -vökur, sígild- og nútímatónlist, leikfimi, trúarlegt efni, sunnudagserindi og Ijóðalestur ekki upp á pallborðið hjá hlustendum eftir könnuninni að dæma. í þeirri könnun, sem hér um ræðir, gafst þátttakendum kostur á að velja milli fimm möguleika við hverja spurningu um efni Ríkisútvarpsins. Dæmi: „Mjög æskilegt, frekar æskilegt, læt vera, frekar óæskilegt og mjög óæskilegt". Rúmlega helmingur svarenda taldi „mjög æskilegt" að leika nýja popptónlist í útvarpi; en aftur á móti voru 56% þeirrar skoðunar að „mjög óæskilegt" væri að spila framúrstefnutónlist og 37% óperur. 58% hlustenda gáfu „löngum fréttatíma" eins og nú tíðkast bestu einkunn; en að- eins 4% þá lélegustu. Yfirgnæf- andi meirihluti þátttakenda eða 76% taldi „mjög æskilegt" að gamanleikrit væru flutt í útvarpi og 51% spennuleikrit; en hjá ein- vörðungu 18% þátttakenda skip- uðu ný erlend leikrit sama sess. Auk þess má geta þess að 73% töldu að besti tími fyrir útsend- ingu leikrita í útvarpi væri á fimmtudögum eins og verið hefur. Það er ljóst ef marka má þessa könnun að hlustendur kunna vel að meta það efni sem kemur frá Akureyri því að 83% svöruðu „vel“ eða „frekar vel“. Hvað varðar auglýsingar í útvarpi virðast hlustendur óánægðir með núver- andi fyrirkomulag. T.a.m. töldu Hlustendakönnun Ríkisútvarpsins: Laugardagssyrpan með hæstu einkunn I hlustendakönnun, sem gerð var á vegum Ríkisútvarpsins 2.-8. maí sl. kemur fram að dægurlagaþættir og fréttir eru vinsælasta efnið. Sá þáttur, sem fékk bestu umsögn; en þátttak- endur, 800 talsins, gáfu dag- skrárliðum þessa viku einkunn, var þátturinn Laugardagssyrpa í umsjá Þorgeirs Ástvaldssonar og Páls Þorsteinssonar. Fékk þátturinn meðaleinkunnina 4,62 af fimm mögulegum; en 28% hlustenda hlýddu á hann. Síðan sigldi í kjölfarið þáttur Helgu Thorberg og Eddu Björgvins- dóttur Á tali, sem 60% hlustuðu á, með 4,46 í einkunn. Að meðal- tali um 60% svarenda kváðust hafa hlustað á fréttir umræddar vikur, sem fengu meðaleinkunn- ina 4,30. Á hinn bóginn hlaut svokölluð æðri tónlist ekki náð hlustenda. Á bilinu 4—10% hlýddu á slíka tónlist, sem fékk tiltölulega lága meðaleinkunn í utvarpi þessa viku. Morgunþátt- urinn Gull í mund á greinilega vinsældum að fagna, því að tæp 42% að meðaltali hlustuðu á hann og fékk hann 4,42 í meðal- einkunn. Sama má segja um Fimmtudagsstúdíó, sem 43% hlýddu á, einkunn 4,30, og þáttur Jónasar Jónassonar, Kvöldgest- ir, 4,49, en 35% þátttakenda í könnuninni hlustuðu á hann þessa viku. Það sýndi sig enn- fremur að þátturinn íslenskt mál nær til nokkuð margra hlustenda. Hlýddu að meðaltali 38% á þáttinn og fékk hann 4,42 í meðaleinkunn. 21% hlustuðu á íþróttir þessa viku, sem hlust- endur gáfu meðaleinkunnina 4,1. Á þáttinn Um daginn og veginn hlýddu 42%, en hann fékk 3,8 í umsögn. Eins og áður sagði njóta dægurlagaþættir mikillar hylli hlustenda. Sem dæmi má nefna að 56% hlýddu á þáttinn Á frívaktinni, þessa viku (einkunn 4,4), 53% að meðaltali á Syrpu (4,37), 45% á í dægurlandi (4,14), 40% á Lagið mitt (4,2). 36% að meðaltali hlustuðu á Lög unga fólksins (4,35), 29% á Nýtt undir nálinni (4,3) og 24% hlýddu á þáttinn Á næturvaktinni (4,2). Af öðrum föstum þáttum má nefna að 33% að meðaltali sögð- ust hafa hlustað á þáttinn Ég man þá tíð (umsögn: 4,1) 32% á messu (4,07), 23% að meðaltali á útdrátt úr forystugreinum dag- blaðanna (3,57), 22% á Kvöld- stund með Sveini Einarssyni (4,15), 18% á Sunnudagsstúdíó (4,29), 17% á þáttinn Kvöld- strengi (4,32), Spútnik (3,97) og Harmonikuþátt (4,33), 16% hlýddu á Sjóndeildarhring (4,11), 15% á Djassþátt (3,85), 8% á tón- listarþáttinn Áfanga (3,78). 7,2% að meðaltali hlustuðu á Orð kvöldsins, (4,22), 6,3% að meðal- tali á útvarpssöguna (3,95) og að- eins 4% á þáttinn Erindi (3,89). 30% aðspurðra það „mjög óæski- legt“, 46% þátttakenda svöruðu að „mjög æskilegt" væri að auglýs- ingar yrðu lesnar í fastan og af- markaðan tíma og 34% settu kost- inn „tónlist inn á milli" í sama flokk. Langflestir þeirra sem tóku þátt í könnuninni tóku „popp- tónlist", „dans og dægurlög", „blöndu af rólegri og fjörlegri dægurtónlist" og „rokktónlist" fram yfir „söngleiki og óperettu- tónlist", „íslenska alþýðutónlist", „þjóðlagatónlist" og „sígilda tón- list“ í næturútvarpi. Af flokki sí- gildrar tónlistar í útvarpi eru sönglög í mestu uppáhaldi hjá hlustendum; en orgeltónlist óvin- sælust. — Samkvæmt könnuninni hentar hádegið best til útvarps- hlustunar og tíminn milli 19—20 alla daga vikunnar; og þó sérstak- lega um helgar. Flestir aðspurðra töldu hins vegar tímann frá 9—11 árdegis „henta sér mjög illa“ til að hlusta á útvarp á virkum dögum. Þá er mikill meirihluti hlynntur því að útvarpið hefji útsendingar á annarri rás eða 60%. Loks má geta þess að 73% þátttakenda fannst afnotagjald útvarps hæfi- legt; og 60% aðspurðra voru reiðu- búnir að greiða hærra afnotagjald ef á móti kæmi lengri og fjöl- breyttari dagskrá. Þessi tafla sýnir hvers konar efni inni hlusta á í útvarpi. Úrtakið er upp sem hlutfalI af hundraði (%). þátttakendur í hlustendakönnun- 800 manns og eru tölurnar gefnar Reyni Hlusta Hlusta Hlusta Hlusta allUf oftast öðru sjaldan aldrei ad hverju næstum hlusta aldrei Fréttir 49 29 16 4 2 íþróttaþættir 11 11 29 26 24 Sígild tónlist 4 5 24 23 45 Veðurfregnir 28 29 26 11 6 Viðtalsþættir 11 13 45 23 8 Barna- og unglingaefni 9 11 39 26 15 Kvöldsögur 3 3 17 29 48 Erindi 3 5 32 27 33 Leikfimi Létt tónlist af plötum 6 11 23 21 39 — kynnt af þulum Trúarefni — bænir, 19 30 40 8 4 morgunorð, erindi Blandaðir tónlistar- 6 9 23 23 39 og viðtalsþættir Léttir dægurlagaþættir 14 21 45 14 7 eða „syrpur" 37 26 26 7 4 Þjóðlegur fróðleikur 14 14 35 22 15 Fræðsluþættir 12 13 39 23 14 Morgunútvarp Fjölþætt dagskrá 27 27 24 11 12 um afmarkað efni 5 11 44 28 13 Næturútvarp 13 9 19 21 38 Messur 6 9 23 23 38 Nútímatónlist 4 5 11 16 65 Miðdegissögur Tónlistarþættir með 11 8 26 23 32 sígildri tónlist 5 6 21 24 44 Helgarvakt 27 26 27 11 9 Kvöldvökur 5 7 21 28 39 Frásöguþættir 11 9 37 24 19 Umræðuþættir 8 10 36 26 19 fþróttalýsingar 17 13 24 18 27 Leikrit 17 16 34 23 11 Smásögur 8 10 33 32 18 Ljóð 3 4 15 25 53 Óskalagaþættir 35 25 29 6 6 Sunnudagserindi 5 7 21 24 43 Atvinnulífsþættir 8 12 32 25 24 Þættir um móðurmál 20 19 26 16 19 Þessi tafla sýnir hvers konar efni þátttakendur í sjónvarpskönn- uninni horfa á í sjónvarpi. Úrtakið er 800 manns og eru tölurnar gefnar upp sem hlutfall af hundraði (%). Reyni Horfi Horfi Horfi Horfi alltaf oftast öðru sjaldan aldrei, að horfa hverju næstum ísl. skemmtiþætti (79) (15) ( 5) ( 1) aldrei ( 0) Fréttir (64) (21) (11) ( 2) ( 2) Fræðsluefni (24) (30) (37) ( 7) ( 2) Veður (48) (26) (18) ( 5) ( 3) Erl. fréttamyndir (20) (25) (37) (15) ( 3) fsl. leikrit (63) (20) (12) ( 4) ( 2) Teiknimyndir (26) (25) (33) (14) ( 4) Bíómyndir (34) (34) (25) ( 6) ( 1) Barnaefni ( 8) (14) (42) (26) (10) Erlend leikrit (14) (25) (45) (14) ( 3) Innl. fréttaþætti (Kastljós) (37) (24) (23) (10) ( 7) Erl. skemmtiþætti (33) (32) (28) ( 6) ( 1) Auglýsingar ( 5) (15) (40) (26) (14) Lista- og menningarþætti (Glugginn) (29) (21) (26) (15) ( 9) fþróttaþætti (18) (15) (26) (22) (19) Framh.myndaflokka (32) (35) (22) ( 6) ( 4) Sunnudagshugvekjur ( 6) ( 7) (23) (26) (36) Létta tónlistarþætti (20) (25) (32) (16) ( 8) Gamanmyndaflokka (52) (27) (18) ( 3) ( 0) Sígilda tónleika ( 5) ( 8) (18) (27) (44) Ensku knattspyrn. (14) ( 7) (13) (18) (49) Fræðslumyndaflokka (19) (27) (41) (10) ( 3) Náttúrulífsmyndir (33) (24) (30) (10) ( 4) Umræðuþætti (21) (22) (33) (15) ( 9) Erl. sjónvarpsleikrit (15) (25) (41) (16) ( 3) Sjónvarpsmyndir (24) (33) (36) ( 6) ( 1) Mest horft á innlenda skemmtiþætti og leikrit SAMKVÆMT sjónvarpskönnun Ríkisútvarpsins, sem gerð var 2.-8. maí sl„ reynir mikill meirihluti „þátttakenda“ alltaf að horfa á ís- lenska skemmtiþætti, og íslensk leikrit í sjónvarpi auk frétta og veð- urfregna; fæstir sögðu hið sama um sígilda tónleika, sunnudagshug- vekju, barnaefni og auglýsingar. Þá telja flestir að „mjög æskilegt** sé að sýna íslenskt skemmtiefni, íslenskt fréttaefni, bíómyndir, íslenskt barnaefni og íslenskt leikrit. Hins vegar virðist endurtekið efni og sí- gild tónlist ekki eiga vinsældum að fagna hjá sjónvarpsáhorfendum ef dæma má af könnuninni. Þessi tafla sýnir hvers konar efni þátttakendur í sjónvarpskönnun- inni telja æskilegt að sýna í sjón- varpi; Mjög Frekar Læt Frekar Mjög æskilegtæskil. vera óæskil. óæskil. Erl. skemmtiefni (35) (39) (24) ( 2) ( 1) fsl. skemmtiefni (77) (18) ( 4) ( 0) ( 0) Erl. fræðsluefni (30) (44) (23) ( 2) ( 1) fsl. fræðsluefni (56) (30) (12) ( 1) ( 1) Bíómyndir (64) (25) ( 9) ( 2) ( 0) fsl. barnaefni (69) (21) ( 8) ( 1) ( 0) Erl. barnaefni (34) (37) (24) ( 4) ( 1) Sakamálaþætti (42) (31) (18) ( 6) ( 3) Erl. fréttaefni (35) (38) (22) ( 3) ( 2) ísl. fréttaefni (73) (21) ( 5) ( 1) ( 1) Erl. leikrit (20) (41) (33) ( 5) ( 2) ísl. leikrit (62) (26) ( 8) ( 2) ( 1) Stuttar fréttir síðla kvölds (34) (18) (29) (10) ( 9) Létta tónlist (27) (35) (28) ( 7) ( 4) Sígilda tónlist ( 7) (14) (32) (20) (27) Isl. unglingaþætti (52) (31) (14) ( 2) ( 1) Erl. unglingaþætti (28) (33) (31) ( 6) ( 2) ísl. íþróttaefni (38) (27) (24) ( 6) ( 5) Erl. íþróttaefni (29) (28) (29) ( 8) ( 7) Beinar útsendingar: erl. tónlistarviðb. (32) (26) (28) ( 8) ( 7) Beinar útsendingar: erl. íþróttaviðb. (37) (19) (27) ( 8) (10) Beinar útsendingar: innl. íþróttavb. (42) (23) (26) ( 5) ( 4) Endursýnt efni (11) (31) (43) (12) ( 4) Tungumálakennslu (37) (29) (25) ( 4) ( 4) Annað kennsluefni (30) (34) (28) ( 5) ( 3) Beinar útsendingar: innl. tónlistarviðb. (29) (24) (31) ( 6) ( 9)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.