Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 33 NORDUHHUO Hægri helmingur hússins veröur byggður í 1. áfanga, norðurhlið og vesturhlið á mynd. Grunnmynd, hægri helmingur verður byggður fyrst. Bygging Fjölbrautaskóla Suöurlands hafin á Selfossi „Gí efa þá 1 byggt er glei M í stöi •fum“ Hafin er bygging Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, en fyrsta skóflustungan var tekin f gær, 26. júlí, að viðstöddu fjölmenni. Fjölbrautaskólinn á Selfossi hefur starfað sl. tvö ár undir stjórn Heimis Pálssonar skólameistara, en skólinn hefur búið við mjög þröngan og ófullnægjandi húsakost. Mikil aðsókn hefur verið í skólann, en húsakost- ur hefur háð mjög vexti hans og þróun. Því er lagt mikið kapp á að koma fyrsta áfanga nýja skólahússins sem fyrst í notkun og er stefnt að því fyrir haustið 1985. Þór Vigfússon hefur verið ráðinn skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurlands frá'næstu mánaðamótum, en fráfarandi skóla- meistari tók fyrstu skóflustunguna að hinu nýja mannvirki. Fjölbrauta- skóli Suðurlands miðar við samvinnu Árnesinga, Rangæinga og Vestur- Skaftfellinga, en annar fjölbrautaskóli er í Vestmannaeyjum. Menntamálaráðuneytið sam- þykkti fyrir fáum dögum fyrir sitt leyti að hafnar verði fram- kvæmdir við fyrri áfanga skól- ans, en ríkissjóður greiðir 60% af kostnaði. Fjölbrautaskólabyggingin er teiknuð af dr. Magga Jónssyni arkitekt, en Selfosskaupstaður gaf 44.800 fermetra lóð undir skólann með kvöð um að lands- hlutabókasafn verði einnig reist þar og þeirri byggingu áætlaðir 5.000 fermetrar. Formaður bygg- ingarnefndar Fjölbrautaskólans er Guðmundur K. Jónsson en rekstrarstjóri er Erlendur Hálf- dánarson. Fjölbrautaskólahúsið verður byggt í tveimur áföngum, fyrri áfangi er 2.970 fermetrar og sá seinni 2.424 fermetrar, eða alls 5.394 fermetrar. Búið er að semja um jarðvegsvinnu fyrri áfanga og uppfyllingu undir plötu hússins sem reiknað er með að verði tilbúin fyrir vetur- inn. Fjölbrautaskólinn á Selfossi starfaði í 6 húsum í bænum sl. vetur og þurftu kennarar og nemendur að vera á sífelldum hlaupum milli húsa, en alls stunduðu um 300 nemendur nám í Fjölbrautaskólanum sl. vetur víðs vegar af Suðurlandi, og að auki um 50 í öldungadeild. Að lokinni athöfn þar sem fyrsta skóflustungan var tekin var efnt til kaffisamsætis í gagnfræðaskólahúsinu þar sem Heimi Pálssyni skólameistara var þakkað frábært starf við skólann og nýr skólameistari, Þór Vigfússon, boðinn velkom- inn. Fjölmargir fluttu ávörp og heillaóskir í tilefni atburðarins og m.a. flutti Hjörtur Þórarins- son, formaður skólanefndar, kveðju og árnaðaróskir frá Ragnhildi Helgadóttur, mennta- málaráðherra. Guðmundur Daníelsson skáld og rithöfundur var mættur við athöfn- ina, en hann er gamalreyndur skólamaður í Árnessýslu. Reiknað er með að um 400 nemendur stundi nám i skólan- um nk. vetur og um 70 í öldunga- deild. Heimir Pálsson, fráfarandi skólameistari, tók fyrstu skóflu- stunguna all rösklega eins og hans var von og vísa og mælti um leið: „Megi heill því húsi fylgja, gæfa þá byggt er, gleði í störfum, farsæld um framtíð alla.“ — *-j- Margt manna var við athöfnina. Heimir Pálsson skólameistari tekur fyrstu skóflustunguna. í baksýn sjást m.a. Guðrún Þorkelsdóttir, Þór Vigfússon og Óli Þ. Guðbjartsson forseti bæjarstjórnar á Selfossi. Hluti skólanefndar ásamt skólameisturunum. Frá vinstri: Páll Lýðsson, Þór Vigfússon, Hjörtur Þórarinsson, Jón Guðbrandsson, Ólafur Helgi Kjartansson og Heimir Pálsson. Grein og myndir: Árni Johnsen ....% V'.... V . 1 ■ 1 11 1 'r." ■'ÍK UMVERSLUNAR- MANNAHELGINA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.