Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 t Faöir okkar og bróöir, VILHJÁLMUR EYJÓLFSSON, andaöist 25. júlí í Landakotsspítalanum. Börn og systur hins létna. Maöurinn minn, t KONRÁÐ GÍSLASON, fyrrverandi kaupmaóur, Hringbraut 118, lést 26. júlí. Anna M. Helgadóttir. t Maöurinn minn, ÓLAFURJÓHANNSSON, trósmíðameistari, Engihlfð 12, lést 23. júlí. Ingunn Eiríksdóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, PÉTRÓS G. KONRÁOSDÓTTIR fré Ólafsvík, Nesvegi 53, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 28. júlí kl. 10.30. Blóm afþökkuö en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Esther Brown, Ása Jónsdóttir, Stefán Agnar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega hlýhug og samúö viö andlát og útför, HELGA SIGUROSSONAR fró Heggsstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraöra Borgarnesi fyrir góöa umönnun. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, sonur okkar, faöir, afi og bróðir, ÞÓRÐUR MARKÚSSON, Breiövangi 24, Hafnarfíröi, veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 29. júlf kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Svala Steingrfmsdóttir, Laufey Bjarnardóttir, Markús Þórðarsson, Lilja Þóröardóttir, Laufey Þórðardóttir, Markús Þóröarson, Svala Þyri Garöarsdóttir og systur. t Þökkum innilega hlýjug og auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns mfns, sonar, bróöur og mágs, JÓNS KRISTINS ÞORLÁKSSONAR, rafvirkja, Skovlunde. Jaröarförin fór fram frá Vedbæk-klrkju í Danmörku þann 8. júlí sl. Margot Holdt Þorláksson, Póll Þorlóksson, Gunnar Þorlóksson, Auður Þorlóksdóttir, Ríkey Einarsdóttir, Þorlókur Jónsson, Ásthildur Pétursdóttir, Kolbrún Hauksdóttir, Gunnar Mór Torfason, Magnús Gunnlaugsson. Eggert Guðmundsson listmálari — Minning Eggert Friðjón Guðmundsson, listmálári er látinn. Hann átti ættir sínar að telja til Suðurnesja að mestu leyti og fæddur var hann í Skaptakoti í Innri-Njarðvík. For- eldrar hans voru hjónin Guð- mundur Guðmundsson húsa- smíðameistari frá Hafnarfirði og Jónína Soffía Jósefsdóttir, er ætt- uð var úr Innri-Njarðvík. Þau hjónin eignuðust 4 börn. Elstur þeirra er Þorgeir, trésmið- ur, sem búsettur er í Reykjavík, þá var Eggert Friðjón eldri, sem and- aðist á öðru ári. Næstur honum var Eggert listmálari, sá sem hér um ræðir, og yngst er Fanney, sem einnig er búsett í Reykjavík. Þá tóku þau hjónin einn kjörson, er Hannes heitir og ólu hann upp, og dóttir hans, Nína Hannesdóttir, ólst einnig upp hjá þeim Guð- mundi og Jónínu sem þeirra eigið barn. Jósef Jónsson, faðir Jónfnu, átti heima í Tröð í Innri-Njarðvík. En afi hans var Sæmundur Klem- ensson í Narfakoti í Innri-Njarð- vík, sem kunnur er m.a. af grafskrift, sem lag var samið við og oft hefir heyrst sungið af ein- söngvurum á síðustu árum. Sæ- mundur þessi var hinn mætasti sæmdarmaður. Móðir Jónínu, kona Jósefs, var Þorgerður Þor- steinsdóttir. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Þorsteinsson frá Hamri í Flóa og Elísabet Árna- dóttir frá Hólmfastskoti í Innri- Njarðvík. Var Þorsteinn síðari maður hennar. Guðmundur faðir Eggerts var fæddur í Lónkoti í Hraunum á Vatnsleysuströnd. Foreldrar hans voru Guðmundur, sonur Halldórs Kristjánssonar frá Haga í Holtum og Guðný Jónsdóttir frá Lamb- haga í Mosfellssveit. Guðmundur Guðmundsson var mikill hagleiks- maður og þótti snemma frábær smiður. Sjálfur taldi hann hæfi- leika sína hafa hlotið sérstaka blessun, er hann eitt sinn á ungl- ingsárunum var í draumi kallaður til þess að leggja huldufólki lið þegar þörf var hagrar handar. Arið 1905 flytja þau Guðmund- ur og Jónína suður í Innri- Njarðvík. Fór Guðmundur að gera út bát þar syðra. Þar var dvalið í rúmlega þrjú ár, en 1909 lá leiðin til Reykjavíkur aftur og upp frá því átti fjölskyldan heima þar alla tíð. Eggert ólst upp hjá foreldrum sínum. Hann átti í æsku við erfið- an sjúkdóm að stríða, blæðandi magasár, og var af þeim sökum á tímabili talið tvísýnt, hvort hon- um yrði hugað líf. En allt snerist þó um síðir á blessunarvegu. Það var greinilegt, að Eggert átti ólokið miklu hlutverki, áður en ævidagur hans væri að kvöldi kominn. Heilsan kom smám sam- an. Og fyrr en varði var hinn dauðvona drengur orðinn að hraustum og tápmiklum æsku- manni, sem aldrei varð misdæg- urt. Eggert var ungur að árum, þeg- ar listamannsköllun hans fór að gera vart við sig og ótvíræðir hæfileikar á þeim vettvangi að koma í ljós. Fljótt eftir fermingu fór hann hiklaust að stefna að því marki að gerast listmálari. Undir- stöðuatriði lærði hann hjá Guð- mundi Thorsteinssyni, Stefáni Eiríkssyni og Einari Jónssyni. Einnig nam hann í teikniskóla Ríkharðs Jónssonar. Með náminu vann hann svo baki brotnu til þess að afla sér peninga, með það fyrir augum að geta stundað málara- nám á erlendri grund. Fyrsta sýning hans var haldin í Góðtemplarahúsinu haustið 1927. Fékk hún góða dóma og hinum unga listamanni spáð mikilli framtíð. Að afstaðinni fyrstu sýningunni var svo haldið til Þýskalands og listnám hafið við listskólann í Munchen. Þar var Eggert nemandi til 1931. Um tíma dvaldist hann einnig í Róm, París, London og víðar. Sína fyrstu einkasýningu erlendis hélt hann í Kaupmanna- höfn árið 1933. Eftir það rak hver sýningin aðra víðs vegar í stór- borgum Evrópu, og voru dómar yf- irleitt mjög jákvæðir, svo að segja má, að hann hafi „komið, séð og sigrað" víðast hvar. Einkum vakti túlkun hans á íslensku landslagi og íslensku mannlífi hrifningu. Og sama var að segja um margar af mannamyndum hans. Eggert kvæntist 24. desember 1933 Edith Valborgu Black frá Kaupmannahöfn. Þau eignuðust einn son, Thor, sem nú er símvirki, búsettur í Reykjavík. Hann er ókvæntur. Eggert kom alkominn heim til íslands með hinni frægu Pet- samo-ferð í upphafi síðari heims- styrjaldarinnar árið 1940. Fljótlega eftir heimkomuna hófst hann handa við að byggja hús með vinnustofu að Hátúni 11. Þar átti hann heimili sitt alla tíð upp frá því þegar hann dvaldist hérlendis. En árið 1950 tók hann þá ákvörðun að flytjast til Ástr- alíu með fjölskyldu sína. Dvaldist hann þar um þriggja ára skeið. Fyrir Eggert sem listamann var Ástralíuförin mikið ævintýri, en sjálfur sagði hann síðar, að best hefði sér þótt að koma aftur heim eftir ferð um hálfan hnöttinn. Haustið 1943 gerðist Eggert t Okkar innllegustu þakkir fyrir auösýnda samúö við fráfall eigin- konu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KLÖRU GÍSLADÓTTUR, Móvahlfö 29. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks öldrunarlækningardeildar Há- túni 10B fyrir frábæra umönnun. Gíali Banjamfnsaon, Sigríóur Benjamínsdóttir, Inda Benjamfnadóttir, Hermína Benjamínsdóttir, Eva Benjamínsdóttir, Benjamín Jónsson, Kristfn Samsonardóttir, Óskar Guómundsson, Axel Sigurösson, Jón Baldursaon, Pétur Pétursson, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakklr fyrir auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR SIGRÍÐAR JÓHANNSDÓTTUR fró Akranesi, Blönduhlfó 20. Lórus Þjóóbjörnsson, Jóhann Lórusson, Svanheiöur Frióþjófsdóttir, Halldóra Lórusdóttir, Vilhjólmur Guöjónsson, Margrét Lórusdóttir, Siguróli Jóhannsson, Siguröur Lórusson, Dúa Ólafsdóttir, Daníel Lórusson, Kolbrún Hilmarsdóttir, Björn Lórusson, Anna Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. teiknikennari við Iðnskólann í Reykjavík. Kenndi hann þar til 1946 og aftur 1954—1977. Einnig fékkst hann mikið við einka- kennslu. f listsköpun sinni var hann harla mikilvirkur og hélt rúmlega 50 einkasýningar á lista- mannsferli sínum, þá síðustu í Hveragerði um hvítasunnuna á þessu ári, þannig að það er ekkert fjarri lagi þótt sagt sé, að hann hafi dáið með pensilinn í hendinni. Á listamannsferli sínum fór Eggert löngum sínar eigin leiðir og skeytti hvorki um lof eða last. Hann var lítt snortinn af öllum þeim „ismum" sem voru mest áberandi í list samtímans. Hann var sem sagt ekki tiskumálari, verk hans engar dægurflugur. Hugsjónin háa, köllunin, hin sanna frjálsa listsköpun var hon- um meira virði en tímanlegur stundarhagnaður. Hann stóð föst- um fótum í hinum þjóðlega arfi okkar fslendinga. Það er saga þjóðarinnar, barátta hennar, sigr- ar og ósigrar, höpp hennar og slys, sorg hennar og gleði í önn og yndi hins mannlega lífs, sem greinilega snart næmustu strengina og knúði fram fegurstu samhljómana í listamannshörpu Eggerts Guð- mundssonar. Og hinar ótæmandi andstæður sem landið okkar býr yfir, í hörku og mýkt, ljósi og skuggum auka enn á fyllingu, feg- urð og dýpt hljómkviðunnar miklu, sem ómað hefir frá þeirri voldugu hörpu, allt þar til hann deyjandi lagði hana frá sér á liðnu vori. Þegar um list Eggerts Guð- mundssonar var rætt, þá má síst af öllu gleyma því, að víða verður vart við sterkan, trúarlegan und- irstraum í myndum hans. Það er eðlileg undirstrikun þeirrar stað- reyndar, að hann var einlægur trúmaður. Og sjálfur komst hann svo að orði, að listin ætti rætur sínar í Guðstrúnni. Eggert Guðmundsson var bæði mikilvirkur og mikill listamaður, um það verður ekki deilt. Hann bar aldurinn vel. Glæsilegur var hann í ytra útliti og karlmannleg- ur í sjón og raun. Höndin var styrk, augun skyggn og hugurinn frjór allt fram á síðustu stund. Hann var drengur góður, ljúfur í viðmóti og hjartahlýr, heill og traustur vinur vina sinna. Fjöl- fróður var hann, víðsýnn og skemmtilegur og allra manna glaðastur í góðra vina hópi. Edith, eiginkona Eggerts, reyndist manni sínum alla tíð ástríkur og traustur lífsförunaut- ur. Hún andaðist 26. ágúst 1968. Eggert kvæntist öðru sinni 21. júní 1969, EIsu Jóhannesdóttur frá Akureyri. Samleiðin þeirra var farsæl, björt og hamingjurík, allt til endadægurs. Börn Elsu frá fyrra hjónabandi hennar, þau Garðar, Anna og María, eignuðust stórt rúm í hans hlýja föðurhjarta. Og heils hugar unni hann barnabörnunum fimm, enda með afbrigðum barngóður maður. Milli þeirra feðganna, Eggerts og Thors, var einlægur og gagnkvæmur kærleikur alla tíð. Fyrir þremur árum átti Eggert við mikinn sjúkleika að stríða, og það svo, að honum var um tíma vart hugað líf. En svo virtist hann ná sér ótrúlega vel. Hinn 11. þessa mánaðar fór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.