Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLl 1983 35 Davíð Árna- son - Minning hann á Landakotsspítala. Þá var hann orðinn mikið veikur. Tveim- ur dögum síðar missti hann málið. Eftir það hrakaði honum mjög ört, þótt ekki virtist hann þjáður. Hann fékk fagurt og friðsælt andlát að morgni hins 19. þessa mánaðar. Það var í raun og veru tákn- rænt, að hann, sem var svo mikið birtunnar barn, skyldi deyja inn í daginn. Og eitt er víst: þó að Egg- ert Guðmundsson sé nú dáinn, þá mun hann lifa, — í verkum sínum — á meðan íslensk augu sjá. Ég bið Guð að blessa eftirlifandi eiginkonu, einkason, fósturbörn og aðra nána ástvini og ættingja og sendi þeim öllum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Eggert Guðmundsson verður jarðsunginn í dag frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Björn Jónsson Þau ein kynni hafði ég af Egg- erti Guðmundssyni, listmálara, og svila mínum, að ég get fullyrt að þar er góður drengur genginn. Kynni okkar hófust árið 1969, þegar Eggert kvæntist mágkonu minni og síðan hafa mér verið vel kunnir heimilishagir í Hátúni 11 og mér er nú hægurinn hjá að skrifa um hann sem mann. Börn Elsu voru öll á heldur erf- iðum aldri, þegar Eggert gekk þeim í föðurstað. Garðar, sem nú er deildarstjóri við stórflutninga- deild Eimskips, var 18 ára, Anna, nú húsmóðir og kennari, 16 ára og María 9 ára. María er nú við fram- haldsnám í sálarfræði í Banda- ríkjunum og vildi Eggert ekkert til spara að þetta yngsta fóstur- barn sitt fengi sem besta mennt- un. Það reynir á mannkosti að gera sér hænd stjúpbörn á þessum aldri, en Eggerti tókst það svo að einstakt má teljast. Öll þessi börn töluðu ævinlega um hann sem fósturföður sinn, aldrei sem stjúpa. Hann reyndist í raun faðir þeirra allra og hafði af þeim mikið ástríki og svo varð einnig um barnabörnin. Þau kölluðu hann afa og hann var þeim afi. Eitt þeirra, sonur Garðars, heitir eftir Eggerti og hélt Eggert mikið til þessa nafna síns. Kjörsyni sínum Thor Benjamín, símvirkja, reynd- ist Eggert góður faðir og hafði Thor mikla ást á föður sínum. Elsa, ekkja Eggerts, hafði nokkru áður en hún giftist Eggerti beðið mikið tjón á heilsu sinni og það er ekki of djúpt tekið í árinni að Eggert hafi reynst henni bjargvættur. Þá kann ég enn að nefna það dæmi um ágæti þessa látna manns, að tengdaforeldrum sínum öldruðum reyndist Eggert vei og er mikið syrgður af þeim. Ástúð- legt var og með Eggerti og systk- inum hans. Það er gott að mæla eftir mann sem svo hefur reynst vandamönn- um sínum, sem nú hefur verið rak- ið og hvergi ofmælt. Þeir syrgja hann sárlega allir. Eggert F. Guðmundsson var sérlega andlitsfríður maður og svipgóður. Hann var meðalmaður á vöxt og vel vaxinn og hið mesta hraustmenni, enda hafði hann iðk- að íþróttir framan af ævi og fjallgöngur. Hann var greindur maður og söguglaður, og hafði frá mörgu að segja, því lífsferill hans var fjölbreyttur og hann hafði kynnst aragrúa manna, innlendra sem erlendra. Eggert var fróður um þjóðhætti fyrri tíma og mannlíf aldamóta- kynslóðarinnar og hafði lagt sig mjög eftir að kynna sér það, eins og fram kemur í verkum hans, sem mörg eru heimildarverk um fyrri tíma. Eggert var svo hagur að hann mátti vel kallast völundur og þessa hagleiks bera vott ýmsir gripir sem hann mótaði í leir og silfur. Ég er ekki þess umkominn að dæma listmálarann Eggert F. Guðmundsson og læt það öðrum eftir, sem meira hafa um það að segja. Eflaust reynist tíminn sem jafnan eini marktæki dómarinn á verk hans sem annarra lista- manna. Það getur varla eljusamari mann en Eggert var. Honum féll aldrei verk úr hendi. Maður kom aldrei svo í Hátún 11, að Eggert væri ekki að starfi í vinnustofu sinni. Hann var trúmaður mikill, Egg- ert, og fáa menn hef ég þekkt sannfærðari um líf eftir jarðlífið en hann. í þankabrotum sem hann lét eftir sig, fjallar hann mikið um trúmál og allt á eina lund: bjarg- fasta trú á Guð og annað líf. I þessum þankabrotum er og að finna þá skoðun hans, að kærleik- urinn eigi að vera meginatriði í lífi hvers manns og þá skoðun tel ég að hann hafi gert að veruleika í sambúð sinni við vandamenn sína. Hús málarans við Hátún er nú dapurt hús og tómlegt, en það held ég að Eggert hefði viljað, að vandamenn hans hertu upp hug sinn í minningu hans og varð- veittu hana, en dveldu sem stytzt við sorgina. Ásgeir Jakobsson. Það var eitt sinn að Eggert Guð- mundsson tók í hús sitt lítinn gutta sem vildi óður og uppvægur læra að teikna. En það kom fljótt á daginn að strákstauli þessi var ómögulegur nemandi í dráttlist. Hann gafst upp: sagði að við þessa iðju fengjust ekki aðrir en vitlaus- ir menn — og samþykkti Eggert þá kenningu. Alla tíð síðan lét hann sér annt um þennan pilt og seinna á lífsleiðinni atvikaðist það svo, að Eggert sagði honum undan og ofan af fjölbreyttri ævi sinni. Eggert Guðmundsson var vinnuhestur hinn mesti: „Það er hægt að gera mikið ef maður nennir að vinna," var viðkvæði hans. Með mikilli þrautseigju braust hann til náms og utanfar- ar, og þegar heim kom reisti hann á sjálfum sér mikið hús og tók svo upp teiknikennslu til að hafa ofan- af fyrir sér og sínum, því ekki er feitan gölt að flá af listinni. Samt var Eggert vinsæll málari og skipti ekki máli hvar á jarð- arkringiunni hann hélt sínar 50 einkasýningar: þær voru ævinlega sölusýningar. Hann tók snemma þann pól í hæðina, að varðveita gamla tíð til sjávar og sveita í myndum sínum. Sautján vetra gekk hann t.d. suður með sjó með málaradótið sitt í poka á bakinu og: „kynnti mér starf sjómannsins alla daga og lagðist þreyttur til svefns á kvöldum". Hann var kunnur af þjóðlífs- myndum sínum og teikningum, en hugstæðar eru mér grafíkmyndir hans frá skólaárunum, svo og nokkrar myndir hans úr ævin- týralegri Ástralíuför: sérílagi Eld- vígsla (1952) sem enn er til á heimili hans; mynd full af lífi og skemmtilegum primitífisma. Á 75 ára afmæli sínu sagði Egg- ert við mig: „Þegar ég lít til baka, finnst mér eins og lífið sé eitt augnablik, ekki meir. Og ég er sæll með það augnablik. Maður hefur vitaskuld glímt við ýmislegt and- streymi í lífinu, eins og flestir, en þessir erfiðleikar hefta ekki för manns á þroskabrautinni, heldur eru þeir manni aðeins dálítil hindrun á afkomubrautinni, eins og ég vil kalla það. Ég er þakklát- ur fyrir það líf sem Guð almáttug- ur hefur gefið mér — hve langt það verður get ég ekki rætt. En ég mun mála svo lengi sem ég get haldið á pensli." Hann stóð við það heit, eins og önnur. Ég vakti yfir þessum frænda mínum andlátsstundina og það var mikill friður í svipnum þegar hann skildi við. Eggert Guð- mundsson dó í sátt. Frænku minni, frændsystkinum mínum og Thor votta ég samúð. Jakob F. Ásgeirsson Eggert Guðmundsson listmál- ari, góðvinur okkar hjóna og barna okkar, lést í sjúkrahúsi hér í Reykjavík 19. þessa mánaðar. Sem betur fer þurfti hann ekki að vera lengi hjálparvana í sjúkra- húsi. Það hafði hann oft að orði í vinahópi að ef hann mætti ráða kysi hann fremur að ljúka sínu starfi hér á jörðu og síðan kanna ókunnar slóðir, án þess að þurfa að bíða lengi. Hann fékk þær óskir uppfylltar. Eftir um það bil 14 daga spítalavist hætti hans góða hjarta að slá og þar fór einn góður vinur okkar og góður eiginmaður konu sinnar, Elsu Jóhannesdóttur. Árið 1969 giftist Eggert henni, en hún er ættuð frá Akureyri. Hún var Eggert allt og hann dáði hana og var hjónaband þeirra farsælt. Eggert var sem besti faðir þriggja barna hennar og ekki síst afar góður afi barnabarnanna, litlu barnanna hennar Önnu, Karóiínu og Valgarðs, og Daða, sonar Maríu. Þau hafa misst mikið. Þau áttu ætíð athvarf inn á teiknistof- unni hjá afa og alltaf átti hann penna eða pensil handa litlu afa- börnunum. Ég mun seint gleyma er ég kom á heimili Eggerts og Elsu tveim dögum áður en hann fór á sjúkrahúsið, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Hann þurfti að reka dálítið erindi handan göt- unnar. Meir af vilja en mætti lagði hann af stað. Þá snaraði sér til hans 6 ára drenghnokki, afadreng- ur, Garðar Thor, sem sagði við hann: „Afi þú getur haldið í öxlina á mér.“ Og saman fóru þeir rólega yfir götuna og til baka. Afi þurfti aldrei að nota staf, geta litlu barnabörnin sagt seinna. Eitt af því sem Eggert stundaði mjög reglulega og hann taldi bestu heilsulindina eru saunaböð og fannst honujn lífið óbærilegt gæti hann ekki farið í saunabað svo sem tvisvar í viku. Son lætur Eggert eftir sig, Thor, sem er símvirki. Hann mat föður sinn að verðleikum. Hugheilar samúðarkveðjur sendi ég Elsu. Við vitum og vonum að þú yfirstígur erfiðleikana og tómieikann, sem jafnan fylgir er kona missir góðan eiginmann, en þú varst líka eiginmanni þínum einstaklega góð eiginkona. Ykkur öllum sendum við samúð- arkveðjur. Vinahjón. Þegar við nú sjáum á bak Egg- erti Guðmundssyni, listmálara, viljum við tveir góðvinir hans, minnast þessa mæta listamanns. Við nutum handleiðslu Eggerts í mörgum efnum enda maðurinn greindur vel og athugull — glögg- ur á kjarna hvers máls. Hann var með afbrigðum úrræðagóður og sýndist geta leyst úr hverjum vanda. Engan mann vissum við næmari á annarra tilfinningar, þar af leið- andi vinamargur og elskaður af fjölskyldu sinni. Eggert var dulur maður að eðlisfari, en við nánari kynni opnaði hann okkur smám saman hugarheim sinn. Sögumaður var Eggert ágætur, minnið óbrigðult bæði á menn og atburði, sama var þá hversu lengi menn ræddu við hann, brunnurinn virtist seint þurrausinn. Árrisull var Eggert og sívinnandi — starf- ið er mér allt, sagði hann, — hug- myndaauðgi hans virtist ótæm- andi og sjónminni einstakt. Myndbygging virtist leika í hönd- um hans, enda var maðurinn af- burða teiknari. Fígúratífur málari var hann, en lét sig þó ekki muna um að fara á spretti í abstraktið þegar sá gállinn var á honum, tíska skipti hann engu máli. Fjöldi mynda hans hefur mikið þjóðfræðilegt gildi en Eggert lét sér mjög annt um gamla atvinnu- hætti og var of fenginn til að setja upp sýningar á árum áður — má vitna í Reykjavíkursýninguna 1949, sjóminjadeildina sá hann um og vakti hún óskipta athygli. Trúmaður var Eggert og bera verk hans í kirkjum víðsvegar um landið þess órækt vitni. Margan sunnudagsmorguninn sóttum við félagarnir sæmdarhjónin Elsu Jó- hannesdóttur og Eggert heim, í Hátún 11, en þar mætti okkur ætíð hin sanna gestrisni og alúð. Þessara morgunstunda munum við lengi minnast. Við sendum Elsu okkar dýpstu samúðarkveðjur, svo og Thor, syni Eggerts, fósturbörnum hans, Garðari, Önnu og Maríu, systkin- um Eggerts, Þorgeiri og Fanneyju og aðstandendum öllum. Guð almáttugur blessi þau öll. Við söknum vinar í stað og syrgj- um mikinn listamann. Jónas Sigurðsson, Þorlákur R. Haldorsen. „Falls er von af fornu tré“ segir máltæki, og svo mun sagt um margan þann er nær háum aldri. Þeir sem þekktu Davíð Árnason, fyrrum stöðvarstjóra, og hlýddu á greinargóðar frásagnir hans um störf og hugðarefni töldu samt að enn gæfist tóm til þess að heyra hann segja gerr frá frumbýlings- árum útvarpsins og varpa lifandi sagnamyndum á ljóra samtíðar. Davíð var létt um mál og frásögn hans lipur og skýr. Á honum sáust ei ellimörk og vel mundi hann at- burði, þó langt væri liðið. Öldin sem leið var einnig í minni hans. Er fáum gefið að halda svo and- legu atgervi og efnisþræði. Davíð var elsti starfsmaður Ríkisútvarpsins. Hann réðst í þjónustu þess sem rafvirki þegar á fyrsta starfsári þess, 1930. Hafði áður starfað hjá kunnum braut- ryðjanda, Eiríki Hjartarsyni, raf- fræðingi. Starfsþekking Davíðs og reynsla í rafvirkjastörfum kom útvarpinu að góðum notum og vann hann við lögn á útvarpslín- um til helstu samkomuhúsa í bæn- um, m.a. í Iðnó og Kaupþingssal- inn, þaðan sem stundum var út- varpað bæjarstjórnarfundum. Ennfremur í Dómkirkjuna og Frí- kirkjuna, svo fátt eitt sé nefnt af stofnunum þeim er útvarpið hasl- aði sér til aðfanga í efnisleit. Þá vann Davíð að tilraunasendingum útvarpsins um veturnætur 1930, en taldist raunar ráðinn í þjón- ustu þess hinn 1. júlí það ár. Gegndi hann starfi magnaravarð- ar, en svo voru tæknimenn þeir nefndir er gættu tækja og sáu um sendingu útvarpsefnis. Á fyrstu árum útvarpsins, með- an Davíð gegndi enn starfi magn- aravarðar í höfuðstöðvum Ríkis- útvarpsins, kom það oft í hlut hans að vera í fremstu línu fá- mennrar sveitar þá er stórat- burðir gerðust og örlög voru ráðin. Fyrir kom að hark fylgdi og hávaði, og á stundum orrustugnýr á starfsvettvangi. Þau skyldustörf rækti Davíð sem önnur, en að harki loknu hvarf hann gjarnan á hvíldarstund að hljómlist og söng. Hjá Ríkisútvarpinu vann Davíð réttan aldarþriðjung. Með frum- herjastarfi sínu að línulögnum og magnaravörslu, og síðar við for- stöðu endurvarpsstöðva átti Davíð þátt í að auðga líf landsmanna og tengja saman byggðir með langri varðstöðu í byggðum fjarri höfuð- stöðvum. Davíð fylgdist flestum starfsmönnun betur með þróun er varð í ýmsum þeim málum, er að hlustendum sneru, og skilyrðum þeirra til þess að veita útvarpsefni viðtöku. Hann tók að sér forstöðu endurvarpsstöðvar útvarpsins á Eiðum, strax í upphafi, vorið 1938, og vann að því að búa stöðina tækjum. Veitti henni forstöðu allt til þess er hann réðst að Skjald- arvík, þá er sú stöð var í smíðum, árið 1952. Þar starfaði Davíð síðan til ársins 1963 er hann lét af störf- um, fyrir aldurs sakir. Útvarps- stjóri hafði beðið hann að auka við ári í starfi, og fengið til þess heim- ild stjórnvalda. Á góðum stundum minninga og merkisafmæla var oft leitað til Davíðs og sótt í minjasafn hans frásögn margskonar um fyrri tíð. Þá var létt yfir öldungsbrá er hann greindi frá þögn á þingi eða bardaga á Brávelli. Skilríkur og skýr í máli og myndrænn í frá- sögn. Þótt Davíð ynni störf sín flest í kyrrþey, á fámennum vinnustað árin flest, í fjarlægum sendistöðv- um Ríkisútvarpsins, kunni hann einnig vel að koma frma á manna- þingum og í fjölmenni. Geymdi hann um það góðar minningar, og einnig þeir, er mundu hann á þeim vettvangi. Söngvís var Davíð og sómdi sér vel í fríðum flokki þá er ættjarðarljóð ómuðu á Alþingis- hátíðinni 1930. Það var þá, er aldamótakynslóðin skundaði á Þingvöll, reisti þar tjaldbúðir og treysti heit sín um gróandi þjóðlíf og frjálsan fjallasal. Frá þátttöku sinni í Þingvallakórnum geymdi Davíð minnispening Alþingishá- tíðarnefndar um þann atburð í fórum sínum og ættjarðarljóðin í hjarta sér. Enginn dagur mun hafa liðið svo að kvöldi, um ára- tuga skeið, að Davíð settist eigi við hljóðfæri sitt og léki ómþýð lög og syngi söngva er honum voru kær- ir. Á unglingsárum sínum hafði Davíð stundað búfræðinám og lok- ið prófi í þeim greinum frá Hvanneyri árið 1913, þá 21 árs gamall. Seinna vann hann að mæl- ingum og kortlagningu á túnum í Þingeyjarsýslu. I félagsskap bind- indismanna var hann virkur félagi á árum sínum í Reykjavík. Davíð var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þórhalla Bene- diktsdóttir. Hún lést árið 1921. Seinni kona Davíðs, Þóra Steina- dóttir lifir mann sinn. Þau höfðu búið í farsælu hjónabandi í 55 ár. Samstarfsmenn Daviðs að fornu minnast hans sem góðs starfsfé- laga. Þeir sem kynntust honum síðar á ævinni muna hann vegna prúðrar framkomu og minnis- stæðra frásagna um fýrri tíð. Pétur Pétursson Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- ojí minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit but'f«i að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.