Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 ást er... ... að eyða deginum í að snyrta sig áður en farið er á stefnumót. TM Rm U.S Pat Off.-all rtgfits resorved • 1961 Los Angeles Tlmes Syndicate Þú Kttir að sjá hve allir sýna mér mikla tillitssemi í um- ferðinni? Hafðu ekki áhyggjur frú mín. — Ég hef ofnæmi fyrir þröng- um húsakosti! HÖGNI HREKKVÍSI VER.ÐOR. AÐHÆTTA AV SPillA ffONUM MBO ETFTiR.t-/E.TI •" Hjartaþræðingartækið: Gífurlega mikilvægt að tæki þetta sé eins öruggt og fullkomið og völ er á Trausti Sigurlaugsson og Ingólfur Viktorsson skrifa: „Velvakandi góður. Undanfarið hafa orðið þó nokkrar opinberar umræður útaf margnefndu hjartaþræðingartæki Landspítalans og erfiðleikum í sambandi við það, m.a. hve gamalt og úrelt það er, svo og þær tíðu bilanir sem orðið hafa og valdið sjúklingum, læknum og hjúkrun- arliði ótrúlegum óþægindum, sem enginn getur gert sér nógu ljóst, nema þeir sem reyna. Margfaldar þakkir skulu þeim mörgu áhugasömu og gjóðviljuðu færðar, sem fjallað hafa um þessi mál opinberlega, frá þeim sem hlotið hafa heilsu sína að nýju eft- ir læknismeðferð, sem hefst fyrst og fremst með rannsókn með hjartaþræðingartækinu á Land- spítalanum. Er því gífurlega þýð- ingarmikið að tæki þetta sé i alla staði eins öruggt og fullkomið og völ er á. Við viljum gjarna leið- rétta þann útbreidda misskilning vegna væntanlegra sjúklinga og aðstandenda þeirra, að hér er um rannsóknartæki en ekki lækn- ingameðferðartæki að ræða, í þess orðs fyllstu merkingu, og vildum við því gjarna kalla það „Hjarta- og æða-myndtæki“. Vegna þess hve þörfin er knýj- andi og áhugi fólks vaknaður fyrir mikilvægi þess að tæki þetta sé nýtt, og í allra fullkomnasta lagi höfum við í undirbúningsnefnd að Samtökum hjartasjúklinga, sem halda stofnfund sinn seinni hluta septembermánaðar nk. ákveðið að leggja þessu máli lið með því að veita mótttöku framlögum, sem gefin verða til kaupa á nýju tæki, á gíróreikningi nr. 237000 í póst- gíróstofunni í Reykjavík. Einnig munum við reyna aðrar fjáröflun- arleiðir fljótlega eftir stofnfund og mun söfnunarféð einvörðungu verða notað í þessu skyni. Það skal tekið fram að á fjöl- mennum undirbúningsfundi Sam- taka hjartasjúklinga, sem haldinn var þann 26. maí sl., var ítarlega fjallað um nauðsynleg hjarta- lækningatæki og þá sérstaklega „Hjarta- og æða-myndtæki“ Land- spítalans og bót á því ófremdar- ástandi sem ríkir í þeim málum.“ Þessir hringdu . . . Þakkir til rík- isútvarpsins Jón Karlsson, Sauðárkróki, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar aðeins til að spjalla við þig um eilífðarmálefni, sem mér er hugstætt, en það er tónlistarflutningur Ríkisútvarps- ins. Og þá er mér efst í huga að þakka útvarpinu fyrir flutning á klassískri tónlist á undanförnum árum og jafnvel áratugum. Ég held að það sé því að þakka, að það er til stór hópur manna hér á landi, sem kann að hlusta á klass- íska tónlist og nýtur þess. Ég vil einnig láta þá skoðun mína koma fram, að þessar skoðanakannanir, sem hampað hefur verið, þar sem klassísk tónlist hefur lent neðar- lega á óskalistanum, gefa engan veginn rétta mynd af raunveru- legum áhuga fólks á þessari teg- und tónlistar, né heldur að þar komi fram, hversu margir þeir eru, sem kunna að notfæra sér slíka tónlist. Ég fordæmi ekki nokkra tónlist af nokkru tagi, en mér finnst vera hlaupinn ákaflega mikill ofvöxtur í umfjöllun fjöl- miðla, einkum blaða, um popp- diskó- og rokktónlist. Þá finnst mér val Ríkisútvarpsins á þessari svokölluði léttu tónlist, sem er eðlilega mikið af í dagsránni, vera einhæft í sjálfu sér, þ.e.a.s. að það er gengið fram hjá mikilvægum og nærtækum þáttum í þeim efnum. Að yfirgnæfandi meirihluta er þar um að ræða engilsaxneska og am- eríska létttónlist, samkvæmt vin- sældalistum þessara menningar- svæða, en t.d. gengið fram hjá Norðurlöndunum og Evrópulönd- um eins og Þýskalandi, en þar grunar mig, að þessir vinsælda- listar líti ákaflega mikið öðruvísi út. Ég bendi sérstaklega á Mið- Evrópu-músíkina, t.d. hina þýsku, léttu og glöðu músík, sem er ákaf- lega aðgengilegt fyrir alla aldurs- flokka að hlusta á. Svo að ég snúi mér aftur að klassísku tónlistinni, þá langar mig að færa útvarpinu sérstakar þakkir fyrir þátt sem nýlega hefur verið tekinn upp í dagskrána og heitir Tónbilið, á ní- unda tímanum á morgnana. Hann er mér að minnsta kosti kærkom- inn. Ekki vil ég heldur láta hjá líða að þakka Stefáni Jónssyni á Grænumýri fyrir þættina, sem hann var með annan hvern laug- ardag og kallað Hljómspegil. Hann gerði þessu alveg frábær skil, bæði að því er varðaði val á tónlistinni og eins hvað hann fór nærfærnum og góðum höndum um efnið í tali sínu um tónlistina. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þar voru fulltrúar tveggja samtaka. Rétt væri: ...fulltrúar tvennra samtaka. Betur færi þó: ... fulltrúar frá tvennum samtökum. (Ath.: Eintala af orðinu samtök (eitt samtak, sam- takið) er ekki til.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.