Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS Árbók Hins íslenska fornleifafélags á skilið athygli sem flestra Skúli Magnússon, Keflavík, skrifar: „Velvakandi. Nýlega er komin út árbók Hins íslenska fornleifafélags fyrir árið 1982. Er hún mikið rit, 216 bls. að stærð, prentuð á vandaðan pappír og inniheldur fjölda forvitnilegra greina og þátta, ásamt myndum og uppdráttum. Að þessu sinni er árbókin helguð minningu Krist- jáns Eldjárn, en hann var ritstjóri árbókarinnar 1949—1982. Ritar Þór Magnússon minningargrein um Kristján. Tvær greinar eru þar eftir hinn látna ritstjóra. Önnur um Þórslíkneski frá Eyrarlandi í Eyjafirði, merkilegan hlut. Hin er um textaspjald úr Skálholts- kirkju. Guðrún Sveinbjarnardótt- ir skrifar mjög ítarlega ritgerð um rannsóknir byggðar í Þórsmörk, Þórður safnvörður í Skógum skrif- ar um muni frá Stóru-Borg, og um Hólmfríðarkapellu í kaþólskum sið á Eyvindarmúla. Inga Lára Baldvinsdóttir á grein um upphaf ljósmyndunar á Islandi, en Árni Hallgrímur Óskarsson, Akureyri, skrifar: „Velvakandi. Ég get tæplega orða bundist vegna allra þeirra skrifa sem orðið hafa vegna skemmtikrafta á listahátíð. Ungl- ingar vilja fá Kiss, Duran Duran, Culture Clup o.s.frv. Vissulega eru þetta vinsælar hljómsveitir, en ég er á því að eng- in framantalinna hljómsveita myndi veita unglingum eins gott „sjó“ og breska hljómsveitin Queen. Það get ég fullyrt, vegna þess að ég hef bæði farið á hljóm- leika með Kiss og Queen, og á báð- ar hljómsveitirnar hef ég hlustað. Þess vegna er ég algjörlega sam- mála manni einum, er sagði, að listhæfileikar Kiss væru bara málning og hávaði, en hljómsveit- armenn í Queen hafa til að bera listhæfileika á heimsmælikvarða. Er nokkuð að undra, þó að ég hafi orðið glaður, er ég las í einu dagblaðanna, að ungur Akureyr- ingur væri búinn að fá tilkynn- ingu frá umboðsskrifstofu Queen, um að hljómsveitin hefði áhuga á að spila hér á listahátíð. Ég mun aldrei trúa því, að ís- Björnsson skrifar um Pálsmessu og Kyndilmessu. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifar um heilaga Barböru og uppruna hennar, og Árni Hjartarson og Hallgerður Gísladóttir fjalla um hella á Suð- urlandi, efni sem mörgum hefur orðið hugstætt. Þór Magnússon birtir árlega skýrslu um störf Þjóðminjasafns og byggðasafn- anna. Auk þess yfirlit yfir húsfrið- un og ýmis störf safnanna. Sér- stakt efnisyfirlit yfir árbækurnar 1955—1979 fylgir árbókinni að þessu sinni. Er það eftir Vilhjálm Einarsson. Æskilegt væri að hverjum árgangi fylgdi stutt höf- undatal, eins og gert er í Sögu, tímariti Sögufélagsins. En fram að þessu hefur það ekki tíðkast í árbók fornleifafélagsins. Árbók fornleifafélagsins hefur komið út frá árinu 1880. Nú hafa fyrstu árgangar hennar verið ljósprentaðir, og eru fáanlegir hjá bókaútgáfunni Þjóðsögu. Enn er hægt að fá frumútgáfu árbókar- innar frá 1955 í Þjóðminjasafni. lensk æska láti þetta tækifæri fram hjá sér fara. Það væri jafn- ólíklegt og ef unglingar á árunum í kringum 1960 hefðu verið á móti Bítlatónleikum hér á landi. Það er á meðal æðstu óska minna, að þessir tónleikar verði að veru- leika." Þó að árbókin virðist við fyrstu kynni vera mjög sérfræðilegt rit og jafnvel lítt árennileg leik- mönnum til lestrar, er hún síður en svo leiðinleg þegar lesendur hafa kynnt sér efni hennar. Þar eru birtar niðurstöður flestra fornleifarannsókna á íslandi, en auk þess spannar svið hennar yfir menningar- og listasögu Islend- inga á öllum tímum, allt frá land- náminu fyrir landnám til okkar daga. Ymsir leikmenn eiga þar ágætar greinar ekki síður en skólamenn. Yrði árbókin mun snauðari að efni ef allra þeirra áhugamanna nyti ekki við víða um land, sem lagt hafa árbókinni lið á liðnum áratugum. Þó að árbók sé að vísu málgagn safnmanna, hlýt- ur hún að standa og falla með hin- um almenna lesanda. Núverandi ritstjóri árbókar er Inga Lára Baldvinsdóttir. Árgjald fyrir árbókina er nú 150 krónur og er það auk styrks úr ríkissjóði, eina tekjulind við út- gáfuna. Auglýsingar hafa aldrei borið þann kostnað uppi. Ættu sem flestir áhugamenn um ís- lenska menningarsögu að gerast áskrifendur árbókar og styðja þannig við bakið á því fámenna liði íslenskra safnmanna, sem vinna störf sín við lítil efni og oft erfiðar aðstæður. Flest af því fólki hefur unnið merkilegt starf í þágu íslenskrar menningar og er árbók- in afrakstur þess starfs. Hún á því skilið athygli sem flestra, enda er hún einn af hornsteinum íslensks þjóðernis." Ættu að taka Gunnar sér til fyrirmyndar Guðný Sigurðardóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Mikið þótti mér gott að lesa í Morgunblaðinu um daginn grein eftir hann Gunnar Thoroddsen. Hún var svo hógvær og rökföst og ádeilulaus. Það er aðdáanlegt, hvað sá maður heldur alltaf still- ingu sinni og prúðmennsku og ættu íslenskir stjórnmálamenn að taka hann sér til fyrirmyndar. Svona á að skrifa um stjórnmál." Leitið ávallt upplýsinga hjá gagnkunnugum um straumvötn og munið að þau skipta oft um farveg og verða að skaðræð- isfljótum á skömmum tíma. Treystið aldrei á að hjólför, sem liggja út í straumvötn, séu sönnun þess, að þar sé greiðfært. Kannið vöðin af fyrirhyggju og kynnið ykkur botninn. Bindið línu um þann er kannar leiðina og látið hann klæðast bjarg- vesti eða öðru fleytigagni. Slysavarnafélag íslands hvetur ykkur til sérstakrar varúðar í vatnaferðum. Queen Hljómleikar með Queen: Meðal æðstu óska minna Framhjóladrlf - Supershift (sparnaöargír) - útispeglar beggja megln - Ouarts klukka - Lltað gier í rúöum - Rúllubelti - Upphltuð afturrúöa • Stórt farangursrýml - o.m.fl. ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM BRDSTU! MYNDASÖGURNAR Vikuskammtur af skellihlátri AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR Mf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.