Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 44
BÍLLINN BlLASALA SlMI 79944 SMIÐJLPÆGI4 KÖBAVCX'' Veist þú um einhverja H’_________góða frétt? ringdu þá í 10100 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 Alagningarskrá skatta lögð fram í dag: Hækkunin 30-60% eftir umdæmum ÁLAGNINGARSKRÁR skatta 1983 verða lagöar fram í ölltira skattumdæm- um landsins í dag. Samkvæmt upplýsingum Mbl. er hækkunin frá í fyrra mest í Vesturlandsumdæmi og Reykjanesumdæmi, eða yfir 60%. f Reykjavík varð hún um 55%, í Suðurlandsumdæmi 47%, í Austfjarðaumdæmi og í Norðurlandsumdæmi vestra varð hækkunin yfir 40% og um 30% í Vest- mannaeyjum og Norðurlandsumdæmi eystra. Heildarálagning skatta á öllu landinu, að Vestfjörðum undanskildum, en þaðan fengust ekki upplýsingar í gær, hækkaði um ním 50% að krónutölu frá árinu 1982. Hæstur einstaklinga í Reykja- vík varð Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, sem greiðir 4,490.835 milljónir í opinber gjöld, en hæsta fyrirtækið í Reykjavík er Sam- band íslenskra samvinnufélaga með 30,696.609 milljónir króna. Hæstur einstaklinga í Reykja- nesumdæmi varð Ragnar M. Traustason með samtals 1,395.983 millj. í gjöld og hæst fyrirtækja á Reykjanesi fslenskir aðalverktak- ar með 62,614.742 milljónir. Hæstur einstaklinga í Vest- mannaeyjum varð Kristmann Karlsson, heildsali, með 566,340 þúsund og Vinnslustöðin hf. hæst fyrirtækja með 2,051.911 milljón- ir. í Suðurlandsumdæmi er Mjólk- urbú Flóamanna Selfossi hæst fé- laga með 4,972.732 milljónir króna, en hæstur einstaklinga er Bragi Einarsson, kaupmaður, Hveragerði, með 712,621 þúsund. f Norðurlandsumdæmi eystra varð hæst Kaupfélag Eyfirðinga með 18,788.755 milljónir, en hæst- ur einstaklinga þar varð Magnús Stefánsson, læknir, með 769.048 þúsund krónur. í Norðurlandsumdæmi vestra varð Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki hæst félaga með 4,347.107 milljónir, en hæstur ein- staklinga varð Jón Dýrfjörð, vél- virkjameistari, Siglufirði, með álögð gjöld 331,330 þúsund. Hæstur einstaklinga í Aust- fjarðaumdæmi varð Jón Sigur- bergsson, verktaki, Höfn í Horna- firði, með 774,621 þúsund og Síld- arvinnslan hf., Neskaupstað, varð hæst félaga með 4,275.900 milljón- ir króna. Ekki tókst að afla upplýsinga um hæstu menn og fyrirtæki í Vesturlandsumdæmi. Eins og fyrr sagði fengust ekki upplýsingar úr Vestfjarðaum- dæmi. Sjá álagningarfréttir á mið- opnu og samtöl við „skatta- kóngana" í Reykjavík á bls. 2. Bflvelta í Kömbum FÓLKSBIFREIÐ valt efst í Kömbunum í gærkvöldi og var ökumaöur fiuttur á slysadeild en hann er grunaður um ölvun. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá lögreglunni á Selfossi átti slysið sér stað laust fyrir klukkan 20.30 efst í Kömbun- um, en btllinn var á austurleið og er úr Árnessýslu. Er bíllinn ónýtur að því er talið er. Einar Vilhjálmsson horfir á eftir spjóti sínu í keppni Bandaríkjanna og Norðurlandanna í Stokkhólmi í gærkvöldi. Einar kastaði 90,66 m og sigraði nokkra beztu spjótkastara heims. simamynd/ Pressens bild. Óvenju mikiö veitt af bleikju í sjó ÓVENJU mikið hefur verið um bleikju í sjó víða fyrir Norðurlandi og hafa margir sem rennt hafa við landsteinana fengið ágæta veiði, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Af þeim stöðum þar sem bleikju hefur orðið vart má nefna Blönduós og Skagaströnd og virðist bleikjan fylgja for- dæmi laxins á þessu suinri með að ganga seint í árnar. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hefur hótelið á Blönduósi keypt um 400 kíló af sjóveiddri bleikju í sumar til sölu á hótel- inu. Sjá „Eru þeir að fá’ann" á bls. 5. „Þetta var sannkall- aður draumadaguru _ CAífiv Pitiov ViUiiocntti i rfoav otin n ^ ■■ * — segir Einar Vilhjálmsson sem í gær vann glæsilegan sigur í íþróttakeppni Bandaríkjanna og Norðurlanda „ÞETTA VAR sannkallaður draumadagur, og ég er geysilega ánægður með frammistöðuna," sagði Einar Vilhjálmsson spjótkast- ari í samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi. Einar sigraði í keppni úr- valsliðs Norðurlanda og Bandaríkj- anna í Stokkhólmi og lagði hann þar sjálfan heimsmeistarann í greininni að velli. Einar kastaði spjótinu í gær í fyrsta sinn yfir 90 metra, eða 90,66 m, og er hann nú í hópi tíu bestu spjótkastara heimsins á þessu ári. Einar sagði sálrænu hliðina skipta miklu máli í keppni sem þessari og að sér hefði tekist að slaka vel á og einbeita sér að því sem hann hefði þurft að einbeita sér að. Eftir tvær vikur verður Einar í eldlínunni á nýjan leik á heims- meistaramótinu í frjálsíþróttum í Helsinki, og sagðist hann vonast til að hann kæmist í úrslit þar og yrði landi og þjóð til sóma. Auk Einars kepptu þrír frjáls- íþróttamenn í Stokkhólmi í gær, en árangur þeirra var ekki eins góður og búist var við. Oddur varð síðastur í sínum riðii, 400 metra hlaupi, og óskar Jakobsson varð fimmti í kúluvarpi og kastaði hann mun styttra en hann hefur gert að undanförnu. Þess má að lokum geta að Lilja Guðmunds- dóttir IR keppti sem gestur á þessu móti og keppti hún í 1500 metra hlaupi í gær, tími hennar var 4:22,60 og náði hún því að sigra annan keppanda Norður- landa. Hinir keppendurnir eru Þórdís Gísladóttir og Vésteinn Hafsteinsson og keppa þau í dag. Nánar segir frá mótinu á íþróttasíðu. Ríkisstjórn á morgun: Bráðabirgðalög um niðurfellingu ferða- mannagjalaeyris? Ljósm: Steinar Garðarsson. Timburtún á Hornafirði H«fn, 22. júií. Kofaþorpið ber nafnið Timburtún MYNDARLEGT kofaþorp hefur og aðalgatan heitir Timburtröð. risið hér á Höfn. Eru það krakkar Alls eru um 28 kofar í þorpinu og á aldrinum 5—13 ára sem hafa er algengt að 1—6 krakkar eigi staðið að þessum byggingarfram- hvern kofa. Þorpið setur óneitan- kvæmdum ásamt umsjónarmanni. lega svip á bæinn og eru kofarnir vel smíðaðir og málaðir og meira að segja hafa nokkrir kofaeigend- ur, gróðursett blóm við kofana sína. Steinar. VIÐRÆÐUR hafa verið í gangi á milli viðskiptaráðuneytis og fjár- málaráðuneytis um niðurfellingu sérstaks 10% gjalds á gjaldeyri til ferðamanna. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sagði í viðtali við Mbl. í gær, aö hann myndi væntan- lega, að fenginni tillögu bankamála- og viðskiptaráðherra, Matthíasar Á. Mathiesen, leggja fram tillögu um niðurfellinguna á ríkisstjórnarfundi, sem boðaður hefur verið á morgun, fimmtudag. Til niðurfellingarinnar þarf lagabreytingu og mun fjármála- ráðherra þá væntanlega gefa út bráðabirgðalög, ef tillaga hans verður samþykkt í ríkisstjórninni. Albert sagði í viðtalinu við Mbl., að hann hefði alltaf haft fullan hug á að leggja gjaldið niður þar sem hann teldi það óréttlátt. Þá hefðu alþjóðastofnanir gert at- hugasemdir vegna þess, þó við hefðum undanþágur til gjaldtök- unnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.