Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 Ákafar deilur um laun- þegasjóði í Svíþjóð Veðurspá launþegasjóðanna: Til vinstri er veðurkort sósíaldemókrata, en til hægri veðurkort borgaraflokkanna. — eftir Pétur B. Pétursson Nauðsynlegir til nýrrar iðnvæðingar ... Bein leið til ánauðar ... Grundvöllur lýðræðis í landinu ... Dulin leið til þjóðnýt- ingar ... Taka gildi um áramót ... Tilgangslaust, því við af- nemum þá, þegar við kom- umst að ... Um hvað er verið að tala? Hvað er það, sem sundrar landsmönnum svo verulega? Ofannefndar stað- hæfingar eiga allar við um hina svokölluðu launþegasjóði, sem nú- verandi stjórn Svíþjóðar hefur lof- að (hótað) að koma á í Svíþjóð um næstu áramót. En hvað eru laun- þegasjóðir? Er þetta einhver ný bóla? Hver eru rökin með og móti? Hverjir eru með þeim, og móti? f þessari grein langar mig til þess að reyna að kynna þær hugmynd- ir, sem liggja að baki þessum sjóð- um, svo áhugasamir lesendur megi betur skilja umræðuna, sem nú fer fram. Engin tilraun verður gerð til að fjalla tæmandi um málið, aðeins skyggnst undir yfirborðið og reynt að kynnast viðhorfum nokkurra aðila á málinu. Hugmyndin að baki slíkum launþegasjóði kom fram þegar ár- ið 1975. Síðan hefur máiið verið í sífelldri endurskoðun, og tillögur um slíkan sjóð verið lagðar fram eigi sjaldnar en fimm sinnum. Síð- asta tillagan var lögð fram árið 1981 og byggðu sósíaldemókratar Olaf Palme á þeirri tillögu í kosn- ingabaráttunni síðastliðið haust. Trúlega hafa launþegasjóðirnir verið hatrammasta kosningamálið í þeim kosningum. Samtök atvinnurekenda eyddu stórum upphæðum til að vara fólk við þessum vargi og borgaraflokk- arnir notuðu tillögurnar um sjóð- ina sem nokkurs konar grýlu. Þeg- ar á kosningabaráttuna leið, drógu forsvarsmenn krata nokkuð í land með nokkur þau atriði, sem hvað umdeildust voru. Undir lokin sagði jafnvel K.O. Feldt, fjármála- ráðherraefni kratanna, að ef ekki næðist fram breið samstaða um sjóðina, gæti farið svo, að hætta yrði við þá. En það var nú í hita kosningabaráttunnar. Nú er annað uppi á teningnum. Nú hefur stjórn Palme ákveðið, að launþegasjóðir skuli settir á, þrátt fyrir mikla andstöðu við þá og þrátt fyrir nær enga samstöðu við aðra stjórnmálaflokka. Þegar Palme var spurður, hvort ekki væri rétt að láta fara fram þjóðar- atkvæðagreiðslu um sjóðina, svar- aði hann eitthvað á þessa leið: — Þjóðin hefur þegar kosið um málið, þ.e. í síðustu kosningum. Núverandi stjórnarandstaða setti þá launþegasjóðina á oddinn og þið þekkið úrslitin. Auk þess á þjóðin eftir að kjósa aftur og aftur um sjóðina ... Á síðastliðnu vori lagði svo vinnuhópur fram nýjar og breytt- ar tillögur um launþegasjóði. Þeim fylgdu og tillögur um laga- bálk, sem fylgja skyldi væntan- legu frumvarpi. Ljóst er því, að nú skal sverfa til stáls ... En hvers vegna ætla kratar nú að leggja út í hatrammar deilur við stjórnarandstöðuna? Ein kenningin er sú, að þá skorti deilumál í væntanlegu fjárlaga- frumvarpi (það verði of kapital- ískt), og því leiti þeir að einhverju öðru stefnudeilumáli. Starfsemi sjóðanna Hér á eftir fer stutt yfirlit yfir hugsanlegt skipulag væntanlegra sjóða: 1. Fjármögnun Sjóðirnir eiga að fá ca. 3/4 hluta af fjármagni sínu frá svokallaðri ágóðadreifingu (ágóðaskatti). Fyrirtæki, sem hafa meira en skr. 500.000.- í ágóða (eða ágóða, sem nemur meir en 6% af launaveltu), skulu greiða 20% af ágóðanum í ágóðadreifingu. Auk þess fá sjóðirnir ca. 1/4 af fjármagni sínu af nýjum launa- skatti, og mun hann nema 0,2%. Þetta kann að þykja lág prósenta, en hafa ber í huga, að fyrirtæki bera nú þegar allt að 50% í launa- tengd gjöld. Áætlað er að þetta gefi u.þ.b. 2—2,5 milljarða S.Kr. á ári. Sjóðunum er síðan ætlað að ávaxta þetta fé með kaupum á hlutabréfum. í fyrri tillögum var gert ráð fyrir, að lög um launþegasjóði næðu til allra hlutafélaga í land- inu, en nú hefur þessu verið breytt. Af u.þ.b. 100.00 fyrirtækj- um í landinu munu lögin um laun- þegasjóðina aðeins ná til um 2.600 fyrirtækja. Stuðningsmenn sjóðanna hafa bent á hve lítill hluti fyrirtækja verði fyrir þessum „skatti“, og því geti minni fyrirtækin verið alveg róleg. Einn andstæðinga sjóðanna sagði þá eitthvað á þessa leið: — Þetta sýnir ljóslega, hversu Al- þýðusambandið (LO) er fjarri raunveruleikanum... Sannleikurinn er auðvitað sá, að öll fyrirtæki verða fyrir áhrif- um .. Sjóðirnir verða smám sam- an áhrifaríkir eigendur flestra stórra fyrirtækja i landinu. Lítil fyrirtæki og meðalstór, sem eiga í viðskiptum við/eða í samkeppni við þessi stóru fyrirtæki og dótt- urfyrirtæki þeirra, fara auðvitað ekki varhluta af að meirihluti ákvarðana í viðskiptalífinu er tek- inn af samverkandi launþegasjóð- um,— Einnig benda andstæðingar sjóðanna á, að með einu penna: striki megi breyta ágóðamörkum og launaskattsprósentu. 2. Fjöldi sjóöa: Sjóðirnir verða fimm talsins. Þannig á að fást hagkvæmust stærð sjóðanna, ca. skr. 400.000,- á hvern sjóð. Þeir verða staðsettir dreift um landið og þannig náist hagkvæmni byggðastefnunnar. Hér er um þá breytingu að ræða frá fyrri tillögum, að nú verða sjóðirnir aðeins fimm, miðað við 24 áður. Fækkunin er jákvæð, þó ekki sé nema vegna lægri stjórn- unarkostnaðar. 3. Ágóöi: Sjóðunum er ætlað að ná 3% raunvöxtun á fjármagni sínu. Þetta er ein jákvæðasta breyt- ingin, sem gerð hefur verið um launþegasjóði. Nú er ávöxtunar- þátturinn settur í forgang og því augljóst, að sjóðirnir verða að treysta á kröftug fyrirtæki. Niður- greiðsluþátturinn sem drepið verður á síðar, er þó enn fyrir hendi. 4. Launþegasjóðir — lífeyrissjóðir: Tillagan um launþegasjóðina heitir nú: Launþegasjóðir í ATP- kerfinu (lífeyrissjóðakerfinu) og meðfylgjandi lagabálkur „Lög um breytingar á skipulagi lífeyris- sjóðakerfisins." Árið 1973 var stofnsettur svo- kallaður 4. lífeyrissjóðurinn, og álitu margir þá, að það væri upp- hafið að socialioseringu sænska atvinnulífsins. Markmið sjóðsins var að nota hluta af fjármagni líf- eyrissjóðanna til kaupa á hluta- brefum í fyrirtækjum og þannig bæði efla ríkjandi lífeyrissjóða- kerfi sem og tengslin við atvinnu- lífið. Þar sem reynslan að þessum 4. lífeyrissjóð hefur verið sæmileg (ekki slæm), þá virðist, með nafn- giftinni, sem verið sé að telja fólki trú um að reynslan af þessum sjóðum verði einnig góð (ekki slæm). Munurinn á þessum tveim kerf- um er þó talsverður. 4. lífeyrissjóðurinn þarf að biðja um fjármagnið hjá þinginu og gera nákvæma grein fyrir þörfum sínum. Launþegasjóðirnir fá sitt fé sjálfkrafa. 4. lífeyrissjóðurinn hefur yfir að ráða ca 200—300 milljónum króna (sænskra) á ári. Launþegasjóðirn- ir munu ráðstafa yfir 2 milljörð- um króna (sænskra) á ári, svo ljóst er að munurinn er gífurlegur. 5. Hagur launþega: í tillögunum um launþegasjóð- ina má lesa, að hagur launþega muni batna mjög við tilkomu þessara sjóða, næstum því eins og að rör liggi frá sjóðunum beint i vasa launþeganna. Andstæðingar sjóðanna benda hins vegar á, að einstakir launþegar fái auðvitað ekkert frá sjóðunum beint. Aðeins að því tilskyldu, að sjóðirnir komi tii með að bæta efnahagsástandið muni kjör launþeganna batna. Verði hitt hins vegar upp á ten- ingnum, þá hljóti kjör launþeg- anna að versna. Eignaraðild aö fyrirtækjum í þessum nýju tillögum er gert ráð fyrir, að lífeyrissjóðirnir og laun- þegasjóðirnir megi samtals aðeins eiga 49,9% atkvæðamagns í fyrir- tækjura. Jafnframt verði ekki um eigendaábyrgð að ræða hjá sjóðun- um. Þetta atriði hefur valdið miklum deilum. Sérfræðingar benda á, að í t.d. hinum svokölluðu Wallenberg- fyrirtækjum þurfi ekki nema u.þ.b. 5% atkvæða til að stjórna, og í öllum tilfellum sé hlutfallið langt undir 50%. Andstæðingar sjóðanna benda á, að þetta ákvæði sýni, svo eigi verði um villst, að allir þessir sjóðir eigi að verka sem ein heild. Þá sé það villandi og beinlínis skaðlegt, að sjóðunum sé ekki ætlað að taka á sig eigendaábyrgð, sbr. engin ábyrgð — enginn hvati. 7. Stjórnun sjóðanna Þetta atriði, í nýframsettum til- lögum, sem mest hefur verið í fjöl- miðlum undanfarið. Ástæðan er einfaldlega sú, að stjórnarsinnar hafa verið nokkuð ósamræmir um þetta mál í fjölmiðlum. í kosn- ingabaráttunni sl. haust sagði Olof Palme, að hann teldi eðlilegt, að kosið yrði í stjórnir sjóðanna, og að kosningaréttur væri al- mennur. Nýlega sagði svo K.O. Feldt, fjármálaráðherra í útvarpsviðtali, að ekki yrði um almennar kosn- ingar að ræða; aðeins almennir launþegar hefðu kosningarétt. Þá kom fram Ingvar Carlsson, vara- forsætisráðherra, og sagði að vissulega yrði um almennar kosn- ingar til sjóðanna að ræða. Það væri hins vegar trúlegt, að slíkt gæti ekki orðið alveg strax; það gæti alveg dregist til 1990. Loks kom svo Olof Palme fram á sjónarsviðið, en hann er nú í sumarfríi. Sagðist hann ekki hafa skipt um skoðun frá fyrra ári. Nú velta menn bara fyrir sér, hver skoðun Palme var í fyrra ... Auðvitað er hér um grundvall- aratriði að ræða. Þeir sem halda því fram, að launþegasjóðunum sé ætlað að auka á lýðræði í landinu, hljóta að vilja að sem flestir hafi kosningarétt — eða hvað? Stig Malm, forseti LO (ASÍ) hefur m.a. sagt, að auðvitað þurfi almennar kosningar til sjóðanna og það sem fyrst. Það sé hins veg- ar óraunhæft að ætla, að það tak- ist strax á næsta ári og það fyrir sjóð, sem veltir lægri upphæð en Úppsala-sýsla. Gildistítni Gert er ráð fyrir að frumvarp til laga um launþegasjóði verði lagt fram um miðjan nóvember, tekið til afgreiðslu fyrir jól og að sjóð- irnir hefji starfsemi sína frá og með næstu áramótum. Þá mun vera gert ráð fyrir að þeir starfi eftir þeim lögum allt fram til 1990, en þá þurfi lagabreytingu, eigi þeir að starfa áfram. Rök með og á móti Ein helsta kenning stuðnings- manna launþegasjóðanna er sú, að í núgildandi stjórnskipunarkerfi hafi fólkið aðeins áhrif á stjórn- málalegar ákvarðanir. Með því að gefa launþegum sjálfum aðild að ákvarðanatöku fyrirtækja, í gegnum launþega- sjóði, fáist fyrst efnahagslegt lýð- ræði. Önnur atriði til handa sjóð- unum eru nefnd, og mun ég minn- ast á nokkur þeirra, en gæta ber þess, að hér er alls ekki um tæm- andi upptalningu að ræða. í fyrsta lagi telja stuðnings- menn tillögunnar að eignaraðild að fyrirtækjum í Svíþjóð sé á svo fárra höndum, að hvergi þekkist annað eins í allri V-Evrópu. Ennfremur, að enn „fækki" eig- endum, því nú eigi fyrirtækin hvert í öðru, þvers og kruss. Eignaraðildin verði andlitslaus og vonlítið að hafa áhrif á ákvarð- anatöku. Samhliða þessu aukist nú áhugi launþega á að taka þátt í ákvörð- unum um aðbúnað á vinnustað, umhverfi og verkþætti. I öðru lagi telja stuðningsmenn- irnir, að sænsk iðnfyrirtæki þurfi á auknu áhættufjármagni í rekstrinum að halda. Röksemdin er sú, að núverandi eigendur fyrir- tækjanna hugsi aðeins um skammtímaágóða. Því þurfi fyrirtækin nú áhættu- fjármagn, sem markað sé lang- tímaþróun og sem tekur tillit til atvinnuástandsins. í þriðja lagi telja þeir, að styrkja þurfi samræmda launa- stefnu í landinu. Með því að nota ágóðadreifing- una (ágóðaskattinn), einn af hornsteinum í tillögum um laun- þegasjóðina, fáist tæki til þess að takmarka ágóðann í arðbærustu fyrirtækjunum og jafna ágóðan- um. Þannig megi draga úr launa- kröfum og treysta efnahagslífið. Einnig má benda á, að laun- þegasjóðirnir munu vinna í sam- vinnu við lífeyrissjóðina, og eiga báðir að hafa styrk af, auk þess sem (skyldu-) sparnaður eykst (0,2% launaskatturinn). Með þessari samvinnu fái og opinberir starfsmenn aðild að væntanlegri nýiðnvæðingu Sví- þjóðar. Sjóðirnir, sem verða fimm tals- ins, verða dreifðir um landið og þannig nýtist sérþekking hvers byggðarlags. Sjóðirnir fimm fái til afnota, samtals, ámóta upphæð árlega og útlendingar nota árlega til kaupa á hlutabréfum í sænskum fyrir- tækjum. Andstæðingar launþegasjóð- anna, sem nú eru mun háværari í fjölmiðlum en stuðningsmennirn- ir, telja sig hafa svar við öllum þessum röksemdafærslum. Þeir fullyrða, að lýðræði aukist ekki, nema síður sé, við tilkomu launþegasjóðanna. Hvaða áhrif hefur þú, á stjórn vegagerðarinnar? spyrja þeir. Þeir telja, að stjórn launþegasjóðanna verði á hendi örfárra verkalýðs- foringja og stjórnmálamanna, sem smám saman muni öðlast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.