Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 31 Áframhaldandi mikill uppgang- ur hjá Chrysler Um 310,3 milljóna dollara hagnaður á 2. ársfjórðungi BANDARÍSKI bflaframleiðandinn Chrysler tilkynnti fyrir nokkru, að hagnaður fyrirtækisins á 2. ársfjórðungi þessa árs væri sá mesti í sögu þess, eða liðlega 310,3 milljónir dollara, sem jafngildir um 8.642 milljónum íslenzkra króna. Hreinar tekjur fyrir skatta voru um 482,4 milljónir dollara, sem jafngildir um 13.435 milljón- um íslenzkra króna. Það eru um 4,72 dollara á hvern hlut í fyrir- tækinu, sem er betri staða, en nokkru sinni fyrr í sögu þess. - Hreinar tekjur Chrysler á 2. ársfjórðungi síðasta árs voru lið- lega 106,9 milljónir dollara, sem jafngildir um 2.977 milljónum ís- lenzkra króna á núverandi gengi. Fyrstu sex mánuðina á síðasta ári voru hreinar tekjur Chrysler um 256,8 milljónir dollara, sem jafn- gildir 7.152 milljónum íslenzkra króna á núverandi gengi. Aðalástæðan fyrir góðu gengi Chrysler á þessu ári er aukin markaðshlutdeild fyrirtækisins í sölu fólksbíla á Bandaíkjamark- aði. Hlutdeild Chrysler jókst úr 11,9% fyrstu sex mánuði ársins 1982 í liðlega 13,0% á sama tíma á þessu ári. Þá er til þess tekið, að sala Chrysler á fólksbílum jókst um 50% í júnímánuði einum og söluaukningin í vörubílum og stærri bílum jókst um 23% á sama tíma. GENGISÞROUNIN VIKURNAR 25.29.JÚLÍ 0G Ir5. ÁGÚST 1983 28,4. «.4-, V ■ • • • V ' ■ má þr miðv tim.Wii nié. þr miðv. Dollar hefur hækk- að um liðlega 69% DOLLARAVERÐ hækkaði um 0,75% í liðinni viku, en við upphaf vikunnar var sölugengi Banda- ríkjadollars skráð 27,950 krónur, en sl. föstudag hins vegar 28,160 krónur. Frá áramótum hefur doll- araverð því hækkað um 69,13%, en í ársbyrjun var sölugengi Banda- ríkjadollars skráð 16,650 krónur. VESTUR-ÞÝZKA MARKIÐ Vestur-þýzka markið hækkaði um 0,02% í verði í liðinni viku, en í vikubyrjun var sölugengi vest- ur-þýzka marksins skráð 10,4898 krónur, en sl. föstudag var það hins vegar skráð 10,4916 krónur. Frá áramótum hefur vestur-þýzka markið hækkað um 49,78% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 7,0046 krónur. DANSKA KRÓNAN Danska krónan lækkaði um 0,04% í verði í síðustu viku, en í byrjun vikunnar var sölugengi dönsku krónunnar skráð 2,9202 krónur, en sl. föstudag hins vegar 2,9193 krónur. Frá áramótum hef- ur danska krónan hækkað um 47,06% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi hennar skráð 1,9851 króna. BREZKA PUNDIÐ Verð á brezku pundi lækkaði um 1,45% í liðinni viku, en í vikubyrj- un var sölugengi brezka pundsins skráð 42,181 króna, en sl. föstudag var það skráð 41,571 króna. Frá áramótum hefur brezka pundið hækkað um 54,94% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 26,831 króna. Hjartavernd með happdrætti HAPPDRÆTTI hefur verið ein af tekjulindum Hjartaverndar um ára- bil. Allur ágóði af happdrættinu rennur til rekstrar rannsóknarstöðv- arinnar sem nú hefur starfað í hálf- an annan áratug. Að þessu sinni eru vinningar alls að upphæð 1.220 þús. Aðalvinningur er Tredia-bifreið að verðmæti 400 þús. krónum. Auk þess eru 11 aukavinningar, fjárhæðir til íbúðakaupa, kr. 300 þúsund og 200 þúsund, kanadískur snjósleði að verðmæti 160 þúsund krónur og átta utanlandsferðir eftir eigin vali á kr. 20 þúsund hver. Dregið verður 7. október nk. Hjartavaernd er með happdrætti einu sinni á ári. Á undanförnum árum hefur happdrættið að verulegu leyti rennt stoðum undir rekstur rann- sóknarstöðvar Hjartaverndar, en hún er sem kunnugt er leitar- og rannsóknarstofnun. Aðalverkefni hennar er að leitast við að finna einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og einnig eru rannsakaðir margir aðrir heilsufarsþættir. Hjarta- og æðasjúkdómar eru mannskæðustu sjúkdómar með þjóðinni og svo hefur verið síðustu áratugina. Til að vinna bug á þess- um sjúkdómum eru verndandi og fyrirbyggjandi aðgerðir nauðsyn- legar og því var Rannsóknastofn- un Hjartaverndar stofnuð og til þess er hún starfrækt. (Úr rrétUlilkynningu Hjartverndnr.) verió svona auóvelt að eignast Lflokks húsgögn ? Útborgun 15%. Eftirstöövar meöjöfnum mánaöarlegum greiðslum í allt að 6 mánuði. 10% staögreiösluafsláttur. Tilboöiö stendur út þessa viku. Þetta er aðeins hluti af úrvalinu: Reyrhúsgögn njóta aukinna vinsælda. Mjúkar línur, létt yfirbragð, vandað handverk. Og svo eru reyrhúsgögnin létt og taka lítið pláss. Athyglisverðir eiginleikar ekki satt? TOBAGO. Vandaður þýskur sófi. Leður- eða tauáklæði. Grind úr beyki. Hönnun: Jos Mous. Einn margra sófa frá Leolux sem við seljum. Gæði fara aldrei úr tísku. KRISTJfifl SIGGEIRSSOD HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.