Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 41 1< lk í fréttum Stundum er best að hata vik milli vina og fjörð milli fraenda. 125 ér hefur Steve búið í Japan en Shirley í Bandarikjunum. Bersöglismálin voru bóndanum nóg Greta Garbo ráð- stafar eigum sínum + Qreta Garbo, sem nú er 77 ára gömul, er.nú búin að gera þaö upp við sig hvaö verða skuli um eigur hennar að henni látinni. Segja vinir hennar og kunningjar, að málverka- safnið hennar, sem er geysimikiö, eigi að renna til safns í Bandaríkjunum eða háskóla. Greta Garbo er auöug kona. Hún á eignir í Beverly Hills, sem metnar eru á margar milljónir dollara, en mál- verkasafniö er þó enn verömætara. Þar eru m.a. verk eftir Renoir, Pic- asso og Monet og hefur hún komiö þeim fyrir í sjö herbergja ibúð sinni í New York. Sjálf býr hún aöeins i tveimur herbergjanna en í hinum fimm eru málverkin. Greta Garbo hefur aldrei gifst, er barnlaus og á enga mjög nána ætt- ingja á lífi. Þeim tíma, sem hún á eftir ólifaðan, segist hún ætla aö verja til aö auka við málverkasafniö. + Shirley MacLaine og maöur hennar, Steve Parker, hafa nú ákveðiö aö skilja. Var þaö Steve, sem tók af skarið, og olli því endurminningabókin, sem kona hans sendi frá sér, en þar er hún mjög bersögul um ástarævintýri sín, m.a. meö evrópskum stjórn- málamanni, sem enginn veit enn hver er. Haft er eftir vinkonu Shirleyar, aö skilnaöurinn muni ekki ganga hljóöalaust fyrir sig og aö slagur- inn komi til meö aö standa um peninga. I kvæöinu segir aö „kerl- ingin eyddi en karlinn aö dró“ en þessu er öfugt farið með þau hjón- in. Þaö er Shirley, sem hefur haft miklar tekjur, en Steve, sem raun- ar hefur búiö í Japan síðustu 25 árin, hefur alltaf átt á brattann aö sækja í fjármálunum. Nú vill hann þó fá eitthvaó fyrir sinn snúö. Þau Steve og Shirley eiga eina dóttur, sem Sachiko heitir uþp á japönsku, og hefur hún alist upp meö fööur sínum. Ekki pínupils í + Þegar Rod Stewart og Alana kona hans voru í Róm nú fyrir skemmstu, vildu þau eins og allir feröamenn í borginni eilífu fá aö sjá Péturskirkjuna, en þar komu þau aö lokuðum dyrum ef svo má segja. Dyraveröirnir í kirkju Péturs postula vísuöu þeim hjónum frá, vinsamlega en ákveöiö, og var ástæöan sú, aö þeim þótti klæðnaðurinn á frúnni ekki rétt viöeigandi. Alana var nefnilega í pínupilsi sem var auk þess þann- ig úr garöi gert, aö faldurinn virt- ist allur í henglum. Þau Rod létu þetta þó ekki á sig fá, fóru heim á Péturskirkju hóteliö sitt og þar fór Alana í aöra flík og siðsamlegri. Til þess er tekiö hve Rod Stewart tók þessum atburöi Ijúf- mannlega. Hann er stjarna og á því aö venjast aö fólk beygi sig í duftiö fyrir öllum hans óskum, en í Péturskirkjunni var honum hins vegar ekki gert hærra undir höföi en ööru fólki. Þaö kunni hann greinilega vel aö meta. Alana í rifna pínupilsinu. COSPER — Ég vann á skattstofunni, en er nú með eigin atvinnurekstur. Nu leikur Sigurbergur TÍSK USÝNING Islenska ullarlínan 83 Módelsamtökin sýna íslenska ull 1983 að Hótel Loftleiðum alla föstudaga kl. 12.30 - 13.00 um leið og Blómasalurinn býð- ur upp á gómsæta rétti frá hinu vinsæla Víkingaskipi með köldum og heitum réttum. Verið velkomin í hátíðarskapi á hátíðardaginn. íslenskur Heimilisidnaður, Rammagerðin, Hafnarstræti 3, Hafnarstræti 19 HÚTEL LOFTLEKMR FLUGLEIDA fií HOTEL Sýnishorn af matseöli kvöldsins Forréttur Graflax-paté meö grófu kornbrauói og sinnepssósu. Aðalréttur Léttsteikt villigæsabringa meó rifsberjasósu eða piparsteik meö whisky-kanelsósu. Eftirréttur Fersk rifsber meö Grand Marnier. Hvíldarstadur í hádeginu Höll aö kvöldi Velkomin ARNARHÓLL Á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Borðapantanir í síma 18833.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.