Alþýðublaðið - 17.09.1931, Síða 2

Alþýðublaðið - 17.09.1931, Síða 2
s l!fcI>£Ðl]B!tAÐIÐ Nýtt gróðrarriki Garðyrkjusýningin. tslands. Métmœli brezkra flotaháseta gegn launalækkun. Sunnudaginn 6. þ. m. var hald- in garöyrkjusýning í sýningar- skálanum viö Alþingishúsið. Ég hefi hvergi séð getiið um sýningu þessa, og virðist svo, sem blöð- unium þyki meira uim það vert að skýra lesendum sínum frá lítil- fjörlegum útlendum viðburðum en þeim votti um vaxandi getu okk- ar eágin fólks, sem sýningin ber með sér. — Sýningin var ekki sérlega stór, en þegar litið er á loftslag og staðhætti hér á iandi, verður efcki annað sagt en að hún hafi verið furðanlega fjöl- breytt. Og víst er það, að hún var harla eftirtektaverð og imerkileg á .marga lund. — Á sýningunni voru blóm, ávext- ir og grænmeti. Sýningarmunirn- ir voru frá Reykjavík, Reykjum í Mosfellssveit og Reykjum í Ölf- usi. I fljótu bragði bar mest á blómunum. Voru þau flest héðan úr bænuto, bæði frá Gróðrarstöð- inni og frá nokkrum heimiilum, þeim, er garða hafa og gróður- hús. Flest voru þau ljómandi fall- eg. og sum með afbrigðum. Á- vextir og grænmieti voru aftui mest frá Reykjum í Miosfeilsisveit og Reykjum í Ölfusi. Var þar margt tegunda, siem fáa hefði grunað að gætu þrifist hér á iandi, fyrr en reynslan sannaði það nú hin allrasíðustu ár. Má þar til nefna vaxbaunir, snið- baunir, gúrkur, tómata, melónur og vínber. En auk þess voru og ýmsar tegundir imatjurta, sem hafa verið ræktaðar hér áður, þó að einkum hafi það verið til gamans eða tilrauna, svo aem spínat, blaðbeðja, spergil, jarðar- ber, péíursselja, laukur, kjörvel, blómkál, salat, hvítkál og topp- kál, auk míargs annars. f raun og veru virðist mér hér vera um að ræða stórm-erka nýj- ung. Það er augljóst af sýningu þessari, að hér á landi er hægt að rækta nóg af hvers k-onar grænmeti og margs kon-ar ávöxt- umi, svo að ódýrara sé en kaupa þessar vörur frá öðrum löndum. En hitt er vitanlegt, að fram á þennan tírna hefir grænmeti skort mjög í fæðu manna hér á landi. Nú er hitt eftir, aÖ fólkið 3æri að hagnýta sér þessa framleiðslu. Hingað til hafa rnenn neytt grænmetis og ávaxta til smekk- bætis eða tilbreytingar. Mörgum hættir til að líta á þetta sem aukagetu, en ekki sem mat. Grænmetið er holl fæða. Það greiðir fyrir meltingu og er auð- ugt af bætiefnum og söltum, en fæða miainna hér er yfirleitt þung og bætiefnasnauð. Þess er vert að geta, að þegar börn eru orð- iin 3—4 mánaða -og þaðan af eldri nægir þeim ekki mjólkin ein. Þau þurfa meiri bætniefni en hún getur veitt. Er þá mjög nauðsynlegt að þau fái ávexti og grænmeti. Margir foreldrar kaupa börnun- um hina mikið auglýstu banana. Þeir eru að vísu hollir, en hvergi nærri bætiefnaauðugir. 0g þeir eru dýrir. Miklu notadrýgra er að gefa börnunum grænmeti, einkum tómata og spínat. Spín- atið er mjög auðugt af bætiefmum og auk þess er í því járn, sem örvar blóðmyndun. Yfirleitt má iengi. telja kosti grænmietis -og ávaxta, bæði fyrir fullorðna og börn. Ýmsar hús- mæður munu setja það fyrir sig, að erfitt er að geyma þetta tvent, en til þess eru ýms ráð, og ættu þeir að rita um það efni, sem því eru kunnugir. En þ-essi sýning ætti að færa mönnum heim sanninn um það, að hér sé hægt að framleiða nóg af grænmeti fyrir alla þjóðina og m-eira til. Hér skortir ekki jarðhitann. Hitt eitt er eftir, að þjóðin læri að hagnýta sér þessi gæði, sem landið hefir svo Lengi lumað á. Katrín T/ioroddsen. íslenzkai' togari til Bjarnareyjar Togarinn „Venus“, eign h. f. „Belgaumí' í Hiafnarfirði, er á leið' til Bjarnareyjar til veiða. Skeyti í gær til FB.: Erum á leið til Bjarnareyjar. Vellíðan. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin á „Venus“. Tollahækkun í Holiandi. Amsterdam, 16. sept. U. P. FB. Rikisstjórnin í Hollandi áformar að hækka toll af innfluttum, fuJl- gerðum varningi um 2»/o í 10«/o. Ræningjar ráðast á rannsóknarleiðangur Sven Hedins. Hvert mannsbarn kiannast við landkönnuðinn fræga, sænska doktorinn Sven Hedin. Fáir Ev- rópumenn munu þekkja jafnvel leyndardóma hins dularfulla Tí- het-lands eins og hann. Nú sem stendur er Hedin í Síví- þjóð, og er hann þar þó sjaldan, en rannsókniarlieiðat gur hans er ikiominn inn í Mið-Asíu og hefir tekið sér þar aðsetur með rann- sóknartæki sín öll. Nýlega fékk Hedin símskeyti þesis efnis, ab ræningjaflokkur hefði ráðist á rannsóknarleiðangur hans og rænt mennina bókstafliega inn að Lundúnum, 16. sept. U. P. FB. Frá Invergordon er símað, að for- ingjaefni á herskipunum hafi komið í land á róðrarbátuim í morgun til þess að sækja póst skipshafnanna, en það gera há- setar vanalega. Sagt er, að há- setar á bieitiskipiinu York hafi á- kveðið að taka þátt í mótmælun- um gegn launalækkunum og ta-ka þá hásetar á öllum Atlantshafs- fliotanum þátt í mótmælunum. — Flotinn liggur fyrdr akkerum úti fyrir og eru öll landgönguleyfi bönnuð. Síðar: Golvin flotaforingi, yfitr- maður Atlantshafsflotans, er ikominn til Lundúna til þess að gefa flotiamálaráðuneytinu skýrslu. Þeir, s-em takia þátt í mótmælunum, eru hásetar og skyttur og abrir skipsmenn, að undanteknum yfirforingjum og foringjaefnum. Síðar siama dag: Austeni Chamherlain flotamála- ráðherra hefir tilkynt í neðiri mál- stofunni, að stjórnin hafi faliið flotamálaráðuneytinu að gera til- ■ lögur um hvennig tiltækilieigast | verði ab draga úr þeim erfiðleik- um, sem launalækkunin bakar flotahermönnunum. Tillögur þess- ar á flotiamálaráðuneytið að bera fram að lokinni rannsókn þeirri, sem hafin er. — Öll skip í At- lantshaf sdeild herskipaf lotans, sem að heiman eru, hafa fengið skipun um að halda til bæki- stöðva sinna í Bretlandi tafar- laust. Enn síðar: Frá rnvergordon: Öll herskipin, sem hér voru saman komin, eru lögð af stað til aðalbækistöðva sinna, samkvæmt skipun Cham- berlains. Er því búist við, að nteiri hluti skipshafnanna — eða þær alliar — hafi hlýðnast fyrir- skipunum urn að inna af hendl dagleg skyldustörf. Lundúnum í dag: Búist er fast- lega við, að æfingar Atlantshafs- flotans hefjist mjög bráðlega vegna þeirra ráðstafana að tekið verði til rannsóknar hvernig kom- ið verði í veg fyrir erfiiðleika í sambandi við launalækkun í fljot- anum. skyrtunni. Tók hann öll verkfæri og tæki frá þeim, vistir, fatnað o. s. frv. Eftir að Hedin hafði, fengiið þessa slæmu fregn sneri h,ann sér til kínversku stjómarinniar og bað h,ana ásjár. — Talið er að í þessum ræningjaflokki séu ein- göngu hermenn, sem hafa verið reknir úr hernum. Um elagisa® og STÚKAN 1930. Fundur annað kvöld. Ljóðabók. „Heimur og heimili“, eftir Pétur S'igurðsson trúboða er nýliega kiomin út. Geysileg verðlæbkun. Alþýðubrauðgerðin sendi út fregn-miða í tmorgun um að hún hafi lækkað verð á rúgbrauðum, normalbrauðum, franskbrauðlum og súrbrauðumi um 20°/o. Skemtitundur F. U. J. ierr í kvöld kl. 8V2 í Iðnó uppi. Þar verða ræðuhöld, upplestur, kaffisamdrykkja og d,anz í 2 /klst. Inngangur kostar 2 kr. (þar í innifalið kaffi). Gengið inn í hús- ið frá norðanverðu. Fjölmennið, félagar! Sýningarsala, er Kaupfélag Eyfirðinga heldur 3 mjólkurafurðum á Skólavörðu- stíg 5, verður hér eftir að eins opin í dag og á morgun. Hlutavelta „Ármanns“ verður á sunnudaginn kemur (20. sept.) í „K.-R.“-húsinu. Hefir stjórn félagsins beðið Alþbl. að skila til félagsmannanna og þeirra annara stuðningsmanna fé- lagsins, sem ætla ,að styrkja það með munum eða öðrum gjöfum á hlutaveltuna, að koma því siem allra fyrst til einhvers úr stjóra- )nni eða í „K.-R.“-húsið á liaugar- daginn eftir kl. 3. Flugsiys varð á þriðjudaginn á Kjeller- flugvellinum, segir í norskum. NRP.-fréttum. Við flugpróf hrap- aði flugvél til jarðar og brotn- aði, en flugnemi, siem, í h-enni var, meiddist miikið. Úrskurður lögskráninigarstjóra gat ekki. ikomið í blaðinu í dag vegna þrengsla af auglýsingum. Snmarleyfi i Noregi. 1 NRP.-skeytum frá Noregi seg- ir, að samkomulagi sé náð um það atriði deilnanna milli verka- manna og atvinnurekenda, er snertir sumarleyfi, og hafi at- vinnurekendur fallist á að veita uppbót fyrir sumarleyfi fyrir 1. nóvember.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.