Morgunblaðið - 14.09.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.09.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983 3 Sjúkrastöð SÁÁ við Grafarrog, sem tekin verður í notkun í nóvember. Mbl./RAX. Deilt um húsgögn í sjúkrastöð SÁÁ: Kaupin á dönsku hús- gögnunum hagstæðust * S' — segja forystumenn SAA um gagnrýni húsgagnasmiða „VIÐ BYGGINGU og frá- gang sjúkrastöðvar SÁA við Stórhöfða í Grafarvogi hafa samtökin haft að leiðarljósi, að kostnaður yrði sem lægst- ur án þess að það kæmi niður á gæðum,“ segir í upphafi yf- irlýsingar, sem nokkrir for- ystumenn SÁÁ lögðu fram á fundi með fréttamönnum í sjúkrastöðinni síðdegis í gær. Fundurinn var boðaður vegna umræðna, sem spunnist hafa í framhaldi af ákvörðun samtak- anna um kaup á dönskum innan- stokksmunum í sjúkrastöðina, sem tekin verður í notkun í nóv- ember næstkomandi. Meðal ann- ars hefur stjórn Sveinafélags hús- gagnasmiða mótmælt kaupum SÁÁ á hinum dönsku húsgögnum. Segir í yfirlýsingu fra Sveinafé- laginu, að engum þeirra áttatíu þúsund íslendinga, sem séð hafi síðustu iðnsýningu, verði „talin trú um, að samtökin finni ekki fullboðleg húsgögn og innrétt- ingar hér innanlands. Og ekki hafa kaupin verið gerð af hag- kvæmnisástæðum, þar sem til- boða hefur ekki verið leitað inn- anlands." Síðar í yfirlýsingu Sveinafélagsins segir: „Það er trúa Sveinafélagsins, að þeim sem gáfu fé til söfnunar SÁÁ hafi ekki órað fyrir því, að um 7 milljónir króna ættu eftir að renna til kaupa á erlendum iðnvarningi og inn- heimtukostnaðar." Forystumenn SÁÁ sögðu á fréttamannafundinum í gær, að við val á húsgögnum og búnaði í hina nýju sjúkrastöð hafi verið gerð athugun á íslenskum hús- gagnamarkaði. Formlegt útboð hafi ekki farið fram enda hefði verið nauðsynlegt að hanna bún- aðinn sérstaklega til að fá sam- bærilegt verð. Aldrei hafi verið ætlun samtakanna að nota sér- hönnuð húsgögn í stöðina, heldur hagnýta það, sem hagkvæmast bauðst á markaðnum. Þetta hafi verið ákveðið til að spara tíma og peninga. Nokkrir húsgagnasalar á Reykjavíkursvæðinu hafi látið í ljós áhuga á að gefa SÁÁ upp verð í hluta af innanstokksmunum. Jafnframt hafi fengist verðtilboð frá H.H. Hotel Montering A/S í Horsens í Danmörku. „Við samanburðarathugun var það niðurstaðan, að með því að semja við hinn danska aðila um allan húsbúnaðinn spöruðu sam- tökin sér um það bil 490 þúsund krónur. Heildarsamningsupphæð við hinn danska aðila voru Dkr. 666.000, sem í dag eru að viðbætt- um innflutningsgjöldum kr. 2.860.000 en ekki kr. 7.000.000, eins og ranglega hefur fram komið," segir í yfirlýsingu SÁÁ. Ingimar H. Ingimarsson, arki- tekt, sem m.a. var ráðgjafi sam- takanna við val á húsgögnum, sagði á fréttamannafundinum í gær, að fulltrúar samtakanna hefðu kynnt sér „allt, sem hægt var að kaupa af þessu á Reykja- víkursvæðinu. Við gerðum úttekt á öllu, sem kom til greina að kaupa. Við settum fram okkar hugmyndir um húsgögn - það, að hér er um sjúkrastöð að ræða ger- ir ákveðnar kröfur til innan- stokksmuna. Við fengum upplýs- ingar um verð og stilltum saman við verðhugmyndir okkar. Niður- staðan varð sú, að hagstæðast væri að kaupa af þeim dönsku, sem selja okkur allan búnað, þar á meðal uppsettar gardínur." Þeir sögðust engin formleg til- boð hafa fengið frá innlendum að- ilum en þó hefðu þrír húsgagna- salar sýnt málinu töluverðan áhuga og viljað selja samtökunum hluta af nauðsynlegum búnaði. Þeir þrír aðilar hefðu komið á framfæri verði samkvæmt þeirri skrá, sem fyrir lá yfir nauðsynleg húsgögn. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri samtakanna, gat þess í lokin að sér þætti einkennilegt að taka „eina stofnun út úr á þennan hátt. 70% af húsgögnum á markaði hér eru framleidd erlendis og ég vil benda á, að íslensk fyrirtæki og iðnaðarmenn hafa þegar fengið jafnvirði 30 milljón króna fyrir byggingu þessa húss. Gagnrýnin, sem við sætum í þessu máli, er ósanngjörn og spillir fyrir málefn- inu,“ sagði Vilhjálmur. Gerði ekki síður hagstætt tilboð — segir forstjóri Trésmiöjunnar Meiös „ÉG SENDI SÁÁ mjög rækilegt og sundurliðað tilboð í þessi húsgögn 24. maí í vor, samkvæmt þeirra beiðni. Tilboðinu fylgdi bréf, þar sem ég bauð þeim gull og græna skóga, ef svo má að orði komast, meðal annars allt að tíu ára ábyrgð og umtalsverðan magnafslátt," sagði Emil Hjartar- son, forstjóri húsgagnagerðarinnar TM-húsgögn, í samtali við fréttamann Mbl. ■ gær, um húsgagnakaupin til sjúkrastöðvarinnar í Grafarvogi. „Þeim er að sjálfsögðu frjálst að versla við hvern sem er,“ sagði Emil ennfremur, „en mér þykir þeir sýna rakinn dónaskap því síðan í maí hef ég ekkert frá þeim heyrt. Nú kemur í Ijós, að þeir kaupa fyrir ekki lægra verð en ég bauð þeim.“ Verðtilboð Trésmiðjunnar Meiðs þessu,“ sagði hann, „og svo mun- hljóðaði upp á kr. 2.835.340, eða ar verulegum fjárhæðum þegar um 25 þúsund krónum undir því þarf að kaupa gluggatjöld, verði, sem samið hefur verið um sjúkrarúm og fleira annars stað- við HH Hotel Montering í Dan- ar.“ mörku. í það tilboð vantaði verð á átta sjúkrarúmum, jafnmörgum Ingimar H. Ingimarsson, arki- náttborðum við sjúkrarúm og tekt, sem átti þátt í að velja fjórum skoðunarbekkjum og fjór- dönsku húsgögnin, sagði aðspurð- um öðrum tegundum húsgagna, ur, að ástæða þess að TM-hús- sem Meiður framleiðir ekki. gögnum var ekki svarað, að upp- Othar Örn Petersen, formaður kast bréfs til þeirra innlendu að- byggingarnefndar SÁÁ, sagði ila er hafi sýnt málinu áhuga hafi blm. Morgunblaðsins í gær, að ekki verið tilbúið þegar birst hafi ástæðan fyrir því að þessu tilboði opinberlega fréttir af samningn- hafi ekki verið tekið, hafi verið um við Danina. Ákvörðun um sú, að samtökin hafi ekki getað kaupin hafi verið tekin í lok síð- fengið allt, sem til þarf í sjúkra- asta mánaðar, og því miður hafi stöðina frá þessum framleiðanda ekki unnist tími til að ljúka mál- og að auki ekki haft áhuga á öllu inu gagnvart íslensku aðilunum því, sem boðið var upp á í þessu áður en málið hafi verið komið i tilfelli. „Auðvitað er alltaf mat á hámæli. Við f engum 140 frystikistur á f rábæru veröi! Við eigum Philips frystikistur á sérstaklega hagstæðu verði, sem við náðum með því að kaupa inn mikinn fjölda á einu bretti. Kisturnar íást í tveimur stærðum, 2601 og 4001. Við erum sveigjanlegir í samningum 260 I kostar 14.950 kr. Staðgreitt 400 I kostar 17.640 kr. Staðgreitt Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.