Morgunblaðið - 17.09.1983, Page 1

Morgunblaðið - 17.09.1983, Page 1
44SIÐUR OGLESBOK 212. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Þrýstingur minnkar“ — tilkynnti flugstjóri þotunnar eftir að hún varð fyrir skotinu Tókýó, 16. september. AP. FLUGSTJÓRI suðurkóresku farþegaþotunnar, sem Rúss- ar skutu niður fyrir tveimur vikum, náði að hafa útvarps- samband við Tókýó, er þotan hafði orðið fyrir eldflaug Rússa: „Þrýstingurinn minnkar óðfluga,“ tilkynnti hann ekki 50 sekúndum síð- ar. Þetta hefur mátt greina með því að hljóðmagna með sérstökum hætti síðustu orð flugstjórans, þannig að nú má heyra þau, enda þótt það hafi ekki tekizt áður. Var frá þessu skýrt af flugmála- stjórninni í Japan í dag. Skyndilegur og ofsalegur af- þrýstingur í flugvél í þessari hæð myndi bana sérhverjum um borð á augabragði og jafn- vel hafa það í för með sér, að hún splundraðist. Ekkert virð- ist hins vegar benda til þess, að slíkt hafi gerzt að þessu sinni, heldur tekið einhvern tíma. Matsumi Suzuki, yfirmaður heyrnarrannsóknastofnunar Japans, sagði í dag, að með því að beita sérstökum rafeinda- tækjum mætti greina hljóð í sundur þannig að aðskilja mætti mannsrödd frá hávaða í kring. Sagði Suzuki, að rödd flugstjórans hefði virzt mjög æst og ólík því, sem heyra mátti af öðrum tilkynningum, er hann ■ sendi frá sér fyrr í þessu örlaga- þrungna flugi. Fyrirhugaðri heimsókn Reagans mótmœlt Námsmenn á Filippseyjum sjást hér brenna brúðu af Reagan Bandaríkjaforseta í lok mótmælagöngu, sem 5.000 námsmenn tóku þátt í í gær. Námsmennirnir voru að mótmæla fyrirhugaðri heimsókn Bandaríkjaforseta til Manila í nóvember nk. Geysileg ólga er nú á Filippseyjum í kjölfar morðsins á stjórnarandstöðuleiðtoganum Aquino. Samtímis því sem ísraelsmenn hafa byrjað brottför með her sinn frá Líban- on, hefur ófriðurinn þar f landi magnast að miklum mun. Myndin sýnir hervagna ísraelsmanna halda um borð í skip við strönd Suður-Líbanons. Líbanon: Loftárásir á stöðvar drúsa Stjórnarflugvél skotin niður Beirút, 16. september. AP. SVO VIRTIST í dag sem allar tilraunir til þess að koma á friði í Líbanon væru sigldar í strand og Amin Gemayel, for- Israel: Likud-bandalagið eykur íylgi sitt Jerúsalem, 16. september. AP. ÞRÁTT fyrir afsögn Menachem Begins sem forsætisráðherra ísraels, hefur Likud-bandalagið tvöfaldað forskot sitt fram yfir Verkamannaflokkinn, hvað fylgi snertir. Kemur þetta fram í skoðanakönnun, sem birt var í gær, en samkvæmt henni fengi Likud-bandalagið undir forystu Yitzhak Shamirs 52 af 120 þingsætum þjóðþingsins, færu kosningar fram nú. Verkamannaflokkurinn fengi ekki nema 46 þingsæti samkvæmt þessari skoðanakönnun, sem náði til 1.183 manna. seti, gaf bæði landher og flug- her landsins fyrirskipun um að taka frumkvæðið í þeim hernaðarátökum, sem átt hafa sér stað að undanförnu uppi á hálendi landsins og ekkert lát virðist nú á. Ein af herþotum stjórnarinnar var nær strax skotin niður og önnur laskað- ist verulega, er þær steyptu sér til árása á stöðvar upp- reisnarmanna. Landhernum virtist aftur á móti vegna mun betur og síðdegis í dag hafði honum tekizt að reka upp- reisnarmenn á brott úr nokkr- um fjallaþorpum og fleiri mik- ilvægum stöðvum þeirra á hæðunum umhverfis Beirút. Flugherinn í Líbanon ræður að- eins yfir fáeiiium úreltum herþot- um og er því ekki talið, að þær muni gegna miklu hlutverki í bar- áttunni við uppreisnarmenn. Stjórnin er sögð reiða sig fyrst og fremst á landherinn og yfirmaður hans, Ibrahim Tannous hershöfð- ingi, sagði í ávarpi til hermanna sinna í dag: „Líbanon verður lim- lest og því skipt í hluta, ef þið standið ykkur ekki.“ Bardagar breiddust enn einu sinni út til úthverfa Beirút í dag og þar ientu sjóliðar úr banda- ríska flotanum í fallbyssuskot- hríð, þar sem þeir gættu alþjóða- flugvallarins við borgina. Þá lentu flugskeyti í grennd við sendiráð Breta og Bandaríkjamanna f vest- urhluta Beirút. Begin lagði fram formlega afsögn sína á fimmtudag og hafði þá beðið með hana í 18 daga eða þangað til Shamir taldi sig öruggan með stuðning meiri hluta þingsins. Beg- in verður samt áfram forsætisráð- herra, þar til ný ríkisstjórn hefur svarið embættiseið. Afsögn Begins hefur það hins vegar í för með sér, að Chaim Herzog, forseti landsins, mun eiga viðræður við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna á þingi til þess að ganga úr skugga um það í reynd, hvaða stjórnmálamaður hafi sterkasta aðstöðu til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Shamir stendur þar bezt að vígi, því að allir þeir sex stjórnmála- flokkar, sem aðild eiga að fráfar- andi ríkisstjórn, hafa gefið honumn skriflega yfirlýsingu þess efnis að þeir muni styðja hann sem forsæt- isráðherra í nýrri ríkisstjórn. Engu að síður telur Verkmannaflokkur- inn, að hann eigi fyrstur að fá tæki- færi til þess að mynda nýja stjórn, þar sem þingflokkur hans á þjóð- þinginu er stærstur. „Síðustu verk mín bönnuð“ Sovézkl leikstjórinn Lyubimov um ritskoðun í Rússlandi Milanó, 16. september. AP. HINN kunni sovézki leikstjóri, Yuri Lyubimov, sem gagnrýnt hef- ur stjórnvöld í Kreml fyrir af- skiptasemi þeirra af andlegu lífi í Sovétríkjunum, sagði í dag í blaðaviðtali á Ítalíu þar sem hann hefur dvalið að undanförnu, að hann vildi snúa heim til Sovétríkj- anna en aðeins samkvæmt skil- yrðum hans sjálfs. „Síðustu þrjú verk mín heima í Rússlandi hafa verið bönnuð og ég get því ekki gert áætlanir um fleiri. Hvernig á ég að geta búið við þessi skilyrði," var haft eftir Lyubimov í blaðinu Corri- era Della Sera í Mílanó. „Listamennirnir, sem ég starfa með, eiga eftir að biðja mig um að hætta, ef ég fæ ekki að búa til verk handa þeim. Þeir eru vonsviknir," sagði Lyubimov ennfremur, en tók það jafn- framt fram, að hann hygðist ekki biðja um pólitískt hæli á Vesturlöndum. Lyubimov var boðið til Bol- ogna, þar sem kommúnistar fara með völd, til þess að stjórna „Tristan og Isolde" í borgarleikhúsinu þar. Hann hefur skýrt frá því, að síðasta tilraun hans til þess að sviðsetja „Boris Godunov" eftir Pushkin heima í Rússlandi hafi verið bönnuð af sovézku ritskoðun- inni. Lyubimov, sem áður hefur hlotið mikið lof fyrir leikhús- verk sem hann sviðsetti í Lond- on, sagði í dag, að hann hefði fengið mörg tilboð um að stjórna leikhúsverkum á Vest- urlöndum, m.a. frá ítölskum og sænskum leikhúsum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.