Morgunblaðið - 17.09.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 17.09.1983, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 ASÍ, BSRB og Launamálaráð ríkis- starfsmanna innan BHM: Krefjast samnings- réttar með undir- skriftasöfnun ALI>ÝÐUSAMBAND íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Launamálaráð ríkis- starfsmanna innan Bandalags há- skólamanna, hafa ákveðið að gang- ast fyrir undirskriftasöfnun, þar sem skorað er á ríkisstjórn og Al- þingi að fella tafarlaust úr gildi öll ákvæði bráðabirgðalaganna frá 27. maí sl., sem afnema eða skerða samningsrétt samtaka launafólks. Á blaðamannafundi, sem hald- inn var af þessu tilefni, kom fram að leitað yrði til einstakra aðildarfélaga heildarsamtak- anna um dreifingu undirskrifta- lista og óskað eftir því að haft verði samband við alla vinnu- staði. Stefnt er að því að undir- skriftasöfnuninni verði lokið fyrir 7. október og að Iistarnir verði afhentir stjórnvöldum við setningu Alþingis þann 10. október. Herómmálið í Kaupmannahöfn: Fleiri taldir tengjast málinu Krá fréttaritara Mbl. í Kaupmannahöfn. SAMKVÆMT nýjum upplýsingum frá Kaupmannahöfn eru frásagnir blaða þar af handtöku íslenskrar konu og bresks sambýlismanns hennar í fyrradag nokkuð ýktar. Eru þau bæði á bak við lás og slá, eins og skiljanlegt er í svo alvarlegum sökum, eins og eit- urlyfjamál eru, en ástand kon- unnar a.m.k. er gott eftir atvik- um. Fólkið er í einangrun á gæslustofnun 05 í Vestre-fang- elsinu. Fulltrúi rannsóknarlögregl- unnar, sem hefur þetta mál til meðferðar, telur ótímabært að fjalla um það í blöðum að sinni, enda muni nokkur tími líða, þar til eitthvað verði að ráði aðhafst. Einnig er talið að fleiri aðilar tengist málinu og er því lögregl- an treg að veita upplýsingar. Afmælishátíd Flugleida hefst árdegis FLUGLEIÐIR efna til afmælishá- tíðar nú um helgina í tilefni þess, að á þessu ári eru 10 ár liðin frá stofnun félagsins. Hátíðin hefst með því, að sýning á sögu félagsins verður opnuð klukkan 11.00 árdeg- is. Á sýningunni verður m.a. til sýnis þessi myndarlegi flugvélar- mótor. Samkvæmt upplýsingum Sæmundar Guðvinssonar, frétta- fulltrúa Flugleiða, kostar gripurinn liðlega 1,5 milljónir dollara, sem svarar til liðlega 42 milljóna ís- lenzkra króna. Sæmundur sagði að almenn- ingi gæfist tækifæri um helgina til að kynnast starfsemi félags- ins, en almenn kynning mun fara fram á starfsemi fyrirtæk- isins báða dagana. M.a. verða flugvélar félagsins almenningi til sýnis. Á sunnudagsmorgun munu flugvélum Flugleiða verða gefin nöfn, en samkeppni um nafngift- ir fór fram sl. sumar. Þar verða meðal gesta forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir, og Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, sem mætir í fjarveru Matthíasar Bjarnasonar, sam- gönguráðherra. Sæmundur gat þess sérstaklega, að almenning- ur væri velkominn til að vera viðstaddur þegar vélum félags- ins verður gefið nafn. Skúlagötumálið afgreitt f borgarstjórn: Tillaga um breytingu á land- notkun og nýtingu samþykkt NA-átt um helgina — Þriggja daga veðurspár teknar upp í lok september NORÐAUSTANÁTT mun verða ríkjandi um allt land um helgina, að því er Trausti Jónsson veður- fræðingur á Veðurstofu íslands sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Trausti sagði að áttinni myndi fylgja rign- ing fyrir norðan og austan, en betra veður yrði vestanlands og sunnan, þó sennilega sólarlítið. Hinn 29. þessa mánaðar mun Veðurstofan taka upp þriggja daga veðurspár fram í tímann. Trausti sagði það unnt vegna mikilla framfara í tölvuútreikn- ingum sem orðið hafa á undan- förnum árum. Erlendis væri farið að gefa út allt að 6 til 7 daga spár, og yrði það einnig gert hér á landi áður en mjög langt liði. — Sums staðar sagði hann vera spáð allt að tíu dögum fram í tím- ann, en svo langar spár væru þó Húsavík: Síldveiði frekar treg llúsavík, 16. september. SÍLDVEIÐI í lagnet hófst frá Húsa- vík hinn 1. þessa mánaðar og hefur veiði verið frekar treg, en 10 bátar stunda veiðarnar og hafa fengið samtals um 80 tonn sem allt hefur verið fryst til beitu. Síldarútvegsnefnd hefur enn ekki leyft söltun. Síldin er sögð stór og falleg og 20% að fitu- magni. — Fréttaritari ekki birtar. Þær vörðuðu fyrst og fremst meðalveður þennan tíma, og hér á landi væri atvinnulíf ekki með þeim hætti að meðal- veður á ákveðnum dagafjölda væri áhugavert. O' INNLENT TILLAGA meirihluta skipulagsnefndar um breytingu á landnotkun og nýt- ingarhlutfalli á svæði við Skúlagötu, sem afmarkast af Ingólfsstræti, Hverf- isgötu, Snorrabraut og Skúlagötu, var samþykkt á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudagskvöld, með 12 atkvæðum meirihluta Sjálfstæðis- flokksins, gegn 9 atkvæðum minnihlutans. I umræðum um tillöguna kom það fram hjá fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins um að verulega breytingu á landnotkun væri að ræða og á stórum hluta svæðisins væri horfið frá iðnaðar- og vöru- ^geymslusvæði yfir í hreint íbúða- svæði. Nýting eins reits á svæðinu hefði verið athuguð með hreina byggð í huga og hefðu þær athug- anir leitt í ljós að nýting gæti orð- ið allt að 2,0 á stórum lóðum þar sem samfellt væri byggt. Sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður skipulagsnefndar, í um- ræðum að allir ættu að geta verið sammála um að rétt væri að auka nýtingu og byggð á þessu svæði og gera Skúlagötumyndina meira að- laðandi. Þá ítrekaði Vilhjálmur að ekki væri verið að fjalla um skipu- lagsmál byggðarinnar, heldur að- eins breytingar á landnotkun. Sagði hann að þegar til deiliskipu- lags kæmi, myndi núverandi meirihluti kynna íbúum nágrenn- isins tillögurnar og hafa við þá samráð. Hjá fulltrúum Kvennaframboðs kom fram að æskilegra væri að samþykkja tillögu Borgarskipu- lags að landnotkun á fyrrgreindu svæði og að fresta öllum ákvörð- unum um nýtingarhlutfall á ein- stökum reitum, þar til gerð hefði verið tillaga að deiliskipulagi svæðisins. Þessi tillaga var felld með 12 atkvæðum gegn 9. Alþýðubandalagið var þeirrar skoðunar að nýtingarhlutfallið 2,0 væri allt of hátt og gerði að tillögu sinni aðmýting yrði ákveðin 1,2 í samræmi við tillögu Borgarskipu- lags, en sú tillaga var ekki studd. Þá voru Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur einnig andvígir til- lögu sjálfstæðismanna og töldu að nýting á svæðinu væri of há. Hærra verö á er- lendiim mörkuðum VERÐ á fiskmörkuðum erlendis fer nú hækkandi og meðalverð á kfló fyrir afla, sem landað er í Englandi, Sex bflar í árekstri á Miklubraut Mynd Mbl. Sigrún. SEX bflar lentu í árekstri á Miklubraut, um 200 metra fyrir austan gatnamót Grensásvegar, laust fyrir klukkan fjögur í gær. Atvik eru þau, að bifreið var stöðvuð fyrirvaralaust á Miklubrautinni. Ökumaður næstu bifreiðar náði að stöðva, svo og þrír næstu, en svo var ekki um ökumann sem kom á eftir þeim. * Hann ók aftan á og sendi hverja bifreiðina af annarri aftan á þá fremri og rétt í sama mund var bifreið ekið aftan á bifreið hans. Varð af mikill árekstur og mikið eignatjón, en sá sem stöðvaði í upphafi og varð þannig óbeint valdur að árekstrinum, slapp með bifreið sína óskemmda. fór yfir fyrir 30 krónur nú í vikunni. Er langt síðan svo hátt meðalverð hefur fengizt þar. í Englandi er að- allega landað þorski og ýsu, en karfa og ufsa í Þýzkalandi. I þess- ari viku seldu 7 íslenzk fiskiskip afla sinn í Englandi og Þýzkalandi og í næstu viku er fyrirhugað að 13 skip selji erlendis. Síðastliðinn mánudag seldi Þorri SU 61,2 lestir í Grimsby. Heildarverð var 2.149.100 krónur, meðalverð 35,11. Sama dag seldi Karlsefni RE 171,5 lestir í Cux- haven. Heildarverð var 3.268.700 krónur, meðalverð 19,06. Á mið- vikudag seldi Klakkur VE 179,6 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 3.171.400 krónur, meðalverð 17,66. Sama dag seldi Dalborg EA 94,2 lestir í Grimsby. Heildarverð var 3.029.900 krónur, meðalverð 32,16. Baldur EA seldi ennfremur á mið- vikudag. Seldi hann 72,1 lest í Hull. Heildarverð var 2.204.900 krónur, meðalverð 30,59. Á fimmtudag seldi Guðrún Þorkels- dóttir SU 180,8 lestir í Bremer- haven. Heildarverð var 2.812.300 krónur, meðalverð 15,55. Á föstu- dag seldi Freyja RE 46,2 lestir í Grimsby. Heildarverð var 1.105.400 krónur, meðalverð 23,95.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.