Morgunblaðið - 17.09.1983, Side 11

Morgunblaðið - 17.09.1983, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 11 FramkvKmdanefnd um byggingu minnisvarðans ásamt Pálfnu Þ. Waage, talið frá vinstri: Hjáimar Níelsson, Ástvaldur Kristófersson, Pálína Þ. Waage og Garðar Eymundsson. Á myndina vantar tvo nefndarmenn, þá Friðþjóf Þórarinsson Og Gunnþór Björnsson. Myndir Mbl. 6l»fur Már SigurAsaon. Pálína Þ. Waage flytur þakkir. Seyðisfjörður: Minnisvarði um Þorbjörn Arnoddsson afhjúpaður Seyðisnrði, 12. september. SÍÐASTLIÐINN sunnudag var af- hjúpaður hér í blíðskaparveðri, minnisvarði um Þorbjörn Arn- oddsson bifreiðarstjóra sem lést 31. ágúst 1976. Minnisvarðinn er reistur á Neðri-Staf, þar sem kaupstaðurinn blasir fyrst við sjónum þeirra sem ofan Fjarðarheiði koma. Þorbjörn Arnoddsson hóf bif- reiðarakstur í almannaþágu árið 1935 og var það upp frá því hans aðalstarf. Það mun svo hafa verið veturinn 1952—1953 sem hann hóf snjóbílaakstur yfir Fjarðarheiði og rauf þar með þá einangrun sem Seyðisfjörður hafði búið við allt frá hausti og langt fram á vor i ómuna tíð. Þorbjörn var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1975 fyrir brautryðjandastörf á sviði samgöngumála. í bréfi sem Ástvaldur Kristó- fersson ritaði bæjarstjórn Seyð- isfjarðar þann 4. desember 1976 segir m.ö.o. svo: „Ég geri ráð fyrir að við Seyð- firðingar þurfum ekki nú að vitna i skýrslur sérfræðinga til að gera okkur ljóst, hvílík lífsnauðsyn er að halda uppi samgöngum yfir Fjarðarheiði allan ársins hring og í hvílíkri þakkarskuld við stöndum við þann mann, sem öllum öðrum fremur rauf aldagamla einangrun þessa byggðarlags. Því vil ég gera það að tillögu minni að við allir, Seyðfirðingar, sameinumst um að reisa Þorbirni Arnoddssyni verð- ugan bautastein, sem minni okkur og eftirkomendur okkar á, hverju Þorbjörn Arnoddsson ósvikin karlmennska og staðföst barátta fyrir hugsjón sinni fær áorkað. Mig langar einnig að koma á framfæri þeirri hugmynd, að slík- um varða verði valinn staður þar sem hátt ber við þjóðbraut á Fjarðarheiði, svo minning Þor- björns megi áfram vísa okkur til vegar um þá leið, til umheimsins, sem hann öllum öðrum fremur opnaði." Það var svo á fundi bæjar- stjórnar Seyðisfjarðar þann 6. desember það sama ár, þar sem samþykkt var að reisa Þorbirni Arnoddssyni bifreiðarstjóra minnisvarða fyrir hið mikla og óeigingjarna starf hans, fyrr og síðar, að samgöngumálum Seyð- firðinga eins og segir í bókun bæj- arstjórnar. Nú sjö árum síðar er minnis- varðinn risinn og í tilefni af af- hjúpun hans var kaffisamsæti í félagsheimilinu Herðubreið í boði bæjarstjórnar. Þar minntist Theó- dór Blöndal, forseti bæjarstjórn- ar, Þorbjörns heitins en síðan var farið upp á Neðri-Staf, þar sem minnisvarðinn var afhjúpaður af Pálínu Þ. Waage, dóttur Þor- björns, að viðstöddu fjölmenni. Á varðanum stendur eftirfar- andi: „Þessi varði er reystur af Seyðfirðingum til minningar um fjallagarpinn Þorbjörn Arn- oddsson. Hann var brautryðjandi vetrarferða yfir Fjarðarheiði. F. 13.3. 1897. D. 31.8. 1976. Ástvaldur Kristófersson, for- maður nefndar þeirrar er hafði veg og vanda af gerð minnisvarð- ans, skýrði frá byggingu hans. Súlurnar eru úr stuðlabergi úr Hjaltastaðaþinghá og táknar for- súlan þann sem ryður brautina og sækir á brattann og minni súlurn- ar þar fyrir aftan, tákna þá sem á eftir fylgja. Að lokum flutti Pálína Þ. Waage þakkir til allra þeirra sem að verki þessu hefðu staðið og heiðrað minningu föður síns á þennan hátt. — Ólafur Már

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.