Morgunblaðið - 17.09.1983, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.09.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 „ÍR8KA liðið verkar vissulega sterkt á blaði, en auðvitað er ennþá óljóst hvaða leikmenn fara til íslands; ástæðan til þess er ósköp einföld og þá á ég við meiðsli sem einstakir leikmenn geta orðið fyrir. Leikurinn við ísland er mikil- vægur frá okkar sjónarhóli séð. Við höfum að vísu, eins og ísland, misst af lestinni í úr- slitakeppni Evrópukeppninnar í París, en við erum að byggja upp lið fyrir undankeppni næstu heimsmeistarakeppni. I»á ætlum við okkur stóra hluti og ég er sannfærður um að írska liðið getur skákað þeim beztu,“ sagði Frank Stapleton, miðherji írska landsliðsins og Manchester United, í samtali við Mbl. „íslenzka liðið verður erfitt viðureignar á Laugardalsvelli44 Frank Stapleton kom hingað til lands í fyrra með Manchester United í boði Vals. Á myndinni er hann á æfingu á ValsvelH ásamt Ray Wilkins. Stapleton hefur verið valinn í írska lands- liðshópinn gegn ís- lenska landsliðinu í Evrópukeppni lands- liða á Laugardalsvelli þann 21. september næstkomandi. Það verða margir kunnir kappar í írska liðinu, Liam Brady, sem leikur með Sampdoria á ítaliu, Kevin Moran og Stapleton frá Manchester United, David O’Leary, Arsenal, Michael Rob- inson og Mark Lawrenson, Liv- erpool, Chris Hughton, Totten- ham, Kevin O’Callaghan, Ips- wich, og Gerry Daly, Leicester, svo nokkrir séu nefndir. Allt leikmenn, sem eru íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnir. Frank Stapleton er einn skæð- asti miðherji ensku knattspyrn- unnar — leikinn og skallar knöttinn flestum betur. Hann er nú að hefja sitt þriðja leiktíma- bil með Manchester United — varð bikarmeistari með liðinu síðastliðið vor og kom hingað til lands í fyrra. Stapleton gekk til liðs við Manchester United frá Lundúnafélaginu Arsenal. Vildi til liðs við stærra félag og Manchester United varð fyrir valinu eftir að mörg stærstu fé- lög Englands höfðu sóst eftir að fá hann til liðs við sig. Þeirra á meðal Liverpool. Hann lék 223 leiki fyrir Arsenal og skoraði 75 mörk í 1. deild, en auk þess 29 bikarmörk. United borgaði 900 þúsund pund fyrir Stapleton og hann hefur launað félaginu það með því að skora 27 mörk í 1. deild í 80 leikjum. Nú eru rétt 10 ár sfðan Staple- ton hélt til Lundúna frá írlandi til þess að leika með Arsenal. Hann var þá aðeins 16 ára gam- all; einn fjölmarga ungra knattspyrnumanna, sem árlega vonast til þess að komast f at- vinnumennsku. Með Stapleton komu Liam Brady og David O’Leary. Allir komust þeir í fremstu röð og áttu stóran þátt í að gera Arsenal að einu bezta félagsliði Bretlands. En Liam Brady hélt á braut, fór til Ju- ventus á ítalfu og leikur nú með Sampdoria. Stapleton vildi einn- ig reyna fyrir sér annars staðar en á Highbury og gekk til liðs við United. Aðeins O’Leary er eftir og leikur nú stórt hlutverk í vörn Lundúnaliðsins. — Hvernig líst þér á leikinn á íslandi? „Hann leggst vel í mig, við sigruðum fslenska liðið f Dublin 2—0. Það var erfiður leikur, ís- lenska liðið lék fast og gaf hvergi eftir. Islenska liðið verður erfitt viðureignar á Laugardalsvelli. En við erum staðráðnir í að sigra og það sést best af því, að Liam Brady mun koma alla leið frá ítaliu til þess að leika í Reykjavík. Það, ef til vill öðru fremur, sýnir hve staðráðnir við erum í að sigra islenska liðið. Við erum eins og ég sagði að byggja upp fyrir framtfðina, fyrir HM í Mexfkó. Möguleikar okkar í Evrópukeppni landsliða eru úr sögunni. Spánverjar hafa unnið alla leiki sina i 7. riðli nema einn, gerðu jafntefli f Dub- lin. Okkar möguleikar urðu að engu þegar við töpuðum f Hollandi og á Spáni. Spánverjar hafa verið mjög erfiðir viðfangs og þurfa aðeins að sigra Möltu f sfðasta leik sinum til þess að tryggja sér sæti f úrslitakeppn- inni í Frakklandi. Ég efast ekki um að það verður þeim næsta auðvelt." — Hvað um fslenska liðið og leikmenn þess? „Eins og ég sagði, þá var leik- urinn í Dublin mjög harður. Mér skilst að fslenska liðið verði að stofni til skipað leikmönnum sem leika á meginlandi Evrópu, f Belgfu og Þýzkalandi. Margir þeirra eru góðir knattspyrnu- menn. Ég verð að segja eins og er að ég man ekki nöfn einstakra leikmanna utan Arnórs Guð- johnsen. Hann er geysilega sterkur og skemmtilegur leik- maður, lék gegn Manchester United þegar við komum til ís- lands í fyrra." — Hvernig mundir þú velja besta lið Irlands, ef þú ættir þess kost? „I þessu sambandi vil ég að- eins nefna þrjá leikmenn, Liam Brady, Mark Lawrenson og Dav- id O’Leary, allir mjög snjallir leikmenn." — Nú er keppnistfmabilið hafið á Englandi. Hverja telur þú möguleika Manchester Unit- ed f baráttunni um meistara- titilinn? „Við höfum byrjað nokkuð vel, unnum góðan sigur á Arsenal f Lundúnum, en töpuðum hins vegar fyrir Nottingham Forest í Manchester. Við vorum óheppnir þá, en ég tel að þau úrslit hafi bara þjappað mönnum betur saman og undirstrikað að við verðum að standa saman til þess að ná árangri í vetur. Allir verða að leggja sitt af mörkum. And- rúmsloftið á Old Trafford er stórkostlegt. En eins og þér er kunnugt um, þá er keppnistfma- bilið á Englandi langt og við verðum að gæta þess að byggja ekki upp loftkastala sem ekki standast. Við verðum að halda okkur við jörðina." — Hverjir verða helstu and- stæðingar United, að þinu mati? Liverpool? „Það er augljóst að Liverpool verður með mjög gott lið í vetur. Félagið hefur verið öðrum hér fyrirmynd. Til þess að vinna titla hafa menn orðið að leggja Liverpool að velli. En Ipswich og West Ham virka einnig sterk og hafa byrjað keppnistfmabilið vel,“ sagði Frank Stapleton. Rætt við Frank Stapleton, miðherja írska landsliðsins og Manchester United

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.