Morgunblaðið - 17.09.1983, Page 14

Morgunblaðið - 17.09.1983, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 Myndlistarsýning Sigþrúðar Pálsdóttur SIGÞRÚÐUR Pálsdóttir (Sissú) opnar í dag kl. 17.00 myndlistarsýn- ingu í Verslanahöllinni að Laugavegi 26, 2. hsð (inngangur er einnig frá Grettisgötu). Sissú stundaði nám á ítaliu og í Kaupmannahöfn og veturinn 1977—78 nam hún í The Arts Stu- dents League of New York. Hún lauk BA-prófi í myndlist frá The School of Visual Arts í New York 1982. Sissú tók þátt í skólasýningum á vegum The School of Visual Arts og The Arts Students League. Einnig hélt hún sýningu á mynd- vefnaði og málverkum á veitinga- stað Palssons í New York. Þetta er fyrsta einkasýning Sissú hér á landi. Sýningin er opin frá kl. 14—19 og 20—22 daglega og stendur til 30. september. Dagur í Djúpinu Myndlist Bragi Ásgeirsson Dagur Sigurðarson er sem kunnugt er ekki einasta skáld heldur hefur hann einnig feng- ist við myndgerð um árabil. Minnisstæðar eru mér sýningar hans og Völundar Björnssonar fyrir margt löngu. Þær minna mig nefnilega á nýbylgjumál- verkið svonefnda en þeir strák- ar voru víst á undan timanum, ens og raunar margir fleiri, en það er annað mál. Þegar fyrri myndir Dags voru grófar og litirnir hvellir og skerandi ásamt því að vera með sterku ívafi einstefnupólitíkur, — þá eru myndir hans i dag mun þroskaðri og hrifmeiri í út- færslu allri. Dagur sýnir 24 myndir í Djúpinu við Hafnar- stræti, allar frekar litlar en ein- mitt í þeirri stærð er hentar í þessu sérstæða rými. Dagur er sem fyrri daginn ekkert að tví- nóna við hlutina en hefur til að bera mun þroskaðri kennd fyrir lit og formi en ég hef séð frá hans hendi áður. I stuttu máli er þetta langheillegasta og um leið sterkasta sýning frá hálfu Dags Sigurðarsonar til þessa. I myndunum er á stundum ein- mitt sú dýpt og formræna hugs- un er ég sakna oft hjá ný- bylgjumálurunum ungu. Þá er í þeim upprunalegur litrænn kraftur. Langar mig hér til að vísa til nokkurra mynda máli mínu til stuðnings en þær eru „Ævin- týri“ (1), „í djúpinu" (5), „Lista- maður og fyrirsæta" (13), „Við bálið" (16) og „Bláskeggur" (19). Allar eru þetta myndir er grípa og eru gerandanum til sóma — myndskáld er hann vissulega. Þetta er ein af þeim sýning- um, sem koma manni á óvart en þeim fer mjög fækkandi — hún minnir mig um margt á sýningu Thors Vilhjálmssonar á þessum sama stað nema að myndmálið er annað og þó skáldlegt, mett- að póesíu eins og sagt er. Það er alveg óhætt að mæla með innliti á þessa sýningu og listamanninum óska ég áfram- haldandi landvinninga á sviði pentskúfsins. Bragi Ásgeirsson. Buxur Fernar buxur Barnabuxur Sértilboð á buxum í stærðunum 25 - 30 kaupirðu tvennar buxur færðu þær þriðju í kaupbæti. Föt Stakir jakkar Vetrarjakkar Blússur og sumarjakkar Peysur Skyrtur Vesti Bolir Ýmislegt í 50 króna horninu. Opið laugardag 10-16. kr. 300,- kr. 1.000,- kr. 150,- kr. 150,- kr. 1.900,- kr. 900,- kr. 800,- kr. 400,- kr. 350,- kr. 50,- kr. 150,- kr. 100,- ADflm# Krókódíll í bandi Kvikmyndir Ólafur M. Johannesson Nafn á frummáli: Alligator. Ilandrit: John Dayles. Kvikmyndun: Joseph Magine. Tónlist: Craig Hundley. Leikstjóri: Lewis Teague. Það þarf svo sem engan að undra þótt lítil telpa velji sér krókódíl fyrir gæludýr í henni Ameríku því þar tíðkast að grísir sofi í náttfötum til fóta og ekki er óalgengt að menn dragi á eftir sér „gælugrjót". Hitt er máski óvenju- legra að þegar krókódíl er sturtað niður af reiðum pabba þá lifi hann ekki aðeins af förina niðrí skólp- ræsið heldur blási út uns hann lík- ist fornsögulegri skepnu. En of- vöxtur á sér stað þegar króksi tek- ur að narta í hundshræ sem hafa hlotið hormónagjöf á dularfullri rannsóknarstofu í eigu auðjöfurs nokkurs. Slíkum furðuverkum kynnast menn ef þeir leggja leið sína niðrí A-sal Regnbogans að sjá mynd sem nefnist í pró- grammi: Alligator (einnig nefnist skepnan svo í megintexta pró- grammsins). Án þess ég vilji vera með málhreinsunarstæla þá mætti kalla skepnuna krókódíl eða eigum við kannski ekki lengur orð yfir allt sem er hugsað á jörðu? Annars er söguþráður þessarar myndar ekki svo óvenjulegur þeg- ar að er gáð því allt frá árinu 1924 er skrýmslamyndin „The Lost Krókódíllinn geóir sér á þjónustustúlku. World“ sá dagsins ljós hafa streymt af færiböndum kvik- myndaiðjuveranna myndir er sýna dýr í yfirstærð. Ýmist hafa dýrin orðið fyrir geislun eða etið einhvers konar töfralyf eða ein- angrast á afskekktum svæðum. Þá er til í dæminu að skyndilega hafi komist á kreik ógnarlegar skepnur sem lengi hafa verið huldar mönnum og er Hákarlamynd Steven Spielberg eitthvert besta dæmið um slíkt. Svo má ekki gleyma hreinræktuðum ævintýra- myndum þar sem dýr af yfirstærð leika mikilvægt hlutverk eða hver man ekki eftir Sjöundu ferð Sim- baðs Sæfara. Krókódíllinn telst frekar í hópi hryllingsmynda á borð við „Jaws“ eða „The Black Scorpion" og „The Giant Claw“. Sem slík þjónar þessi mynd bærilega hlutverki sínu í það minnsta fékk ég stöku sinnum fiðring í magann, enda þótt flest væri samkvæmt formúl- unni. Undirritaður er reyndar orðinn dálítið þreyttur á formúlumynd- um gerðum samkvæmt uppskrift- inni: metsölubók plús kvikmynd samasem: söluvara — en slíkar myndir virðast svo til eingöngu á boðstólum í kvikmyndahúsum borgarinnar þessa stundina. Heið- arleg undantekning er mynd Lár- usar Ýmis óskarssonar, Andra dansen. Mikið væri nú gaman ef kvikmyndahúsin vikju annað slag- ið frá iðnaðarframleiðslu vestur- strandar Bandaríkjanna. Heimur- inn er ekki bara Holljrwood.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.