Morgunblaðið - 17.09.1983, Side 17

Morgunblaðið - 17.09.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 17 hafði hreinsað hana af öllu söng- „flúri“, sem á hlutverkin hefur safnazt í tímans rás — og það ætl- aði hreint allt um koll að keyra. Það var baulað og öskrað, kallað fram í og hlegið, — vantaði ekkert nema bjórdósirnar. — Eru kannski hópar á launum til að baula? — Ekki veit ég það, en stundum er því haldið fram, að baulararnir beiti söngvara fjárkúgun, fari til þeirra og spyrji, hvað þeir vilji borga þeim fyrir að baula ekki. — Hvað veldur hvötinni til að baula? Fær þetta fólk útrás fyrir eigin niðurbælda getuleysistil- finningu? Er þetta heimska, hroki, skortur á menntun eða menningu? Eða kannski einfald- lega skrílseðlið? — Það er ekki gott að segja, — menntunarleysi er það varla, því að margt af þessu fólki er ágæt- lega menntað og hefur áhuga á tónlist. Hinsvegar eru þetta yfir- leitt ungmenni, haldin miklum æskuhroka, sem svo oft einkennir vissa aldurshópa. í vetur hefur svo bætzt við, að mjög stífur áróður hefur verið rekinn gegn óperu- stjóranum, Lorin Maazel, sem er bandarískur gyðingur, mjög um- deildur og margir hafa skrifað þetta á reikning gyðingahaturs, sem þannig fái útrás. Ég er ekki frá því, að meira hafi losnað um það eftir að Bruno Kreisky lét af kanzlara-embættinu, hann hé't öllu slíku vel í skefjum. — Merki- legur maður, Kreisky, — ég er mikill aðdáandi hans og stefnu hans í utanríkismálum. Það væri kannski ekki jafn mikil spenna í heiminum í dag og raun ber vitni ef fleiri væru eins og hann; nógu skynsamir og nógu sterkir til að halda sjálfstæði og einurð gagn- vart báðum stórveldunum í senn. ★ ★ ★ Margt mætti fleira tíunda úr samtali okkar þessa morgunstund, en hér sem oftar setur rýmið skorður. Ég spurði Kristin að lok- um, hvert hann stefndi, — á frægð og frama? Hann svaraði: — Ég neita því ekki, að ég vildi gjarnan afla mér viðurkenningar sem söngvari; ekki endilega frægðar — sízt ef hún á að greið- ast því verði að vera á sífelldum þeytingi og búa í ferðatözkum. Hljómleikaferðalag í eina viku var nóg til að sannfæra mig um, að ég gæti ekki hugsað mér að lifa slíku lífi — að vera alltaf fjarri fjöl- skyldu og ástvinum. Úti í Vínar- borg hef ég hitt söngvara, sem bíða eftir því að verða frægir og ríkir. Það skiptir mig ekki máli, mig langar til að syngja, reyna á sjálfan mig í söngnum, finna framfarir, keppa að ákveðnum markmiðum, feta mig áfram. Ég vonast til að geta framfleytt mér og fjölskyldu minni með söngnum og það gleður mig að finna hvatn- ingu og góðar móttökur hér heima. Ég vona að ég háldi áfram að þroskast músikalskt og tækni- lega, ella verður söngurinn eins og hver önnur rútína — og ég held að lífið sé heldur lítið spennandi taki maður ekki framförum, hvert sem viðfangsefnið er. Kristinn rís á fætur, — segist farinn að synda. Þannig heldur hann sér í líkamlegri þjálfun eins og lærifaðir hans, Guðmundur Jónsson. „Hér heima syndi ég á hverjum degi,“ segir hann, „en það gat ég ekki gert í Vín, þvf að ég var yfirleitt í skólanum, þegar sund- staðir voru opnir. En það kom ekki að sök,“ bætir hann við hlæjandi, „þar sem ein af skyldunámsgrein- unum í skólanum var ballett og musical-dans og þá tíma varð ég að sækja, hvort sem mér líkaði betur eða verr. Þarna voru aðal- lega með mér japanskir söngnem- ar og aðrir ekki hærri í loftinu og ég segi þér satt, að ég var eins og fíll í músahjörð. Sennilega hefði ég getað fjármagnað námið með því að selja aðgangseyri að dans- tímunum; þetta var býsna spaugi- legt — en ég var hughreystur með því að ég yrði sennilega aldrei lát- inn dansa á sviði." Ljósm: Kristján Örn Eliasson. Fjórmenningarnir úr Vetrarmynd framan við eitt verka Magnúsar Tómassonar. Talið frá vinstri: Magnús, Bragi, Baltazar og Þorbjörg. Fjórða sýning Vetrarmyndar: Ólíkum listarerkum saman I DAG klukkan 16 verður opnuð myndlistarsýning „Vetrar- myndar". Sýningin er haldin í sýningarsal Listasafns alþýðu við Grensásveg. Á sýningunni eru verk eftir Baltazar, Braga Hannesson, Magnús Tómasson og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Alls eru á sýningunni fjörutíu verk, flest olíumálverk. Fyrsta sýning Vetrarmyndar var hald- in í desember 1977 í kjallara Norræna hússins, önnur sýn- ingin var 1979 og sú þriðja á Kjarvalsstöðum 1981. Alls hafa fimmtán myndlistarmenn tekið þátt í þessum sýningum, og nú sýna þau fjögur sem átt hafa verk á öllum fyrri sýningum. Blaðamaður leit við á Grens- ásveginum í vikunni, þar sem fjórmenningarnir voru í óða önn að hengja upp verk sín, og spurðist fyrir um hvers kyns félagsskapur Vetrarmynd væri. „Þetta er formlegt félag," sagði Baltazar, „það er að segja að það var stofnað með formlegum hætti á sínum tíma, en við reynum eins og við getum að hafa þetta sem óformlegast á allan hátt!“ Bragi og Magnús tóku í sama streng með óform- legheitin, og sögðu frelsi lista- mannanna innan hópsins ótak- markað, enda væri á það lögð áhersla af aðstandendum Vetr- armyndar, að á sýningum gætti fjölbreytni í vali myndefnis og annarra listaverka, og ólíkum listaverkum og listastefnum er gert jafnhátt undir höfði. Myndirnar á sýningunni, sem opnar í dag, eru mjög ólíkar. Þorbjörg sýnir myndir þar sem Rætt við listamennina Þorbjörgu Höskuldsdóttur, Braga Hannesson, Baltazar og Magnús Tómasson hún blandar saman „perspekt- ífi“ og landslagi, Bragi er með mikið stílfærðar landslags- og húsamyndir, Baltazar málar ís- lenskt veður í sínum verkum, og Magnús er með skáldskap og fantasíur í sínum myndum, og sækir myndefnið í mörgum til- vikum í gríska fornsögu og goð- amyndir, sem lengi hefur verið honum hugleikið viðfangsefni. „Það er rétt að grísk goða- fræði höfðar til mín,“ sagði Magnús, „og þá alveg sérstak- lega ef hún vísar og höfðar á einhvern hátt til nútíðarinnar. Myndirnar á þessari sýningu eru gerðar í olíu, acryl og gulli; í sumum myndanna hef ég not- að 24ra karata gull til að ná fram sérstakri áferð. — Það geri ég til dæmis í myndum þar sem Mídas kemur við sögu, gríski konungurinn sem varð fyrir þeirri ógæfu að allt sem hann snerti varð að gulli. — Að öðru leyti vil ég sem minnst um þessi verk segja, fólk verður að koma og sjá þau! Ég get þó sagt það, að nú er ég með mun stærri verk en ég hef haft áður, því undanfarið hef ég einkum verið með mjög litlar myndir. Þessi verk eru hins vegar stór og fyrirferðarmikil, og það er gaman að sjá hvernig þau koma út í þessum skemmtilega sal, þó ég sé varla búinn að venjast því ennþá að sjá þau hér utan vinnustofunnar." „í stað þess að mála landslag, sem ég hef mikið gert, hef ég að undanförnu einbeitt mér að veðrinu," sagði Baltazar, þegar hann var spurður um verkin á sýningunni. „Islensk veðrátta er mjög skemmtileg," sagði hann ennfremur, „mér líkar vel við þetta rok og alla bleytuna hér! — Mest skoða ég landið af hestbaki, og þá ekki síður í leið- inlegu veðri en góðu. Ég er ekki viss um að fólk geri sér al- mennt grein fyrir því hvað átt er við, þegar talað er um lands- lag. Hér á landi er að minnsta kosti 80% þess sem við sjáum í landslaginu ekkert annað en veður! — Rigning og þoka, snjór og sól, ský og svo fram- vegis. Allt þetta hefur úrslita- áhrif á hvernig landslagið kem- ur manni fyrir sjónir, ekki síst hér á landi þar sem veðrabrigð- in eru svo ör! — Þetta er ég að reyna að sýna í myndum mín- um.“ Bragi Hannesson kvaðst fyrst og fremst halda sig við landslag og húsamyndir. „Ég stílfæri þetta mikið, nota sterka liti og stóra fleti, sem stillt er saman, reyni að spila á liti og form til að ná fram nátt- úrustemmningu, en fyrirmynd- irnar eru allar teknar úr ís- lensku landslagi, úr Heiðmörk, Húsafelli, Hítardal og víðar. — Ég geri ekki nema frumdrög að myndunum á staðnum, síðan lýk ég við þær heima. Það geri ég meðal annars til að verða ekki um of háður fyrirmyndun- um,“ — Bragi, sem er banka- stjóri að starfi, sagðist hafa fengist við að mála allt frá 1969, í tómstundum, og væri ekki ætlunin að breyta því. „Þetta hefur verið tómstunda- gaman hjá mér, og ég vil helst halda þvi þannig og það þýðir ekki að ég leitist ekki við að gera góðar myndir!" „Ég á óskaplega erfitt með að lýsa með orðum því sem ég er að mála,“ sagði Þorbjörg, „og ætli það verði ekki að gilda um þessi verk eins og önnur hjá mér! Ég blanda saman lands- lagi og perspektífi, geri það til að fá fram dýpt og andstæður, oft er gott að nota flísar eða annað tilbúið af mafinavöldum til að vekja athygli á andstæð- unni; einhverju ósnortnu í landslaginu. — Þetta er ekki tilheyrandi neinni stefnu í myndlistinni held ég, en ég hef verið að mála talsvert á þessum nótum allt frá 1970, en allt það landslag sem ég nota í myndun- um á sér ákveðnar fyrirmyndir í íslensku landslagi. — Viðbótin er svo úr mínum hugarheimi!" Sýning þeirra fjórmenninga úr Vetrarmynd opnar sem fyrr segir klukkan 16 í dag, laugar- dag, og eru öll verkin 40 til sölu. - AH.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.