Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 Nýja beitisiripið, sem Rússar sendu út i Miðjarðarhaf í gær. Það er af krasína-gerð og er fyrsta skip sinnar tcgundar. Það var smíðað f Nikolayev-skipasmíða- stöðinni við Svartahaf. AP-Simamynd Ný tegund beitiskípa í herskipaflota Russa Iataabal, 1«. aeetember. AP. JL Istaabal, 16. aeetember. NÝ TEGUND sovézks beiti- skips fór um tyrknesku sund- in Bosporus og Dardanella í jómfrúrferð sinni í dag, en margt bendir til vaxandi um- svifa Rússa á Miðjarðarhafi, að sögn tyrkneskra sérfræð- inga í sjóhernaði. Beitiskipið nýja, sem nefnist Shaba, er 13 þúsund smálestir. í fylgd þess um tyrknesku sundin var tundurspillir af Kashin-gerð. Samkvæmt Jane's uppsláttar- ritinu um herskip, er Shaba fyrst þriggja beitiskipa af Krasina- gerð, en um borð í þeim verða m.a. SSM- og SAM-stýriflaugar og venjulegar fallbyssur. Tveir þyrlu- Veöur víða um heim Akureyn 8 •kýjao Ameterdam 17 akýjað Aþena 30 beiöakírt Barcelona 28 þokumoöa Bangkok 32 heiöakírt Beirút 28 heiöekírt Berlín 20 skýjaft Brussel 17 skýjao Buenos Airee 20 heiöekírt Chicego 17 rigning Dehli 36 heiöakírt Dyfhnni 17 heioekírt Feneyjar 22 þokumooa Frankturt 24 rigning Gent 25 rigning Helainki 15 heiöekírt Hong Kong 32 heioakirt Jerútalem 28 heiðekírt Johannesarborg 22 heiöekírt Kaupmannahöfn 18 heioekírt Las Palmas 25 háltekyjaö Lmabon 28 heiöskírt London 17 skýiao Los Angelea 32 heiöekírt Madríd 31 heiðekírt Malaga 27 léttekýjeo Mallorka 29 ekýjao Manila 34 heioskfrt Mexíkóborg 23 skýjao Miamí 33 ekýjao Montreal 19 akýjao Moskva 16 heiöskfrt Mew York 24 skýjað Oetó 13 rigmng Paria 21 ekýjað Peking 30 heiðskfrt Perth 19 heiöekfrt Beykjavík 9 ekýjað Rio 31 heiðekírt RÓRI 28 heiöekírt San Franaíaco 22 heiöskírt Stokkhobnur 17 skýjað Sydney 17 skýjað TelAviv 28 heiöskírt Tókýó 21 skýjað Toronto 18 heiöekfrt Vancouver 17 skýjað Vin 21 heiðskírt Varajá 21 heiðakírt pófwtofn 11 aiekýiað pallar eru á skipinu, sem gengur 32 sjómílur. Smíði skipanna var hafin 1976 og lauk prófunum á Svartahafi í lok síðasta árs, og var þá ákveðið að skipið sigldi til liðs við Miðjarð- arhafsflota Rússa. Nýju beitiskipunum er ætlað að vera stærri kjarnorkuknúnum beitiskipum af Kirov-gerð til halds og trausts. Heimildir herma að Rússar ætli að vera með a.m.k. fjogur Kirov-beitiskip á úthöfun- um fyrir lok þessa áratugs. Talið er að Rússar haldi úti 55 skipum á Miðjarðarhafi um þessar mundir, en 10 hafa bætzt við á siðustu tveimur mánuðum. Leitað að braki úr kóresku farþegaþotunni á ströndum nyrstu eyja Japans. Helmingur flugferða til Moskvu liggur niðri Washington, Helsinki, 16. aeptember. AP. UM ÞAÐ BIL helmingur allra flugferða milli Sovétríkjanna og annarra ríkja, eins og þær eru við eðlilegar aðstæður, liggur niðri vegna refsiaðgerða gegn Rússum fyrir að skjóta niður kóresku farþegaþotuna. Af þessum sökum liggja 80 af 156 vikulegum áætlunarferðum til og frá Moskvu niðri. Talan gæti átt eftir að hækka vegna aðgerða flugmanna. I ríkjum þeim sem þátt taka í ferðabanninu fara fram 60% af öllu almannaflugi í veröldinni. Af ríkjum Atlantshafsbandalagsins taka Frakkar, Tyrkir og Grikkir ekki þátt í ferðabanninu. Vegna ferðabannsins og vegna aðgerða flugumferðarstjóra í ýms- um ríkjum, hefur þriðjungur allra ferða Aeroflot fallið niður. Þó svo franska stjórnin hafi ekki lýst lendingarbanni á sovézkar flug- vélar, falla ferðir þangað niður, þar sem sovézkar flugvélar fá ekki að fljúga um loftrými Vestur- Þýzkalands og Sviss. Gunnar Korhonen forstjóri Finnair sagði að kyrrsetja ætti allar flugvélar Korean Air Lines, Kóreuflugfélagsins, þar til fyrir liggur hvort starfsemi flugfélags- ins sé í samræmi við kröfur, sem gerðar eru. Korhonen sagði að lönd þau og flugmannafélög, sem gripið hefðu Rússar njósna við Hawaii Pearl Harbour, 16. september. AP. EI'IT nýjasta njósnaskip Rússa lón- ar nú við Hawaii og er augljóslega að fylgjast með hernaðarumsvifum Bandaríkjamanna á eyjunum, að sögn talsmanns sjóhersins. I dag var ekipið, Balzam, suður af eynni Oahu, en bæði Honolufu og Pearl Harbour, eru á þessarí eyju. Flugvélar bandaríska sjóhersins fylgjast með ferðum þess. Baizam hafði lengi haidið sig undan meiriháttar stöðvum sjó- hersins á vesturströnd Bandaríkj- anna, þar til skipið flutti sig til Hawaii, þar sem talið er að það afli upplýsinga um ferðir herskipa og kafbáta. Balzam er, að því er bezt verður vitað, eina njósnaskip Rússa, sem er vopnum búið. Er það m.a. búið loftvarnarflugskeytum og 30 millimetra fallbyssu. til refsiaðgerða gegn Rússum fyrir árásina á farþegaþotuna, ættu að grípa til sömu aðgerðá gagnvart flugvélum Kóreuflugfélagsins. „Það er fyrst og fremst við Kóreumenn að sakast. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir hafa stofnað lífi farþega í hættu, þeir hafa gert það tvisvar áður að minnsta kosti," sagði Korhonen. Korhonen sagði að ef farþega- þotan hefðí ekki verið í njósna- flugi, eins og ráðamenn í Kreml halda fram, þá væri það alvarlegt ef ekki væri hægt að fljúga henni á réttum leiðum með jafn full- komnum siglingatækjum og í henni voru. Af slíkum vélum staf- aði mikil hætta. „Ef flugvélar Finnair færu jafn mikið af leið, ætti ekki að leyfa okkur að fljúga fyrr en leitt hefði verið í ljós hvað úrskeiðis hefði farið." Finnskir flugmenn hættu að fljúga til Moskvu á mánudag, og gildir bann þeirra í 30 daga. Finnskir flugumferðarstjórar ákváðu hins vegar að afgreiða sov- ézkar flugvélar. Korhonen sagði að Rússum væri velkomið að fjölga ferðum til Helsinki til að bæta upp bann við lendingum annars staðar í Evrópu. Sannkallað smásjón- varp Laadeaam, 16. aeptember. AP. BRESKI milljénamæringurinn og uppfinningamaðurinn Clive Sinclair kallaði fréttamenn á sinn fund í gær og sýndi þeim nýjustu uppfinningu sína. Reynd- ist hún vera „minnsta sjónvarp veraldar". Varla deilir neinn við hann um það, því sjónvarpið passar í jakkavasa og skermur- inn er aoeins 5 sentimetrar á breidd og hæd, sem sagt minna en venjuleg pappírskilja. Sinclair var rúm fimm ár að setja dverginn saman og alls kostaði fyrirtækið 10,5 milljón- ir dollara. Tækið tafðist vegna verkfalla á síðasta ári og kom fyrir vikið á markaðinn níu mánuðum á eftir helsta keppi- nautinum, Sony Whatchman. En Sinclair segir það i raun engu skipta, „tækið mitt er helmingi minna, helmingi ódýrara og helmingi betra en önnur tæki af þessu tagi. Ég býst við því að það seljist svona milljón tæki á ári," sagði hann i gær. Tækið er aðeins 280 grömm að þyngd og í næstu viku geta Bretar fengið það keypt i póstkröfu. Mun það kosta 120 dollara stykkið, en Sinclair sagði að strax á næsta ári myndi hann kynna það í Bandaríkjunum og þar myndi hvert tæki kosta undir 100 dollurum hvert. Watchman- tæki japanska fyrirtækisins Sony selst í Bretlandi fyrir 373 dollara stykkið um þessar mundir. Sinclair er afkastamikill uppfinningamaður, sagt er að hann sé að hanna rafmagns- bifreið um þessar mundir, sem muni skipta sköpum í fram- leiðslu slikra bifreiða. Hann vildi ekki tjá sig um hvernig gengi með bílinn, en lofaði upplýsingum hins vegar innan tíðar. Hitti Bongo í vondu skapi Zanegrille, < >hio, 16. september. AP. SIMPANSINN Bongo var ekki í góðu skapi í gær, eigandi hans, Jimmy Estep, hafði hlekkjað hann við tré og hreinlega gleymt honum þar sem þeir félagar voru á hjólhýsaplani skammt frá borg- inni Zanesville. Garry Morrison, tæplega Fimmtugur vélhjóla- knapi, fékk að finna fyrir raiði Bongos. Bongo er enginn putti, 120 sentimetrar á hæð og 61 kíló. Einhvern veginn tókst honum að losa sig við hlekkina og sfð- an arkaði hann af stað. Hvert förinni var heitið er óljóst mjög, en á vegi Bongos varð hraðbraut númer 22 í Ohio. Bílar þutu til og frá og Bongo hikaði er út á miðja götuna kom. Stóð hann þar stjarfur er Morrison kom á vélhjóli sínu. Það munaði hársbreidd að hann skylli á Bongo, en náði þó að hemla. Vatt Bongo sér þá að Morrison, dró hann af baki og beit hann hér og þar. Þýddi lít- ið fyrir Morrison að berjast á móti, því Bongo gekk berserks- gang og tuggði handleggi hans, fætur og hnúa. Eigandinn, fyrrnefndur Estep, var kominn á vettvang og tókst honum að yfirbuga Bongo og hneppa hann í keðjur á nýjan leik. Sagði hann vini sínum til málsbóta að hann hefði varað Morrison við því að aka strax af stað á ný. Þess í stað hefði Morrison reiðst og reynt að sparka í Bongo með fyrr- greindum afleiðingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.