Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 21 Mótmœlaaðgeröir Frá mótmælafundi í Bandaríkjunum vegna kóresku farþegaþotunnar, sem Rússar skutu niður við Sjakalíneyju 1. september með 269 mðnnum innanborðs. Mótmælaaðgerðir eiga sér enn stað í Bandaríkjunum Tegna þessa atburðar. Pólland: Vara við misnotkun á telex-senditækjum Varsjá, 16. september. AP. STJORNVÖLD í Póllandi vbruðu eigendur og notendur telexsendi- tækja við þvf að senda frá sér efni sem bryti í bága við pólsk lóg eða gengi í berhögg við velsæmi og al- menna kurteisi. Til er í pólskum lög- um ákvæði þar sem segir að þeir sem verði uppvísir að því að senda „ósannindi" með telextækjum, geti átt von á allt að tíu ára fangelsi. Talið er að stjórnvöld í landinu hafi beint hótun sinni til vest- rænna fréttamanna, sem senda til heimalanda sinna og víðar f regnir af ólgunni í landinu. Fyrrnefndu lagaákvæði hefur ekki verið beitt gegn fréttamönnum áður, en í janúar á þessu ári ráku pólsk stjórnvöld Ruth Gruber, frétta- mann UPI, úr landi fyrir meintar njósnir. Því neitaði ungfrúin harð- lega og stjórnvöld létu sér nægja að vísa henni úr landi. í tilkynningu stjórnvalda var ekki minnst einu orði á refsingar fyrir brot gegn umræddum regl- um og ekki var Samstaða nefnd á nafn. Þegar frú Gruber var rekin úr landi hótuðu stjórnvöld öðrum fréttariturum að þeir myndu fá sömu meðferð ef þeir sendu ekki „sannar" fregnir til fréttastofn- ana sinna. hvað þá ef þeir gerðu sig seka um að miðla tilkynning- um fyrir hin forboðnu verkalýðs- félög. Nicaragua: Indjánar órétti beittir Washington, 16. september. AP. Mannréttindanefnd nokkur tjáði undirnefnd í fulltrúadeild banda- ríska þingsins í gær, að sandinista- stjórnin í Nicaragua virti að vettugi mannréttindi Miskito-indjána sem búa á Atlantshafsströnd Nicaragua. Ekki nóg með það, heldur beitti stjórnin indjánana ýmislegum órétti og skepnuskap. Talsmaður mannréttindanefnd- arinnar, Felice D. Gaer, sagði að sandinistarnir litu á Miskito- indjánana sem einn alls herjar blóraböggul til að svala sér á i baráttunni gegn andstæðingum vinstri stjórnarinnar. Frú Gaer sagði að mörg hundruð indjána hefðu verið handteknir og færðir til yfirheyrslu, allir fyrir þær meintu sakir að ganga með bylt- ingu gegn stjórninni í maganum. Þá sagði hún að milli 70 og 100 þeirra sem handteknir hefðu ver- ið, hefðu hreinlega týnst og væri óttast mjög um líf þeirra, auk þess sem hún sagði vissu fyrir því að margir indjánanna hefðu verið pyntaðir meðan að spurningarnar dundu á þeim. Talsmenn sandinista hafa sagt að stjórnvöld hafi hvað eftir ann- að reynt að draga úr spennunni sem ríkir í málefnum Miskito- manna, en allt hafi komið fyrir ckki og liggi sökin öll hjá indján- unum sem séu með ólíkindum tregir til samvinnu. Frú Gaer sagði þetta mikla firru og tilraun- ir sandinista til að rifa Miskito- indjána upp með rótum og flytja þúsundir þeirra burt frá heim- kynnum þeirra ekki bera vott um velvild af hálfu stjórnvalda. Móöurmjólkin er meinholl Wuhington, 16. september. AP. VÍSINDAMENN í Washington hafa orðið þess vísari af rannsóknum sínum, að móðurmjólkin grandar ýmsum meiri háttar snikjudýrum sem stunda þá iðju að valda sjúkdómum í meltingarfærunum. Þessar niður- stöður benda til þess að brjóstagjöf sé að þessu leyti mjög gagnleg. Það er einkum sníkjudýrið gi- ardia lamblia sem móðurmjólkin grandar. Getur kvikindið valdið ofstopa-niðurgangi í ungbörnum og jafnvel orðið til þess að þau hreinlega þrífast ekki. Sníkjudýr þetta er einkum algengt í fjalla- héruðum og hefur stundum verið kallað „niðurgangur útilegu- mannsins" (backpackers di- arrhea) vegna þess að upphaf- lega gistir það vatn í umræddum fjallahéruðum og tekur sér svo bólstað í mönnum er þeir svala þorsta sínum. Sníkjudýrið fær litlu áorkað í fullorðnu fólki, en getur leikið smábörn grátt eins og fyrr er getið. Lyf ráða vel við giardia, svo og annað snikjudýr, einfrumunginn entamoeba histolytica, sem móð- urmjólkin hefur einnig reynst bera ofurliði, en það er skoðun umræddra vísindamanna að stórum heilnæmara sé að deyða kvikindin með mjólk í stað lyfja. Víti til varnaðar Linz, Austurríki, 16. september. AP. BÆJARSTJÓRNIN í austurríska bænum Brunau samþvkkti á fundi sínum í gær að hengja skilti á fæð- ingarhús Adolfs Hitler þar sem varað er við nasisma og afleiðing- um hans. Hitler fæddist einmitt í Brunau árið 1889. Brunau er 17.000 manna bær og það var ekki fyrr en eftir miklar deilur og leynilega kosn- ingu, að samþykki náðist. íhaidsmenn í bæjarstjórninni voru andvígir skiltinu á þeim forsendum að athygli öfgahópa myndi beinast að húsinu, en til þessa hefði það á engan hátt skorið sig úr frá öðrum húsum bæjarins. Á skiltinu á að standa: „Aldr- ei aftur fasismi. Milljónir lát- inna krefjast friðar, frelsis og lýðræðis." Lokatölur kosningar- innar voru ekki gefnar upp, heldur látið nægja að segja að skiltið hefði verið samþykkt. Aukin þíða í samskipt- um Rússa og Kínverja Peking, 16. september. AP. MIKHAIL S. Kapitsa aðstoðarutan- ríkisráðherra Sovétrfkjanna fór í dag frá Peking eftir sjö daga fundi háttsettra sovézkra og kínverskra embættismanna, og sagði hann við- ræðurnar hafa verið árangursrfkar. Þetta var fyrsti fundur hátt- settra kínverskra og sovézkra ráðamanna í tvo áratugi, frá því upp úr slitnaði með Rússum og Kínverjum upp úr 1960. Kapitsa sagði gott andrúmsloft á viðræðufundunum, þar sem fjallað hefði verið um ýms sam- búðarmál Kínverja og Rússa og alþjóðamál. Þjóðirnar væru sam- mála í mörgum efnum, en greindi á um aðra hluti. Sagði Kapitsa að starfsbróðir hans, Qian Qichen, hefði þegið boð um að koma til Moskvu. Á fundi með fréttamönnum við brottförina frá Peking skaut Qich- en því inn í umræður að Kapitsa hefði forðast að ræða um þrætu- efni Rússa og Kínverja. Hann nefndi þau ekki beinum orðum en átti við hernám Víetnama í Kamb- ódíu fyrir tilstiili Rússa, innrás Rússa í Afganistan og staðsetn- ingu mikilla herja meðfram kín- versku og mongólsku landamær- unum. „En það eru einnig erfið- leikar í sambúð flestra hjóna," var svar Kapitsa. Notaðir í sérf lokki ^T1 -^tm Ford Bronco '73 V8, beinskiptur, vökvastýri, nýleg dekk og felgur, mjðg góour jeppi. Mercury Comet 74 6 cyl., sjálfskiptur, vökvastýri, kannski ekki beint í sérflokki, en hann er á staonum allavega. VW 1302 71 Þokkalegur gamall bill, fæst fyrir lítiö og meö engri útb. Alfa Romeo Alfasud ti 1,5 '82 Þrumusportlegur bíll með aksturs- eiginleika í sérflokki. Gott verö. Möguleiki á ódýrari bil uppí. Skoda 120 GSL '81 Ekinn 27.000 km, nýyfirfarinn. Skipti möguleg á eldri Skoda. SK©DA C7/fa®cmc« Opið 1—5 í dag JOFUR hr Nybýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.