Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 fttttgmiMafrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltruar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Slgtryggur Sigtryggsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 18 kr. eintakiö. Umhugsunarefni fyrir almenning Nú eru að byrja að sjást tölur um þróun efna- hagsmála, sem gefa fólki tilefni til að staldra við og hugsa málið. Fyrir nokkr- um dögum var frá því skýrt, að framfærsluvísi- talan hefði í einum mánuði hækkað um aðeins 0,74%. Nú er komið í ljós, að bygg- ingavísitalan hefur hækkað um aðeins 2,5% á einum mánuði og lánskjaravísital- an hækkar því um aðeins 1,34% hinn 1. október nk. Jafnframt hefur Seðla- bankinn ákveðið að lækka vexti um allt að 7%. Þessar tölur sýna, að verulegur árangur er að koma í ljós af efnahagsað- gerðum ríkisstjórnarinnar. I fyrsta skipti um langt árabil býr þjóðin við stöð- ugt verðlag og jafnvel lækkandi verðlag. Vaxta- lækkunin er mun meiri en búizt var við. Þessi árangur hefur ekki náðst án þess að nokkru hafi verið til fórn- að. Fólkið í landinu býr við skert kjör og áreiðanlega eiga margir erfitt með að aðlaga lífsvenjur sínar minni fjárráðum. En þegar menn sjá, að þessar fórnir hafa nú þegar leitt til um- talsverðs árangurs, sem öllum kemur til góða og þá ekki sízt þeim, sem við lök- ust kjör búa, hlýtur það að verða umhugsunarefni fyrir fólk almennt, hvort það sé ekki til einhvers að vinna að búa við skert kjör um sinn, ef með því móti er hægt að vinna bug á óða- verðbólgunni, sem hefur þjakað sálarlíf þjóðarinnar um margra ára skeið. Við höfum reynslu af stöðugt lækkandi gengi. Við þekkjum afleiðingar stöðugt hækkandi verðlags. Nú hefur verið sýnt fram á það í verki, að það er hægt að stöðva þessa þróun. En sá árangur, sem nú hefur náðst, verður skammvinnur ef menn byrja strax að knýja fram hærra kaup. Þetta þarf þjóðin að íhuga næstu mánuði. Ekki annarra kosta völ Undirbúningur fjárlaga- frumvarps fyrir næsta ár hefur verið óvenju mikið í fréttum að undanförnu. Ástæðan er sú, að í fyrsta skipti í áratugi er gerð ákveðin tilraun til þess að stöðva mikla útþenslu ríkisbáknsins. Margar ástæður liggja til þess, að slík tilraun er gerð í alvöru nú, en aðalástæðan er sú, að það er einfaldlega ekki annarra kosta völ. Staða ríkisfjármála og efnahagsmála þjóðarinnar í heild er nú slík, að ekki er lengur hægt að taka erlend lán til þess að fjármagna stöðugt aukna eyðslu ríkis- ins. Astæðan fyrir því, að ekki er lengur svigrúm til að taka erlend lán í þessu skyni er sú, að erlendar skuldir þjóðarinnar nema nú um 60% af þjóðarfram- leiðslu. Rauð aðvörunarljós blikka nú á okkur íslend- inga í helztu viðskipta- bönkum okkar erlendis. Sá samdráttur í ríkis- búskapnum, sem nú er unn- ið að, verður ekki sársauka- laus. Það eiga margir eldar eftir að kvikna í ríkisfyrir- tækjum og stofnunum á næstu mánuðum, þegar áhyggjur vakna hjá starfs- fólki um framtíð þess og velferð. Þessar áhyggjur eru skiljanlegar og eðli- legar. Á hinn bóginn heyrast kröfur úr öllum áttum um sparnað 1 ríkiskerfinu. Þessar kröfur heyrast ekki sízt frá skattgreiðendum, og ríkisstarfsmenn eru einnig í þeirra hópi. Það verður ekki hægt að fram- kvæma þennan sparnað, nema komið verði við hags- muni einhverra. En þessi sparnaður og samdráttur er óhjákvæmilegur. Leikn- um er einfaldlega lokið. Peningakassarnir í útlönd- um eru að lokast. Samningur FRI og Sambandsins 1984 SAMBAND íslenskra samvinnufélaga og Frjálsíþróttasamband íslands gera með sér svofelldan samning um iþróttastyrk Sambandsins á árinu 1984: l.gr. Samband ísl. samvinnufé- laga veitir Frjálsíþróttasam- bandi fslands fþróttastyrk sinn á árinu 1984 að upphæð kr. 400.000,00 — fjögur- hundruðþúsund krónur 00/100 — og er styrkurinn sérstaklega veittur vegna komandi ólympíuleika, sem fram eiga að fara í Los Ang- eles á því ári. 2.gr. Frjálsíþróttasambandið not- ar fé þetta, eins og því er unnt og það telur hagkvæmt, til viðskipta við Sambandið, kaupfélögin og samstarfsfyr- irtæki þessara aðila. 3.gr. Frjálsíþróttasambandið heimilar Sambandinu að nota starfsemi og aðstöðu FRÍ og umsvif frjálsíþrótta- landsliðanna, bæði heima og erlendis, til auglýsinga og fræðslu um samvinnuhreyf- inguna á hvern þann hátt sem Sambandið óskar og eðlilegt getur talist. Er þá miðað við þann hátt sem al- mennt tfðkast og fellur að gildandi lögum og reglum íþróttahreyfingarinnar um auglýsingar fþróttamanna. 4.gr. f þróttastyrkurinn greiðist út með jöfnum greiðslum allt árið eftir nánara samkomu- lagi. 5.gr. Auglýsingastjóri Sambands- ins hefir umsjón með fram- kvæmd þessa samnings af hálfu Sambandsins, en FRf skal tilnefna mann af sinni hálfu til samstarfs við Sam- bandið um framkvæmd samningsins. Af samningi þessum eru gerð tvö samhljóða eintök og -heldur hvor aðili sínu eintaki. Reykjavík, 16. september 1983 F.h. Frjálsfþróttasambands íslands, Orn Eiðsson. F.h. Sambands ísl. samvinnufélaga, Guðmundur Jónsson. Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, t.v. afhendir styrkveit ingunni. Sambandið veitir Frjálsíþróttasambandinu íþróttastyrk ársins 198 Verulegar brey tingar é ingi aðila frá síðasta í Styrkupphæðin er 400-000 krónur SAMBAND íslenzkra samvinnu- félaga og Frjálsfþróttasamband íslands hafa gert með sér samn- ing um íþróttastyrk Sambandsins á árinu 1984, en hann nemur 400.000 krónum, sem greiðast með jöfnum greiðslum allt árið eftir nánara samkomulagi. Það vekur athygli við samning aðila, að hann er verulega breyttur frá samningi þeirra í fyrra, en þá fékk frjálsíþróttasambandið íþróttastyrk Sambandsins á móti ha ntl knattleikssambandinu. Samningurinn var kynntur i blaðamannafundi í gærdag. Nokkrar umræður urðu á blaðamannafundinum um rétt- mæti þess, að hafa ákvæði í samningnum sem á einhvern hátt binda hendur styrkþega. í Samningur FRÍ og Samb Hér fer i eftir samningur Sam- bands íslenskra samvinnufélaga og Frjisíþróttasambandsiiis um fþrótta- styrk SfS 1983 ásamt áatlun um samstarf FRÍ og SÍS á árinu 1983. Frjilsíþróttasambandið er handhafi hluU fþróttastyrks SÍS 1983, hlaut þriðjung styrksupphvðarinnar, en Handknattleikssambandið hlaut tvo þriðju styrksins, og mun samningur SÍS og HSÍ vera svipaðun Samningur um íþróttastyrk Sambandsins 1983 Samband islenskra samvinnufé- laga og Frjálsíþróttasamband Is- lands gera með sér svofelldan samning um íþróttastyrk Sam- bandsins á árinu 1983. 1. Samband islenskra samvinnu- félaga veitir Frjálsíþrótta- sambandi íslands fþróttastyrk sinn á árinu 1983 að upphæð kr. 75.000.00 — krónur sjötíu og fimm þúsund 00/100 —. 2. Frjálsiþróttasambandið notar þetta fé eins og þvf er unnt til kaupa á þjónustu og vðrum hjá Sambandinu, kaupfélogunum og samstarfsfyrirtækjum þess- ara aðila. 3. Frjálsíþróttasambandið heimil- ar Sambandinu að nota starf- semi og aðstöðu FRl og umsvif frjásíþróttalandsliðanna, bæði heima og erlendis, til auglýs- inga og fræðslu um samvinnu- hreyfinguna á hvern þann hátt sem Sambandið óskar og eðli- legt getur talist. Er þá miðað við þann hátt sem almennt tíðkast og. fellur að gildandi lögum og reglum íþróttahreyf- ingarinnar um auglýsingar íþróttamanna. 4. Frjálsíþróttasambandið skal svo sem kostur er vekja athygli á þessari styrkveitingu Sam- bandsins hjá fjölmiðlum og á meðal frjálsíþróttafólks, ann- ars íþóttafólks og almennings. 5. í tengslum við blaðamanna- fund, sem Sambandið boðar til um veitingu styrksins, skal FRÍ sjá til þess, eftir öllum þeim leiðum sem sambandinu eru til- tækar, að styrkveitingin veki þá athygli f fjðlmiðlum sem verðugt er og viðgengist hefur um styrkveitingar til menning- armála. 6. Fulltrúi frá Sambandinu skal eiga kost á þvf að sitja alla fréttamannafundi FRÍ á árinu og skýra þar frá þætti sam- vinnuhreyfingarinnar i sam- bandi við næstu viðburði hverju sinni. Frjálsíþóttasambandið býður fulltrúa frá Sambandinu að sitja ársþing FRl sem gestur þess. 7. Um auglýsingar og.fræðslu um samvinnuhreyfinguna, sam- kvæmt samningi þessum, vfsást að öðru leyti til áætlunar sem gerð hefur verið og fulltrúar FR( hafa kynnt sér og fallist á. 8. Iþróttastyrkurinn greiðist út með jöfnum greiðslum allt árið eftir nánara samkomulagi. Við hverja greiðslu gerir frjáls- íþóttasambandið Sambandinu grein fyrir umsvifum FRÍ næstu 4 mánuði. Greiðslur eru þó háðar þvf að við samning þennan verði stað- ið. Greiðslur styrksins eru f höndum auglýsingastjóra Sam- bandsins og framkvæmdastjóra fjármáladeildar. 9. Auglýsingastjóri Sambandsins hefur umsjón með framkvæmd þessa samnings af hálfu Sam- bandsins, en FRl skal tilnefna mann af sinni hálfu til sam- starfs við Sambandið um fram- kvæmd samningsins. Af samningi þessum eru gerð tvð samhljóða eintök og heldur hvor aðili sínu eintaki. Reykjavík, 8. október 1982. F.h. Samb. fsl. samvinnufé- laga, Gunnsteinn Karlsson. F.h. Frjálsfþróttasambands íslands, örn Eiðsson. Áætlun um samstarf FRÍ og Sambandsins á árinu 1983 1. Auglýsingar i Laugardalsvelli ( Laugardalshöll og Baldurshaga, svo og i víðavangshlaupum FRI. a) Vöruauglýsingar á Laugar- dalsvelli (frjálsiþróttavellin- um) sem verði uppi allt sumarið. b) Vöruauglýsingar i sambandi við innanhússmót, bæði f Laugardalshöll og f Baldurs- haga. c) Vöruauglýsingar við rásmark og endamark vfðavangs- hlaupa FRl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.