Morgunblaðið - 17.09.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.09.1983, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 18 kr. eintakiö. Umhugsunarefni fyrir almenning Nú eru að byrja að sjást tölur um þróun efna- hagsmála, sem gefa fólki tilefni til að staldra við og hugsa málið. Fyrir nokkr- um dögum var frá því skýrt, að framfærsluvísi- talan hefði í einum mánuði hækkað um aðeins 0,74%. Nú er komið í ljós, að bygg- ingavísitalan hefur hækkað um aðeins 2,5% á einum mánuði og lánskjaravísital- an hækkar því um aðeins 1,34% hinn 1. október nk. Jafnframt hefur Seðla- bankinn ákveðið að lækka vexti um allt að 7%. Þessar tölur sýna, að verulegur árangur er að koma í ljós af efnahagsað- erðum ríkisstjórnarinnar. fyrsta skipti um langt árabil býr þjóðin við stöð- ugt verðlag og jafnvel lækkandi verðlag. Vaxta- lækkunin er mun meiri en búizt var við. Þessi árangur hefur ekki náðst án þess að nokkru hafi verið til fórn- að. Fólkið í landinu býr við skert kjör og áreiðanlega eiga margir erfitt með að aðlaga lífsvenjur sínar minni fjárráðum. En þegar menn sjá, að þessar fórnir hafa nú þegar leitt til um- talsverðs árangurs, sem öllum kemur til góða og þá ekki sízt þeim, sem við lök- ust kjör búa, hlýtur það að verða umhugsunarefni fyrir fólk almennt, hvort það sé ekki til einhvers að vinna að búa við skert kjör um sinn, ef með því móti er hægt að vinna bug á óða- verðbólgunni, sem hefur þjakað sálarlíf þjóðarinnar um margra ára skeið. Við höfum reynslu af stöðugt lækkandi gengi. Við þekkjum afleiðingar stöðugt hækkandi verðlags. Nú hefur verið sýnt fram á það í verki, að það er hægt að stöðva þessa þróun. En sá árangur, sem nú hefur náðst, verður skammvinnur ef menn byrja strax að knýja fram hærra kaup. Þetta þarf þjóðin að íhuga næstu mánuði. Ekki annarra kosta völ Undirbúningur fjárlaga- frumvarps fyrir næsta ár hefur verið óvenju mikið í fréttum að undanförnu. Ástæðan er sú, að í fyrsta skipti í áratugi er gerð ákveðin tilraun til þess að stöðva mikla útþenslu ríkisbáknsins. Margar ástæður liggja til þess, að slík tilraun er gerð í alvöru nú, en aðalástæðan er sú, að það er einfaldlega ekki annarra kosta völ. Staða ríkisfjármála og efnahagsmála þjóðarinnar í heild er nú slík, að ekki er lengur hægt að taka erlend lán til þess að fjármagna stöðugt aukna eyðslu ríkis- ins. Ástæðan fyrir því, að ekki er lengur svigrúm til að taka erlend lán í þessu skyni er sú, að erlendar skuldir þjóðarinnar nema nú um 60% af þjóðarfram- leiðslu. Rauð aðvörunarljós blikka nú á okkur íslend- inga í helztu viðskipta- bönkum okkar erlendis. Sá samdráttur í ríkis- búskapnum, sem nú er unn- ið að, verður ekki sársauka- laus. Það eiga margir eldar eftir að kvikna í ríkisfyrir- tækjum og stofnunum á næstu mánuðum, þegar áhyggjur vakna hjá starfs- fólki um framtíð þess og velferð. Þessar áhyggjur eru skiljanlegar og eðli- legar. Á hinn bóginn heyrast kröfur úr öllum áttum um sparnað í ríkiskerfinu. Þessar kröfur heyrast ekki sízt frá skattgreiðendum, og ríkisstarfsmenn eru einnig í þeirra hópi. Það verður ekki hægt að fram- kvæma þennan sparnað, nema komið verði við hags- muni einhverra. En þessi sparnaður og samdráttur er óhjákvæmilegur. Leikn- um er einfaldlega lokið. Peningakassarnir í útlönd- um eru að lokast. Samningur FRI og Sambandsins 1984 SAMBAND íslenskra samvinnufélaga og Frjálsíþróttasamband íslands gera með sér svofelldan samning um fþróttastyrk Sambandsins á árinu 1984: 1. gr. Samband ísl. samvinnufé- laga veitir Frjálsíþróttasam- bandi íslands íþróttastyrk sinn á árinu 1984 að upphæð kr. 400.000,00 — fjögur- hundruðþúsund krónur 00/100 — og er styrkurinn sérstaklega veittur vegna komandi Ólympíuleika, sem fram eiga að fara í Los Ang- eles á því ári. 2. gr. Frjálsíþróttasambandið not- ar fé þetta, eins og því er unnt og það telur hagkvæmt, til viðskipta við Sambandið, kaupfélögin og samstarfsfyr- irtæki þessara aðila. 3. gr. Frjálsíþróttasambandið heimilar Sambandinu að nota starfsemi og aðstöðu FRÍ og umsvif frjálsíþrótta- landsliðanna, bæði heima og erlendis, til auglýsinga og fræðslu um samvinnuhreyf- inguna á hvern þann hátt sem Sambandið óskar og eðlilegt getur talist. Er þá miðað við þann hátt sem al- mennt tíðkast og fellur að gildandi iögum og reglum íþróttahreyfingarinnar um auglýsingar íþróttamanna. 4. gr. fþróttastyrkurinn greiðist út með jöfnum greiðslum allt árið eftir nánara samkomu- lagi. 5. gr. Auglýsingastjóri Sambands- ins hefir umsjón með fram- kvæmd þessa samnings af hálfu Sambandsins, en FRÍ skal tilnefna mann af sinni hálfu til samstarfs við Sam- bandið um framkvæmd samningsins. Af samningi þessum eru gerð tvö samhljóða eintök og -heldur hvor aðili sínu eintaki. Reykjavík, 16. september 1983 F.h. Frjálsíþróttasambands íslands, Órn Eiðsson. F.h. Sambands ísl. samvinnufélaga, Guömundur Jónsson. Erlendur Einarsson, forstjóri SfS, t.v. afhendir Erni Eiðssyni, formanni Frjálsíþróttasambands íslands, bréf til staðfestingar styrkveitingunni. Ljósmynd Mbl. Emilía. Sambandið veitir Frjálsfþróttasambandinu íþróttastyrk ársins 1984: Verulegar breytingar á samn- ingi aðila frá síðasta ári Styrkupphæðin er 400.000 krónur Samningurinn var kynntur á blaðamannafundi í gærdag. Nokkrar umræður urðu á blaðamannafundinum um rétt- mæti þess, að hafa ákvæði í samningnum sem á einhvern hátt binda hendur styrkþega. í SAMBAND íslenzkra samvinnu- félaga og Frjálsíþróttasamband íslands hafa gert með sér samn- ing um íþróttastyrk Sambandsins á árinu 1984, en hann nemur 400.000 krónum, sem greiðast með jöfnum greiðslum allt árið eftir nánara samkomulagi. Það vekur athygli við samning aðila, að hann er verulega breyttur frá samningi þeirra í fyrra, en þá fékk frjálsíþróttasambandið íþróttastyrk Sambandsins á móti handknattleikssambandinu. því sambandi var m.a. rætt um 2. grein samningsins, þar sem segir, að frjálsíþróttasamband- ið skuli nota umrætt fé, eins og unnt sé og það telur hagkvæmt, til viðskipta við Sambandið, kaupfélögin og samstarfsfyrir- tæki þessara aðila. Örn Eiðsson, formaður Samningur FRÍ Hér fer á eftir samningur Sam- bands íslenskra samvinnufélaga og Frjásíþróttasambandsins um íþrótta- styrk SÍS 1983 ásamt áætlun um samstarf FRÍ og SÍS á árinu 1983. Frjálsíþróttasambandið er handhafi hluta íþróttastyrks SÍS 1983, hlaut þriðjung styrksupphæðarinnar, en Handknattleikssambandið hlaut tvo þriðju styrksins, og mun samningur SÍS og HSÍ vera svipaður: Samningur um íþróttastyrk Sambandsins 1983 Samband íslenskra samvinnufé- Iaga og Frjálsíþróttasamband ls- lands gera með sér svofelldan samning um íþróttastyrk Sam- bandsins á árinu 1983. 1. Samband islenskra samvinnu- félaga veitir 'Frjálsíþrótta- sambandi Islands íþróttastyrk sinn á árinu 1983 að upphæð kr. 75.000.00 — krónur sjötíu og fiirim þúsund 00/100 —. 2. Frjálsíþróttasambandið notar þetta fé eins og þvi er unnt til kaupa á þjónustu og vörum hjá Sambandinu, kaupfélögunum og samstarfsfyrirtækjum þess- ara aðila. 3. Frjálsíþróttasambandið heimil- ar Sambandinu að nota starf- semi og aðstöðu FRl og umsvif frjásíþróttalandsliðanna, bæði heima og erlendis, til auglýs- inga og fræðslu um samvinnu- hreyfinguna á hvern þann hátt sem Sambandið óskar og eðli- legt getur talist. Er þá miðað við þann hátt sem almennt tíðkast og fellur að gildandi lögum og reglum iþróttahreyf- ingarinnar um auglýsingar fþróttamanna. 4. Frjálsiþróttasambandið skal svo sem kostur er vekja athygli á þessari styrkveitingu Sam- bandsins hjá fjölmiðlum og á meðal frjálsfþróttafólks, ann- ars íþóttafólks og almennings. 5. 1 tengslum við blaðamanna- fund, sem Sambandið boðar til um veitingu styrksins, skal FRÍ sjá til þess, eftir öllum þeim leiðum sem sambandinu eru til- tækar, að styrkveitingin veki þá athygli f fjölmiðlum sem verðugt er og viðgengist hefur um styrkveitingar til menning- armála. 6. Fulltrúi frá Sambandinu skal eiga kost á þvi að sitja alla fréttamannafundi FRÍ á árinu og skýra þar frá þætti sam- vinnuhreyfingarinnar i sam- bandi við næstu viðburði hverju sinni. Frjálsíþóttasambandið býður fulltrúa frá Sambandinu að sitja ársþing FRÍ sem gestur þess. 7. Um auglýsingar og.fræðslu um samvinnuhreyfinguna, sam- kvæmt samningi þessum, vísást að öðru leyti til áætlunar sem gerð hefur verið og fulltrúar FRÍ hafa kynnt sér og fallist á. 8. íþróttastyrkurinn greiðist út með jöfnum greiðslum allt árið eftir nánara samkomulagi. Við hverja greiðslu gerir frjáls- íþóttasambandið Sambandinu grein fyrir umsvifum FRl næstu 4 mánuði. Greiðslur eru þó háðar þvi að og Sambandsins við samning þennan verði stað- ið. Greiðslur styrksins eru f höndum auglýsingastjóra Sam- bandsins og framkvæmdastjóra fjármáladeildar. 9. Auglýsingastjóri Sambandsins hefur umsjón með framkvæmd þessa samnings af hálfu Sam- bandsins, en FRÍ skal tilnefna mann af sinni hálfu til sam- starfs við Sambandið um fram- kvæmd samningsins. Af samningi þessum eru gerð tvö samhljóða eintök og heldur hvor aðili sínu eintaki. Reykjavfk, 8. október 1982. F.h. Samb. fsl. samvinnufé- laga, Gunnsteinn Karlsson. F.h. Frjálsfþróttasambands íslands, Örn Eiðsson. Áætlun um samstarf FRÍ og Sambandsins á árinu 1983 1. Auglýsingar á Laugardalsvelli ( Laugardalshöll og Baldurshaga, svo og á víðavangshlaupum FRI. a) Vöruauglýsingar á Laugar- dalsvelli (frjálsíþróttavellin- um) sem verði uppi allt sumarið. b) Vöruauglýsingar i sambandi við innanhússmót, bæði i Laugardalshöll og i Baldurs- haga. c) Vöruauglýsingar við rásmark og endamark víðavangs- hlaupa FRÍ. d) Happdrættismiðar með auglýs- ingu verði afhentir áhorf- endum við inng. Vinningar síðan afhentir í mótslok. e) Samvinnufáninn eða merki Sambandsins verði á Laug- ardalsvelli eftir nánara samkomulagi. f) Hreyfanlegar auglýsingar, sem komið verði fyrir á Laugar- dalsvelli á tilteknum mót- um. 2. Auglýsingar á keppnisnúmerum og búningum keppenda a) Auglýsingar verða á keppn- isnúmerum allra móta FRÍ hérlendis, en þau eru mörg á hverju ári. b) Landsliðsbúningar verða merktir Sambandinu eins og lög og reglugerðir heimila hverju sinni. 3. Aðrar auglýsingar a) Auglýsingar um að FRÍ sé handhafi íþróttastyrks Sam- bandsins 1983. — Prentað á umslög og bréfsefni FRl. — Á umslög og bréfsefni Sambandsins. — Fellt inn í auglýsingar Sambandsins. — Keypt auglýsing á Laug- ardalsvellinum. b) Sameiginlegar auglýsingar með FRl fyrir stórmót. (Blöð, sjónvarp, götuauglýs- ingar o.fl. þ.h.) c) Auglýsa i leikskrám og bækl- ingum, sem FRl gefur út. d) Eiga samvinnu við þekkta frjálsiþóttamenn um vöru- auglýsingar samvinnuhreyf- ingarinnar eins og lög og Frjálsíþróttasambands íslands, sagði aðspurður, að hann teldi samninginn á engan hátt binda hendur sambandsins og í sama streng tók Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS. Þeir voru því innt- ir eftir því hvort ekki væri óþarft að hafa ákvæði af þessu tagi í samningnum. Þeir sögðu ekkert vera því til fyrirstöðu að hafa ákvæði af þessu tagi í samningnum. Það væru í sam- ræmi við það sem þekktist í nágrannalöndunum. Til glöggvunar fyrir lesendur eru samningar Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga og Frjálsíþróttasambands íslands fyrir árin 1983 og nú fyrir 1984 birtir í heild hér á eftir. 1983 reglur iþróttahreyfingarinn- ar leyfa. 4. Boðsmiðar Boðsmiðar að ákveðnum leikjum verði prentaðir og sérstökum hópum verði boðið á frjáls- íþróttamót t.d.: — ákv. hópi samvinnustarfs- manna — viðskiptavinum ákveðinna samvinnuverslana (miðar af- hentir í verslunum við inn- kaup). 5. Heiðursgestir Forystumenn samvinnuhreyf- ingarinnar verði heiðursgestir FRl á ákveðnum stórmótum hérlendis og erlendis. 6. Fræðslustarf a) Fræðslu- og kynningarbækl- ingum um samvinnuhreyf- inguna verði dreift í möpp- um þátttakenda á námskeið- um FRÍ og einnig á ársþingi þess og stærri fundum. b) Samvinnuauglýsingar (ekki vöruauglýsingar) verði keyptar í fræðslubækling FRI. 7. Blaðamannafundir Fulltrúi frá Sambandinu eigi kost á því að sitja alla blaðamanna- fundi FRl og skýra þar frá þætti samvinnuhreyfingarinn- ar í sambandi við mót og önnur mál, sem þar er fjallað um hverju sinni. 8. Nýjar hugmyndir Stöðugt verði leitað að nýjum hugmyndum að nýtingu styrks- ins meðan á samstarfi stendur og möguleikum á framkvæmd þeirra hugmynda. * Fréttatilkynning Seðlabanka Islands: Ákveðið að gengis- tryggja afurðalán SEÐLABANKI ÍSLANDS sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna ákvörö- unar um lækkun almennra innláns- og útlánsvaxta: „Bankastjórn Seðlabankans hefur nú ákveðið lækkun al- mennra innláns- og útlánsvaxta frá og með 21. september. Lækkar meðalársávöxtun óverðtryggðra útlána og innlána um því sem næst 7% við breytinguna. Ákvörðun þessi er tekin í sam- ræmi við verðtryggingarákvæði laga, svo og að höfðu samráði við ríkisstjórn og bankaráð. Vaxta- lækkunin er fyrsti áfangi í aðlög- un vaxta að lækkandi verðbólgu, og er henni jafnframt ætlað að stuðla að áframhaldandi verð- hjöðnun og bæta greiðslustöðu at- vinnuvega og einstaklinga og auð- velda þannig aðlögun þjóðarbús- ins að stöðugra verðlagi. Hún er einnig byggð á þeirri stefnumörk- un ríkisstjórnarinnar og Seðla- bankans, að gengi krónunnar verði áfram haldið stöðugu. I stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar frá 27. maí sl. var kveðið svo á um, að vextir skyldu lækka í samræmi við verðbólgustig, svo fljótt sem árangur af hjöðnunar- aðgerðum gegn verðbólgu leyfði. Var þetta jafnframt í fullu sam- ræmi við þau lög, sem nú gilda um vaxtaákvörðun, þ.e. VII kafla laga um stjórn efnahagsmála o.fl. nr. 13 frá 10. apríl 1979. Fyrst eftir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar hélzt verðbólguþróun enn mjög ör, en eftir að hækkunar- áhrif þeirra höfðu að mestu fjarað út, hefur komið fram verulegur árangur í hægari verðbólgu, svo sem ljóst er af vísitölumælingum í byrjun þessa mánaðar. Mat verð- bólgustigs í ört lækkandi verð- bólgu er nokkrum vandkvæðum bundið, þar sem taka þarf til greina reynslu og horfur yfir nokkurn tíma litið, en mismun- andi viðmiðunum þó ber saman um, að verðbólgustigið verði kom- ið niður fyrir 30% í árslok. Er vaxtalækkunin nú við það miðuð og áformað að halda svo áfram, á meðan reynsla af hjöðnun verð- bólgunnar staðfestir þær horfur, sem nú eru taldar sennilegastar. Svo sem alkunna er, hefur tals- vert misræmi milli hinna einstöku vaxtaákvæða safnazt fyrir á með- an taka hefur þurft tillit til erfið- leika atvinnuveganna og hættu á mögnun verðbólgunnar. Reynt er að draga að nokkru úr misræminu í þessum áfanga, jafnframt því að tekin er stefna á eðlilega og nauð- synlega raunvexti að lokinni þeirri aðlögun vaxtakefisins, sem nú fer í hönd. Verður þetta til þess, að vextir breytast mismunandi mikið í einstökum flokkum inn- og út- lána. Til dæmis er dregið úr því mikla misræmi, sem verið hefur á milli vaxta af endurkaupanlegum lánum og öðrum rekstrarlánum. Samtímis hinni almennu vaxta- breytingu, sem nú kemur til fram- kvæmda, hefur verið ákveðið að breyta endurkaupanlegum afurða- lánum útflutningsframleiðslu í lán með gengisviðmiðun og vöxt- um, er fylgi vöxtum á alþjóðapen- ingamörkuðum. Er þessi ákvörðun byggð á þeirri skoðun, að slík lánskjör séu útflutningsfram- leiðslunni að jafnaði hagstæðari en innlend vaxtakjör, sem ákvarð- ast að verulegu leyti af innlendri verðlagsþróun. Þar sem undirbún- ingur að þessari breytingu afurða- Innlán: Ávísanareikningar Alm. sparisj.bækur 3ja mán. uppsagnarreikn. 12 mán. uppsagnarreikn. í'tlán: Hlaupareikningslán Endurseld afurðalán Víxillán Skuldabréfalán (2 gjaldd.) lána tekur nokkurn tíma og æski- legt þykir að ræða fyrirkomulag hennar við viðkomandi aðila, get- ur hún ekki komið til fram- kvæmda fyrr en í næsta mánuði. Hún mun þó, ef lántakendur óska, verða afturvirk frá sama tíma og aðrar vaxtabreytingar, þ.e.a.s. frá 21. september nk. Ráðgert er að hin gengistryggðu afurðalán verði miðuð við gengi sérstakra drátt- arréttinda Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, SDR, sem er alþjóðlegur gjaldmiðill byggður á meðaltali gengis fimm helztu viðskipta- mynta heimsins. Vextir munu miðast við SDR-vexti, sem nú eru nálægt 9%. Vanskilavextir (dráttarvextir) breytast að svo stöddu ekki, enda hafa þeir um alllangt skeið ekki náð verðbótum verðtryggra lána og hefur það m.a. orðið til þess, að vanskil hafa verið vaxandi vanda- mál. Hins vegar hafa verið rýmk- aðar heimildir til beitingar drátt- arvaxta af skuldabréfalánum, svo að hér eftir má reikna þá sem dagvexti fyrstu 15 daga vanskila. Vextir verðtryggra (vísitölu- tengdra) innlána og útlána standa einnig óbreyttir, svo og vextir af innlendum gjaldeyrisreikningum. Hér fer á eftir yfirlit yfir þau vaxtakjör hjá innlánsstofnunum, sem nú breytast: Metin ársávöxtun % Nú frá 21/9 breyting + 4,0 + 7,0 + 9,7 + 9,7 + 8,5 + 5,1 + 7,7 + 8,5 Vextir á ári % Nú frá 21/9 breyting 27,0 21,0 + 6,0 18,0 14,0 42,0 35,0 + 7,0 42,0 35,0 45,0 37,0 + 8,0 50,1 40,4 47,0 39,0 + 8,0 52,5 42,8 39,0 33,0 + 6,0 49,5 41,0 33,0 29,0 + 4,0 37,7 32,6 38,0 33,0 + 5,0 48,1 40,4 47,0 40,0 + 7,0 52,5 44,0 Hlutafjáraukning Landsbankans í Scandinavian Bank: Kostar 29 milljónir króna og er fjármögnuð með erlendum lánum „Hlutafjáraukning Landsbankans í Scandinavian Bank nemur um 700 þús. sterlingspundum eða 29 millj- ónum íslenskra króna, og þar sem um erlenda eign er að ræða er eðli- legt að fjármagna þessi kaup með erlendum lánum, sem tekin hafa verið á alþjóðlegum peningamark- aði,“ sagði Helgi Bergs bankastjóri Landsbanka íslands í samtali við blaðamann Morgunblaösins í gær. En Landsbankinn hefur, eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá, keypt hluta þeirra hlutabréfa er danskir bankar hafa nú selt í Scandinavian Bank. Helgi Bergs sagði, að íslend- ingar hefðu alla tíð notið afskap- lega góðrar fyrirgreiðslu í Scand- inavian Bank, bestrar fyrir- greiðslu allra hluthafa. Því hafi þótt rétt að nýta það tækifæri er nú gafst til að auka hlutaféð í bankanum, er Den Danske Bank og Den Danske Provinsbank seldu hlutabréf sín. — Helgi kvað einnig rétt að undirstrika, að Danir gengju nú út úr bankanum vegna þess að hagsmunir Dana lægju meir og meir innan Efnahags- bandalagsins. Þá bæri að hafa í huga að hluthafar í Scandinavian Bank hafa aðgang að fjármagni í Efnahagsbandalagslöndunum í gegnum bankann, það er að segja JÓN L. Arnason er í 2.-5. sæti að loknum sex umferðum á alþjóðlegu skákmóti í Sviss. Hann hefur hlotið 4 vinninga, unnið tvær skákir og gert fjögur jafntefli. Svisslendingur- inn Beat Zuger er efstur með 4 vinn- inga og biðskák. Ásamt Jóni hafa Klaus Bischoff, V-Þýzkalandi og þeir hluthafar sem eru utan EBE. Ljóst væri því að dönsku bankarn- ir hefðu ekki lengur sömu hags- muna að gæta í Scandinavian Bank, auk þess sem staðreynd væri að stærri bankar, eins og dönsku bankarnir tveir, telja sig í flestum tilvikum einfæra á fjöl- þjóðlegum fjármálamarkaði. Glen Flear, Englandi, 4 vinninga, — báðir eru þeir alþjóðlegir meistarar. Jón L. vann Hoffman í 1. um- ferð, þá næst Rufenacht, en hefur síðan gert 4 jafntefli; við Flear, Dan Cramling, Klaus Bischoff og Gobet. Telfdar verða 14 umferðir og tefla allir við alla. Skák: Jón L. í 2.—5. sæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.