Morgunblaðið - 17.09.1983, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.09.1983, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 31 Minning: Jóhann Magnús Ólafsson bóndi Bærinn á Skriðufelli stendur á hjalla undir samnefndu fjalli. Hann ber hátt yfir og sér þaðan vítt suður um Suðurlandsundir- lendið allt til sjávar, en að baki bænum taka við fjöll og firnindi með öllum sínum andstæðum, ógnum, öræfakyrrð og öræfatign. Skriðufell er útvörður byggðar við Sprengisandsleið. Þaðan eru taldir vera um 120 km inn að Arnarfelli í Hofsjökli, en þangað nær smala- gata Gnúpverja. Á Skriðufelli fæddist Jóhann Magnús ólafsson hinn 10. ágúst 1897. Hann var því fullra 86 ára er hann lést 5. september sl. Foreldr- ar Jóhanns voru hjónin Ólafur Bergsson fjallkóngur og bóndi á Skriðufelli og Margrét Magnús- dóttir. Þar ólst hann upp við öll venjuleg sveitastörf þess tíma. Hann var snemma þroskamikill og tók á unga aldri þátt í smala- ferðum föður síns. ólafur á Skriðufelli var kappsfullur við fjárleitir eins og önnur störf, og undi því ekki að gefa upp leit ef nokkrar líkur voru fyrir að fé væri eftir í afréttinum. Margar þessar ferðir reyndu mjög á þrek leitar- manna og fyrirhyggju, því að leit- arsvæðið er óravítt, eins og áður er að vikið og fjárvon mátti kalla að væri vítt og breitt um hálendið. Sagt er að umhverfið móti manninn, og þegar litið er yfir lífshlaup Jóhanns á Skriðufelli, verður sú skoðun næsta sennileg. Hann var stór í sniðum en dulur um eigin hag. Hann var þrek- menni en viðkvæmur í lund og umhyggjusamur við náunga sinn og hjálpfús greiðamaður. Jóhann hóf búskap á föðurleifð sinni 1923 ásamt konu sinni, Þór- dísi Björnsdóttur, sem er aust- firskrar ættar. Þau hjón voru ætíð samhent um það að opna heimili sitt fyrir gestum og gangandi og þá ekki síst þeim er komu af fjöll- um og veit ég að margir minnast þess hversu notaleg gestrisni mætti þeim á Skriðufelli, þegar komið var til byggða eftir lengri eða skemmri ferð um óbyggðir. Þess varð ég æðioft var að þau óskuðu þess að sem flestir sveit- ungar þeirra kæmu þar við og þægju beina, bæði þegar rekið var til fjalla og þá ekki síður þegar haustsmalanir stóðu yfir. Þá fund- um við sveitungar Jóhanns það best, hvers virði það var að eiga réttan mann á réttum stað, mann sem þekkti öðrum betur hvað get- ur mætt ferðamönnum á öræfum íslands. Hann gat gefið góð ráð í upphafi ferðar og hafði vegna reynslu sinnar næman skilning á þörfum þeirra sem höfðu verið á ferðum og að störfum á óbyggða- slóðum og mætt þar misjöfnu veðri og færð. Eins og áður sagði hóf Jóhann búskap á Skriðufelli árið 1923. Þeir voru margir, ísiensku bænd- urnir, sem fullir bjartsýni byrjuðu búskap á næstu árum eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, en stóðu ekki af sér verðhrun afurð- anna og kreppuárin sem á eftir fóru. Jóhann stóðst þessa raun að því leyti að hann galt hverjum sitt, en mátti hins vegar neita sjálfum sér og sínum nánustu um ýmsa þá hluti, sem núna þykja svo sjálfsagðir, að taldir eru til al- mennra félagslegra réttinda. Og þegar hann réðst í það 1936 að bæta húsakostinn með því að byggja lítið en snoturt íbúðarhús, þá var það meira en efnahagurinn þoldi. Þá voru góð ráð dýr. Jóhann var mjög tengdur jörðinni, sem hann hafði tekið við úr hendi föð- ur síns. Þeir feðgar höfðu báðir gert sér far um að sinna bújörð- inni sem best og að ganga ekki nær henni en góðu hófi gegndi. Enda voru þá á Skriðufelli birki- skógar, í hlíðum Skriðufellsfjalls og á hæðadrögum út frá því, sem taldir voru einir þeir gróskumestu á Suðurlandi. Alla stund höfðu þeir feðgar staðið þannig að um- hirðu skóganna, sem þeir töldu stuðla best að vexti þeirra og varðveislu. Og nú þegar Jóhann sá ekki önnur ráð en að selja jörðina þá varð það niðurstaðan að Skóg- rækt ríkisins varð fyrir valinu og var gengið frá samningum árið 1938. Með þeirri sölu til Skógrækt- arinnar taldi Jóhann sig tryggja vöxt og viðgang skóglendisins. Jafnframt tryggði hann sér og sín- um ábúð á jörðinni, að vísu með nokkrum takmörkunum varðandi búfjárhald o.fl. Arið 1946 brá Jóhann á það ráð að hverfa frá Skriðufelli. En það kom fljótt í Ijós að sú ráðstöfun stóðst ekki. Þótt Jóhann á Skriðu- felli væri þrekmaður um flesta hluti, þá kom það nú fram að hann Thomas D. Neale — Minningarorð Tom var 22 ára þegar hann hóf störf á skrifstofu bresks skipafé- lags í New York, Ellerman Wilson Line, og síðan átti skiparekstur hug hans allan. Árið 1963 var Eimskipafélag íslands í leit að umboðsmanni í New York og varð firmað A.L. Burbank & Co. fyrir valinu. Varð það að ráði að fyrir íslandsdeildinni skyldi standa Tom Neale, fjörlegur, fríður mað- ur, sem þá starfaði hjá Burbank. Svo bar við að ég varð fulltrúi Eimskips í Bandaríkjunum nokkru seinna og hófst þá sam- vinna með okkur, sem vara myndi næstu 14 ár. Var það samstarf með ágætum, enda var Tom sér- lega viðfelldinn maður, áhuga- samur í starfi og hafsjór af fróð- leik um allt er laut að farmflutn- ingum. Þegar fram í sótti, þótti hagkvæmt að umboðsfirma Eim- skips hefði aðsetur í Norfolk, sem er flotahöfn í Virginíufylki. Var það ekki síst vegna birgðaflutn- inga tii herstöðvarinnar í Kefla- vík. Við fluttum því frá New York hingað suður með okkar hafur- task. Tom réðst nú í það að skipu- leggja störf nýrrar skrifstofu hér syðra og var það gert af hagsýni og fyrirhyggju. Og hér varð hans lífsstarf þar til ólæknandi sjúk- dómur lamaði vinnuþrekið. Held ég að fáum mönnum sé gefin sú hetjulund er Tom sýndi í þeirri baráttu. Aldrei heyrðist frá hon- um æðruorð og hann var glaður maður til hinstu stundar. Tom var vinamargur og undi sér vel í mannfagnaði. Hann hafði þann hæfileika að muna menn og nöfn eftir fyrstu sýn og var furð- anlega glöggur á íslensk nöfn og staðarheiti. Hann átti fjölda vina í hópi íslenskra farmanna og marg- ir nutu gestrisni á heimili hans. Hann tók ástfóstri við ísland, las Islendingasögur í þýðingu og átti til, á góðri stund, að kalla til skyldleika við Njál, sem hann sagði forföður Neale-ættarinnar. Fyrir tveim árum sæmdi forseti íslands Tom fálkaorðunni og mat hann mikils þann heiður. Tom gegndi herskyldu í síðari heimsstyrjöldinni og barðist f Ardenna-fjöllum er Þjóðverjar gerðu lokasókn. Hann hlaut heið- ursmerki, en ekki var honum gefið um að ræða þá reynslu. Þrátt fyrir hafði ekki þrek til að segja skilið við æskustöðvar sínar á Skriðu- felli. Hann var svo lánsamur að eiga þess kost að koma aftur heim að Skriðufelli að einu ári liðnu, og þar dvaldist hann æ sfðan ásamt fjölskyldu sinni, meðan kraftar entust og heilsa hans leyfði. Þeim hjónum Jóhanni og Þór- dísi varð fimm barna auðið, sem öll hafa komist til þroska. Þau eru: Hjalti, bifreiðarstjóri í Reykja- vík, kvæntur Sigurveigu Olafs- dóttur; Margrét, húsfreyja í Reykjavík, gift Sigurði Sigurðs- syni, húsasmíðameistara; Bryndís, húsfreyja í Reykjavík, gift Kristni Gunnarssyni, hæstaréttarlög- manni; Björn, bóndi á Skriðufelli, kvæntur Kristínu Guðmundsdótt- ur; Bergný, húsfreyja á Kletti í Reykholtsdal, gift Þórði Einars- syni, bónda. Hin síðari ár naut Jóhann góðr- ar aðhlynningar Kristínar tengda- dóttur sinnar á Skriðufelli, sem hann mat mikils, en síðustu vik- urnar varð hann að dvelja á sjúk- rahúsi, enda hallar ellin öllum leik. Og nú er hann allur. Um fjölda ára var hann vanur að búa sig til ferðar í byrjun september- mánaðar og þá oftastnær til þess að fara í Lönguleit. Nú hefur hann á sama árstíma lagt upp f nýja ferð, langa eða skamma, það vit- um við ekki svo gjörla. En við vin- ir hans og samferðamenn vonum að reynsla hans og þroskaferill á æviferð hans megi endast honum til farsældar þegar lagt er upp i nýjan áfanga. Við þökkum honum langa og góða samfylgd og óskum þess að alfaðir styðji hann og blessi för hans um óþekktar leiðir. Eftirlifandi konu hans, Þórdísi Björnsdóttur, votta ég innilegustu samúð, svo og börnum þeirra og afkomendum öllum. Jóhann verður í dag lagður til hinstu hvíldar að sóknarkirkju sinni á Stóra-Núpi. Steinþór Gestsson glaðlegt viðmót var Tom dulur maður, sem ekki flfkaði tilfinning- um sinum. í litlum bæ á Long Island, sem heitir Sag Harbor, á Neale- fjölskyldan landsetur þar sem öldruð móðir Toms býr, ekkja í áratugi. Þangað sækja börn og barnabörn til sumardvalar. Að þessu sinni gat Tom ekki notið þar sumardvalar, en þangað norður var hann fluttur til hinstu hvíldar. Tom var kvæntur Gloriu, fæddri Santoro, ágætri konu, sem var hans stoð og stytta í lífinu. Þeim varð tveggja barna auðið, sonar og dóttur. Eg held ég megi mæla fyrir munn fjölda íslenskra vina og votta eftirlifandi ástvinum dýpstu samúð. Pétur Johnson Sveinsína Björg Quðmundsdóttir Isafirði - Minning Fædd 17. maí 1908. Dáin 11. september 1983. f dag verður jarðsungin frá ísa- fjarðarkirkju elskuleg amma mín, Sveinsína Björg Guðmundsdóttir. Hún lést í fjórðungssjúkrahúsi Is- afjarðar þann 11. september síð- astliðinn. Amma hafði ekki gengið heil til skógar um nokkurt skeið, samt sem áður er erfitt að trúa því að hún sé ekki lengur á meðal okkar. Þessi stórbrotna, dugmikla kona var víst vel að hvildinni kom- in. Hún hafði lokið sínu ævistarfi með sóma og sérstakri prýði. Það er huggun í okkar mikla missi, að vita nú af ömmu, lausri við alla þrautir og sjúkdóma, handan við móðuna miklu, þar sem leið okkar allra liggur að lokum. Þar hvílir hún nú í faðmi ástvinar síns, og allra sem á undan hafa farið. Amma var fædd 17. maí 1908 f Tungugröf í Tröllatungupresta- kalli. Foreldrar hennar voru hjón- in Guðmundur Sæmundsson og Pálina Kristín Þorleifsdóttir. Ung að árum missti amma föður sinn, og þá var ömmu hennar, Sveinsfnu Magnúsdóttur, falið uppeldi henn- ar. Amma var elst sex systkina og nú er ein eftirlifandi systir henn- ar, Valgerður, búsett á Blönduósi. Ung að árum fann amma sinn lífs- förunaut, Sigurgeir Bjarna Hall- dórsson, hann lést árið 1972 eftir mikil og erfið veikindi. Með afa eignaðist amma ellefu börn, þau eru: Ingibjörg, Sigrún, Helga, Lilja, Sveinsína, Garðar og Hall- dór, öll búsett á Isafirði, Sæunn og Margrét búsettar í Reykjavík, Hafþór býr á Akureyri og Haf- steinn f Þorlákshöfn. öll eiga þessi börn fjölskyldur, og munu barnabörn ömmu vera á fimmta tug og barnabarnabörnin iangt yf- ir tuttugu. Erfitt er að fmynda sér hvernig líf ömmu hefur verið, við sem höfum allt á okkar tímum getum ekki sett okkur í hennar spor. Og efalaust hefur ekki allt verið dans á rósum á hennar lífs- leið. En það var sama fannst okkur sem til ömmu þekktum, hún gat yfirstigið allt og öllum málum bjargað á einhvern hátt. Amma hafði yndi af börnum, það sést best á því að þótt hún ætti ellefu börn sjálf var alltaf pláss fyrir fleiri. Hún ól upp tvær dætradæt- ur sínar, þær Pálfnu Kristfnu og Huldu Björk, en hún var alltaf augasteinn þeirra ömmu og afa, enda langyngst, nú aðeins sautján ára. Er hennar missir því mikill, að sjá á bak yndislegri ömmu og uppalanda. En hún þarf ekki að kviða í framtfðinni haldi hún áfram á þeirri braut sem amma vísaði henni. Fyrir rúmlega tveim- ur árum eignaðist ég dreng, þá var amma 73 ára. Hún tók drenginn strax undir sinn verndarvæng, og ekki lét hún sig muna um það, gamla konan, að passa drenginn á meðan ég vann úti. I heila sex mánuði var hún eins og traustur klettur. Ég gat alltaf treyst á ömmu, á meðan hún hafði heilsu þá vildi hún passa. Og betri barn- fóstru var varla hægt að hugsa sér. Hún kenndi börnunum fallega og góða siði, og trúuð var hún amma, og ekkert barn var svo lítið að ekki þyrfti að kenna því faðir- vor og fallegar bænir. Amma var söngelsk kona, það var hennar líf og yndi að syngja, sérstaklega fyr- ir litlu börnin. Og nú að leiðarlokum þakkar Hörður litli Sinu mömmu, eins og hann kallaði hana langömmu sfna, fyrir allar dásamlegu stundirnar sem hann átti með henni. Það var alltaf gaman hjá ömmu, og það grét enginn sem hún passaði, hún hafði lag á börnunum, og þau nutu sín í hennar návist. I sumar, þegar amma var sem mest veik, sýndu börnin hennar í verki hversu mik- ið þau mátu móður sína. Þau skiptust á um að vera hjá henni, bæði heima og á sjúkrahúsinu. Amma var aldrei ein, og ég veit að það mat hún mikils af sinu fólki. Henni þótt líka mikið vænt um hversu natinn Ingi litli var við hana, þvi aldrei lét hann sig vanta í heimsóknartímanum á sjúkra- húsinu og á hann þakkir skyldar fyrir það. Nú sfðast f júlí gladdist amma mikið, því þá fékk hún í heimsókn dótturdóttur sína Berg- lindi og börnin hennar, en þau búa erlendis, þau voru hjá henni í tvær vikur. Og þær vikur voru með þeim ánægjulegustu í sumar hjá henni. Við viljum að endingu senda Valgerði systur ömmu, öll- um börnum ömmu og fjölskyldum þeirra, okkar innilegustu samúð- arkveðjur og sérstaklega litlu fjöl- skyldunni hennar ömmu i Fjarð- arstrætinu, hún átti góða að, að eiga ykkur. Við biðjum góðan Guð að geyma ömmu okkar, megi minningin um yndislega konu lifa í hjörtum okkar allra, og sefa sár- asta söknuðinn. Og að lokum vilj- um við kveðja elskulega ömmu og langömmu i hinsta sinn og þakka fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur, með þessum sálm. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strfð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guð, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (S.B. 1886 - V. Briem) Kolbrún Sverrisdóttir og sonur. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.