Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 Þorbjörg Andrés- dóttir - Kveðjuorð Fædd 18. júlí 1960 Dáin 10. september 1983 Hugrekki, hreysti og sú innri gleði sem elur andlegan þrótt er efst í hugum okkar í minningunni um Lilluna, eins og hún Þorbjörg litla var kölluð, nú þegar hún er öll og þessi fínlega stúlka er ekki lengur á meðal okkar. Er við fluttum á Sunnubraut fyrir meira en nítján árum voru auðar næstu lóðir í kringum okkar, en næstu nágrannar voru Andrés og Þorbjörg með barna- flokkinn sinn. Brátt tókst góður kunningsskapur og vinátta með börnum okkar, sem hefir haldist þó ekki séu þau lengur í nábýli. Yngst í þessum glaða systkinahópi var Þorbjörg litla. Hún birtist brátt og kom að líta til nágrann- anna nýju, og helzt til lítillar dótt- ur okkar sem þá var í barnakerru. Hún var grönn og smávaxin, nokk- uð hömluð á fótum, en bar með sér birtu og þokka, því hún var ljúf í fasi, athugul og skýr í tali. Ekki var hún heldur uppburðarlaus. Hún gaf sig að litlunni og hjalaði við hana, en þá hefir hún verið um það bil fjögurra ára. Það var athyglisvert við þetta barn, sem átti þá nokkuð erfitt um gang, að aldrei bar hún sig illa eða kvartaði um að hún gæti ekki. Nokkuð fljótlega minntist hún á það brosandi að þessi fóturinn væri svolítið lasinn, nokkuð lasn- ari en hinn, og því þyrfti hún að æfa hann meira og gera hann duglegan. Þannig var hennar kynning á málinu afgreidd. Það líður mér seint úr minni hve hug- rökk og kotroskin þessi bjarteyga litla hetja var er hún útskýrði at- riðið um bæklun sína eða hreyfi- hömlun, en svo var það mál frá og útrætt. Það var sem ætti hún mik- inn varaforða bjartsýni og ham- ingju, kjarks og áræðni. Alltaf var hún ljúf og broshýr hún Þorbjörg litla er maður hitti hana, og ef hún þá ekki gat farið eins hratt og hin börnin þá var athyglin því t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUDMUNDUR BJARNI JÓHANNESSON. Þorgrímsstööum, andaðist í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 10. september. Jaröar- förin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þökkum auö- sýnda samúð. Sérstakar þakkir færum viö laeknum og ööru starfs- fólki Sjúkrahússins á Hvammstanga fyrir alla hlýju og umönnun í veikindum hans á liönum árum. Þorb|örg Valdimarsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Ásbjörn J. Guðmundsson, Valdís Guðmundsdóttir, Vigdís A. Guömundsdóttir, Guömundur Guömundsson, Kjartan ingvi Guömundsson, Hólmgoir Björnsson, Kristfn Guöjónsdóttir, Jón Guömundsson, Karl Magnússon, Sigríöur Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Utför fööursystur minnar, ELÍNAR ÞORGERÐAR MAGNÚSDÓTTUR, Dunhaga 13, fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 20. september kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu eru vinsamlegast beðnir aö láta líknarstofnanir njóta þess. Ingibjörg Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jarðarför, GUOMUNDAR ÁGÚSTS GÍSLASONAR, pípulagmngarmeistara. Sérstakar þakkir til starfsfólks Samvinnuferða á Rimini. Stofanía Guömundsdóttir, Jðrundur S. Guömundsson, Jón Guömundsson, Finnur Guðmundsson, Sigríður S. Guðmundsdóttir, Gísli S. Guðmundsson, Anna Vigdís Jónsdóttir, Kristjana Eiösdóttir, Margrét Svoínbjörnsdóttir, Örn Stomar Sigurösson. Þórdís Baldursdóttir. t Innilegar þakkir færum vio öllum sem vottuðu okkur hlutteknlngu og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, fööur, tengdafööur og afa, BJÖRNS STEINDÓRSSONAR, HólsgötU 6, Neskaupstað Bjarni Sigurðardóttir, Sigmar Björnsson, Elsa Bonediktsdóttir. Hallbjorg Björnsdóttir, Svainn Kristinsson, Steindór Björnsson, Halldóra Ásmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginmaöur minn, faðir, sonur og bróöir, LÝDUR SIGTRYGGSSON, til hoimilis að Björnebœrstian 63, Rykkin, Noregí, lést i sjúkrahúsi í Osló föstudaginn 16. september sl. Klara Sigtryggsson, Lill Ann Giaaver, Anna Lýösdóttir, Ragnar Sigtryggsson, Hermann Sigtryggsson, og tengdafólk. 1 Minning: Theodór Sigurgeirs- * son Brennistöðum vökulli og setningar hennar skarp- ar og hnyttnar. Er fram leið og hún óx voru gerðar margar og erfiðar skurðað- gerðir á fótum hennar, svo að þeir voru orðnir nokkuð eðlilegir að sjá. En með mikilli ást og alúð foreldranna og ástundum hennar tókst henni að styrkja líkams- krafta sína svo hún mætti verða færari að takast á við lífið í henni veröld okkar. Hún átti líka dug og áræðni til að bera eins og tíðkað var í hennar foreldrahúsum, og var keik og broshýr er maður mætti henni seinna einni gang- andi niðri í bæ með skólatöskuna sína að koma heim úr skóla. Hún tók þátt í íþróttum fatlaðra og skaraði fram úr. í skólagönguni lauk hún stúdentsprófi, en hafði ekki enn lagt út í sitt framhalds- nám, en vann við skrifstofustörf í Búnaðarbankanum. Það er birta og heiðríkja yfir minninguni um Þorbjörgu litlu, sem var á vissan hátt mikill sigur- vegari. Megi því minningin um hana verða okkur og öðrum leið- arljós. Við fjölskyldan á Sunnu- braut 36 sendum við fráfall henn- ar innilegar samúðarkveðjur til Þorbjargar, Andrésar og systkina hennar. Jóhanna Guðmundsdóttir Mig setti hljóða þegar sú fregn barst mér seinnipart laugardags, að Tottý, eins og hún var jafnan kölluð, yngsta mágkona mín og vinkona væri látin. Það var erfitt að trúa því þá og er enn. Ég kynntist Tottý fyrst fyrir 11 árum og allt frá fyrstu tíð bund- umst við sterkum vináttuböndum. Við höfum alltaf getað rætt sam- an og trúað hvor annarri fyrir hugðarefnum okkar. Það eru ófáar kvöldstundirnar sem við höfum setið saman tvær gegnum árin, því alltaf var Tottý eins og einn af heimilisvinum fjölskyldu minnar og Stefáns. Tottý setti markið ætíð hátt í daglegu lífi. Hún gekk ekki líkamlega heil til skógar, en aldrei nokkurn tíma kvartaði hún eða vorkenndi sjálfri sér. Hún naut þess að lifa, skemmta sér í góðum félagsskap og sinnti vinn- unni og áhugamáli sínu, sundinu, af kappi. Við höfum haft það fyrir venju, systkinin og mágfólk, að hittast reglulega heima hjá hvert öðru og njóta góðs félagsskapar hvers annars. Fyrir tveimur vik- um hittumst við öll síðast, en eng- um datt í hug að það yrði í hinsta sinni sem Tottý yrði meðal okkar. Hún ljómaði af lífsgleði og fram- tíðin virtist brosa við henni. En nú er stórt skarð höggvið í vinahóp- inn og eftir stendur aðeins minn- ingin ein. Eg þakka Tottý fyrir allar ynd- islegu stundirnar sem við höfum átt saman og kveð góða vinkonu að sinni. Mágkona Fæddur 22. september 1895. Dáinn 4. ágúst 1983. Theodór Sigurgeirsson, sem lést 4. ágúst sl. í Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi, var jarðsunginn frá Reykholtskirkju í Borgarfirði 11. ágúst. Theodór var fæddur að Efri- Brunná í Dalasýslu 22. september 1895. Foreldrar hans voru Sigur- geir Sigurðsson og kona hans, Jór- unn Eyjólfsdóttir. Sigurgeir var kominn af bændum í Dalasýslu. Hann var Sigurðsson bónda á Hól- um í Hvammssveit, Árnasonar bónda á Leysingjastöðum, Jóns- sonar bónda í Magnússkógum, Pálssonar. Jórunn, móðir Theodórs, var dóttir Eyjólfs Bjarnasonar bónda á Múla í Gilsfirði og Jóhönnu Benediktsdóttur og átti Eyjólfur hana áður en hann giftist. Eyjólf- ur í Múla var Bjarnason, prests í Garpsdal, Eggertssonar prests í Stafholti, Bjarnasonar, Pálssonar landlæknis og konu hans, Rann- veigar Skúladóttur, landfógeta Magnússonar. Jórunn, móðir Theodórs, var lærð ljósmóðir. Hún átti mörg hálfsystkin og voru sum þeirra vel kunn. Má þar nefna Höllu skáld- konu á Laugabóli, Stefán bónda á Kleifum, Guðmund Geirdal o.fl. Foreldrar Theodórs bjuggu nokkur ár á Skáldstöðum í Reyk- hólasveit. Þar missti Jórunn heils- una og þau hjón brugðu búi. Átta ára gamall fór Theodór í fóstur til Hallfreðs Eyjólfssonar, móður- bróður síns og konu hans, Krist- rúnar Jónsdóttur. Þau bjuggu að Gróustöðum og Bakka í Geirdal. Þau reyndust Theodóri mjög vel og leit hann alltaf á Kristrúnu sem sína aðra móður. Hjá þeim átti hann heima til fullorðinsára. Á unglingsárum var Theodór í vinnu á ýmsum bæjum í nágrenn- inu, m.a. á Tindum og í Króks- fjarðarnesi. Snemma árs 1915 fór Theodór til Reykjavíkur í atvinnu- leit. Hann starfaði fyrst á neta- verkstæði, sem Sigurjón Péturs- son á Álafossi átti. En um sumar- ið vann Theodór í Gróðrarstöðinni í Reykjavík hjá Einari Helgasyni. Þar var kennd ræktun matjurta og jarðvinnsla með hestaverkfær- um. Frá hausti 1915 til vors 1919 vann Theodór hjá Landverslun- inni í Reykjavík, en hún var starf- rækt á stríðsárunum fyrri. Sum- arið 1919 var Theodór kaupmaður á Brennistöðum í Flókadal, og í Skógum, að hálfu á hvorum stað. Þá kynntist hann Þóru Árnadótt- ur, sem seinna varð eiginkona hans. Haustið 1919 keypti Theodór litla verslun að óðinsgötu 30 í Reykjavík, ásamt oðrum manni. Síðar eignaðist hann verslun að Nönnugötu 5. Fyrstu árin í Reykjavík hélt Theodór heimili með móður sinni en fyrsta desember 1928 kvæntist hann Þóru Árnadóttur frá Brenni- stöðum. Við Nönnugötu bjuggu þau í sjö ár. Árið 1935 fluttust þau hjónin að Geithálsi i Mosfellssveit þar sem þau höfðu dálítinn búskap og greiðasölu. Vorið 1938 fluttust þau hjón að Brennistöðum í Flókadal og tóku þar við búskap af Árna, föður Þóru og Bjarna, syni hans, sem þar höfðu búið. Þar með hófst aðal ævistarf þeirra hjóna. Á Brennistöðum bjuggu þau myndarbúi. Ekki var tilveran þó alltaf dans á rósum. Tvær heims- styrjaldir lifðu þau. Heimskrepp- Eiginkona mín, t ÓLAFÍA ÁRNADÓTTIR, Laugarnesvegi 72, lést aðfaranótt auglýst síöar 16. september í Landakotsspítala. Brynjólfur Þorsteinsson og fjölskyldur. Jaröarförin an lét þau ekki ósnortin fremur en aðra landsmenn. Þá áraði svo illa, að bændur urðu sjálfir að taka við öllum þeim afurðum sínum, sem kaupfélögin gátu ekki selt. Mæðu- veikin herjaði og Theodór, eins og aðrir bændur víðast á landinu, varð að skera niður allan sinn fjárstofn. Vestfirðingar höfðu sloppið við þessa illræmdu pest vegna einangrunar sinnar og fékk Theodór nýjan fjárstofn þaðan. En sjaldan er ein báran stök. Það var harður vetur, bæjarlækurinn sem verið hefði í klakaböndum braust úr farvegi sínum eina nótt- ina og flæddi inn í fjárhúsin. Þar drukknuðu fimmtíu kindur. Þetta var mikið áfall fyrir heimilið. Sveitungarnir hugðust stofna til samskota eins og góðum grönnum sæmdi, en þau hjón voru of stolt til þess að þiggja slíka hjálp þótt hún væri boðin af einlægni og náungakærleika. Og með þeim dugnaði og ósérhlífni, sem ávallt einkenndi þau hjónin, tókst þeim að endurnýja bústofninn og bæta við hann. Þau bjuggu myndarbúi á Brennistöðum allt til ársins 1967 að þau leigðu Árna syni sínum sinn jarðarhluta. En frá því árið 1963 höfðu þau búið á hálfri jörð- inni. Síðustu æviárin var Theodór mjög heilsuveill og mikið við rúm. Hann þjáðist af illkynjaðri hey- mæði og var auk þess mjög fóta- veikur. Dvaldist hann af og til á Akranesspítala, en þar var hann einmitt þegar kona hans, Þóra, sem hafði haldið heimili fyrir þau hjón að Brennistöðum, var flutt mikið veik á spítalann. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Konumissirinn varð Theodóri mikið áfall. Þótt hann bæri harm sinn í hljóði var auðfundið að hann þráði nú þá stund að hann mætti sofna svefninum eilífa. Þóra Árnadóttir var fjölhæf, vel menntuð og mikilhæf kona, komin af góðum ættum. Theodór Sigur- geirsson hafði meðfædda hæfi- leika sagnaþuls, þótt hann léti ógert að skrá á blað hugsanir sín- ar. Skemmtilegri sögumann hefi ég ekki hlýtt á. Einkum fórst hon- um vel að segja frá liðnum atburð- um. Var þá sama hvort hann sagði frá uppvaxtarárum sínum í Geira- dal, dvöl sinni í Reykjavík frosta- veturinn mikla eða spænsku veik- inni, sem herjaði á landsmenn. Frásagnir Theodórs af samtíðar- mönnum sínum voru leiftrandi af kímilegum atburðum, glettni og lifandi mannlýsingum. Það var ávallt hátíð á Einarsnesi 78 i Reykjavík þegar tengdaforeldrar mínir elskulegir komu til að dvelj- ast hjá okkur hjónunum og börn- um okkar um lengri eða skemmri tíma. Börn þeirra hjóna, Þóru Árnadóttur og Theodórs Sigur- geirssonar eru: Valgerður sem er gift Kristjáni Jónssyni, leikstjóra. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvö börn, Rannveigu og Theodór, auk tveggja dætra Valgerðar, Þóru og Heiðu. Þóra er gift Ragn- ari Þorsteinssyni og eiga þau þrjá syni, Halldór Gunnar, Þorstein Theodór og óskírðan son, nýfædd- an. Þau búa í Reykjavík. Heiða, sem einnig er búsett í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.