Morgunblaðið - 17.09.1983, Side 33

Morgunblaðið - 17.09.1983, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 33 er trúlofuð Jónatani Brynjólfs- syni. Þorsteinn húsasmíðameist- ari er kvæntur Sigríði Jónsdóttur frá Hólmavík. Þau búa í Borgar- nesi og eru þeirra börn Ágústa, Birna, Theodóra og Þorsteinn Þór. Birna er gift Þorvaldi Heiðarssyni og eiga þau tvær dætur, önnu Sig- ríði og Theodóru Lind. Þau búa í Borgarnesi. Árni, bóndi og smiður á Brennistöðum er kvæntur Vig- dísi Sigvaldadóttur frá Ausu í Andakíl. Börn þeirra eru Bjarni, Sigvaldi, Steinunn og Þóra. Fóst- urbörn þeirra eru Lúter, Kristín og Sigurbjörn auk sonar Vigdísar, Steindórs. Um leið og ég kveð kæran vin og tengdaföður og þakka honum allar góðu og ánægjulegu samveru- stundirnar sem við hjónin og börn okkar höfum átt með honum og Þóru, vil ég Ijúka þessum fátæk- legu minningarorðum með broti úr sálmi Einars M. Jónssonar: „Send mér eld í anda eilífðar úr heimi, Drottinn. Lífs af lindum ljós þitt til mín streymi. Grafist gamlar sorgir. Gleymist dagsins mæða. Sé mín þrá og sigur sókn til þinna hæða.“ (Einar M. Jónsson) Kristján Jónsson Jónas Tryggvason Blönduósi - Minning Fæddur 9. febrúar 1916. Dáinn 17. ágúst 1983. Kveðja frá félögum í Lionsklúbbi Blönduóss „Harpan mín í hylnum". Svo nefndi Jónas Tryggvason ljóðabók sína, er út kom árið 1959. Við félagar hans í Lionsklúbbi Blönduóss vissum e.t.v. öðrum fremur, á hve einstæðan hátt hann lék á hörpu ljóðs og tóna og færði þannig félagsstarfinu menn- ingarauka og athafnagleði. I meira en áratug þjálfaði hann og stjórnaði sönghópi sex Lions- manna og voru æfingar ætíð á heimili hans. Megin uppistaðan í þessum söng voru ljóð og lög Jónasar sjálfs. Ljóðin skrifuð en lögin leikin af fingrum fram í hans eigin útsetn- ingu, og þannig lærð. Til þess er gott að vita nú, að töluvert af þessum lögum er til í upptöku og glatast því ekki, þó harpa Jónasar sé nú hljóðnuð. Samræður söngfélaganna á heim- ili hans og konu hans, Þorbjargar Bergþórsdóttur, meðan hennar naut við, verða minnisstæðar. Þær mótuðust mjög af ákveðnum en fordómalausum viðhorfum hans, Við leiðarlok hljótum við Lions- félagarnir mjög að sakna þess, að Jónas Tryggvason kveður sér ekki oftar hljóðs í okkar hópi og svo mun vera um alla þá er þekktu hann. Hitt ber svo á að líta, að gott er að hann hefir fengið lausn frá erf- iðum sjúkdómi, sem hlaut að hafa þennan eina endi. Við lát ungs vinar kvað Jónas m.a. þetta: „Harma skal ei horfna hörpu þína, vinur söngs og vors. Muna skal á meðan minning vakir hljóminn þann inn hreina" Bjartsýnn söknuður þessa er- indis er sönn túlkun á tilfinning- um okkar félaganna nú við þessi þáttaskil. Við eigum þess enn kost að hlýða á „hljóminn þann inn hreina" í lögum og ljóðum Jónas- ar. Þess er enn kostur, að láta víl- laust fordæmi hans létta okkur glímuna við erfiðleikana, og það verður gott að ylja sér við minn- inguna um góðan dreng, vin, sem ætíð var veitandi af gnægð mannvits síns og mannkosta. Slík- ur var Jónas. Jóhannes Ellert Eggertsson á Medal- felli - Minning Ellert á Meðalfelli, en því nafni var hann ævinlega kallaður, and- aðist 8. þessa mánaðar, nær ní- ræður að aldri. Ellert fæddist að Meðalfelli 31. desember 1893. Hann var einkasonur Eggerts Finnssonar, óðalsbónda, og konu hans Elínar Gísladóttur. Ellert nam við Flensborarskól- ann í Hafnarfirði og síðan við bændaskólann á Hvanneyri og út- skifaðist búfræðingur þaðan 1916. Hann tók snemma virkan þátt í félagsstörfum í sveit sinni, var einn af stofnendum Ungmennafé- lagsins Drengs 1915 og um tíma formaður þess og síðan heiðursfé- lagi. Hann var kosinn í stjórn Bræðrafélags Kjósarhrepps 1916 og var í stjórn þess allt til ársins 1963, ýmist í aðal- eða varastjórn. Ellert kvæntist 31. maí 1952 Karitas Sigurlínu Björg Einars- dóttur frá Hjarðarnesi á Kjalar- nesi. Það vor hóf hann búskap í félagi við föður sinn og stóð sam- býli þeirra til ársins 1942 er Ellert tók við óðalinu af föður sínum. Konu sína missti Ellert 22. nóv- ember 1949, eftir það bjó hann með börnum sínum í 10 ár eða þangað til hann afhenti óðalið Gísla syni sínum. Börn þeirra Ellerts og Sigurlínu eru: Elín, húsfreyja á Brekku I Sveinsstaðarhreppi, A-Hún., Egg- ert, bifreiðarstjóri í Reykjavík, Eiríkur, rafvirki í Reykjavík, Gísli, óðalsbóndi á Meðalfelli, Finnur, afgreiðslumaður í Kópa- vogi, Jóhannes, sérleyfishafi, Reykjavík, og Einar, verkamaður, Meðalfelli. Það lætur að líkum að maður með menntun og hæfileika sem Ellert á Meðalfelli bjó yfir var kosinn til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og sýslu. Hann starfaði í skólanefnd hreppsins frá 1926—1962 og í hreppsnefnd var hann kosinn 1931—1946 og aftur 1950—1958. í sýslunefnd Kjósarsýslu 1950—1965. Hann var úttektarmaður I Kjósarhreppi 1939—1958 og matsmaður fast- eigna 1944—1964, í sáttanefnd og skattanefnd var hann um árabil. I stjórn Búnaðarfélags Kjósar- hrepps var hann frá 1934—1964 og í stjórn Veiðifélags Kjósarhrepps frá stofnun þess 1949—1961. Hann var umboðsmaður Bruna- bótafélags íslands 1949—1968, deildarstjóri Kjósardeildar Slát- urfélags Suðurlands um tugi ára og í aðalstjórn SS 1949-1964. I stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur var hann 1949—1966. Allt voru þetta aukastörf, unnin af áhuga, samviskusemi og þegn- skap. Áðallífsstarfið, bónda- starfið, var hans aðal. Hann fylgd- ist vel með öllum framförum í búskap, ræktaði jörð og reisti hús og lagði sinn metnað í að skila af sér óðalinu í sem bestu ásig- komulagi. Ellert á Meðalfelli var staðfastur maður í lund og einlæg- ur og mátti ekki vamm sitt vita. Hann var heimakær en varð þó oft að bregða sér frá vegna starfa sem á hann hlóðust og til þess að sinna þeim verkefnum sem honum voru falin. Hann var söngelskur og hafði á unga aldri fengið nokkra tilsögn í orgelleik hjá sr. Halldóri Jónssyni, presti á Reykjavöllum, og var um hríð öðr- um þræði orgelleikari í Reyni- vallakirkju, hann var ennfremur safnaðarfulltrúi í mörg ár. Hann var virkur þátttakandi í karlakór Kjósverja um nokkurra ára skeið. Ellert tók þá ákvörðun þegar hann nálgaðist sjötugsaldurinn, að taka ekki endurkosningu fyrir sveit og sýslu og stóð sá ásetningur hans eins og annað sem hann tók af- stöðu til. Maðurinn var heill og hreinskiptinn og með honum var gott að lifa og starfa. Sveitungarnir þakka honum fyrir samfylgdina og votta að- standendum öllum fyllstu samúð. Gísli Andrésson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. af fjölhæfni hans, mannviti og mannkostum. Alls þessa nutu söngfélagarnir í ríkum mæli, en allir klúbbfélagarnir nutu jafnt góðra ráða Jónasar, bæri að hönd- um vanda er leysa þurfti. Þegar á það er litið að hann var sjónskertur frá æskudögum, og með öllu blindur um langt tímabil ævinnar, vekur undrun hiutgengi hans í samfélaginu. Mjög var hann kvaddur til félagslegra starfa, en gegndi því kalli minna en óskað var. Um hann var sagt: „sér með innri augum sínum, öðr- um betur, færa leið“. Einn var þó sá þáttur er hann rakti ætíð af alhug, og var sá rak- inn frá tónlistinni. Allt frá æsku- dögum vann Jónas að þeim málum af áhuga og skilningi hins sanna tón- og ljóðlistamanns. Hann samdi ljóð og lög, var índirleikari, þjálfari og stjóm- andi stærri og smærri sönghópa. Hann var einn af stofnendum Tónlistarfélags Austur-Húna- vatnssýslu, alltaf í stjórn þess og lengst af formaður. Svo virðist sem þættir hinna göfugu lista, ljóðs og tóna, hafi „legið hjarta hans næst“, þó fleira væri honum listrænt léð. ustíaukaf siofúiyng Dessa dagana eru gífurlegturval af mesta úrva\ sem tíma sýnt 60 tegundii 30 tegundi (Nasii— rtúiípana og un ir af páskaiiijum fssuni) Aldrei meira u 'af smálaukum. He.msækið gróðu'hús um helgi"8- Blómstrandistofulyng'E “0erhaus*ragujmnk, \ B\ómstrandiogfa» 9 5 í góðu úrvali. “óöurhúsinuviðSigtún,sintar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.