Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 ,, Galdr'i, ^etuKOu unn/& aSeins fmmyf-it- i ki/öLd ?" Ást er.. « • » < • filr^lfl rS*$? ^•—^Lly v§T...... f^ UM f 2 S" - ... að muna e/tir að ve/ía honum viðurkenningu. TM R*i US Pat Ott -all rtghts reserved * 19^3 Los Angeles Times Syndicate AUTO-SERV Hér þarf gírkassaflutning, sam- Nú, þetta er þá konan þín, eoa anber hjartaflutning... skjátlast mér enn einu sinni? HÖGNI HREKKVISI Þessir hringdu Hvað veldur? Kr. Kr. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ásmundur Stefánsson greindi okkur frá þvi í útvarpsviðtali nýlega, að nú þyrfti svo mörgum vinnustund- um fleira en í fyrra til að kaupa fyrir sama magn af vörum og þjónustu. Nefndi hann niður- skurð vísitölubóta í því sam- bandi. Ég vísa Asmundi á að kynna sér ástand þessara mála i Færeyjum. Þeir ASÍ-menn geta margt lært af frændum okkar Færeyingum. Það er t.d. fróðlegt að bera saman verð á matvörum hér og hjá þeim, en það mun vera helmingi eða meira en helmingi lægra hjá þeim en okkur. Fyrir utan það að lamba- kjötið sem vísitölubændurnir okkar selja þangað er helmingi ódýrara þar en hér. Hvað er það eiginlega sem veldur? Af hverju er matvara svona miklu dýrari hér en i nágrannalöndum okkar? Skömm og sví- viiða Gudrún H. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eg las í Velvakanda-dálkunum i dag (fimmtudag) það sem Magnea Ingólfsdóttir sagði um hunda- haldið við Hafravatn. 1 fram- haldi af því langaði mig að vita, hver bæri ábyrgð á þessari vos- búð og vanliðan dýranna. Eða er enginn ábyrgur? Mér finnst það hræðileg skömm og svívirða að loka dýrin inni og búa að þeim, eins og lýst var í viðtalsklausu Magneu. Væri það til of mikils mælst, að ábyrgðarmaður þessa hundahalds við Hafravatn skýrði almenningi frá því, hvað þarna hefur farið úrskeiðis og hvers vegna? Vel heppnuð ferð Kona úr Garðaba? hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég fór í ferð með ms Eddu þann 31. ágúst sl. með Hvatarkonum. Ferðin var i einu og öllu sérstak- lega vel heppnuð og þarna kynntist ég góðum konum. Hóp- urinn var eins og keðja og á far- arstjórinn okkar, Sigríður Ha- nnesdóttir, miklar þakkir skilið fyrir frábæra aðstoð og skemmtilegheit bæði á sjó og landi. Ég veit ég tala fyrir fleiri úr hópnum. Vona ég að slík ferð verði farin aftur næsta sumar og ég fái tækifæri til að ferðast með svo ágætum konum aftur. Þökk sé Hvöt fyrir að hafa gefið þetta góða tækifæri. Fjölmiðlagleði ráðherranna Norðlendingur hringdi oghafði eftirfarandi að segja: — Eg get ekki annað en hlegið að öllum þessum fjölmiðlaleik hjá ríkis- stjórninni. Einn morguninn kemur frétt um það, höfð eftir félagsmálaráðherra, að hækka eigi húsnæðisstjórnarlánin upp í 50% af byggingarkostnaði. Sama morguninn er einnig i fréttunum, að fjármálaráðherra segi, að engir peningar séu til, þó að leitað sé með logandi ljósi til þess að standa undir kostnaði við slfka hækkun lánanna. Hvers konar fjölmiðlagleði er þetta að hlaupa út og suður með alls kon- ar yfirlýsingar, sem oft á tíðum stangast á, svo ekki sé meira sagt. Má ekki skoða þessi mál í rólegheitum, áður en farið er að gefa yf irlýsingar? Fólk í nauðum mænir til okkar Jóhann Á. Kristjánsson, Vest- mannaeyjum, skrifar: „Ágæti Velvakandi. Mig langar til að biðja þig, Vel- vakandi góður, vinsamlegast, að vekja athygli á hjálparstarfi Sjöunda dags aðventista meðal þurfandi fólks í þróunarlöndum og víðar i heiminum. í blaði, sem gefið er út á vegum safnaðarins, segir nokkuð frá þvi starfi sem unnið hefur verið fyrir það fé, sem áður hefur safnast. Þar segir m.a.: „Iljálparstarf '83 er í framhaldi af svipuðu starfi sem í heilan mannsaldur hefur farið fram hér í landi og í mörgum ððrum löndum. Ennþá einu sinni leitum við eftir fjárgjöfum til heilsu- og hjálpar- starfs aðventista sem fram fer um allan heim. Það er vegna þinna gjafa og margra annarra sem við getum haldið starfinu áfram og jafnvel stækkað starfssviðið. Þetta starf er innt af höndum á 146 sjúkrahúsum og heilsuhælum, 251 heilsugæslustöðvum og heima- gönguhjúkrunarstoðvum, 15 trú- boðsbátum og 14 hjúkrunarflug- vélum. Skýrslur sýna að árið 1981 nutu meira en 12 milljón manns hjálpar gegnum 5107 hjálparstöðvar sem við rekum um veröld alla. Frá Norðurlöndum fóru á árinu 1982/83 margar sendingar til Pól- lands í formi matgjafa, skófatnað- ar og annars fatnaðar. Þetta blað sýnir nokkrar augna- bliksmyndir frá sumum þeirra landa þar sem trúboðar frá Norð- urlöndum starfa. Stærsta viðfangsefni okkar árið 1983 er að auðsýna kærleik, skiln- ing og vináttu. Milljónir manna eru enn háðar hjálpfýsi okkar. Þe8si fjársófnun fer fram undir ströngu eftirliti og með fullri vit- und yfirvalda. Allir safnarar hafa heimildarskjöl. Þegar þú gefur þína Rjöf til hjálparstarfsins '83 máttu treysta þvi að upphæðin kemst til skila. Aðalféhirðirinn sér um að peningunum verði skil- að til þeirra staða sem þeim var ætlað að fara til. Þar eð pen- ingarnir eru afgreiddir eftir leið- um sem þegar eru til er komist hjá stjórnunarútgj öldum. Þúsundir sjálfboðaliða taka þátt i þessu söfnunarstarfi án nokkurrar þóknunar. Þeir nota frítíma sinn i þessu skyni af þvi að þeir hafa trú á málefninu og hafa séð að það kemur að gagni. Þú get- ur öruggur trúað þeim fyrir framlagi þínu til HJÁLPARSTARFSINS '83". Þessa dagana eru Sjöunda dags aðventistar að dreifa blöðum, sem útskýra þetta mannúðar- og kær- leiksstarf, og taka á móti frjálsum peningagjöfum til hjálparstarfs- ins. Margir hafa látið fé af hendi rakna til þess á undanförnum ár- um og áratugum og gera enn, þvi að þörfin er brýn. Fólk í nauðum mænir til okkar og væntir hjálpar. Starfið verður að halda áfram og mun halda áfram, því að alltaf verða ein- hverjir sem tala máli hinna þurf- andi eða fórna sjálfum se> f kær- leiksverkum meða' þefs '"ólks. Veist þú að mw' 7 .enskum krónum er hægt að borga mat og hælisvist fyrir tvö börn í þrjá daga í Vestur-Afrfku? Og fyrir sömu upphæð mætti gefa barni með lungnabólgu fúkkalyfjameð- ferð. Með gjöf þinni, kæri lesandi, hvort sem hún er stór eða smá, verður hægt að lækka tölu þeirra sem þjást og bæta lffskjör manna í heiminum. { hinni Helgu bók stendur: Sá lánar Drottni er liknar fátækum og Guð mun launa honum góðverk hans. Jesús segir: Hungraður var eg og þér gáfuð mér að eta. Þyrstur var eg og þér gáfuð mér að drekka. Gestur var eg og þér hýstuð mig. Nakinn var eg og þér klædduð mig. Sjúkur var eg og þér vitjuðuð mín. í fangelsi var eg og þér kom- uð til mín. — Hvað sem þér gjörið einum þessara minna minnstu bræðra, hafið þér mér gjört. Ég lýk þessum lfnum með versi úr sálmi: Að líkna þeim setn liða er lifsins skyldugrein. Þess þörf mun vera víða því víða heyrast kvein. Sjá, sumir sjúkir liggja og suma vantar brauð, sem kaldan bústiið byggja þá broöurhönd er snauð."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.