Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUOEGI TIL FÖSTUDAGS II t* II * '* í! íf & ? I* *« I*' II *i II u í« H ii |{ « « ii tt ÍIK. II K ií II 1 ALLTAF Á SUNNUDÖGUM Óréttlátt að þurfa að borga fullorðinsgjald Anna Lísa Rúnarsdóttir og Marfa Gylfadóttir skrifa: „Velvakandi. Okkur langar til að koma á framfæri fyrirspurn til yfirmanna Landleiða, hvort 12 ára börn séu orðin unglingar eða jafnvel full- orðin. Okkur finnst að 12 ára börn séu ennþá börn og verði það til 14 ára aldurs. Sum 11 ára börn þurfa að borga fullorðinsgjald í strætó vegna stærðar sinnar og verða að koma með sjúkrasamlagsskírteini til að sanna aldur sinn. Þið, lesendur góðir, furðið ykkur e.t.v. á því, sem við erum að tala um, en við erum einfaldlega að segja, að okkur finnist óréttlátt að þurfa að borga fullorðinsgjald, eða 39 krónur, aðra leið til Reykjavík- ur. Við erum ekki einusinni komin á lögaldur og getum því ekki talist fullorðin. Tölum ekki meira um það. Sumir strætisvagnastjórar eru líka svo tillitslausir og langar okkur að spyrja yfirmenn Land- leiða, hvort þeir vandi ekki val á starfsmönnum fyrirtækisins. Við getum nefnt dæmi um tillitsleysi vagnstjóranna. Einu sinni komum við inn í vagn hjá einum þeirra og réttum honum 14 kr. (barnagjald), en um leið kallaði hann reiðilega til okkar (ekki í venjulegum kurt- eisistón): Hvað eruð þið gamlar? Ellefu, svöruðum við. Það getur ekki verið. Getið þið sannað það? spyr hann með miklum æsingi. Við erum fæddar 71 og verðum 12 seinna á árinu, svöruðum við. Þó að þessi bílstjóri sé alveg einstaklega ókurteis (meira að segja fullorðið fólk talar um það), þá eru sumir þeirra mjög almenni- legir, bjóða góðan dag og segja bless, þegar við göngum út úr vagninum. í því sambandi viljum við sérstaklega nefna einn sem er nýbyrjaður hjá Landleiðum. Við biðjum þá, sem skilja hvað við erum að fara með þessum orð- um og þekkja til, að láta í ljós álit sitt." GÆTUM TUNGUNNAR OG EFNISMEIRA BLAD! Ýmist er sagt: að lýsa einhverju yfir eða: að lýsa yfir einhverju. Hvorttveggja er rétt. 'íoótu X í tileíni af 10 ára afmœli Flugleiða Helgina 17.-18. september gefst þeim, sem leggrja leið sína í Esjuberjy og Veitingabúð Hótels LofUelða, kostur á að uppllla „flug-stemmningu". Á hverri áœtlunarleið Flugleiða, - til New York. Glasgow, London, Luxemborg og Kaupmannahafnai. tá faiþegai ljúffengan flug-kost. Nú geta menn leynt úrvalið á einum stað. Komlð og snœðið „flugmat" um helglna. &HOTEL& FLUGLÍIDA HÓTEL HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUCLEIÐA Æm HÓTEL Staðfestir kattastofninn í Boston landnám Leifs heppna? Fimmtugur unglingur á Seyðisfirði — rætt viö Jóhann Sveinbjörnsson um íþróttir. Dostoevsky var ekki aöeins mikiö skáld — heldur einnig magnaöur elskhugi. Við hugrækt í Himalayafjöllum viötal viö Þórhöllu Björnsdóttur. Arthur og Cynthia — um dauodaga Koestlers og konu hans. Svarti folinn og Tess — sagt frá tveimur nýjum kvikmyndum. Meistaranjósnari brezku leyni- þjónustunnar Erskine Caldwell — síöari hluti samtals Morgunblaösins við hann. Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.