Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 43 VERÐLAUNA- GETRAUN Vinmð glæsilega iþróttabúnlnga. Þasalr ungu krakkar sýna okkur búninga tveggja þairra fjölmörgu liöa tam til graina koma: Stuttgart og Livarpool. Variö maö og vinniö búning. Morgunblaðið/Friðþjófur. Iþróttasíða Morgunblaösins stendur nú fyrir getraun meðal stúlkna og drengja 12 ára og yngri. Getraunin er fólgin í því að geta rétt til um með hvaða knattspyrnuliðum þeir leikmenn spila sem taldir eru upp hér aö neðan. Fylliö út í línuna hér að neöan nafn liðsins. Þau sem geta til um rétt lið hjá öllum leikmönnum fá í verölaun knattspyrnubúning að eigin vali, innlendan eöa erlendan. Veitt verða 50 verðlaun. Ef fleiri veröa með rétt svör veröur dregiö úr réttum úrlausnum. Klippiö get- raunaseöilinn út og sendiö hann til Íþróttasíöu Morgunblaðsins, Aöalstræti 6, Reykjavík. Verið meö og vinniö búning aö frjálsu vali. Meö hvaöa liöi leika eftirtaldir leikmenn: Ásgeir Sigurvinsson Arnór Guðjohnsen Teitur Þórðarson Atli Eðvaldsson Magnús Bergs Pétur Pétursson Nafn:_______________________________________________ Heimilisfang:_______________________________________ Aldun_______________________________________________ Síðasti skiladagur í getrauninni er 3. okt. Tekst Valsmönnum að forðast fall í 2. deild? ÞAÐ veröur einn hörkuleikur í 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Valsmenn leika gegn Eyja- mönnum á heimavelli sínum aö Hlíöarenda kl. 14.00. Leikurinn er geysilega þýöingarmikill fyrir bæöi liöin sem eru í fallhættu. Valsmenn veröa aö sigra í leikn- um I dag ef þeir ætla að foröast fall í 2. deild. Jafntefli dugar Vals- mönnum ekki. Valur er eina 1. deíldar líöíð sem aldrei hefur leikið í 2. deild síðan deildaskipt- ing var tekin upp árið 1955. Ef liö ÍBV tapar leiknum í dag er liöið komið í alvarlega fall- hættu. ÍBV á eftir aö leika gegn Breiöabliki í Eyjum. Þaö veröur því án efa hörkuleikur á Valsvell- inum í dag því mikið er í húfi hjá báöum liöum. — ÞR. I miatispnna l Sigra Víkingar? TVEIR leikír fóru fram í gærkvöldi í úrslitakeppni Reykjavíkurmóts- ins í handknattleik. Víkingar sigr- uöu KR-inga meö 25 mörkum gegn 14. Þá léku Fram og Valur en blaðið var fariö í prentun áður en úrslit láu fyrir. I dag veröur mótinu haldið áfram og leika KR og Valur og Fram og Víkingur í dag. Leikirnir fara fram í Selja- skóla. Á sunnudagskvöldiö fara svo úrslitaleikir mótsins fram í Laugardalshöllinni. Allt bendir til þess aó það veröi lið Víkings sem sigri í mótinu aö þessu sinni. — ÞR. KR-ingar tefla ekki fram meistaraflokki ÞAÐ hefur vakið mikla athygli aö KR-ingar tefla ekki fram meist- araflokki sínum í handknattleik í O’Callaghan í liðinu Frá Bob Hennessy, tráttamanni Morgunblaðsina á irlandi. ÞAÐ veröur aö öllum líkindum Kevin O'Callaghan frá Ipswich sem leikur á miðjunni hjá irum á miðvikudaginn — meö Brady, Grealish og Lawrenson — og veröur það hans hlutverk aö mata framherjana Stapleton og Rob- inson; leika sem nokkurs konar vinstri kantmaður. Vió sögðum í gær aó Waddock frá QPR yröi sennilega í liðinu, en nú eru mestar líkur á að O’Callaghan verði í þessu hlutverki. Reykjavíkurmótinu sem stendur nú yfir. Lið KR hefur verið skipaö leikmönnum úr 2. flokki og jafn- vel leikmenn úr 3. flokki fengiö aó spreyta sig. Ekki er gott aó segja til um af hverju meistaraflokks- leikmenn KR taka ekki þátt í mót- inu sem ætti að geta verið góður undirbúningur fyrir íslandsmótiö. En ástæðan viröist einna helst vera sú að hinn nýi þjálfari liðsins sem er frá Júgóslavíu telur meist- araflokkinn ekki vera kominn i nægilega góöa æfingu til þess að keppa í mótinu. En þess í staö lætur hann unga og lítt reynda pilta leika gegn sér eldri og reyndari leikmönnum og um leið mikið líkamlega sterkari. Furöuleg afstaöa þjálfara. Nú er bara að bíöa og sjá hvort meist- araflokkur KR spilar í sjálfu ís- landsmótinu. Máske veröur liðið ekki komið í nægilega góöa æf- ingu og þá lætur þjálfarinn ef- laust bara ungu piltana spila. —ÞR Helga í fínu formi HELGA Halldórsdóttir, frjáls- íþróttakona úr KR, er í góóu formi þessa dagana. Á innan- félagsmóti KR á dögunum hljóp hún 400 m grindahlaup á 61.7 sek. og bætti sig um 7 sek. brot. íslandsmetiö er 60.89 sek., en besta tímann í sumar fram aö þessu átti Sigurborg Guö- mundsdóttir, Ármanni, 62.14 sek. —SH. Tvö mót í Grafarholtinu Á morgun, kl. 9.00, fer fram Septembermót drengja á G;af- arholtsvelli. Leiknar veröa 18 holur með og án forgjafar. Á morgun fer líka fram á Grafarholtsvelli árleg Bacc- ardi-keppni. Leiknar veröa 18 holur meö og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 13.00. Stórleikur á Valsvelli í dag kl. 14.00 leika í 1. deild Valur ffiV Leikur sem skiptir sköpum. Valsmenn, nú mætið þið! VALUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.