Morgunblaðið - 17.09.1983, Page 44

Morgunblaðið - 17.09.1983, Page 44
„Atvinnumannalandsliðin“ ÍSLAND "7 ÍRLAND tL LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 Gæzluflugvélin gat ekki flogið vegna fjárskorts FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar fór ekki í eftirlitsflug frá mánudeg- inum sl. til dagsins í gær, vegna þess að ekki fékkst fyrr fé til eldsneytiskaupa, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá Land- helgisgæslunni í gær. Þyrlur gæslunnar voru ekki tiltækar á sama tíma vegna skoðunar og var önnur ekki til- búin fyrr en á fimmtudagskvöld og hin var ekki til þegar síðast fréttist í gær. Nú eru tvö skip Landhelgis- gæslunnar úti, Týr og óðinn, en fyrir nokkru þurfti að dæla olíu frá Þór yfir á Ægi, til þess að hann kæmist á sjó til eftirlits. Ríkisjarðir eru til sölu - engar fyrirspurnir borist enn, sagði Albert Guðmundsson Á FJÖLMENNUM fundi Sjálf- stæðisfélagsins Ingólfs í Hvera- gerði í fyrrakvöld, þar sem Albert Guðmundsson fjármálaráðherra og Þorsteinn Pálsson alþingismaður voru framsögumenn, var Albert m.a. spurður að því hvort ríkisjarð- ir væru falar eins og sumt annað af Hækkanir á bilinu 3,5 til 23% VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að heimila 7,3% meðaltalshækkun á töxtum leigubíla og kemur hækk- unin til framkvæmda frá og með deginum í dag. Verðlagsráð samþykkti ennfremur á fundi sínum að heimila 10,4% hækkun á steypu án sements, sem hefur í för með sér um 5% hækkun á steypu. Á fundi ráðsins var síð- an samþykkt 3,5% hækkun á þjónustugjöldum skipafélaga og loks 23% hækkun á smjör- líki. eignum ríkisins sem verið er að kanna sölumöguleika á. Albert Guðmundsson svaraði því til að vel kæmi til greina að selja ríkisjarðir, þær væru ekki síður á sölulista en ýmis fyrir- tæki ríkisins, sem betur væru komin í höndum einstaklinga, en Albert kvaðst engin tilboð hafa fengið eða fyrirspurnir um kaup á ríkisjörðum. Hann kvaðst hins vegar myndu láta setja ákvæði varðandi sölu á ríkisjörðum inn í væntanlegt frumvarp sitt um sölu á ríkiseignum ef áhugi væri fyrir því að kaupa ríkisjarðir. „TáknM Flugleiða saman á ný Þessir strákar báru húfur Flug- félags fslands og Loftleiða á aug- lýsingamyndum, sem birtust fyrir tíu árum, sem tákn um sameiningu flugfélaganna og stofnun Flug- leiða. Nú um helgina er afmælis- hátíð Flugleiða og fannst okkur upplagt að rifja þetta upp og fá strákana í myndatöku. Strákarnir heita Arnaldur Halldórsson og Kristinn Ás- geirsson og eru nú 12 ára gamlir, og þegar við kölluðum þá saman á ný höfðu þeir ekki sést síðan auglýsingin var gerð forðum daga. En þeir voru fljótir að rifja upp ljósmyndasvipinn. Halldór Guðmundsson faðir Arnalds vinnur hjá Auglýs- ingastofunni hf. G.B.B. og hann- aði auglýsinguna. Ótal myndir voru teknar og í heilt ár á eftir birtust þær við ýmis tækifæri. „Við munum lítið eftir þessari myndatöku, það er svo langt síð- an,“ sögðu strákarnir í spjalli við blm. „Við munum þó eftir að við fengum kók og prins póló þegar þetta var gert.“ Vextir lækka að meðaltali um 7% 21. september nk.: Innlánsvextir lækka um 6-8% - útlánsvextir 4-7% BANKASTJÓRN Seðlabankans ákvað í gær í samráði við bankaráð vaxtabreytingar frá og með 21. sept- eraber nk. Ríkisstjórnin staðfesti tillögur Seðlabankans á fundi sín- um í hádeginu í gær og ákvað lækk- un á innlendum afurðalánum sam- kvæmt tillögu Seðlabankans. Með 800 laxar UM SÍÐUSTU helgi fóru fram hinar árlegu „klakveiðar“ í Ell- iðaánum og kom þá í Ijós að óhemju margir laxar voru neðst í ánum. Til marks um það má nefna að í Teljarastreng einum náðust nær 800 laxar og í einum fyrirdrætti í Efri-Móhyl fengust yfir 200 fiskar, og að drættinum loknum sást tæpast högg á vatni og mikill lax var enn eftir í hyln- um. Þá náðist einnig talsvert af laxi á svæðinu frá Arbæjarstíflu niður að Ullarfossi, en ekkert í líkingu við áðurgreindan afla. Laxinum var safnað saman í þrærnar sem Klak- og eldis- stöðin við Elliðaár hefur yfir að ráða og eru nú steyptu þrærnar nánast fullar. Ljósmynd Friðþjófur. breytingunni lækkar meðalárs- ávöxtun óverðtryggðra útlána og innlána um því sem næst 7% sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Seðla- bankanum. Vextir breytast mis- munandi mikið á einstökum flokk- um. Innlánsvextir lækka frá 6—8%, útlánsvextir frá 4—7%. Ný bygg- ingarvísitala liggur nú fyrir, en hækkunin milli ágúst og septem- bermánaðar er 2,55%, sem þýðir að hækkun lánskjaravísitölu fyrir október verður 1,34%, en hún hækkaði á milli mánaðanna ágúst og september um liðlega 8,11%. Auk hinnar almennu vaxta- breytingar ákvað ríkisstjórnin, að tillögu Seðlabankans, að stefna að breytingu endurkaupanlegra af- urðalána útflutningsframleiðslu í lán með gengisviðmiðun og vöxt- um, sem fylgi vöxtum á alþjóða- peningamörkuðum. Sú breyting mun þó ekki geta komið til fram- kvæmda fyrr en í næsta mánuði, en verður afturvirk frá 21. sept- ember, ef lántakendur óska. Hin gengistryggðu afurðalán verða miðuð við gengi sérstakra drátt- arréttinda Alþjóðgjaldeyr- issjóðsins, SDR, sem er alþjóðleg- ur gjaldmiðill byggður á meðal- tali gengis fimm helstu viðskipta- mynta heimsins. SDR-vextir eru nú nálægt 9% og við þá vexti verður miðað. Vanskilavextir breytast ekki og vextir verðtryggðra innlána og útlána standa einnig óbreyttir, svo og vextir af innlendum gjald- eyrisreikningum. Vaxtabreyt- ingar á innlánum eru eftirtaldar: Af ávísanareikningum úr 27% í 21%, eða 6% lækkun; almennum sparisjóðsbókum úr 42% í 35%, eða um 7%; 3ja mánaða uppsagn- arreikningum úr 45% í 37%, eða um 8%; af 12 mánaða uppsagn- arreikningum úr 47% í 39%, eða um 8%. Á útlánareikningum: Hlaupareikningslán úr 39% í 33%, eða 6% lækkun; endurseld afurðalán úr 33% í 29%, 4% lækkun; víxillán úr 38% í 33%, sem er 5% lækkun, og skulda- bréfalán (2 gjaldd.) úr 47% í 40%, þ.e. lækkun um 7%. Sjá fréttatilkynningu Seðla- banka íslands á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.