Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 UJaqner Greint frá nýjum sjónvarpsþáttum sem nú hefja göngu sína Það kemur stundum fyrir að á fjörur Sjónvarpsins reki hið besta efni sem völ er á og það er kannski ekki tilviljun aö yfirleitt er það efni breskt. Brideshead Revisited gladdi augu sjónvarps- áhorfenda ekki alls fyrir löngu með mörgum bestu og efnilegustu leikurum Bretaveldis, og nú eru að hefjast framhaldsþættir, gerðir af Bretum um ævi þýska tónskáldsins Richards Wagner. Og þar eru engir aukvisar á ferð. Richard Burton leikur Wagner og hafa margir látiö þau orð falla að það sé mikilvægasta hlutverk hans um 15 ára skeið. Sir Laurence Olivier, Sir John Gielgud og Sir Ralph Richardsson ieika saman í fyrsta sinn í þessum þáttum og Vanessa Redgrave leikur Cosimu, seinni konu Wagners. egar ungverska sjónvarpið hafði viðtal við Burton um maraþonleik hans í þessari tíu tíma kvikmynd, tók hann það skýrt fram að það hefði verið sannkallað maraþon, ekki aðeins frá leikrænu sjónarmiði, heldur hafi það einnig verið líkamlega erfitt. „Þegar ég sá handritið fyrst, líkaði mér strax stór- vel við það, en ég var þá að ná mér eftir fremur alvarleg veikindi, og tilhugsunin um að eiga kannski eftir að fást við stór- brotinn lífskraft og styrk Richards Wagner virtist mér ekki kleift á þeim tíma. Hann var gríðarlega mikill per- sónuleiki, andlegur og líkamlegur. Samn- ing „Hringsins" til dæmis hefði verið nóg til að gera margan annan manninn ör- þrota. Hins vegar, því betur sem ég las handritið og eftir því sem ég fór að skilja Wagner betur, því ákveðnari var ég í að þiggja hlutverkið," sagði Burton. Leikstjórinn, Tony Palmer, fékk fyrst hugmyndina að því að kvikmynda ævi tónskáldsins fyrir sjö árum þegar hann viðraði það við sonarson Wagners, Wolf- gang Wagner, þegar þeir snæddu hádeg- isverð saman í Þýskalandi, að hann lang- aði til að gera mynd um afa hans, sem sýndi á honum allar hliðar lífs hans. Wolfgang Wagner féllst á að veita hon- um alla þá hjálp sem hann gæti við gerð verksins. Vegna þessa samstarfs hafa margar nýjar upplýsingar um líf Wagn- ers litið dagsins ljós, sérstaklega hvað varðar samband hans við fyrstu konuna sína, Minnu, og samband Wagners við Nietzsche. Það var svo ekki fyrr en fimm árum eftir fund þeirra Palmers og Wolf- gangs, að verkinu var hrundið í fram- kvæmd og voru fengnir til þess margir hæfileikamestu kvikmyndamenn, sem völ er á. Palmer hikaði hvergi þegar hann afréð að fá Richard Burton til að leika Wagn- er. Hann sagði eitt sinn í blaðaviðtali að Burton byggi yfir aðdráttarafli og per- sónutöfrum sem hæfði hlutverkinu. „Hann lifir sig algjörlega inn í hlutverk- ið,“ sagði hann. Hann var fyrstur á vett- vang áður en kvikmyndataka hófst og fylgdist með öllu því sem fram fór af óskaplegum áhuga og hann töfraði fólk, „alveg eins og Wagner hefur gert,“ er haft eftir Palmer. Það eru ekki síður hæfileikaríkir menn sem standa á bak við kvikmyndatökuvél- ina en fyrir framan hana. Handritahöf- undurinn er Charles Wood, sem vann handritið í fullri samvinnu við Wo.lfgang Wagner, og hefur hann verið margverð- launaður fyrir starf sitt. Ber þar hæst þátt hans við gerð myndarinnar „The Charge of the Light Brigade" og Bítla- myndina, „Help“. Tónlistinni er stjórnað af Sir Georg Solti, sem álitinn er af mörgum einn fremsti Wagner-túlkandi í dag. Kvikmyndatökustjórinn er Vittorio Storaro, sem á að baki sér mjög litríkan feril sem reis hvað hæst þegar hann tók á móti Óskarsverðlaununum 1979 fyrir kvikmyndunina á stórmynd Coppolas, „Apocalypse Now“. Hann hefur einnig átt mikið og gott samstarf við Bernardo Bertolucci, fyrir hvern hann kvikmynd- aði „Last Tango in Paris“ og „1900“. Og til að kóróna allt annað tók hann við sínum öðrum Óskarsverðlaunum 1982 vegna kvikmyndar Warren Beattys „Reds“. Sniðnir voru um 2.000 búningar fyrir verkið. Það var tekið á meira en 200 stöð- um í sex löndum og það tók meira en sjö mánuði að filma það. Öll atriðin eru kvikmynduð þar sem hinir raunverulegu atburðir í lífi Wagners áttu sér stað í Vínarborg, Búdapest, Siena, Múnchen, Feneyjum, Nurnberg og Bayreuth. Hundrað árum eftir dauða sinn er Richard Wagner enn ráðgáta. Hans er saga fátæktar til frægðar, með endi æf- intýrsins. Hann var dáður og þó hataður, elskaður og fyrirlitinn, þorpari en hetja samt sem var dýrkuð. Frægð hans og gjörðir voru slúðurefni um alla Evrópu, og umfram allt var hann ólæknandi róm- antíker. Myndin hefst með því að Wagner er að skrifa einni af ótal ástmeyjum sínum og bréfið verður til þess að hugur hans hvarflar til baka og það er sú saga sem sögð er í myndaflokknum. Hann var fjár- hættuspilari, kvennabósi, stöðygt skuld- um vafinn og á flótta undan innheimtu- mönnum. Hann var sífellt að flytja frá einum stað til annars, og samband hans við stjórnleysingjann Bakunin varð til þess að hann var eftirlýstur af lögregl- unni sem hryðjuverkamaður. Þá leitaði hann hælis í Svíþjóð og gerðist þar hljómsveitarstjóri. Þaðan fór hann til Weimar, þar sem hann kynntist öðru tónskáldi, Liszt, en síðan fór hann í sjö ára útlegð til Zúrich. Árið 1861 fór hann aftur til Þýskalands og ári síðar til Lundúna og Parísar þar sem „Tannháus- er“ olli einhverju mesta hneyksli í gjör- völlum óperuannál. Aðeins fáeinir vinir hans stóðu með honum, eins og Baudel- aire, en eigi að síður hvarf hann aftur heim til Þýskalands, kalinn á hjarta og vonlaus um að hasla sér völl á erlendri grund. Árið 1864 tókust sérkennilegir dáleik- ar með tónskáldinu og Ludwig hinum geggjaða kóngi í Bæjaralandi. Ásælni og eyðslusemi Wagners gekk að lokum fram af ráðgjöfum kóngsins og árið 1866 var honum ekki lengur vært í byggðarlaginu. Hélt hann þá til Lausanne í Sviss, þar sem hann kynntist Nietzsche og Cosimu, óskilgetinni dóttur Liszts, en hún skildi við fyrri mann sinn eftir að Wagner kom til sögunnar. Meðan Wagner var að öllu þessu var hann að semja óperuverk sem voru frábrugðin því sem áður hafði þekkst. Hann var fyrstur óperuhöfunda til að leggja áherslu á að texti og tónlist væru órofa heild og hann skrifaði sjálfur sína eigin óperutexta. í stað gamla einsöngs- ins var komin tjáningafull, tónræn fram- sögn. I myndaflokknum er Wagner að fást við tónlistarforleggjara, hljómsveitar- stjóra, tónlistarmenn og eigendur leik- húsa. Eigingirni hans, sjálfumgleði og rætni koma skýrt fram. „Hann var niðurrifsafl," sagði Palmer eitt sinn. „gráðugur, svikull, lyginn, sjarmerandi maður sem vílaði ekki fyrir sér að hrifsa til sín annarra manna konur, heimili og peninga, en hélt samt áfram að vera vin- ur þessara rnanna. Hann var ekki maður sem mann langaði til að bjóða heim i mat“. Kvikmyndatökumaðurinn, Vittorio Storaro vekur athygli á því hve líkir þeir eru þessir tveir Ríkharðar, Wagner og Burton. Hann hélt því fram á meðan á kvikmyndatökum stóð að það ágerðist eftir því sem á liði. Hafi Richard Burton í upphafi ekki verið annað en leikari sem minnti á Wagner, þá var hann á endan- um orðinn að Wagner. En kvikmyndastjórinn segir „Ég er ekki að slægjast eftir leikurum sem líkj- ast persónum í útliti. Richard er fær um að gæða Wagner lífi, að gera hann sann- færandi." { einu atriði myndarinnar sitja þeir saman Wagner og Liszt, faðir Cosimu. Burton talar samfellt í tvær mínútur. Þetta er eintal sem gerir gífurlegar kröf- ur til leikarans og útheimtir fimm tökur. Fyrst brýst sólin fram, í annarri töku geltir hundur og í tveimur næstu er myndavélin ekki í fókus. Það sem heldur atriðinu m.a. saman er fullkomin frammistaða Burtons. Þó Bretar eigi mestan þátt í gerð myndarinnar um Wagner er hún unnin í samvinnu við Þjóðverja og Ungverja og er hún eflaust ein viðamesta austur- vestur kvikmyndasamvinna sem ráðist hefur verið í. Margar meiriháttar at- burðasenur voru teknar f Ungverjalandi og í sumum tilvikum var notast við deild- ir innan ungverska hersins. Ungverja- land kom fyrst upp í huga Palmers þegar spurningunni um tökustaði var varpað fram. „Eg þurfti að endurskapa Dresden frá 1840,“ sagði hann. „Ég minntist þess að ég hafði heimsótt hluta Ungverja- lands og Búdapest fyrir nokkrum árum sem vissulega líktust mjög Dresden þessa tíma og þannig er samvinnan við Ungverja í fyrstu tilkomin." Samantckt: — ai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.