Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Sjórnmálaflokkar eru samtök fólks er hefur sömu grundvallarskoðanir á æskilegri gerð þess þjóð- félags, sem það lifir og hrærist í, og meginleiðum til að þróa samfélagið í þá átt. Það eru einkum tvær þjóðfélagsgerðir, tvö hag- kerfi, sem setja svip á sam- tímann. Annarsvegar þjóð- félag þingræðis og lýðræð- is, eins og við þekkjum það í V-Evrópu og N-Ameríku, sem byggir á valddreifingu, alhliða þegnréttindum, m.a. frelsi fólks til athafna og skoðana, sem og lögmál- um frjáls markaðar. Hins- vegar sósíalisminn, sem hvarvetna hefur þróast til alræðis eins flokks, mið- stýrðs ríkisvalds og þrengdra mannréttinda. Bjarni Benediktsson greinir frá því í ritgerð, sem m.a. fjallar um stofn- un Sjálfstæðisflokksins 1929, að höfuðhvatinn að stofnun hans hafi verið „vaxandi ótti margra um, að þáverandi ríkisstjórn Framsóknarflokksins stefndi með stuðningi Al- þýðuflokksins að takmörk- unum á einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi í skjóli harðnandi stéttabaráttu". Það var því mjög að vonum að hinn nýi flokkur setti sér það mark „að vinna í innanlandsmálum að víð- sýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli ein- staklingsfrelsis og atvinnu- frelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum". Síðar, á fyrstu árum íslenzks lýð- veldis, mótuðu forystu- menn Sjálfstæðisflokksins þá stefnu í utanríkis- málum, sem í meginefnum hefur verið fylgt síðan. Það hefur verið höfuð- styrkur borgaralega sinn- aðs fólks, allt frá stofnun Sjálfstæðisflokksins, að bera gæfu til að standa sameinað í einum, stórum og sterkum stjórnmála- flokki. Sjálfstæðisfólk hef- ur verið meðvitað um mikilvægi þessarar sam- stöðu, þó skoðanir þess hafi að sjálfsögðu verið skiptar um ýmis dægurmál, innan flokks og utan, í tímans rás. Þessi flokkslega sam- staða um meginstefnu hef- ur farið mjög fyrir brjóstið á andstæðingum hans. Það er höfuðástæða þess að málgögn þeirra gera úlf- alda úr mýflugu í hvert sinn sem minniháttar ágreining sjálfstæðisfólks rekur á fjörur þeirra. Auk stefnumiða, sem höfða til alls þorra íslend- inga, er það einkum tvennt sem ráðið hefur giftu Sjálfstæðisflokksins á ferli hans. • Hið fyrra er það sem á máli líðandi stundar hefur verið kallað grasrótarstarf. Þá er átt við starf í grunn- einingum flokksins, flokks- félögum, sem ná til svo að segja allra byggða landsins og allra hverfa á höfuð- borgarsvæðinu. Það eru þessar grunneiningar sem mynda þúsund manna landsfund, sem fer með æðsta vald í málefnum flokksins, og gefa honum það vægi sem hann hefur í þjóðfélaginu. Það er í þess- um grunneiningum sem flokkurinn þarf að „rækta garðinn sinn“, ef hann vill ganga í takt við tímann götuna fram eftir veg. • Það hefur þó máske skipt mestu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hann hefur alla tíð átt sterka og virka ungliða- hreyfingu. Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur gegn um tíðina samhæft kjarnaatriði sjálfstæðis- stefnunnar og viðhorf hinna yngri í þjóðfélaginu. Úr röðum ungra sjálfstæð- ismanna hafa þeir og gjarnan komið, sem bezt haf reynzt í framvarðar- sveit flokksins. Það er rétt sem Sigurbjörn Magnús- son, formaður Heimdallar, sagði við setningu 27. þings Sambands ungra Sjálf- stæðismanna sl. föstudag, „að ungir sjálfstæðismenn hefðu miklu hlutverki að gegna, vildu takast á við vandann og vera afl nýrra tíma, afl þeirra hluta sem gera þyrfti". Geir H. Haarde, formað- ur Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, komst m.a. svo að orði á SUS-þinginu: „Sjálfstæðismenn hafa nú fágætt tækifæri til að framfylgja stefnu sinni um að draga úr ríkisumsvifum, leysa úr læðingi atorku ein- staklingsins ... og flytja verkefni frá ríki til sveitar- félaga". Hann lagði og áherzlu á að harðvítug átök gætu verið framundan á sviði þjóðmála. Hafa yrði það í huga við undirbúning að landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Mikilvægt væri að menn gengu samhentir frá þeim fundi út í barátt- una. Hér er hyggilega mælt. Ekkert er að vísu eðlilegra en að skoðanir séu skiptar um eitt og annað í jafn stórum og víðfeðmum flokki og Sjálfstæðis- flokknum. En meginmáli skiptir að standa saman um kjarnaatriði. Þetta SUS-þing sem og Lands- fundur Sjálfstæðisflokks- ins eiga að gera flokkinn sterkari sem samtök og baráttutæki borgaralega sinnaðs fólks í þjóðfélag- inu. Því má aldrei gleyma að hér eftir sem hingað til verður það höfuðstyrkur þessa fólks, ef það ber gæfu til að standa saman í stór- um og sterkum stjórnmála- flokki. Orð formanns SUS eiga því erindi til alls sjálfstæð- isfólks á líðandi stund. Megi það verða meginverk- efni SUS-þings og ungra sjálfstæðismanna að rétta örvandi hönd æskunnar til þeirrar stefnumörkunar, sem tryggir, að Sjálfstæð- isflokkurinn sé og verði á framtíðarvegi. SUS og Sjálfstæðisflokkurinn GARÐYRKJA Undir hausthimni Frá ómunatíð hefur það verið venja fyrirhyggjusamra manna að búa í haginn fyrir sig og sína og vera undir það búnir að mæta vetri. Það hefur aldrei þótt til fyrirmyndar að treysta á guð og gaddinn. En því miður hefur það viljað við brenna, að í góðærum ruglist menn í ríminu og gleymi þeim sannindum lengur en skyldi, að eftir sumar kemur haust og napur vetrartími og þá er þeim voðinn vís, sem ekki bjuggu sig undir að mæta kal- viðrunum. Það sumar sem nú er senn á enda, hefur verið það óhagstæð- asta sem hér hefur komið á þess- ari öld og uppskeran til lands og sjávar er með minnsta móti. Margir hafa jafnvel á orði, að það taki því ekki að hirða úr moldinni það lítilræði sem þar er að finna og þeir menn sem telja sig spakvitrasta segja það hagkvæmara að flytja til lands- ins fóðurforða úr erlendum ökr- um og greiða með framleiðslu okkar á sjávarafla, iðnfram- leiðslu, kannski verðlítilli orku til stóriðju, eða láta bara skrifa hjá okkur matarforðann þar til betur árar. Aldrei þótti það þó stórmannlegt hér fyrrum að vera upp á annarra náð kominn og erfitt að trúa því að svo sé komið okkar þankagangi nú, að mönnum þyki slíkt eftirsóknar- vert. Jafnvel í erfiðu og uppskeru- rýru ári eins og nú, er það þjóð- arnauðsyn ef við viljum halda áfram búsetu í þessu landi, að bjarga allri uppskeru sem að næringu má verða, hvort heldur er fyrir menn eða skepnur. Allt er hey í harðindum, segir mál- tækið og víst er um það, að hver máltíð sem við öflum úr eigin jörð, er okkur ávinningur. Það er dapurlegt til þess að vita, að á undanförnum árum höfum við flutt inn í miklu magni græn- meti sem erlendir menn hafa ræktað og gert að mat á sama tíma og sami matur hefur fengið að rotna niður í fyrstu haust- frostum í okkar eigin görðum. Stór hluti þess grænmetis sem við höfum árlega ræktað, fer til spillis vegna þess eins að við kunnum ekki að geyma hann til vetrarins, eða jafnvel hitt, að við höfum ekki gert okkur grein fyrir gildi grænmetis til matar. Björn Halldórsson í Sauð- lauksdal lét enga rót né laufblað eða blaðstilk fara til spillis. Við kunnum öll aðferðina við að geyma kartöflur, en höfum reynslu af því, að erfitt er að geyma til lengdar smælkið, sem þó er ljúffengt nýtt upp úr garð- inum. Björn í Sauðlauksdal geymdi það í kössum eða tunn- um í sandi eða þurri mold á svöl- um stað og þær kartöflur voru sem nýjar langt fram á næsta vor. Þetta mættum við vel hugleiða á þessu hausti, þegar uppskeran er hjá flestum nær eingöngu smælki. Því má við bæta, að fyrir kom hjá séra Birni að sumartíð var svipuð því sem við höfum átt nú og þá varð hann að notast við slíkt smælki sem út- sæði á næsta vori. Ekki var um það að ræða, að sækja sáðvöru til útlanda þegar hart var í ári. Gulrófublöð og stilka geymdi séra Björn í mjólkursýru og þótti slíkt ljúfmeti á mörgum heimilum vestra allt fram á fjórða áratug þessarar aldar. Nú er slíku almennt fleygt þar sem ekki er hægt að hagnýta það fyrir skepnur. Hins vegar mun verulegt magn af gulrófnakáli vera flutt inn, ýmist þurrkað í súpujurtum eða í súrlegi á glös- um, og er sjálfsagt goldið með niðurgreiddu dilkakjöti. Nú á þessu hausti má víða sjá í görðum hvítkál, sem ekki hefur náð því að mynda höfuð. Allt er þetta þó nýtanlegt kál fyrir þá sem hafa aðstöðu til að geyma það í frysti. Þarf aðeins að saxa það niður með hníf þannig að það sé til reiðu þegar á að sjóða HAFLIÐI Jónsson, garöyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, mun í næst- unni skrifa um hauststörfin í garð- inum og veita lesendum Morgun- blaðsins upplýsingar um undirbún- ing gróðurs fyrir veturinn. Greinar Hafliða munu birtast á sunnudög- um. það eða steikja. Engin þörf er á að búa grænmeti undir frost- geymsluna með því að hleypa upp á því suðu áður en búið er um það til vetrargeymslunnar. Gulrætur geymast ágætlega í frosti, þarf aðeins að skera þær í hæfilega stóra bita áður en þær eru settar í frystinn. Blómkál má frysta í heilu lagi og sama gildir um spergilkál. Grænkál þarf hins vegar að saxa niður fyrir geymslu. Gulrófur geymast sem nýjar séu þær skornar niður eins og þær eiga að fara í pottinn og þannig geymdar í plastpokum í frystikistunni. Sama gildir um rabarbara. Varast ber að láta frosið grænmeti slakna upp áður en það er sett í suðu. Flestar káltegundir er hægt að hraðþurrka í bökunarofni og geyma til súpugerðar. Rabar- bara er auðvelt að þurrka á sama hátt og geyma til grautar- gerðar eða nota í stað rúsína við kökugerð. Við þurrkun er nauðsynlegt að skera grænmeti í sem smæsta bita og rabarbara er hyggilegt að leggja í bleyti í sykurvatn deginum áður en nota á t.d. í jólakökubaksturinn. Þótt tæpast sé mikil berja- spretta í ribs- og sólberjarunn- um eða að jarðarber gefi mikla uppskeru í ár, þá er rétt að bjarga því litla sem vaxið hefur. Ef berin hafa ekki náð að roðna, má mikið bæta um það með því að láta þau standa á björtum stað nálægt miðstöðvarofni. Öll ber af þessu tagi geymast vel í frosti í plastílátum og gott er að velta þeim upp úr sykri áður en þau eru látin í geymsluöskju. Þegar allri uppskeru hefur verið komið í hús, er sjálfsagt að hreinsa garðsvæðið. Hafi verið notaðar plastyfirbreiðslur yfir beðin, er mikilvægt að fjarlægja þær úr garðinum, svo þær valdi ekki óþrifum í vetur eða óþæg- indum við jarðvinnsluna næsta vor. Þá er rétt að hafa í huga að flest illgresi er aðeins einært og það er hægt að eyða verulega því fræmagni sem ekki hefur fallið til jarðar, með því að hreinsa það úr garðinum og á það ekki síst við um krossgrasið sem hæglega getur lifað af veturinn ef tíðin verður mild. Yfir rabarbara er gott að setja lag af húsdýraáburði strax eftir fyrstu frost og jarðarberjaplönt- um þarf að skýla fyrir vetrar- næðingnum. Eftir að við höfum gengið frá grænmetinu til vetrargeymslu förum við að huga að vetrarum- búnaði á gróðri sem við ræktum til skjóls og augnayndis. Að því skulum við hyggja í næstu viku. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ | Reykjavíkurbréf | i......... Laugardagur 24. september ........J september 1983 þriðjudagur 212. tölublað 48. árgangur PIÚDVIUINN Þúsundir bifreiðaeigenda komast 1 greiðsluþrot Númerin hrannast upp PlOÐVIlllNN MikUr bre> tingar hafa staBið yflr l sumar ágarði I wtasafns Hnars knstur á að kynna *é gjörhrey tinguna á Sjá síðu 8. september 1983 miðvikudagur 213. tölublað 48. árgangur Lögbirtingur orðinn að dagblaði! 1000 nauðui íHúsbyggjendur að sligast i Hálfbyggð hús seld undir kostnaðarverði „|»að er enginn vall á þvi afl fok- þessum verdmun, heldur hitt, að nema með þvf að setja sig í þrot. 1 heid húa eru nti setd undir kostnað- byggingarkostnadur á síð- I júnf í sumar var by^gingi»r- ' arverfii, en hversu mikifi fer eftir astnetndn svirAlinilltt.^Mfc^toafcMjMilftláUf samkvir I ............. ,,w f hífreiðar fyrir skoðun. Lífsafkoman að engu gjörð Hamskipti Þjódviljans Það eru ekki nema fjórir mán- uðir síðan skipstjórnarmenn Al- þýðubandalagsins stigu úr brú þjóðarskútunnar, eftir að hafa haldið um stjórnvöl hennar í fimm ár. Stefnuvitar Alþýðubandalags- ins réðu ríkjum í stjórnarráði Is- lands allan þennan tíma. Þeir mótuðu stefnuna í veigamestu málaflokkum þjóðarinnar, ár eftir ár, og réðu verklagi í pólitískri stjórnun þjóðarbúskaparins. Þeir bera því öðrum fremur stjórnar- farslega ábyrgð á þróun þjóðmála 1978—1983 og þeim hrikalegu vandamálum, sem við er að glíma á líðandi stundu, og lítiliega verð- ur vikið að hér á eftir. Ekki vóru „Bakkabræður" Al- þýðubandalagsins fyrr komnir úr brú á dekk ofan er þeir tóku ham- skiptum. Þjóðviljinn þenur trölls- iegar fyrirsagnir yfir þverar for- síður dag eftir dag, hvar arfleifð og „afrek“ Alþýðubandalagsins í einstökum þáttum þjóðmála eru tíunduð, eins og þeir Hjörleifur, Ragnar og Svavar hafi hvergi ná- lægt komið! Látið er eins og þeir hafi verið í iöngu pólitísku orlofi einhversstaðar fjarri fósturjörð- inni, máske í hinu forna Garða- ríki, hvar hugur þeirra löngum dvelur. Látið er eins og vandamál- in, sem þeir hrönnuðu upp, hafi til orðið á örskotsstundu, um leið og þeir stóðu upp úr ráðherrastólun- um. Hægt er að taka undir það með Þjóðviljanum að það eru mörg vá- leg ský á himni þjóðmála. Þau eru flest eyrnamerkt Alþýðubanda- laginu, þó Þjóðviljinn vilji annað vera láta. Hver er svo arfleifðin, sem fimm ára stjórnarseta Alþýðu- bandalagsins skilur eftir sig? • íslands- og Evrópumet í verð- bólgu, 120-140%. • Nýkróna, sem tapaði tæplega 70% af verðgildi sínu á rúmum tveimur árum, miðað við meðal- gengi erlendrar myntar. • Samdráttur þjóðarfram- leiðslu um 10% á hvern vinnandi mann á tveimur árum — með til- heyrandi afleiðingum á lífskjör og kaupmátt. • Margra ára viðskiptahalli við umheiminn; erlend skuldasöfnun sem samsvarar 60% af árlegri þjóðarframleiðslu með greiðslu- byrði sem gleypir fjórðung út- flutningstekna þjóðarinnar. • Fjárlög (1983), sem byggð vóru á 42% ímyndaðri verðlags- hækkun milli ára (1982/1983) í 120% verðrisi, og líkur benda til að komi út með milljarðar króna útgjöld umfram tekjur, þrátt fyrir verulega útgjaldaniðurskurð nýrr- ar ríkisstjórnar. • Margra ára samansafnaður hallarekstur undirstöðuatvinnu- vega og opinberra stofnana, með tilheyrandi skuldasöfnun, erlendis og heimafyrir, sem þjóðfélags- þegnarnir verða endanlega að greiða, með vöxtum og vaxtavöxt- um. Þegar arfleifðin er slík er gott að geta látið sem pólitískir for- sjármenn þjóðfélagsins 1978—1983 hafi hvergi nærri kom- ið stjórnvöl þjóðarskútunnar, heldur verið víðs fjarri í löngu pólitísku orlofi. En strúturinn sést þótt hann stingi höfðinu í sand- inn! „Gengur ekki að auka eyðslu í þjóðarbúinu“ Meðan Hjörleifur, Ragnar og Svavar sátu enn á ráðherrastólum og skrif Þjóðviljans báru lands- föðursvip reit einn þingmanna þess, Garðar Sigurðsson, helgar- hugvekju (Helgarblað Þjóðviljans 12.-13. febr. 1983, bls. 4), sem stingur mjög í stúf við fjaðrafok þess undanfarið. Hver var þá boðskapur þingliðs Alþýðubanda- lags til hinna óbreyttu „félaga" út í þjóðlífinu? Orðrétt sagði þing- maðurinn: „Ekkert heimli þolir að kaupa í hverjum mánuði fyrir miklu meira en nemur tekjunum, og það þolir þjóðarheimilið ekki held- ur ... “. Litlu síðar segir hann: „Á síðasta fjórðungi liðins árs var gripið til þess ráðs að draga úr heildarkaupmætti í því skyni að draga úr halla á viðskiptajöfnuði" (já, var það svo?). En það er meira blóð í kúnni. Þingmaður Aiþýðubandalagsins heldur áfram: „En miklu meira þarf til og fleiri leiðir að fara en menn hafa til þessa ratað, auk þess sem ekki er heillavænlegt að melta lengi með sér að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða, þegar sýnt er að illa horfir." Hér sýnist talað í átt til „leiftursóknar" — eða hvað? Þingmaðurinn víkur að þeirri ósvinnu að það þurfi „fjórða hvern fisk“, eins og hann orðar það, í afborganir og vexti af löngum, er- lendum iánum (nú þarf part af þeim fimmta að auki). „Hver mað- ur hlýtur að sjá,“ segir þessi fram- vörður Alþýðubandalagsins, „að slíkt framferði í óráðsíu hlýtur senn að heyra sögunni til, því með þess háttar áframhaldi stefnum við efnahagslegu frelsi þjóðarinn- ar í voða“. Hér er engin tæpitunga töluð! Hverjum þeim, sem huga vill af einlægni að stöðu mála, er hollt að bera saman þessi skrif og þær æsi- fréttir, sem Þjóðviljinn nú viðhef- ur, til að efna til ófriðar í þjóðlíf- inu. „Sagan endurtekur sig,“ segir máltækið. Vinstri stjórnin 1971—1974 skilaði af sér rúmlega 50% verðbólgu (tók við innan við 10% verðbólgu 1971). Um mitt ár 1977 hafði ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar tekizt að ná þessari verðbólgu niður í um 26%. Þá hófst mikill darraðardans í þjóð- félaginu, sem Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn fóru mikinn í, með þeim afleiðingum, að óraunhæfir kjarasamningar settu verðbólgu- hjólin á snarsnúning á ný. Skrif Þjóðviljans undanfarið eru „kópía“ af herlegheitunum 1977. Hvort árangur verður sá sami skal ósagt látið. Vandamálin, sem Alþýðubanda- lagið skilur eftir sig og Garðar Sigurðsson, alþingismaður fjallaði um í grein sinni, hafa ekki breytzt. Það sem hefur breytzt er það eitt að Alþýðubandalagið er utan rík- isstjórnar. Og „hvað varðar mig um þjóðarhag?" var eitt sinn spurt. Verdbólgan og láglaunafólkið Sú óðaverðbólga, sem nagað hefur undirstöður íslenzks þjóðar- búskapar allar götur síðan á fyrstu árum liðins áratugar, hefur enga leikið verr en þá lægstlaun- uðu. Verðbætur á laun, sem um- deild vísitala hefur mælt, hafa komið eftir á og oftar en hitt brunnið svo að segja samtímis á verðbólgubálinu. Þó laun hafi hækkað um mörg hundruð pró- sent, í krónum talið, á fáum árum, hefur kaupmáttur þeirra lækkað þrátt fyrir allt. Þannig er allur þorri fólks verr settur eftir en áð- ur, og enginn betur. Verðbætur á hin lægri laun hafa verið hlut- fallslega jafnar og á hin hærri, en í krónum talið mun minni. Verð- bæturnar hafa því nýzt hinum iægstlaunuðu mun verr í hinu öra verðrisi, ef gengið er út frá því að neyzluþarfir fólks í landinu séu hinar sömu. Láglaunamaðurinn hefur heldur ekki sömu möguleika til að festa fé í hlutum sem halda verðgildi sínu í verðbólgu, jafnvel auka það, og komast þannig áfailaminna frá ósköpunum, jafn- vel með hagnað. Stjórnvöld hafa og oftlega reynt að hemja verðbólguna með því að halda söluverði vísitölu-vöru og þjónustu undir kostnaðarverði og gert viðkomandi fyrirtækjum og stofnunum að safna skuldum eins og dæmin sanna. Þannig hefur fjármagnskostnaður fyrirtækja og stofnana orðið mun hærri en vera þurfti, t.d. orkustofnana og SVR, en viðskiptavinirnir, almenningur, borga að sjálfsögðu brúsann end- anlega með tilheyrandi kostnaði. Stjórnvöld hafa og hvað eftir ann- að nýtt hluta af aflatekjum fólks (skattpeninga þess) til að greiða niður kaupgjaldsvísitölu (og þar með þess eigin laun) og marg- ítrekað skert verðbætur launa um lög. Þannig stóð Alþýðubandalag- ið, svo dæmi sé tekið, að fjórtán verðbótaskerðingum launa 1978—1983, og enginn stjórnmála- flokkur hefur hreinan skjöld í því efni. Óðaverðbólgan hefur síðast en ekki sízt skekkt rekstrarstöðu at- vinnuveganna og samkeppnis- stöðu íslenzkrar framleiðslu á sölumörkuðum heima og erlendis. Framleiðsla, sem sætir 80—100% tilkostnaðarhækkun milli ára, stenzt ekki harða sölusamkeppni við vöru, sem býr við 8—10% verð- ris. Verðbólgan var í raun búin að sprengja rekstrargrundvöll undir- stöðuatvinnuvega og grafa undan atvinnuöryggi, sem verið hafði nokkuð traust um langt árabil. Það kom þvi ekki á óvart að Sambandsstjórn Verkamanna- sambands íslands gerði ályktun í febrúarmánuði sl. þar sem segir „að sú mikla verðbólga sem nú geisar í íslenzku þjóðfélagi ógni atvinnuöryggi allrar alþýðu í landinu og telur það augljósa hagsmuni alls verkafólks að með sameiginlegu átaki takizt þjóðinni að færa verðbólguna niður, þannig að hún verði ekki meiri en hjá öðr- um nálægum þjóðum". Forsjár- menn AST höfðu og margítrekað, að meta bæri lækkun verðbólgu sem kjarbót. Hvað hefur breytzt frá því þessi ályktun var gerð fyrr á þessu ári? Eru það ekki spor í rétta átt, ef verðbóiga og vextir lækka veru- lega? Eða skiptir það máske meira máli að tiltekinn stjórnmálaflokk- ur og tiiteknir stjórnmálamenn eru nú utan ríkisstjórnar? „Hrútgimbur“ Alþýdubanda- lagsins Þjóðviljinn tæpir á því af og til að þingmenn og ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins hafi áhyggjur af því, að Morgunblaðið líti gjörðir ríkisstjórnarinnar frá fieiri en einni hlið, bæði fréttalega og í for- ystugreinum. Þjóðviljinn, sem er „tagihnýtingur" Alþýðubanda- lagsins — og fylgir því eins og „skekta" bundin aftan í bát, hvert svo sem siglt er, skilur ekki sjálfstæða fjölmiðlun né sjálf- stætt mat fjölmiðils á framvindu þjóðmála. Þjóðviljinn er flokks- blað, eins konar „sértrúarrit", sem sér umhverfi sitt, menn og mál- efni, aðeins í hvítum eða svörtum lit, eftir því hvers konar pólitískur stimpill er á fyrirbærinu. Þjóðvilj- ann skiptir minna máli HVAÐ er gert, öllu máli HVER gerir. Al- þýðubandalagið breytir aldrei ranglega að dómi Þjóðviljans, vegna þess að hann er aðeins flokksbergmál. Það er af þessum sökum sem Þjóðviljinn hafði hamskipti á ein- um degi þegar Alþýðubandalagið hrökklaðist út úr ríkisstjórn. Þjóðviljinn er kominn úr ráð- herrafötunum og búinn að taka ofan landsföðursvipinn. Hann er aftur kominn í róttækar reiðiflík- ur, sem menn muna frá árunum 1977 og 1978 (það er að segja eilít- ið framan af síðara árinu). Það er af þessum sökum sem Þjóðviljinn hefur „tungur tvær og talar sitt með hvorri". Það er af þessum sökum sem afstaða Þjóðviljans í „gær“ hljóm- ar sem öfugmæli í „dag“. Það er af þessum sökum sem ritstjórar og blaðamenn Þjóðvilj- ans eiga oft erfitt með að finna sína kindarlegu öfugmæla-„línu“ frá degi til dags. Leitandi að henni gætu þeir því allt eins spurt eins og forveri þeirra í öfugmælum. „Hafið þið séð kollótta hrút- gimbur, tjargaða með rauðri blákrít milli hornanna?" Er hægt að komast nær því að lýsa póli- tískum skrifum Þjóðviljans hin síðari árin?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.