Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 Helzti samverkamaður Hitlers í Belgíu lifir góðu rmm á Spáni Léon Degrelle, helzti samverkamaður Þjóðverja í Belgíu í síöari heimsstyrjöldinni, lifir enn góðu lífi á Spáni, þar sem hann hefur dvalizt í útlegð síðan stríðinu lauk. Hann á þægilega villu í Torreblanca á Costa del Sol og íbúð skreytta rómverskum fornminjum frá Suður-Spáni við fallega breiðgötu í Madrid. Nýlega sagði hann í viðtali við New York Times: „Ég lifi fyrst og fremst fyrir fegurðina.“ í mörg ár þurfti Degrelle að bera persónuskilríki með nafni Leon nokkurs Jose de Ramirez Reina. Nú þarf hann þess ekki lengur, en hann geymir skilríkin til minja. Degrelle á 77 ára afmæli um þessar mundir. Degrelle er að sumu leyti einstæður meðal helztu leiðtoga fasista. Hann lifði stríðið, þótt hann berðist í marga mánuði í fremstu víglínu á austurvígstöðvunum, og hefur réttlætt feril sinn af mikilli málgleði (m.a. í bókinni „Verlorene Legion“, Stuttgart, 1955). Hann stofnaði fasistaflokk „rexista“, Konungsflokkinn, 1933 og stjórnaði herdeild belg- ískra og franskra fasista í Waffen SS Þjóðverja, „Vallónaherdeildinni“, í heimsstyrjöldinni. Hann var ofsafullur maður, dæmigerður fulltrúi milljóna manna utan Þýzkalands sem gengu í lið með Þjóöverjum og töldu framtíð Evrópu í veði. Degrelle var líklega litríkasti fasista- leiðtoginn í allri Vestur- og Norður-Evrópu. Sjálfur taldi hann sig hvorki fasista né nazista og áleit rexisma andsvar við spillingu tímanna, hreyfingu pólitískrar endurnýjunar og pólitísks réttlætis, baráttu gegn ringulreið, vanhæfni, ábyrgðarleysi og óvissu. UPPGANGUR Léon Marie Degrelle er af góðum kaþólskum ættum og fæddist 1906 í Bouillon í Ardennafjóllum. Hann stundaði nám i kaþólskum skóla i Namur og lagði stund á lögfræði i háskólanum í Louvain. Þar varð hann fyrir áhrifum frá franska rit- höfundinum Charles Maurras, sem hafði ímugust á Gyðingum og út- lendingum, og hreyfingu hans, L’Action Francaise, sem barðist fyrir afnámi þingræðis. Degrelle og vinir hans sneru baki við hreyfing- unni þegar páfinn fordæmdi hana 1927. Vegna mikillar þátttöku í félags- lífi lauk Degrelle ekki laganámi, en vinir hans í klerkastétt fengu hon- um stöðu forstöðumanns kaþólskr- ar bókaútgáfu 1930. Fyrirtæki þetta kallaðist „Christus Rex“, en nafnið var fljótlega stytt í „Rex“. Það var til húsa í aðalstöðvum kaþ- ólska æskulýðssambandsins. Brátt hóf Degrelle útgáfu viku- blaða, sem ollu kirkjuyfirvöldum áhyggjum, en náðu vinsæidum meðal ungs fólks, sem áður hafði aðhyllzt stefnu L’Action Francais. Kaþólska æskulýðssambandið hóf virkari afskipti af stjórnmálum og Degrelle þótti senn góður ræðu- maður á fundum um allt land. Á þessum tíma kreppu og atvinnu- leysis vakti Degreíle athygli á fjár- málahneykslum, sem stjórnmála- menn voru viðriðnir, og lagði áherzlu á nauðsyn umbóta í anda stjórnlyndisstefnu. Hreyfing Rexista var sem sé fyrst kaþólsk æskulýðshreyfing, sem lagði áherzlu á róttæka þjóð- arvakningu, og tók ekki ótvíræða fasistaafstöðu fyrr en eftir 1936. I maí það ár buðu Rexistar fram í kosningum fyrsta sinni og bjuggust við að fá mest átta þingsæti. Þeir urðu forviða þegar þeir fengu 33 sæti á þingi, þar af 21 í fulltrúa- deild, og rúmlega 11% atkvæða. HNIGNUN Rexistar voru upphaflega félitlir, höfðu enga reynslu og áttu fáa virka stuðningsmenn og engan blaðakost, en voru ungir og áhuga- samir. Þremur vikum fyrir kosn- ingar hófu þeir útgáfu dagblaðs, „Le Pays Réel“, sem náði strax vinsældum, og Degrelle náði engu minni áhrifum á prenti en í ræðu- stól. Góðar skopmyndir birtust í blaðinu og Degrelle hélt áfram árásum á spillingu á æðstu stöðum, raunverulega eða ímyndaða. Þremur árum síðar, í kosningum í apríl 1939, fengu Rexistar aðeins fjögur þingsæti og fjóra af hundr- aði atkvæða. Þetta hrun átti sér ýmsar ástæður. Lítið hafði verið spunnið í marga þingmenn Rexista, sem voru ósamstæður hópur kennara, ungra lögfræðinga, verkamanna frá Liége og nokkurra aðalsmanna. í hópi andstæðinga þeirra voru hins veg- ar stjórnmálaskörungar á borð við Hymans og Vandervelde og upp- rennandi menn á borð við Paul Henri Spaak og Paul van Zeeland. Rexistum gekk illa að nota mik- ilvæg mál, hvort heldur á innlend- um eða erlendum vettvangi, og áframhaldandi árásir á þingi á fjármála- og stjórnmálaspillingu geiguðu. Veikleiki þeirra kom bezt í ljós þegar þeir ætluðu að afhjúpa enn eitt hneykslið. Sá þingmaöur þeirra, sem átti að halda aðalræð- una, mætti ekki vcgna þess að kona hans átti von á sér á hverri stundu. Vegna málsins samþykkti þingið vítur. MISHEPPNUÐ HERGANGA Rexistar nutu nánast eingöngu fylgis meðal frönskumælandi Vall- óna, aðallega miðstéttafólks. Að- eins þrír af þingmönnum þeirra töluðu flæmsku, hina hollenzku mállýzku norðanmanna. Rexistar kepptu því ekki við flokk flæmskra þjóðernissinna, VNV. Til samans höfðu þessir tveir flokkar tæplega 19% fylgi 1936, langmesta fylgi fasista í Vestur- og Norður- Evrópu. Báðir flokkarnir voru andvígir ríkjandi stjórnmálakerfi og vildu róttæk úrræði. í október 1936 gerðu flokkur Rexista og VNV með sér samkomulag, en það mæltist illa fyrir hjá Vallónum . Samkomu- laginu var slitið þannig að sam- starf þessara flokka bar lítinn ár- angur. Degrelle átti sjálfur nokkra sök á hruni Rexista. Velgengnin steig honum til höfuðs og hann varð hrokafullur. „Þegar við komumst til valda munu höfuðin fjúka,“ sagði hann eitt sinn. Svo ófriðlegir voru fundir Rex- ista að lýst var yfir herlögum 22. október 1936, þremur dögum áður en Rexistar ætluðu að halda fjöl- mennan fund. Þeir höfðu tekið á leigu 61 járnbrautarlest til að flytja stuðningsmenn frá öllum landshlutum til Brússel. Degrelle neitaði að aflýsa fundinum og hvatti stuðningsmenn sína til að fara fótgangandi til Brússel í anda „hergöngunnar til Rómar“, en að- eins nokkur þúsund manns tóku þátt í göngunni. Gangan sýndi að Degrelle stefndi að einræði, en Belgar vildu ekki einræðisherra, ýmsir segja vegna þess að þeir voru svo konunghollir. FÉLL í KOSNINGU Degrelle gaf ekki kost á sér í þingkosningunum 1936, en bauð sig fram í aukakosningu í kjördæmi í Brússel í apríl 1938 þegar einn af þingmönnum Rexista sagði af sér þingmennsku að ósk Degrelles. Van Zeeland forsætisráðherra átti ekki sæti á þingi og Degrelle skoraði á hann í framboð í aukakosningunni. Van Zeeland tók áskoruninni gegn ráðleggingum ráðunauta sinna og þótt hann vildi vera hafinn yfir flokkadrætti. Forsætisráðherrann hlaut 78% atkvæða og sigur hans markaði upphaf hnignunar Rex- ista, sem náðu sér aldrei eftir þetta áfall. Degrelle var handgenginn Muss- olini, sem studdi hann með fjár- framlögum, og síðar Hitler og fældi frá sér marga stuðningsmenn með þessu sambandi. Svo ósam- stæður var flokkur Rexista að nokkrir leiðtoga hans sögðu sig úr honum, þeirra á meðal Daye, og ástandið í efnahagsmálum Belgíu hatnaði. Eftir ósigurinn í kosning- unum 1939, þegar stríðið var í nánd, virtust dagar flokksins tald- ir, en hann vaknaði aftur til lífsins í stríðinu, þá í nýrri mynd. Nokkrum klukkustundum eftir að innrás Þjóðverja hófst l.maí 1940 var Degrelle handtekinn og með honum flæmskur vinur hans, Staf Declercq, og tveir aðrir „flæmskir þjóðernissinnar", Toll- enaere og Grammens. Rexistar og flæmskir þjóðernissinnar voru þeir einu sem fögnuðu innrásinni og hernámi Þjóðverja sem hófst 18 dögum síðar. En stuðningur Þjóð- verja kom Degrelle að litlu haldi. Flokkur hans var sem fyrr lítill minnihlutahópur, sem lítinn hljómgrunn hafði, og varð verkfæri Þjóðverja líkt og flokkur Quislings í Noregi. Degrelle var vongóður engu að síður. Á nýársdag 1941 lýsti hann því opinberlega yfir að Hitler væri mikilmenni og „útrýming" Bret- lands væri nauðsynleg. Fimm dög- um síðar gengu sex þúsund stuðn- ingsmenn hans fylktu liði um götur Liége. Ýmsir borgarbúar sendu þeim tóninn og þegar Rexistar fóru í aðra skrúðgöngu í febrúar var ráðizt á þá. f maí viðurkenndi Degrelle: „Meirihluti landa minna er blindur." í blöðum samverka- manna Þjóðverja var kvartað yfir almennt ríkjandi „bölsýni". SJÁLFBOÐALIÐI í ágúst 1941, tveimur mánuðum eftir innrás Þjóðverja í Sovétríkin, tilkynnti Degrelle að hann hefði ákveðið að gerast sjálfboðaliða í þýzka hernum til þess að berjast gegn bolsévismanum á austurvíg- stöðvunum. Hann sagði: „Stjórnmálabarátta mfn í Belgfu verður að víkja til hliðar. Nú þegar örlög Evrópu eru ráðin í austri er það skylda mín að fara með stuðn- ingsmönnum mínum. Ég veit ekki hvort ég kem aftur úr þessum leið- angri, en ég tel betra að hljóta göf- jgan dauðdaga en auvirðilegan." Skömmu síðar, 4. september 1941, sagði hann: „Við erum eitt þúsund. Til að fá aðrar þúsundir í lið með okkur verðum við að gera okkur að meiri mönnum með hörku og þjáningum ... til þess að verða ósigrandi her er við höfum lagt Brússel að fótum okkar þegar Moskva hefur verið tekin her- skildi." Hin raunverulega ástæða til þess að Degrelle gekk í Waffen SS var sú að hann vildi koma f veg fyrir áform Himmlers um að aðskilja héruð Flæmingja og aðra hluta Belgíu og sameina flæmska hlut- ann þýzka Ríkinu. Waffen SS fékk nokkur þúsund nýliða í héruðum Flæmingja og Vallóna. Þeir voru innan við 1% af þjóðinni, sem var tæp átta og hálf milljón. f júní 1941 var hins vegar haldið fram að 90% Belga hafi fagnað hverjum minnsta sigri Eng- lendinga eins og þjóðarsigri og margir Belgar höfðu á orði að hundrað sinnum betra væri að Belgía væri brezkt samveldisríki en þýzk hjálenda. Degrelle og Rexistar töldu íhaldssaman kardinála og kon- ungssinna, Van Roey, mesta óvin sinn. Kardinálinn var einn af leið- togum andspyrnunnar gegn Þjóð- verjum og kirkjan gegndi mikil- vægu hlutverki í andspyrnunni. Kaþólskir trúbræður Degrelles voru fjandsamlegir „nýskipan“ Hitlers að undanskildum nokkrum félögum hans úr kaþólska æsku- lýðssambandinu. VINUR HITLERS Degrelle sagði félögum sínum að einungis virk þátttaka f baráttunni gegn bolsévismanum gæti leitt til nýrrar og réttlátrar Evrópu. Aðrar þjóðir en Þjóðverjar yrðu að taka þátt í hinni heilögu baráttu gegn bolsévismanum svo að þær gætu haft áhrif í „hinni nýju Evrópu" og komið í veg fyrir að áhrif Þjóðverja yrðu of mikil. Þótt Degrelle væri boðin yfir- mannsstaða í Waffen SS kaus hann að byrja sem óbreyttur hermaður. „Ég ætla ekki að hitta Hitler að máli fyrr en hann sæmir mig ridd- arakrossinum," sagði hann stuðn- ingsmönnum sínum. „Á þeirri stundu hef ég öðlazt rétt til að ræða við hann á jafnréttisgrund- velli. Þá ætla ég að spyrja hann: ætlarðu að sameina Evrópu eða að- eins að koma á fót Stór-Þýzka- landi?" í fjögur ár barðist Degrelle í fremstu víglínu og særðist sjö sinn- um. Þegar hann var orðinn ofursti og hafði verið sæmdur riddara- krossinum lagði hann hart að Hitl- er að sameina Evrópu. Hitler spáði því að öll ungmenni Evrópu mundu þekkjast eftir einn mannsaldur og verða bræður. Hitler hafði lítið álit á leiðtogum nazistaflokka í öðrum löndum, t.d. Mussert f Hollandi og Mosley f Bretlandi, og Albert Speer sagði að Hitler virtist heldur ekki vænta mikils af Degrelle, þótt hann hefði meira álit á honum. Þó fór vel á með Hitler og Degrelle, sem taldi Hitler vin sinn og kallar hann enn „snilling aldarinnar". Þegar hann minnist Hitlers þyk- ir honum vænzt um það sem For- inginn sagði við hann eitt sinn: „Ef ég ætti son vildi ég að hann yrði alveg eins og þú.“ Samband þeirra varð svo náið að eitt sinn sagði Degrelle við hann: „Ég hef heyrt fólk kalla þig vitfirring.“ Hitler hló aðeins og sagði: „Ef ég væri eins og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.